Tíminn - 24.05.1991, Blaðsíða 10

Tíminn - 24.05.1991, Blaðsíða 10
10 Tíminn Föstudagur 24. maí 1991 MINNING Sigríður Haraldsdóttir Hrafnkelsstöðum Fædd 30. desember 1900 Dáin 20. maí 1991 Neisti Guðs líknsemdar, Ijómandi skær, lífinu besta er unaðinn fær, móðurást blíðasta bömunum háð, blessi þig jafnan og efli þitt ráð, Guð, sem að ávöxtinn gefur. (Jónas Hallgrímsson) Hún amma er dáin. Þessi hugsun flýgur um huga okkar nú þegar amma hefur kvatt okkur í hinsta sinn. Hún lést á Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi hinn 20. maí s.l., eftir stutta sjúkralegu. Ömmu varð að ósk sinni um að þurfa ekki að dvelja lengi á sjúkrahúsi, en hún talaði oft um það að ekki vildi hún þurfa að vera í sporum svo margra sem þar þurfa að dvelja um langan tíma, og hafa ekkert fyrir stafni annað en bíða. Amma var einmitt ein af þeim sem varð að hafa alltaf eitthvað fyrir stafni. Hún hélt sitt eigið heimili fram til þess síðasta og þrátt fyrir að sjónin væri farin að daprast þá prjónaði hún enn eins og áður. Þær eru líka ófáar peysurnar, vettling- arnir eða sokkarnir sem amma prjónaði og ekki þurftum við að kvíða því að geta ekki klætt af okkur kuldaþola, í nýjum sokkum eða með nýja vettlinga frá ömmu „heima" eins og við kölluðum hana alltaf. Hún hafði alltaf stund fyrir litlu strákana sína er þeir komu í gætt- ina, hvort heldur var til að sníkja kleinu eða biðja ömmu að segja sög- ur. Amma var fróð manneskja og var dugleg að veita úr viskubrunni sín- um. Oft fannst okkur það hlutir sem ekki skiptu neinu máli, en skiljum gildi þeirra þegar við eldumst og þroskumst. Við þökkum innilega fyrir allan fróðleikinn sem hún veitti okkur. Amma var ein af þeim sem aldrei vildi láta hafa neitt fyrir sér. Hún var ætíð tilbúin að aðstoða þá sem áttu í vanda eða erfiðleikum og taldi það ekki eftir sér, en þegar að henni sjálfri kom var allt óþarfa fyrirhöfn og umstang í hennar augum. Alltaf stóð heimili ömmu opið öllum og ekki þurfti neinn að óttast það að verða hrakinn þaðan út án þess að á hann væri hlustað og reynt að leysa þau vandamál sem að steðjuðu, ef þau voru einhver. Með þessum fátæklegu orðum kveðjum við elsku ömmu og vonum að henni líði vel í nýjum heimkynn- um. Guð blessi hana. Helgi og Ingólfur Nú sefur jörðin sumargrœn, nú sérhún rætast hverja bœn og dregur andann djúpt og rótt um draumabláa júlínótt. (D.St.) Á einhverjum yndislegasta degi þessa annars vætusama vors, hinn 20. maf, andaðist heiðurskonan Sig- ríður Haraldsdóttir á Hrafnkelsstöð- um í Hrunamannahreppi, níræð að aldri. Hún var fædd að Hrafnkelsstöðum 30. desember árið 1900 og fylgdi því öldinni, eins og sagt er. Sigríður var tíunda í röðinni af tólf systkinum, en tvö þeirra dóu ung. Foreldrar Sigríðar voru þau Guðrún Helga- dóttir frá Birtingaholti í Hruna- mannahreppi og Haraldur Sigurðs- son frá Kópsvatni í sömu sveit. Sig- ríður var því Hreppakona í húð og hár og ól allan aldur sinn í Hruna- mannahreppnum. Hún ólst upp á miklu menningar- og myndarheimili þar sem allir, smáir sem stórir, tóku þátt í heimil- isstörfunum úti og inni. Fræðslulög voru ekki samþykkt hér á landi fyrr en 1907 og var því heimiliskennari á Hrafnkelsstöðum fram að þeim tíma, en þá