Tíminn - 18.05.1991, Page 6

Tíminn - 18.05.1991, Page 6
14 T HELGIN Laugardagur 18. maí 1991 Laugardagur 18. maí 1991 HELGIN 15 Sölutjöld 17. júní 1991 í Reykjavík Þeir sem óska eftir leyfi til sölu úr tjöldum á þjóðhátíðardaginn 17. júní 1991 vinsamlegast vitjið umsóknareyðublaða að Fríkirkjuvegi 11, opið kl. 08.20-16.15. Athygli söluhafa er vakin á því að þeir þurfa að afla viðurkenningar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkursvæðis á sölutjöldum og leyfis þess til sölu á viðkvæmum neysluvörum. Umsóknum sé skilað í síðasta lagi miðvikudaginn 5. júní kl. 12.00. Vakin er athygli á því, að öll lausasala frá tjöldum og á hátíðarsvæðinu er stranglega bönnuð. v\ ,rál ^Xstra Farangursrýmið er stórt og rúmgott og þægilegt í um- gengni. . . Timamynd: sa SÉRÍSLENSK CLAAS-ÚTGÁFA MEÐ ÖLLU Á FRÁBÆRU VERÐI Við bjóðum CLAAS R-46 rúllubindivélar fyrir 120x120 sm bagga á aðeins 789 þúsund krónur, miðað við gengi 1/5 1991. Meðal þess útbúnaðar, sem er innifalinn í verðinu hjá CLAAS, en telst gjarnan til aukabúnaðar hjá öðrum, má nefna: • Búnaður í ekilshúsi dráttarvélar sem gefur Ijós og hljóðmerki þegar baggahólf er fullt. Þá er ýtt á hnapp og binding hefst. • Vökvalyfta sópvindu (pickup) • Matara fyrir aftan sópvindu, sem m.a. kemur í veg fyrir að hey flækist eða safnist < » fyrir í aðfærslustokki. • Sérstakan búnað, sem kemur í veg fyrir að smágert hey slæðist • Sjálfsmurðar öflugri keðjur en áður • Breið dekk (yfirstærð) • Baggasparkara • Landhjól á sópvindu • Baggahólf, sem haldið er saman með vökvaþrýstingi en ekki læsingu, svo ekki er hætta á skemmdum þótt oftroðið sé í vélina Auk þessa er fáanlegur áreiðanlegur netbindibúnaður, sem styttir bindingartímann um 75%. Berið þessi frábæru kaup saman við það sem aðrir bjóða! CLAAS-rúllubindivélarnar hafa nú verið sérstaklega aðlagaðar íslenskum aðstæð- um. Aðalátaksrúllur hafa verið styrktar, svo vélin þolir betur hið smágerða íslenska hey. Þess má til gamans geta að „íslenska" útgáfan er aðeins seld hér og í einu héraði Norður-Ítalíu, í hlíðum Alpanna, þar sem sami styrkleiki er talinn nauðsynlegur! Kynnið ykkur prófanir á rúllubindivélum frá Bútæknideildinni á Hvanneyri FÁÐU JÖTUN OG CLAAS TIL LIÐS VIÐ ÞIG í SUMAR! inum. Fjöðrunin er fyrsta flokks - hæfilega stinn til að bíllinn verður aldrei laus á vegi. Jafnframt er íjöðrunin slaglöng og tekur fyrir- hafnarlítið grófar holur og krappar hraðahindranir. Samfara þessu er stýrið sérstaklega gott, bíllinn er rásfastur svo af ber, sama hvort sé ekið á malarvegi eða á föstu vegar- yfirborði. Og þegar hratt er ekið er nauðsynlegt að geta stöðvað í snatri. Það er heldur ekkert mál á Saab 9000 CD. Hann hefur ABS hemla og þeir eru heldur ekkert slor frekar en annað í þessum góða bfl. Ég endurtek að það var mér mjög á móti skapi að skila þessum bfl en ég býst ekki við að umboðsaðilinn - Globus hafi efni á að gefa mér vagninn, því hann kostar talsvert, eða á þriðju milljón og það verð er meira en ég get - og vil leggja í bfl. Ég er hins vegar alls ekkert í fýlu yfir því þótt einhverjir aðrir leggi fé í hann. Þeir sem það gera fá mjög skemmtilegan, þægilegan og vafalaust mjög góðan bfl fýrir pen- ingana sína, en samkvæmt niður- stöðum bandarískra slysarann- sókna, er þessi bfll sá öruggasti í umferðinni sem völ er á. Það hlýt- ur að vera einhvers virði í íslenska umferðarfrumskógi num. Vissulega er Saab ekki alfullkom- inn, eða svo fullkominn að hann falli sérhverjum að öllu leyti í geð. Að sjálfsögðu eru bflaskrif af því tagi sem hér eru ástunduð mjög lituð af smekk og sérvisku skrifara. Að nokkrum atriðum er hægt að finna, án þess að með því sé verið að kasta rýrð á vagninn. Mér fannst td. nokkuð hvína í sóllúgunni og mér fannst heyrast nokkur vegdyn- ur á malarvegi. Það skal þó tekið fram að ekki var um neinn ærandi hávaða að tala, sannarlega ekkert á móti þeim ógurlegu látum sem mér fundust fyrir nokkrum árum vera í miklu og rándýru Porsche- tryllitæki sem ég ók eitt sinn. Það var mikil upplifun á sínum tíma, en mér fannst Saabinn geta næstum allt það sama og Porsche sportbfll- inn gat - en gefa mér sem fjöl- skyldumanni til viðbótar lúxus- og þægindatilfinningu