Tíminn - 24.05.1991, Blaðsíða 16

Tíminn - 24.05.1991, Blaðsíða 16
AUGLYSINGASIMAR: 680001 & 686300 RÍKISSKIP NÚTIMA FLUTNINGAR HalnarMusinu v Tryggvagotu, S 28822 POSTFAX 91-68-76-91 Ókeypis auglýsingar fyrir einstaklinga iel HÖGG- > DEYFAR m. \iJ varahlutir Verslió hjá fagmönnum Haaarsbðfda 1 - s. 67-6744 J FÖSTUDAGUR 24. MAÍ1991 Fyrsta endurskoðun á vöxtum Byggingarsjóðs verkamanna: 39( )% va: xl tal læl ikun í ver kar nai ír lal: lúsl töðum Nú styttist óðum í það að eigendur, iíklega a.m.k. einhverra tuga félagslegra íbúða, þurfi að sætta sig við 390% hækkun á vöxtum af áhvílandi lánum úr Byggingarsjóði verkamanna, þ.e. úr 1% upp í 4,9% vexti. Alþingi samþykkti í fyrra að Byggingarsjóður verkamanna skuli framvegis kanna, á nokk- urra ára bili, hvort kaupendur félagslegra íbúða uppfylli ennþá skilyrði um þau ákveðnu tekjumörk sem gilda í féiagslega íbúðakerfinu. í ár er komið að fyrstu slíku könnuninni. Hafi kjör íbúakaupanda vænkast verulega, þannig að tekjur hans fari upp fyrir þau mörk sem við er miðað breytast vaxtakjörin af lánum hans, þannig að þeir hækka í sömu vexti og eru á al- mennum lánum Byggingarsjóðs ríkisins. Samkvæmt lögunum skal slík tekjukönnun fara fram í fyrsta skipti að liðnum 6 árum frá undirritun kaupsamnings um félagslega íbúð og síðan með 3ja ára millibili. Þessi ákvæði eiga við um allt félagslegt hús- næði sem byggt var með lán- um Byggingarsjóðs verka- manna, sem ekki voru ákveðin með föstum vöxtum. Fyrstu lán B.V. með hreyfanlegum vöxtum voru gefin út 1984. Samkvæmt upplýsingum frá Húsnæðisstofnun er því nú í ár komið að því að kannað verði hvort þeir sem keyptu fé- lagslega íbúð á árinu 1984, væntanlega nokkur hundruð manns, uppfylltu ennþá árið 1990 þau skilyrði um tekju- mörk sem gilda í félagslega íbúðakerfinu. Á næsta ári nær könnunin síðan til þeirra sem keyptu félagslega íbúð 1985 og síðan þannig áfram koll af kolli. - HEI Breytt mynstur í laxveiði: NETAVEIÐIÁ ■ tíIh ■ flV fkmuwmm &*% UNDANHALDI Undanfarin ár og áratugi hefúr kjósa nú að draga úr netaveiðum lagning laxveiðineta í Hvíta í og selja frekar veiðileyfi á landi Borgarfirði verið fastur liður á sínu til stangveiðimanna. Um þessum árstíma. En þetta árið er þetta eru mörg dæmi og er þró- orðin brey ting á. í fyrra var und- unin td. á þennan veg í Hvíta og irritaður samningur milli bænda Ölfusá. og laxveiðifélaga þess efnis að Laxveiðisumarið fer nú senn að net yrðu ekki lögð í Hvítá og er hefjast og er líklegt að minnk- þvf þessi landsþekkta laxveiðiút- andi netaveiði skili sér í aulcinni gerð orðin minningin ein. iaxagöngu upp í ámar og er þá En þetta er aöeins eitt dæmi. sérstakiega átt við Borgarfjörð- Viðmælendur Tímans eru sam- inn. mála um að þróunin sé nú á Sérfræðingar eru fyrir löngu þann veg að netaveiði á laxi sé á byrjaðir að spá í spilin varðandi undanhaldi. Lögmái markaðar- þetta sumar og er ekld að heyra ins ráða þar mestu um, þ.e. neta- að margir búist við aukánni veiddurlaxertöluvertódýrarien stangveiði þrátt fyrir færri net. sá sem er veiddur á stöng og því Þvert á móti telja margir að hún má fá þá niðurstöðu að hagstætt verði eitthvað undir meðallagi sé að hætta netaveiði. Auk þess þetta sumarið. En skynsamleg- er eftirspum eftír stangveiðileyf- ast er þó að spytja að leikslokum. um mikil og margir bændur GS. Tillögu Sigrúnar Magnúsdóttur er sífellt frestað: Er Hitaveitan skaðabótaskyld? Skýrsla gefrn