tók við far- skóli sem lengst af var á Hrafnkels- stöðum og það var barnaskólanám Sigríðar. Síðan var hún einn vetur við nám í Kennaraskóla íslands árið 1919 og vor og sumar við garðyrkju- nám í Gróðrarstöð Reykjavíkur hjá Einari Helgasyni. Árið 1926 verða þau umskipti í lífi þessarar heimasætu á Hrafnkels- stöðum að hún giftist sveitunga sín- um Sveini Sveinssyni í Efra-Lang- holti og bjuggu ungu hjónin í Efra- Langholti eitt ár með mági Sigríðar, sem einnig hét Sveinn. Árið 1927 keyptu þau jörðina Hrafnkelsstaði ásamt Helga bróður Sigríðar og bjuggu þar æ síðan. Þeim Sigríði og Sveini varð 5 barna auðið. Elstur er Þorgeir, bóndi á Hrafnkelsstöðum, kvæntur Svövu Pálsdóttur; þá Krist- rún, hún andaðist árið 1979 og var ógift; Sveinn, bóndi á Hrafnkels- stöðum, kvæntur Sjöfn Hannesdótt- ur; Guðrún, húsfreyja á Varmalæk, gift Karli Gunnlaugssyni; og yngst- ur er Haraldur, bóndi á Hrafnkels- stöðum, kvæntur Jóhönnu Ingólfs- dóttur. Barnabörn Sigríðar eru 16 og barnabarnabörnin 16. Mann sinn missti Sigríður árið 1954 eftir þung veikindi. Hann lá sína banalegu heima á Hrafnkels- stöðum, studdur af kærleiksríkum höndum konu sinnar og barna. Fljótlega eftir lát manns síns hætti Sigríður sínu búsumstangi og Sveinn yngri tók við jörðinni. Ég dvaldi aldrei á Hrafnkelsstaða- heimilinu, en ég veit að þar var gott að vera. Þar var alltaf mannmargt og hrædd er ég um að húsfreyjan þar hafi ekki alltaf farið snemma í hátt- inn. En Sigríður á Hrafnkelsstöðum þekkti ekki annað en að vinna og vinna vel. Ég veit að henni og systk- inum hennar var haldið vel að vinnu, en þó Ias hún Sigríður og kunni svo óteljandi margt og henn- ar fáu frístundir hafa sjálfsagt oft farið í sjálfsmenntun. Ég, sem þessar línur rita, þekkti í raun Sigríði frá blautu barnsbeini. Hrafnkelsstaðafólkið var vinafólk foreldra minna, þegar þau bjuggu á Flúðum í Hrunamannahreppi. Ég minnist óljóst skemmtilegra heim- boða á Hrafnkelsstaðaheimilinu þar sem farið var í leiki og allt var svo gaman. Ég minnist Sveins á Hrafn- kelsstöðum, laglegs, dökkhærðs manns ríðandi á glæstum hestum. Ég minnist hans sérstaklega er ég var skælandi eitt sinn við Hruna- kirkju, búin aö týna pabba. Þá kom hann mér til hjálpar og skilaði mér í réttar hendur. Við fluttum frá Flúð- um til Reykjavíkur, en vinátta Sig- ríðar við foreldra mína hélst meðan þau lifðu. Ég kom aftur til dvalar í Hrunamannahreppinn og örlögin gerðu mér þann greiða að gera dæt- ur Sigríðar á Hrafnkelsstöðum að góðum vinkonum mínum og þannig endurnýjuðust kynni mín við þessa góðu konu. Sigríður á Hrafnkelsstöðum var með afbrigðum greind og skemmti- leg manneskja og svo góðhjörtuð að hún mátti ekkert aumt sjá, hvorki menn né málleysingja. Að sjá hana Sigríði í blómagarðinum sínum eða talandi við blómin í gluggunum hjá sér er ógleymanlegt, enda óx allt og dafnaði kringum hana. Ég held að sú menntun, sem hún fékk þennan eina vetur í Kennaraskólanum, og garðyrkjunámið hafi átt eins vel við hana og hennar lífsviðhorf eins og hugsast gat. En það var eitt enn sem var henni Sigríði í blóð borið, en það voru hjúkrunarstörf. Á heimili hennar dvöldust iðulega sjúkir ættingjar og fólk sem jafnvel var ekkert vanda- bundið henni, en