Tíminn - 29.05.1991, Blaðsíða 14

Tíminn - 29.05.1991, Blaðsíða 14
14 Tíminn Miðvikudagur 29. maí 1991 AÐ UTAN Undanfamar vikur hafa smá- hópar arabískra kaupmanna, sem lítið hafa viljað láta á sér bera, stungið upp kollinum í Moskvu, Pyongyang í Norð- ur-Kóreu og Peking. Þeir ferðast á fýrsta fanrými og gista á dýrustu hótelum. Þeir eru með fullar hendur fjár í beinhörðum gjaldeyri og langan innkaupalista yfir besta vígbúnað sem falur er fyrirtvo milljaröa dollara. Þeim hefur þegar orðið vel ágengt í vopnakaupunum og nú mun skip þegar hafa kom- ið í höfn í Mið- Austuriöndum og affermt Scud- eldflaugar og færanlega skotpalla ftá Norður-Kóreu. Það var, að því er ísraelska leyniþjónust- an fullyrðir, þriðji farmurinn á ákvörðunarstaö eftir að Persaflóastríðinu lauk, og þó aðeins forieikurinn að meiri slíkum flutningum. Minnir suma á leik íraka í augum ýmissa áhyggjufullra sérfræðinga er þetta líkast því að horfa á endursýningu á gamalli hryllingsmynd. Arabískur forystu- maður er kominn með vopna- kaupaæði og Vesturlönd hafast ekkert að. Þó á baathistastjórnin hans sér þá sögu að hafa pyntað andstæðinga og stutt hryðjuverka- menn, hún á eiturvopn í fórum sínum og drauma um útþenslu ríkisins. En í þetta sinn er það ekki írak og Saddam Hussein sem um er að ræða, heldur Sýrland og Haf- ez al-Assad. Assad er ákveðinn í að nýta sér til fulls nýja stöðu sína sem banda- maður Vesturlanda og til þess not- ar hann féð sem hann fékk í hend- ur fyrir að skipa sér í sveit sigur- vegaranna í Persaflóastríðinu. Hann hefur þess vegna sent full- trúa sína á vopnamarkaði til að kaupa það, sem þar fæst, með þá tvo milljarða dollara í vasanum sem hann hefur þegar fengið frá Saúdí-Arabíu, Kúveit og Samein- uðu furstadæmunum. Og e.t.v. á hann aðra eins fjárhæð í vændum. ísraelsmenn fullyrða að fyrir utan sennilega um tvær tylftir norður- kóreskra Scud flauga og 20 skot- palla, hafi Sýrlendingar fest kaup á kínverskum eldflaugum og séu að semja við Sovétmenn um kaup á orrustuflugvélum, skriðdrekum og skotflaugum fyrir meira en tvo milljarða dollara. Og Sýrlendingar eru nýbúnir að festa kaup á 300 skriðdrekum frá Tékkum. Þetta er dálagleg viðbót við þegar vel útbúinn her Sýrlendinga, sem hefur yfir að ráða 300,000 her- mönnum og 4,000 skriðdrekum. 70,000 manna flugherinn ræður yfir 500 orrustuflugvélum og vopnuðum þyrlum. „Geri bara eins og Saúdí-Arabar og Egyptar" Assad heldur því fram að með því að styrkja her sinn sé hann einfald- lega að fylgja eftir svipuðum áætl- unum Saúdi-Araba og Egypta. Hann bendir á að jafnvel Irakar hafi hafist handa um að vopnvæð- ast á ný. En óttinn um að Assad kunni að vera á góðri leið með að verða nýr Saddam Hussein er ekki einungis látinn í ljós í Washing- ton, London og Tel Aviv, hann veldur líka áhyggjum í grannríkj- um Araba. Assad er kænn og gerir ekkert að óathuguðu máli, þrátt fyrir hatur Sýrlendinga á ísrael og staðfasta ákvörðun þeirra um að ná aftur Gólan-hæðum á sitt vald. Hann hefur að vísu verið ósveigjanlegur í viðræðum sínum við bandaríska utanríkisráðherrann James Baker að undanförnu, en hefur enga löngun til að taka aftur upp fjand- samleg samskipti við ísrael. Sumir álíta hann hafa meiri áhuga á hættuminni bráð. Assad hefur ekki gleymt að sú var Hver er ástæðan til gífuriegra vopnakaupa Assads nú og eflingar sýrienska hersins? Hyggur hann á stofnun nýs „Stór-Sýriands“? Sýrlendingar í vopnakaupaham tíðin að Stór-Sýrland náði eitt sinn yfir svæði þar sem nú er suður- hluti Tyrklands í norðri til Sínaí- skagans í suðri; frá Miðjarðarhafi í vestri til eyðimarka núverandi ír- aks, Jórdaníu og Saúdí-Arabíu í austri. Sýrland hefur þegar fengið frjálsar hendur frá Vesturlöndum til að taka yfirráð í Líbanon og þeir eru til sem álíta að Assad geri sér vonir um að endurreisa gamla sýr- lenska heimsveldið. Hvers vegna er Assad að kaupa öll þessi vopn? „Spumingin, sem við verðum að fá svar við, er hvers vegna Assad sé að kaupa öll þessi vopn?