Tíminn - 29.05.1991, Side 4

Tíminn - 29.05.1991, Side 4
4 Tíminn Miðvikudagur 29. maí 1991 UTLOND Eþíópíuviðræðunum í London lokið: Skæruliðar stjórna Addis Ababa til að byrja með Viðræðum í London um framtíðarskipan mála í Eþíópíu lauk í gær. Samþykkt var að Eþíópska byltingarhreyfingin (EPRDF) tæki að sér stjórn höfuðborgarinnar, Addis Ababa, og tryggi stöðugleika þangað til að ráðstefna verði haldin, ekki seinna en 1. júlí, þar sem bráðabirgðastjórn verði mynduð sem breið samstaða náist um. Síðan verða haldnar almennar kosningar og ný ríkisstjórn mynduð í kjölfar þeirra. Eþíópska ríkisstjórn- in dró sig út úr viðræðunum áður en þetta var samþykkt. Ástæðan var sú að Bandaríkjamenn, sem stjórn- uðu viðræðunum, hvöttu á mánu- daginn skæruliða EPRDF til að her- taka höfuðborgina og tryggja þar stöðugleika. Skæruliðarnir tóku borgina á sitt vald í gærmorgun. Forsætisráðherra Eþíópíu, Tesfaye Dinka, sem tók þátt í viðræðunum fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, sagði, eftir að hann hafði ákveðið að draga sig út úr viðræðunum, að viðræðu- aðilar virtust ekki njóta sama réttar, þar sem einum hefði verið heimilað að taka völdin í höfuðborginni og fara með bráðabirgðastjórn í land- inu. Hann sagði að viðræðurnar í London hefðu verið óeðlilegar, en ríkisstjórnin mundi halda áfram að ræða við skæruliða. Fulltrúi Bandaríkjanna sem stjórn- aði viðræðunum í London, Herman Cohen, neitaði því að hann hefði sýnt hlutdrægni í viðræðunum. EPRDF hefur ekki gefið marxis- mann upp á bátinn og aðspurður um það sagði Cohen að stuðningur Bandaríkjanna við Eþíópíu mundi velta á hvort lýðræði yrði komið á í landinu. „Ekkert lýðræði, engin að- stoð,“ sagði hann. Skæruliðar EPRDF hertóku höfuð- borgina, Addis Ababa, í gærmorgun. Stjórnarherinn, höfuðlaus eftir að forseti þeirra, Mengistu Haile Mari- am, flúði til Zimbabwe, veitti litla mótspyrnu. í tilkynningu, sem skæruliðar létu fara frá sér í gær, sagði að þeir hefðu náð borginni á sitt vald á þremur klukkustundum. „Fyrsta verkefnið er búið og við stjórnum nú öllum aðalbyggingun- um í borginni. Næsta verkefni er að taka til. Bardagarnir voru ekki eins harðir og við bjuggumst við,“ sagði einn af hershöfðingjum skæruliða. Tálið er að EPRDF hafi lista yfir fyrrverandi embættismenn stjórnar- innar. Það hefur vakið upp ótta um að þeir muni fremja hefndarmorð. Diplómatar í Addis Ababa segjast telja það mjög varhugavert af skæruliðum að gera slíkt. Reuter-SÞJ Skæruliðar í Eþíópíu hertóku höfúðborgina, Addis Ababa, í gær. Þeir munu stjóma henni þangað til bráða- birgðastjóm hefur veríð mynduð, en hún mun síðan skipuleggja almennar kosningar í landinu. Norður-Kórea sæk- ir um aðild að S.