hafði unnið Hrafn- kelsstaðaheimilinu um langa ævi. Þetta fólk átti sitt athvarf hjá Sigríði og hún hlúði að því til hinstu stund- ar. Ég hef sagt frá eiginmanni henn- ar og önnur dóttir hennar, Kristrún, vinkona mín, lést árið 1979 úr krabbameini. Síðustu mánuðina sem hún lifði dvaldist móðir hennar hjá henni á sjúkrahúsinu. Þessi 78 ára gamla kona svaf á dýnu á gólfinu til þess að geta verið hjá henni Rúnu síðustu stundirnar. Og ég man að hún sagði við mig einu sinni: „Ég þarf bara að Félagsstarf aldraðra í Reykjavík Yfirlits- og sölusýningar, á munum unnum í fé- lagsstarfinu, verða laugardaginn 25. maí, sunnu- daginn 26. maí og mánudaginn 27. maí kl. 14.00-17.00 alla dagana á Aflagranda 40 í Bólstaðarhlíð 43 að Norðurbrún 1 Kaffisala verður á öllum stöðunum. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Mjólkurkvóti Öska eftir að kaupa allt að 30.000 lítra mjólkur- kvóta. Staðgreiðsla kemur til greina. Tilboð eða nafn og símanúmer leggist inn á aug- lýsingadeild biaðsins, merkt „Mjólk 1991“. Sími 680001. hugsa um hann Helga, svo er mér ekkert að vanbúnaði að kveðja þenn- an heim.“ Og hún hugsaði um hann Helga til hans hinstu stundar, en þau systkinin héldu í raun heimili saman alla tíð — fyrst í tvíbýli og síðustu árin bjuggu þau tvö ein í litlu, notalegu íbúðinni hennar Sig- ríðar heima á Hrafnkelsstöðum. Sigríður hafði unun af að ferðast og var með afbrigðum dugleg að fara í ferðalög, drífa sig í leikhús og fara á hljómleika. Þegar hún heyrði að Þjóðleikhúsið ætlaði að sýna Pétur Gaut nú í vetur sagðist hún mega til að fara. Það gerði ekkert til þó hún heyrði ekkert, hún kynni leikritið! Geri aðrir betur sem kannski hafa meira lesið og lært. Sigríður var gestrisin með afbrigð- um, enda sagði hún í gamla daga að hugurinn flygi alltaf fyrst í köku- kassana þegar hún sæi gest nálgast bæinn. Og þessi gestrisni hennar hélst ævilangt. Það var óhugsandi að koma að Hrafnkelsstöðum án þess að þiggja góðgerðir — því meira því betra. Og nú er þessi góða kona horfin af sjónarsviðinu. Kona sem bjó á sama bænum í sinni heimasveit alla æv- ina utan eitt ár. Hún unni sveitinni sinni af heilum hug og vildi hag hennar sem mestan og bestan. Hún átti því láni að fagna að börnin hennar öll búa í sveitinni og hafði hún mikið og gott samband við þau öll, börnin þeirra og litlu barna- barnabörnin. Aðeins hún Rúna settist að í Reykjavík vegna atvinnu sinnar, en hún kom Iíka alltaf austur þegar hún mögulega gat. Það er sjónarsviptir að slíkum manneskjum sem Sigríði, en gott er þreyttum að hvílast og hún var ábyggilega alveg tilbúin til brottfar- arinnar. Ég efast ekki um að henni hefur þótt gott að sofna inn í dýrð vorsins vitandi að sumarið var á næsta leiti. Minningin um Sigríði mun geymast hjá okkur öllum sem þekktum hana og þótti vænt um hana. Ég votta Guðrúnu vinkonu minni, bræðrum hennar og öllu þeirra skylduliði innilegustu samúð okkar hjónanna, en jafnframt samgleðj- umst við þeim að hafa átt hana öll þessi mörgu, góðu ár. Nú dreymir allt um dýrð og frið við dagsins þögla sálarhlið og allt er kyrrt um fjöll og fjörð og friður drottins yfir jörð. Blessuð sé minning Sigríðar Har- aldsdóttur á Hrafnkelsstöðum. Ásgerður