“ segir Patrick Clawson við Utanríkis- stefnurannsóknastofnunina í Philadelphiu og höfundur bókar um Sýrland. „Ef hann hefði löng- un til að styrkja núverandi tengsl við Vesturlönd hefði hann getað notað þetta fé til að greiða hinar miklu skuldir Sýrlands. Sýrlenski leiðtoginn vil! hafa fleiri hermenn til að vera í góðri stöðu til árásar í framtíðinni. Hann viðurkennir að hann hefur „slegið á frest“ því markmiði sínu að standa jafnfætis ísrael í hernað- arlegum skilningi. Aðalmarkmið hans væri að styrkja stöðu sína í Líbanon á sama tíma og hann er að búa sig undir íhlutun í Jórdaníu. Þar með er ég ekki að segja að hann ætli sér að gera innrás. Það, sem hann gerir sér vonir um, er að aðstæður þróist á sama hátt og gerðist í Líbanon þar sem hann geti sannfært heiminn um að hann ætli að endurreisa friðinn. Því miður hefur hann góða ástæðu til að búast við að tækifæri gefist í Jórdaníu þar sem undirtök bók- stafstrúarmanna styrkjast stöðugt og aukinn efnahagslegur vandi gæti leitt til pólitísks óróa." Alþjóðlegt úrhrak fyrir aðeins níu mánuðum Assad, sem álitinn er skarpvitrasti arabíski leiðtoginn, mun vara sig vel á því að láta þá sigra, sem hann vann í Persaflóastríðinu, ganga sér Assad er ákveðinn í því að láta ekki ávinninginn af sigrínum í Persa- flóastríöinu renna sér úr greipum. úr greipum. Áhættan, sem hann tók með því að senda 20.000 her- menn til Saúdi-Arabíu, hefur marglaunað sig. Fyrir níu mánuðum var hann al- þjóðlegt úrhrak fyrir að skjóta skjólshúsi yfir hryðjuverkamenn, þ.á m. hóp sem reyndi að koma sprengju fyrir um borð í E1A1 flug- vél á Heathrowflugvelli 1986, og fyrir að sýna mannréttindum skelfilega lítilsvirðingu. Núna, þegar Saddam, erkióvinur hans í Arabaheiminum, er bugaður, hef- ur bágborinn efnahagur Sýrlands fengið upplyftingu og umheimur- inn lokar augunum fyrir mann- réttindabrotum. Aldrei fyrr hefur Assad verið jafn- vinsæll meðal þjóðar sinnar og nú, en hann komst til valda í byltingu án blóðsúthellinga 1970. Verslanir, sem áður voru tómar, eru nú sneisafullar af vamingi. Bretar, sem tóku aftur upp stjómmála- samband við stjórnvöld í Damas- kus í nóvember sl. eftir fjögurra ára hlé, hafa hætt að standa gegn því að EB veiti Sýrlendingum aðstoð. Hvað hefur í rauninni breyst í Sýrlandi? En margir sérfræðingar velta því fyrir sér hvað hafi f rauninni breyst. Mannréttindahópar segja að sé frátalið að palestínskir fangar voru látnir lausir úr fangelsi í Damaskus nýlega, hafi stjórn Ass- ads, með 15 öryggissveitir að baki, áfram í haldi um 7,500 pólitíska fanga og hafi margir þeirra orðið að sæta pyntingum. Meðal eftirlætispyntinga má nefna „svarta þrælinn", en þar er fórnarlambið reyrt niður á bretti þar sem hitað málmáhald er keyrt upp í endaþarminn. Annað er „þvottavélin", en þar eru hand- leggir og fingur mölbrotnir í tromlu sem snýst. Og „sýrlenski stóllinn" brýtur hrygglengjuna. Assad er meðlimur minnihluta- trúarhópsins Alawite, sem aðhyll- ist blending af frumstæðum kristnum og islömskum trúar- brögðum. Hann hefur aldrei hikað við að mylja niður óvini sína. Á ár- inu 1982 veiddu sýrlenskir her- menn meðlimi bókstafstrúar- flokksins Múslimskt bræðralag í gildru í bænum Homs og drápu þá svo þúsundum skipti með blásýru- gasi. Fjöldi dáinna er talinn allt frá 1,000 til 30,000. Stjórnvöld í Washington og London fullyrða að þau hafi lært sína lexíu í að eiga skipti við þjóð- arleiðtoga af þessu tagi. Bæði Bandaríkjamenn og Bretar hafa haldið áfram að banna sölu vopna og hátækni til Sýrlands. í lok aprfl sl. sakaði stjórnin í Washington Assad enn einu sinni um að skjóta skjólshúsi yfir palestínska hryðju- verkamenn og Ieyfa þjálfunarbúðir fyrir hópa eins og armenska leyni- herinn og japanska rauða herinn í Bekaa-dalnum í Líbanon. „Megum ekki gefa Assad óljósar ábendingar eins og Saddam“ Aðalatriðið í hvort daður Assads við Vesturlönd leiðir til stöðugri og virkari tengsia fer eftir hversu mikinn þátt Sýrlendingar taka í svæðisbundnum öryggissamning- um við Egypta og Saúdi-Araba, og hvort þeir sýni sveigjanleika í frið- arumleitunum. „Við fáum heilmargar kvartanir um hvers vegna við séum að koma okkur í mjúkinn við þjóð, sem hef- ur það yfirlýsta markmið að þurrka ísrael af yfirborði jarðar," segir starfsmaður breska utanríkisráðu- neytisins. „En Sýrland er það veldi á svæðinu, sem allt snýst um, og ekki hægt að sniðganga það. Það hafa komið haldgóðar vísbending- ar frá Damaskus upp á síðkastið; við verðum að taka þær upp á arma okkar, en jafnframt verðum við að tryggja að við gefum engar óljósar ábendingar, eins og þær sem Sadd- am voru gefnar."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.