Tíminn - 29.05.1991, Page 5

Tíminn - 29.05.1991, Page 5
Miðvikudagur 29. maí 1991 Tíminn 5 Samdráttur í starfsemi sjúkrahúsa landsins í sumar: HOFUÐASTÆÐAN ER SKORTUR Á FÓLKI Nokkur samdráttur vcrður í starf- semi sjúkrahúsa landsins í sumar. Það, sem veldur þeirri röskun, er skortur á sérmenntuðu starfsfólki til sumarafleysinga, en afar erfltt hefur verið að fá fólk til starfa í sumar. Svo virðist vera að fólk telji sig frískara á sumrin og leggist frekar í ferðalög en í rúmið eða undir skurðhnífinn og bíði með það til haustsins. Ekki er enn Ijóst hvernig sjúkra- húsin í Reykjavík munu mæta sam- drætti vegna sumarleyfa hjúkrunar- fólks, en ljóst er að einhverjar deiid- ir verða lokaðar eða ófullnýttar. Reynt verður að sam- hæfa aðgerðir þannig að það komi sem minnst niður á borgarbúum. Helst verður reynt að samræma lokanir þannig að ekki verði sömu deiidirnar lokaðar á sama tíma á milli spítalanna. Fjórðungssjúkrahúsið á Akreyri verður með fulla þjónustu fyrir slysa- og bráðatilfelli. Starfsemi á Gjörgæsludeild, Fæðingardeild og Slysadeild verður óskert og munu deildirnar starfa eftir þörfum. Skurðstofur verða reknar með helmingsafköstum. Innlögnum og þar með aðgerðum verður því hald- ið í lágmarki á Handlækninga-, Bæklunar-, Háls-, nef- og eyrna- deild, Augn- og Kvensjúkdóma- deild. Öllum bráðatilfellum verður þó sinnt, en dregið úr innlögnum á öðrum legudeildum. Minni umsvif verða á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Norðfirði í sumar en verið hefur, en ekki verður slakað á hlutverki þess sem bráðasjúkrahús. Kristinn ívarsson, framkvæmda- stjóri sjúkrahússins, sagði að erfitt hefði verið að ráða hjúkrunarfólk, en annað hefði gengið vel. Ekki væri skortur á læknum og gengi vel að fá þá tii starfa. Á Akranesi verður ekki veruleg breyting á starfi sjúkrahússins, en einhver samdráttur verður þó vegna skorts á faglærðu starfsfólki, að sögn Sigurðar Ólafssonar fram- kvæmdastjóra. Hann sagði að ástandið færi ekki batnandi, en hann ætti ekki von á að neinir sjúk- lingar yrðu sendir heim vegna þessa. -SIS í SÍÐUSTU viku fórfram Pressukeppni í ökuleikni. Einungis tveir keppendur mættu til leiks. Það voru þeir Árni Bjarnason frá Tímanum og Sigurjón M. Egilsson frá RÚV og bar Árni hærri hlut. Þetta er í þriðja sinn sem Árni vinnur keppnina. Á myndinni sjáum við þá félaga, svo og hinn glæsilega bíl sem Hekla h.f. ætlar að gefa þeim sem stigahæstur verður í keppninni. Auglýsing um starfslaun listamanna til 3ja ára Borgarstjórn Reykjavíkur hefur samþykkt að veita sérstök starfslaun til listamanna til 3ja ára. Þeir einir listamenn koma til greina við veitingu starfslauna, sem búsettir eru í Reykjavík og að öðru jöfnu skulu þeir ganga fyrir, sem ekki geta stundað listgrein sína sem fullt starf. Skulu lista- mennirnir í umsókn skuldbinda sig til þess að gegna ekki fastlaunuðu starfi meðan þeir njóta starfslaunanna. Starfslaunin verða kunngerð á afmælisdegi Reykjavíkur, hinn 18. ágúst ár hvert, og hefst greiðsla þeirra 1. september eftir tilnefningu. Umsóknum um starfslaunin skal skila til Menn- ingarmálanefndar Reykjavíkurborgar, Austur- stræti 16, fyrir 15. júlí n.k. Borgarstjórinn í Reykjavík. FÉLAG JÁRNIÐNAÐARMANNA Skemmtiferð 1991 Ferðalag með eldri félaga, 60 ára og eldri, og maka þeirra um Vesturland og Dalina. Gist á „Hótel Eddu“, Sælingsdal. Farið verður frá Suðurlandsbraut 30 kl. 8:30 laugardaginn 15. júní og komið heim sunnudag- inn 16. júní um kl. 18:00. Leiðsögumenn: Árni Björnsson þjóðháttafræð- ingur og Jón Böðvarsson, ritstjóri Iðnsögu ís- lands. Skráning er í síma 81 30 11 milli kl. 08:00 og 16:00. Félag járniðnaðarmanna

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.