Ingimarsdóttir Hún amma mín er dáin og komin til guðs. Þá er hún komin til afa og Rúnu og þar veit ég að hún er ánægð. Mig langar að minnast hennar ömmu minnar, Sigríðar Haralds- dóttur frá Hrafnkelsstöðum. Eftir að foreldrar mínir hófu búskap var heimili ömmu hjá þeim, og því ól- umst við systkinin upp með ömmu. Ekki ósjaldan vaknaði ég á nóttunni og fékk að kúra til fóta og þar var gott að vera. Hún var hafsjór fróð- leiks og kunni ógrynni af sögum og þulum. Við minnumst hennar með gleði og söknuði. Ég hafði ömmu hjá mér alla mína bernsku og það var eins og að upplifa ýmislegt aftur að fylgjast með ömmu og Magnúsi litla bróður mínum, sem hefur misst mikið. Að sjá hana sitja á rúm- inu sínu með prjónana og segja hcnum sögur, hvernig hún lék þær urn leið og hún sagði frá. Um leið og við kveðjum hana ömmu þá minnumst við hennar með þakklæti og biðjum guð að blessa hana í nýjum heimi. Helga Sigríður, Kolbrún, Sveinn Hannes og Magnús Kvöld-, nætur- og hdgidagavarsla apóteka í Reykjavík 24.-30. maf er i Breiðholtsapóteki og Apóteki Austurfaæjar. Það apótek sem fyrr er nefnt annast eitt vörsluna frá kl. 22.00 að kvöldi til kl. 9.00 að morgni virka daga en kl. 22.00 á sunnudögum. Upplýsingar um læknis- og lyfja- þjónustu eru gefnar I sfma 18888. Neyðarvakt Tannlæknafélags Islands er starfrækt um helgar og á stórhátfðum. Sim- svari 681041. Hafnarfjörður Hafnarfjarðar apótek og Norð- urbæjar apótek eru opin á virkum dögum frá kl. 9.00-18.30 og til skiptis annan hvem laug- ardag kl. 10.00-13.00 og sunnudag kl. 10.00- 12.00. Upplýsingar I slmsvara nr. 51600. Akureyri: Akureyrar apótek og Stjörnu apótek eru opin virka daga á opnunartíma búða. Apó- tekin skiptast á slna vikuna hvort að sinna kvöld-, nætur- og helgidagavörslu. Á kvöldin er opið i þvl apóteki sem sér um þessa vörslu, til kl. 19.00. Á helgidögum er opið frá kl. 11.00- 12.00 og 20.00-21.00. Á öðrum tlmum er lyfja- fræðingur á bakvakt. Upplýsingar eru gefnar i síma 22445. Apótek Keflavfkur Opið virka daga frá k. 9.00- 19.00. Laugardaga, helgidaga og almenna frl- daga kl. 10.00-12.00. Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga frá kl. 8.00-18.00. Lokað I hádeginu milli kl. 12.30- 14.00. Selfoss: Selfoss apótek er opið til kl. 18.30. Opið er á laugardögum og sunnudögum kl. 10.00-12.00. Akranes: Apótek bæjarins er opið virka daga til kl. 18.30. Opið er á laugardögum kl. 10.00- 13.00 og sunnudögum kl. 13.00-14.00. Garðabær Apótekið er opið rúmhelga daga kl. 9.00-18.30, en laugardaga kl. 11.00-14.00. Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjamames og Kópavog er I Heilsuvemdarstöð Reykjavikur alla virka daga frá kl. 17.00 til 08.00 og á laugardög- um og helgidögum allan sólarhringinn. Á Seltjamamesi er læknavakt á kvöldin kl. 20.00-21.00oglaugard. kl. 10.00-11.00. Lokaðá sunnudögum. Vitjanabeiðnir, símaráðleggingar og timapant- anir I sima 21230. Borgarsprtalinn vaktfrá kl. 08- 17 alla virka daga fyrir fólk sem ekki- hefur heimilislækni eða nær ekki til hans (sími 696600) en slysa- og sjúkravakt (Slysadeild) sinnir slösuðum og skyndiveikum allan sólar- hringinn (simi 81200). Nánari upplýsingar um lyfjabúöir og læknaþjónustu emgefnar I sim- svara 