Tíminn - 24.05.1991, Blaðsíða 3

Tíminn - 24.05.1991, Blaðsíða 3
Föstudagur 24. maí 1991 Tíminn 3 Seðlabankinn: Því ekki 0% vexti á húsbréfum ef afföllin lenda ekki á íbúðakaupendum? Hver hefur blekkt íbúðakaupendur? „Nauðsynlegt er að auka skilning þeirra, sem nota (húsbréfa)kerfíð til öflunar íbúðarhúsnæðis, á áhrifum affallanna,“ segir m.a. í til- lögum Seðlabankans, frá því fyrr í þessum mánuði, um aðgerðir til að draga úr lánsfjárþörf húsnæðislánakerfísins. Að mati Seðlabankans hafa villandi upplýsingar við kynningu húsbréfa- kerfisins m.a. tafið fyrir því að vaxta- breytingar á markaðnum hafi haft tilætluð áhrif á framboð og eftir- spum húsbréfa. „Margt af því sem sagt hefur verið í fjölmiðlum er viilandi, ef ekki bein- Iínis rangt. T.d. er því haldið fram að kaupendur húsnæðis, sem greiða hluta verðsins með húsbréfum, verði ekki fyrir afföllum, þar eð bréfin séu metin á uppreiknuðu verði í við- skiptunum. Þetta passar ekki við þær upplýsingar að við staðgreiðslu sé gefinn 10-15% afsláttur af upp- gefnu verði íbúðar, en enginn sé greitt með húsbréfum. Verði kaup- endur ekki fyrir afföllunum þegar ávöxtunarkrafa hækkar á markaðn- um, má spyrja hvers vegna nafnvext- ir bréfanna séu ekki bara hafðir 0%,“ segir Seðlabankinn. Láta ríkið borga affóllin? Þá segir að villandi upplýsingar um þessi mál tefji fyrir því að framboð og eftirspum húsbréfa jafnist við vaxta- breytingar á markaðnum. Og jafn- framt bendir Seðlabankinn á að kaupendur íbúða hefðu hag af því að afföll húsbréfanna væru tilgreind í kaupsamningum, því þá yrðu þau grundvöllur vaxtabóta. Þar með væri hægt að láta ríkissjóð endurgreiða íbúðarkaupendum af- föllin að nokkru eða miklu leyti — þ.e. svipað og þeim er nú lofað að ríkissjóður muni endurgreiða þeim núverandi vaxtahækkun húsnæðis- iánanna að stórum hluta og mörg- um jafnvel alveg. Þess má geta að Seðlabankinn lagði til að vextir af lánum Byggingarsjóðs ríkisins yrðu hækkaðir í 5,5% til 6%, enda stefni rekstur sjóðsins í óefni á næstu ár- um. Ríkisstjómin ákvað, sem kunnugt er, að hækka vextina í 4,9% á lánum veittum frá 1. júlí 1984. En lán frá 1979 til 1984 bera áfram 2,25% vexti. Landssamband hestamanna og fleiri aðilar hvetja hestamenn til varúðar í beitarmálum: Landinu verður að sýna aðgæslu „Markmiðið er að koma góðu skipulagi á beitarmálin þannig að ekki sé gengið of nærri iandinu. Nú fer að líða að því að menn sleppi hrossunum og við viljum benda hestamönnum, sérstak- lega úr þéttbýlinu, á að sleppa þeim ekki of snemma.“ Þetta sagði Kári Amórsson, formaðiur Landssambands hestamanna, í samtali við Tímann í gær en landssambandið í samstarfí við fleiri aðila hafa sent tilmæli til hestamanna um að sýna að- gæslu, núna þegar verið er að sleppa hrossum í sumarbeit. Það eru Landssamband hesta- Með því að dreifa áburði á landið manna, Landgræðsla rikisins og Búnaðarféiag Isiands sem standa sameiginlega að þessu varaaðar- starfi. f tilmælum sem hesta- mönnum hafa verið send segir að nú, þegar snemma vorar, þurfi að gæta þess að