Þ. Stjómvöld í Norður-Kóreu sögðust í gær ætla að sækja um aðild að Sameinuðu þjóðunum. Stjómvöld í Norður-Kóreu vildu að bæði Norð- ur- og Suöur-Kórea sæktu sameig- inlega um aðild að Sameinuðu þjóð- unum undir nafni Kóreu og telja þau, að sú skipan mála hefði flýtt fyrir sameiningu ríkjanna sem Afganskir skæmliðar, sem hafa bækistöðvar í Pakistan, höfnuðu í gær vopnahléstilboði ríkisstjómar Najibullahs í Afganistan, sem nýtur stuðnings Sovétstjómarinnar. Sibghatullah Mojaddidi, forseti Bráðabirgðastjómar afganskra skæmliða (AIG), sagði að skæmlið- ar gætu hugsað sér vopnahlé undir tímabundinni stjóm AIG, en ekki undir ríkisstjóminni í Kabúl. Najibullah kom fram í útvarpi á mánudaginn og bauð þá vopnahlé á grundvelli áætlunar Sameinuðu þjóðanna. Áætlun Sameinuðu þjóð- anna gerir ráð fyrir myndun bráða- birgðastjórnar eftir að vopnahléi hefur verið komið á. Bráðabirgða- stjórnin á síðan, samkvæmt áætlun- inni, að halda almennar kosningar. stefnt er að. En eftir að Suður-Kór- ea sótti um séraðild að samtökun- um sjá stjómvöld, að því er segir í yfirlýsingunni sem þau sendu frá sér í gær, sig tilneydd til að sækja um um séraðild. í yfírlýsingunni segir að sú hætta hafí veríð fyrir hendi að Sameinuðu þjóðimar hefðu tekið hlutdrægt á málum Najibullah sagði að áætlunin hefði verið samþykkt af Bandaríkjamönn- um og Pakistönum, helstu stuðn- ingsmönnum skæruliða, sem og Sovétmönnum sem styðja ríkis- stjórnina í Kabúl. Upplýsingaráðherra AIG sagði að vopnahléstilboð Najibullahs væri áróðursbragð. ,Á meðan Najibullah talar um vopnahlé, herðir hann bar- dagana," sagði hann. Róttækir skæruliðahópar höfnuðu áætlun Sameinuðu þjóðanna í síð- ustu viku, þegar flestir hinna hóf- sömu skæruliðaleiðtoga, þ.á m. Moj- addidi forseti AIG, voru í íran að ræða við þarlend stjórnvöld og leið- toga sjítaskæruliða, sem hafa bæki- stöðvar í íran. Reuter-SÞJ /ríkjanna tveggja, ef einungis Suður- ' Kórea hefði veríð í samtökunum. Stjórnvöld í Suður-Kóreu tóku fréttunum fagnandi og sögðu að ákvörðun Norður-Kóreu mundi verða til þess að spennan milli ríkj- anna minnkaði og flýta fyrir sam- runa þeirra. Samskipti Suöur- og Norður-Kóreu hafa verið ísköld síðan Kóreustríð- inu lauk árið 1953 og virðast þau lít- ið sem ekkert hafa þiðnað eftir að forsætisráðherrar ríkjanna hittust í fyrsta skipti í fyrra. Miklar deilur hafa staðið á milli stjórnvalda ríkj- anna um kjarnorkuvopn. Suður- Kórea og Bandaríkin, sem hafa um 40.000 hermenn í Suður-Kóreu, saka Noröur- Kóreumenn um að þróa kjarnorkuvopn og hafa krafist þess að þeir leyfi alþjóðlegt eftirlit með kjarnorkuáætlun sinni. Stjórn- völd í Norður-Kóreu segja að Norð- ur-Kóreu stafi ógn af kjarnorku- vopnum, sem séu staðsett í Suður- Kóreu, og geti þar af leiðandi ekki samþykkt eftirlit með sér. Bandarísk stjórnvöld hafa hvorki viljað neita eða játa því að bandarísk kjarnorku- vopn séu í Suður-Kóreu. Mikill þrýstingur hafði verið á stjórnvöidum í Norður-Kóreu um að sækja um séraðild að Sameinuðu þjóðunum. Sovétríkin og Kína, þeirra