auk ótvíræðs notagildis. Stefán Ásgrímsson Tímamynd: sá HÖFÐABAKKA 9 112 REYKJAVÍK SÍMI 91-670000 Saab 9000CD er fallega látlaus og ber ekki utan á sér hvað hann getur. Tímamynd: sá MEÐ BESTU BÍLUM SEM AF FÆRIBÖNDUM RÚLLA Það er best að segja hverja sögu eins og hún gekk, en mér féll mið- ur að þurfa að skila þessum bfl aft- ur og bölvaði því sáran að eiga ekki fýrir honum. Sannleikurinn er nefnilega sá að þetta er einn besti akstursbfll sem ég hef ekið, ef ekki sá besti. Lítum nánar á gripinn. Saab 9000CD er stór bfll og mik- ill af evrópskum fólksbfl að vera og ameríkanar telja hann með bflum af fullri - eða eðlilegri stærð, en eins og kunnugt er, er flestallt stórt í henni Ameríku. Þrátt fyrir stærðina er bfllinn sérlega lipur og þægilegur í borgarakstri þar sem hann leggur afar vel á, útsýni er gott til allra átta og öll horn, endar og kantar bflsins sjáanlegir og skynjanlegir ökumanni úr sætinu bæði út um glugga og eins um speglana, en hliðarspeglar eru stórir og góðir og ökumaður getur auðveldlega stillt þá úr sæti sínu þar sem þeir eru rafknúnir auk þess að vera búnir hitaldi sem heldur þeim lausum við móðu og hrím. Sætin í bflnum sem við reynslu- ókum voru leðurklædd og hægt að stilla ökumanns- og farþegasætið frammi í bflnum á ýmsa enda og kanta til þægilegasta máta fyrir þann sem í þeim situr, eftir sköpu- lagi hvers og eins. Þá er einnig hit- ald í báðum þessum sætum sem hlýtur að vera þægilegt á frost- köldum dögum, þótt ekki reyndi á það hjá Tímamönnum. Allar rúðu- vindur eru rafknúnar og getur ökumaður stjórnað þeim úr sæti sínu og sama máli gegnir um topp- lúguna, henni stjórnar ökumaður með því að þrýsta á þar til ætlaða hnappa. Mælar og stjórntæki liggja einnig vel við augum, höndum og fótum og þarf ekki að fara mörgum orð- um um þann þátt. í þeim efnum er Saab 9000 CD turbo ekki svo frá- brugðinn öðrum bflum. Það er hins vegar í aksturseiginleikum og vélarafli sem hann sker sig úr bfla- flotanum. Þar koma til atriði sem ekki sjást utan á bflnum, heldur finnast. Þótt þessi bfll líti út fyrir að vera góður fjölskyldubfll í vand- aðri kantinum, sem hann vissu- lega er, þá hangir fleira á spýtunni: Hér er nefnilega einnig um að ræða meiriháttar tryllitæki - sportbfl sem ekki þarf að bera utan á sér kraftana. Ég var svo sem ekkert sérstaklega að mæla hvað hann var fljótur að ná 100 km hraða en þær sekúndur sem það tekur eru sannarlega ekki margar. Þegar græna ljósið kvikn- aði á ljósunum við Höfðabakka á norðurleið, ætlaði unglingur á einhverjum japönskum GTI 16 DOHC eitthvað að sýna kallinum á Saabinum á hægri akreininni aft- urljósin. Kallinn á Saabinum týndi honum hins vegar gersamlega. Saabinn er með 2,3 lítra 16 ventla vél forþjöppu og millikæli sem gef- ur 200 hestöfl eða 147 kW. Tölva sér um að stjórna bensín- og loft- blöndu, kveikitíma og neista og hvert kerti hefur sitt eigið há- spennukefli. Þessi búnaður sér til þess að hámarksnýting fæst út úr eldsneytinu við öll skilyrði og nota má blýlaust bensín 91-98 oktan. Þessi búnaður sér líka til þess að þessi aflmikli bfll er ekkert svo af- skaplega eyðslufrekur. Erlend bfla- blöð gefa upp meðaleyðslu undir 10 Iítrum á hundraðið. Sjálfskiptingin er fjögurra hraða og vinnur afar vel með vélinni og skiptingar eru mjúkar og finnast raunar varla, heldur heyrast í vél- inni og sjást á snúningshraðamæl- Hér er allt sem þarf. IG TA-88268 GASGRILL imso staögreitt áaöeins Olíufélagiö hf. hefur nú til afgreiöslu, á ESSO bensínstöövum um allt land, fullkomiö gasgrill á einstaklega hagstæöu verði. Eiginleikarnir eru þessir: • Afkastamikill 30.000 BTU (8,8 kW) tvöfaldur H-laga brennari sem tryggir jafna dreifingu á eldunarflötinn. • 1809 cm2 eldunarflötur. • 1040 cm2 færanleg efri grillrist. • Fellanleg tréhilla aö framan. • Tvær hliðarhillur úr tré. • Botnhilla úr tré. • Glerrúöa í loki og hitamælir. • Örugg festing fyrir gaskút. • Leiðbeiningar um samsetningu á fslensku. • Notkunarleiöbeiningar á íslensku. Gaskútar fyrir grillið fást á ESSO bensínstöövum um allt land. Skiptiþjónusta á tómum og áfylltum kútum. Olíufélagið hf Sími: 60 33 00

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.