leyfa landinu að gróa áður en hrossum er sieppt til beit- ar. Ef þehn sé of snemma sleppt gangl þau á iandið og dragi úr sprettu og beitarþolL Þar sem þröngt sé í högum sé þetta sýnu alvarlegast. Og nú, þegar nóg er til af heyi á hagstæðu verði, sé eidd ástæða til að ganga nærri högum í upphafí sprettutímans. „Við vifium líka benda hesta- mönnum á að hægt er að nýta beitilandió mikiu betur en gert er. eða skipta því niður með raf- magnsgirðingu, en það er orðið mjög handhægt. Með því að skipta iandinu er hægt að stýra beitinni og einnig koma í veg fyrir að hrossin fitni mikið,“ sagði Kári. Þá sagðist hann vilja brýna fyrir hestamönnum að undirbúa ferðir um hálendið vei og hafa fóður ávallt tíl staðar. „Hálendið þolir enga beit og sem betur fer er lausaganga hrossa þar að mestu liðin tíð.“ Kári sagði að á nokkr- um stöðum á hálendinu yrði hey- sala í sumar, t.d. á Kiii. Shk þjón- usta væri öllum hagkvæm, hesta- menn gætu keypt hey, bændur selt það og um leið skapað sér at- vinnu. -sbs. Islendingur vitni að skotárás á Ítalíu: UM MORÐ Islenskur sjómaður á millilanda- skipinu Selfossi var handtekinn í Vi- bo á Ítalíu en það var fyrsti við- komustaður skipsins þar í landi. Hann var ákærður fyrir skotárás og sat í fangelsi í sólarhring áður en skipstjórinn og umboðsmaður skipsins gengu í málið og fengu hann lausari með því skilyrði að hann færi ekki frá borði í þessari höfn. Dregið úr framboði húsbréfa? Seðlabankinn segir húsbréfakerf- ið vaxa hröðum skerfum og ýmis- legt benda til að útgáfa þeirra verði umfram áætlanir á árinu. Útgáfa húsbréfa hafi t.d. verið 4 milljarð- ar á fyrstu fjórum mánuðum árs- ins. Þótt hækkuð ávöxtunarkrafa dragi hugsanlega úr útgáfunni telur Seðlabankinn eigi að síður ástæðu til að stinga við fæti og gaumgæfa Ieiðir til þess að draga úr framboði húsbréfa tímabund- ið. Þrír kostir eru einkum taldir koma til greina, þar af tvær glænýjar hug- myndir: Sú athyglisverðasta er að hleypa af stokkunum nýjum flokki húsbréfa, samhliða núverandi flokki, en með styttri lánstíma. í öðru lagi að lækka lánshlutfali ve.gna kaupa á notuðum íbúðum (nú 65%) um sinn. Og í þriðja lagi að fresta hækkun lánshlutfalls í 75% og upptöku end- urbótalána, eins og hugmyndir hafa áður verið viðraðar um. Þá segir Seðlabankinn að kynning á húsbréfakerfinu þurfi að halda áfram. Enda vafalaust hægt að auka eftirspum sparifjáreigenda eftir þessum bréfum með góðri kynn- ingu. - HEI Þeir sem hlutu námustyrkina eða fulltrúar þeirra. Tímamynd: Ámi Bjarna. Landsbanki íslands: Námustyrkir og myndasamkeppni Nýlega var efnt til sérstakrar hátíöarsamkomu í afgreiðslusal aðai- banka Landsbanka íslands þegar veittir voru þar styrkir og viður- kenningar sem bankinn stendur að. Annars vegar var um að ræða verðlaunaafhendingu í myndasamkeppni í tengslum við leikritið „Kela þó“ og hins vegar styrki til námsmanna sem eru þátttakend- ur í Námunni, námsmannaþjónustu Landsbankans. Leikritið „Keli þó“ var fært upp af sóknir bárust um 5 styrki, sem síðan leikurum Alþýðuleikhússins