helstu bandamenn, hafa m.a. hvatt þau til að sækja um aðild, og við svo búið hlutu þau fyrr eða síðar að láta verða af því. Reuter-SÞJ Skæruliðar hafna vopnahléstilboði Fréttayfirlit BRÚSSEL - Vamarmálaráð- herrar Atlantshafsbandalagsins (NATO) samþykktu I gær að setja á stofrí stórherdeild, með a.m.k. 60.000 hermönnum, sem hægt væri að beita á svæöinu frá Norður-Noregi til Miðjarðar- hafssvæðisins á fáeinum vik- um. Stórherdeildin verður undir breskri stjóm. A fundi varrtar- málaráðherranna, sem hófst í gær og stendur eitthvaö fram eftir vikunni, var einnig sam- þykkt að draga verulega úr styrkleika hefðbundinna sveita NATO f Evrópu m.t.t. batnandi samskipta milli vesturs og aust- urs og minnkandi útgjalda aðild- arþjóðanna tii vamarmála. BELGRAD - Ekki hefur enn tekist að leysa stjórnmálakrepp- una I Júgóslavíu. Fulltrúar lýð- veldanna sex og sjálfsstjómar- héraðanna tveggja f forsetaráði Júgóslavíu, æðstu valdastofnun rikjasambandsins, hafa ekki náö samkomulagi um hver eigi að vera forseti Júgóslaviu. Full- trúar Króatfu, Slóveniu, Bosníu- Hersegóvinu og Makedónlu hafa sniðgengið fundi ráðsins og llta á fulltrúa Króatíu sem for- seta. SUMAIL - Stór hópur Kúrda umkringdi höfúðstöðvar Baath- flokks Saddams Husseins i Sumall og voru tveir Iraskir lög- reglumenn barðir, að sögn emb- ættismanna Sameinuðu þjóð- anna. Bærinn er innan verndar- svæðanna í Norður-frak. Kúrdar hafa fimm sinnum ráðist á íraska embættismenn síðan fjölþjóðaliöiö undir forystu Bandaríkjamanna hélt inn [ Noröur- frak. AÞENA - Grfskur dómstóli samþykkti í gær að framselja palestínska skæruliðann, Ab- dullrahim Khaled, til ftalíu, en hann hehjr verið dæmdur af ítölskum dómsyfirvöldum til lífstíðarfangelslsvistar fyrir að skipuleggja ránið á farþega- skipinu Achiile Lauro árið 1985. Einn Bandaríkjamaður var myrtur í ráninu. RÓM - Skæruliðasamtökin ETA, sem berjast fyrir sjálfræði Baska á Norður-Spáni, lýstu yf- ir ábyrgð sinnl á þremur öflug- um sprengjutilræðum I Róm f gær. Ekkert manntjón varð, en sprengjurnar ollu miklum skemmdum, þ.á m. á spænska sendiráðinu. NÝJA DELHÍ - Morðið á Raj- iv Gandhi, fyrrum forsætisráð- herra Indlands og formanni Kongressflokksins, hefur orðið þess valdandi að barátta er nú hafin milli yngri og eldri kyn- slóðarinnar f Kongressflokkn- um um völdin. „Þetta er versta kreppa sem flokkurinn hefur lent í,“ sagöi einn af leiðtogum eidri kynslóðarinnar. MADRAS - Lögreglan f fylkinu Tamil Nadu á Suður-lndlandi, þar sem Rajiv Gandhi var myrt- ur, handtók í gær fertuga konu í tengsium við morðið á Gandhi og hefur hafið yftrheyrslur yfir henni. BANGKOK - Niki Lauda, eig- andi Lauda-Air fiugvélarinnar sem fórst í Tælandi á sunnu- dag með 223 menn innan- borðs, sagði að aðeins lang- tímarannsókn mundi leiða i Ijös orsakir flugslyssins. Reuter-SÞJ

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.