lögreglu. Fékk eitur í augun Eins og fram hefur komið í fréttum hafa ofnar, leiðslur og blöndunar- tæki í efri byggðum Reykjavíkur, aðallega í Seljahverfi, gefið sig vegna of mikils þrýstings kalda vatnsins sem fór inn á heitavatns- kerfi húsa á þessu svæði. Margir íbúar Seljahverfis hafa orðið fyrir talsverðum skemmdum og tjóni af þessum sökum. Sigrún Magnúsdóttir, borgarfull- trúi Framsóknarflokksins, hefur lagt fram tillögu þess efnis að Hita- veitan ætti að vera skaðabótaskyld þegar svona mál koma upp. í samtali við Tímann sagði Sigrún að tillaga hennar hefði ekki ennþá fengið um- fjöllun í borgarráði. Hitaveitu- og vatnsveitustjóri þurfa báðir að mæta á fundinn þegar tillagan verður tek- in fyrir vegna hlutdeildar þeirra í málinu. Hingað til hefur því alltaf verið frestað að taka tillöguna fýrir en aftur á móti hefur Sigrún sjálf vakið athygli á ýmsum þáttum í sambandi við hana á borgarstjórnar- fundum. Hún segir m.a. að þegar rafmagnið fari af borginni þá sé mjög mikil hætta á að þrýstingur kalda vatnsins aukist í efstu hverf- unum og þar af leiðandi gefa ofnar, leiðslur og blöndunartæki sig. Hún segir að Hitaveitan telji sig ekki skaðabótaskylda vegna tjóns sem hlýst af þessum orsökum. Ekki náðist í forsvarsmenn Hitaveitunnar út af þessu máli. -UÝJ Glerílát með saltpéturssýru sprakk í gær í tilraunastofu í Há- skóla íslands, með þeim afleiöing- um að lyfjaverkfræðingur, sem var að vinna með efnið, fékk það í aug- un og mjög hættulegar eiturgufur lagði um tilraunastofuna sem er í sama húsnæði og íþróttasalur há- skólans. Atburðurinn átti sér stað um kl. 11:00 í gær og var slökkviliðið þeg- ar kvatt á vettvang. Fóru tveir menn inn í tilraunastofuna í sér- stökum stökkum, sérgerðum til að takast á við hættur sem þessar. Var loftað út af tilraunastofunni, sem þegar hafði verið gert að hluta, og eiturefnið fjarlægt. Maðurinn, sem fékk efnið í aug- un, var fluttur á slysadeild. Talið er að hann muni halda sjóninni, en talið var líklegt í fyrstu að hann yrði blindur. GS. þessum potti var ílátið með salt- péturssýrunni áður en það sprakk og eiturgufur lagði um rannsóknar- stofuna. Tímamynd: Pjetur Stéttarsamband bænda: Hrátt kjöt verði ekki flutt inn Tímamynd: Árnl Bjarna. Piltur fluttur á slysadeild Slys varð fýrir utan Sultugerð bak- ara á Lynghálsi í Reykjavík um kl.12:30 í gær. Piltur á skellinöðru skall á bifreið og hlaut meiðsl af. Var hann fluttur á slysadeild. Stéttarsamband bænda hefur sent Davíð Oddssyni forsætisráðherra bréf þar sem það ítrekar afstöðu sína varðandi þá fyrirvara sem það vill að verði settir af hálfu íslands í samningaviðræðunum um Evr- ópskt efnahagssvæöi. Stéttarsambandið leggur áherslu á að tryggt verði að erlendir aðilar nái ekki eignarhaldi á auðlindum lands- ins, fiskimiðum, landi (bújörðum) og orkulindum. í öðru lagi að strangt eftirlit verði haft með þekk- ingu og hæfni þeirra sjálfstæðu að- ila sem hér kunna að fá heimild til starfa. I þriðja lagi að hvergi verði slakað á banni við innflutningi á hráu kjöti og lifandi dýrum. Ekki verði gerðar minni kröfur til mat- vara sem fluttar eru til landsins en innlendra vara varðandi aðbúnað á framleiðslustigi, sem og notkun lyfja og eiturefna. Þá leggur Stéttar- sambandið áherslu á að tryggt verði með jöfnunargjöldum að samkeppni við innflutning verði fyrst og fremst á grundvelli gæða. - EÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.