og var tilgangurinn að setja umferðarboð- skap til ungra vegfarenda fram á ný- stárlegan hátt. Einnig var gefin út segulbandsspóla með Iögum úr leik- ritinu. f framhaldi af því ákvað Landsbanki íslands að efna til sér- stakrar myndakepnni meðal barna á aldrinum 6 til 9 ára. Tæplega 1100 myndir bárust í keppnina og voru höfundum 10 bestu myndanna, að mati dómnefndar, veitt verðlaun: reiðhjólahjálma og segulbandsspól- una með lögunum úr „Kela þó“. Fyrstu verðlaun hlaut Samúel Krist- jánsson úr Kópavogi sem fékk full- búið fjallareiðhjól í verðlaun. Þá voru veittir styrkir til þátttak- enda í Námunni, námsmannaþjón- ustu Landsbankans. Yfir 400 um- var fjölgað í 7. Þeir sem Námustyrk- ina hljóta eru námsmenn sem sýna sérlega glæstan árangur Námuþeg- arnir eru: Helgi Kr. Sigmundsson, læknanemi í HI, Eiríkur S. Jóhanns- son hagfræðinemi við HÍ, Runólfur Smári Steinþórsson, í doktorsnámi við Verslunarháskólann í Kaup- mannahöfn, Kristján Sigurður Guð- mundsson í doktorsnámi við Uni- versity of Michigan, Hlynur Guð- mundsson, nemi við Tækniskóla ís- lands, og Unnur Vilhemsdóttir, sem var að Ijúka seinni hluta einleikara- náms við Tónlistarskólann í Reykja- vík. Einnig var ákveðið að veita ein- um námufélaga sérstaka viðurkenn- ingu, Gunnari Guðbjörnssyni tenór- söngvara. -sbs. Ríkisstjórnin fyrirskipar 350 milljón króna samdrátt í vegaframkvæmdum: Vegagerðin vinsar úr skipta ætti niðurskurðinum milli nýframkvæmda og viðhalds. Hann sagði það nokkuð bæta úr skák í þessari stöðu að talsvert minna fé hefði farið til snjómoksturs í vetur en áætlað hefði verið og því yrði þessi 350 milljón króna niðurskurð- ur ekki alveg jafnharkalegur. -sbs. Starfsmenn Vegagerðar ríkisins settust niður í gær og hófu að leita leiða vegna hins 350 milljón króna samdráttar í vegaframkvæmdum sem ríkisstjórn hefur fyrirskipað vegna slæmrar stöðu ríkisfjármála. „Við byrjuðum í málinu í morgun og erum ekki nema rétt komnir af stað,“ sagði Eymundur Runólfsson, yfirverkfræðingur Vegagerðar ríkis- ins í samtali við Tímann. „Við leit- um til okkar manna úti á landi sem við biðjum um tillögur sem við söfnum síðan saman og berum und- ir samgönguráðherra sem síðan aft- ur leitar álits þingmanna viðkom- andi kjördæma," sagði Eymundur. Eymundur sagði að til stæði að Forsaga málsins er sú að maðurinn var á ferð í miðbæ Vibo þegar hann heyrði skothvell og sá mann hníga til jarðar. Hann hljóp til mannsins honum til hjálpar en hann særðist í árásinni. Rétt á eftir kom ítalska lög- reglan aðsvífandi og handtók íslend- inginn eins og áður sagði. Ekki er enn búið að finna árásarmennina eða -manninn en íslendingurinn er nú laus allra mála. - SIS. GÆÐI OG AFKOST... Fyrsta flokks tæki fyrir þá sem velja það besta - KRONE Allar búvélar í öflun á góðu fóðri: í slátt, snúning, rakstur, hleðslu, bindingu. Allt á einni hendi. Framúrskarandi tækni og þjónusta án aukakostnaðar. tæki frá KRONE vinna mjög vei KR0NEI Jámhálsi 2 Sími 83266 110 Reykjavík

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.