18888. Ónæmisaðgerðir fyrir fullorðna gegn mænusótt fara fram á Heilsuvemdarstöö Roykjavikur á þriðjudögum kl. 16.00-17.00. Fólk hafi með sér ónæmissklrteini. Garðabæn Heilsugæslustöðin Garðaflöt 16-18 er opin 8.00-17.00, sími 656066. Læknavakt er I sima 51100. Hafnarfjörður: Heilsugæsla Hafnarfjarðar, Strandgötu 8-10 er opin virka daga ki. 8.00- 17.00, simi 53722. Læknavakt slmi 51100. Kópavogur Heilsugæslan er opin 8.00-18.00 virka daga. Sími 40400. Keflavfk: Neyðarþjónusta er allan sólarhringinn á Heilsugæslustöð Suðumesja. Simi: 14000. Sálnæn vandamál: Sálfræðistöðin: Ráðgjöf I sál- fræðilegum efnum. Simi 687075. Landspitalinn: Alla daga kl. 15 til 16 og kl. 19 til kl. 20.00. Kvennadeildin: kl. 19.30-20.00. Sængurkvennadeild: Alla daga vikunnar kl. 15- 16. Heimsóknartlmi fyrir feður kl. 19.30-20.30. Bamaspítali Hringsins: Kl. 13-19 alla daga. Öldrunariækningadelld Landspltalans Hátúni 10B: Kl. 14-20 og eftir samkomulagi. - Landa- kotsspitali: Alla virka kl. 15 til kl. 16 og kl. 18.30 til 19.00. Bamadeild 16-17. Heimsóknartimi annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. - Borg- arspitallnn I Fossvogi: Mánudaga til föstudaga kl. 18.30 til 19.30 og eftir samkomulagi. Á laug- ardögum og sunnudögum kl. 15-18. Hafnarbúðir Alla daga kl. 14 til kl. 17. - Hvita- bandið, hjúkrunardeild: Heimsóknartími frjáls alla daga. Grensásdcild: Mánudaga ti föstu- daga kl. 16-19.30. - Laugardaga og sunnu- daga kl. 14- 19.30. - Heilsuvemdarstöðin: Kl. 14 til kl. 19. - Fæðingarheimili Reykjavikur: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16.30. - Kleppsspítaii: Alla dagakl. 15.30 tilkl. 16ogkl. 18.30 til kl. 19.30. - Flókadeild: Alla daga kl. 15.30 til kl. 17. Kópa- vogshæiið: Eftir umtali og kl. 15 til kl. 17 á helgidögum. - Vífllsstaöaspltali: Heimsóknar- timi daglega kl. 15-16 og kl. 19.30-20. - St Jósepsspítall Hafnarfiröi: Alla daga kl. 15-16 og 19-19.30. Sunnuhlíð hjúkrunarheimili i Kópavogi: Heim- sóknartimi kl. 14-20 og eftir samkomulagi. Sjúkrahús Keflavíkuriæknishéraðs og heilsu- gæslustöðvar: Vaktþjónusta allan sólarhring- inn. Slmi 14000. Keflavík-sjúkrahúsið: Heim- sóknartími virka daga kl. 18.30-19.30. Um helgar og á hátiðum: Kl. 15.00-16.00 og 19.00- 19.30. Akureyri- sjúkrahúsið: Heimsóknartlmi alla daga kl. 15.30-16.00 og 19.00-20.00. Á barnadeild og hjúkrunardeild aldraðra Sel 1: Kl. 14.00-19.00. Slysavarösstofusími frá kl. 22.00- 8.00, simi 22209. Sjúkrahús Akraness: Heimsóknartlmi Sjúkrahúss Akraness er alla daga kl. 15.30- 16.00 og kl. 19.00-19.30. Reykjavík: Seltjamames: Lögreglan slmi 611166, slökkuilið og sjúkrabifreið sími 11100. Kópavogun Lögreglan simi 41200, slökkviliö og sjúkrabrfreið sími 11100. Hafnarfjöröun Lögreglan simi 51166, slökkvilið og sjúkrabifreið simi 51100. Keflavík: Lögreglan slmi 15500, slökkvilið og sjúkrabíll sími 12222, sjúkrahús 14000, 11401 og 11138. Vestmanneyjan Lögreglan, simi 11666, slökkviliö slmi 12222 og sjúkrahúsiö slmi 11955. Akureyri: Lögreglan simar 23222, 23223 og 23224, slökkvilið og sjúkrabifreið simi 22222. Isaljöröur: Lögreglan simi 4222, slökkvilið síml 3300, brunasími og sjúkrabifreið slmi 3333.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.