Tíminn - 18.05.1991, Qupperneq 5

Tíminn - 18.05.1991, Qupperneq 5
Laugardagur 18. maí 1991 HELGIN 13 ÁÉG HVERGI HEIMA? Höfundur: Alexander Galin Þýölng: Áml Bergmann Leikstjórí: María Krlstjánsdóttir Leikmynd: Steinþór Sigurösson Lýsing: Lárus Bjömsson Búnlngar: Sigríöur Guðjónsdóttir: Sýningarstaöur: Borgarleikhús; Stóra sviölð Hann Nikolaj Tsjmútín er kominn á eftirlaun og auk þess búinn að missa konuna. Kominn ofan af þök- unum, sem hann smíðaði ófá og drottinn allsherjar hættur að fylgj- ast með handverki hans ofan frá. einstaklega góðum tökum á þess- um gömlu rússnesku konum sem eru svo passlega ólíkar. Leikmynd og búningar eru mjög góð og þá sérstaklega búningar kvennanna þriggja, sem eru ákaf- lega vel heppnaðir. Pað er vítt til veggja og hátt til lofts í húsakynnum þeirra Ljúd- mílu og Leonids. Sennilega hafa þau fengið inni í einhverri gamalli greifahöll eða þvílíku allavega búa þau ekki í blokk. Sviðsmyndin í síðari hluta þegar gamla fólkið kveikir á kertum verð- ur mjög minnisstæð, því það er þá sem hlýjan kemur inn í verkið. Þessi sýning sýnir okkur mannleg- ar tilfinningar, allt frá botnlausri eigingirni til djúprar samkenndar. Persónurnar gefa sér góðan tíma til að segja frá högum sínum og líð- an og okkar ágætu leikarar koma þessu til skila með látlausum glæsi- leika. G.Þ. Leoníd og Tsimútín ræðast við og Ljúdmfla stendur bak við. Hann eigrar nú um í íbúð dóttur sinnar og tengdasonar og hefur þann helstan starfa að svara í sí- mann fyrir önnum kafna dóttur sína. Kærleikar eru ekki miklir milli þeirra feðgina og sama má segja um tengdasoninn Leonid hús- gagnasala. Lífið er Tsjmútín gamla harla gleðisnautt og hann unnir sér illa í vistinni. Eini sólargeislinni í tilveru hans er dúfa nokkur sem hann hefur hænt að sér og þiggur hjá honum brauðmola af og til. Fuglinn er tákn frelsins því honum er í lófa lagið að fljúga hvert á land sem er meðan gamli Tsjmútin verður að hírast í steinsteypuskógi borgar- innar. En N.T. er ekki ætluð löng vist á heimili þeirra Ljudmilu og Leon- ids. Tengdasonurinn hefur nefnin- lega lagt á ráðin um að koma karli í sambúð með konu á hans aldri og stefnir í því skyni þremur stútungs- kerlingum til fundar við tengdaföð- ur sinn kvöld eitt. Hann gætir þess að hafa tímann milli komu þeirra rúman þannig að þær lendi ekki hver í flasinu á annari en raunin verður önnur. Hér í þessum punkti er komið grá- upplagt efni í farsa, þar sem allt stefnir í ringulreið og hasar. En eins og þýðandin segir í leikskrá þá þarf gamanleikur ekki endilega að vera farsi. Það eru rússnesk rólegheit yfir þessu leikriti og þá sérstaklega framan af en síðan eykst stígandinn án þess að til nokkurra ærsla komi. Við fáum að kynnast hlutskipti gamals fólks yfirleitt og einnig þeim séreinkennum sem eru til staðar í sovésku þjóðfélagi. Hér er sögð saga frá Sóvéti nútím- ans, þar sem er annars vegar er kynslóðin sem þekkir tímana tvennas, s.s. fimm ára áætlanirnar þegar vinnan göfgaði manninn og verkamaður mánaðarins var hetja. Hins vegar eftirstríðskynslóðin, í þessu tilviki þau Ljúdmíla og Leon- id, sem hafa komið sér þægilega fyrir í ríkiskerfinu og láta ekki hin gömlu gildi raska sínum lífsstíl. Persónur í leikritinu er sex. Bessi Bjarnason fer með hlutverk Nikolaj Tsjmútín listavel, hvort heldur sem hinn önugi ellilífeyris- þegi í fyrrihlutanum og síðar sem hinn endurborni spræki karl eftir að vínið og konurnar koma til sög- unnar. Eggert Þorleifsson sér til þess að hinn kaldrifjaði tengdasonur verð- ur mátulega ógeðfelldur.Það hvflir mikið á Eggert í fyrri hluta leiksins því allir þræðir liggja um hendur hans í plottinu við að koma gamla manninum á framfæri og hann skilar því með sóma. Dóttirinn Ljúdmfla er leikin af Guðrúnu Gísladóttur, sem gerir úr henni mikla glæsipíu, fulla af eigin- girni sem hún er ekkert að fela. Það gustar af Guðrúnu og það fer henni vel. Hin helft leikaranna eru konurnar þrjár, sem þær Þóra Friðriksdóttir, Sigríður Hagalín og Guðrún As- mundsdóttir leika. Það er skemmst frá því að segja að þær eru hver annari betri og ná JÖTUNN Á LEIÐ UM LANDIÐ BLAZER II SPORTSCAB CORSICA BIFREIÐA- OC ÞJÓNUSTUDEILD JÖTUNS HF. HEFJA SÝNINCAR- OC ÞJÓNUSTUFERÐ UM LANDIÐ ÞANN 21. MAÍN.K. VIÐSÝNUMM.A. CHEVROLET CORSICA FÓLKSBIFREIÐ, CHEVROLET BLAZER OC HINN VINSÆLA ISUZU ÞALLBÍL UÞÞHÆKKAÐAN OC BREYTTAN. VIÐSKIÞTA VINUM OKKAR CEFST KOSTUR Á AÐ RÆÐA VIÐ SÖLUMENN OC ÞJÓNUSTUFULLTRÚA. NOTIÐ ÞETTA EINSTAKA TÆKIFÆRI TIL AÐ SKOÐA OC ÞRÓFA NÝJU BÍLANA FRÁ OKKUR. ..................-........ VlK 27. MAÍ HÖFN 27. MAÍ DJÚPIVOCUR 22. MAÍ FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR. 22. MAI REYÐARFJÖRÐUR... 22. MAÍ NORÐFJÖRÐUR 25. MAl ESKIFJÖRÐUR 25. MAl ECILSSTAÐIR 25. MAI SEYÐISFJÖRÐUR .... 24. MAl VOPNA FJÖRÐUR.... 25. MAl PÓRSHÖFN 25. MAl HÚSAVÍK 25. MAÍ HÚSAVlK 26. MAÍ AKUREYRI 26. MAÍ DALVIK 27. MAl ÓLAFSFJÖRÐUR .... 27. MAÍ SICL UFJÖRÐUR 27. MAl SAUÐÁRKRÓKUR ... 28. MAl BLÖNDUÓS 28. MAÍ HVAMMSTANCI 29. MAl BORCARNES 29. MAl 7% tcls i/df'i ■ HÖFÐABAKKA 9 112 REYKJAVÍK SÍMI 91-67000 BÍLASALA....67 43 00 ÞJÓNUSTUD....68 65 00

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.