Tíminn - 08.06.1991, Blaðsíða 7

Tíminn - 08.06.1991, Blaðsíða 7
Laugardagur 8. maí 199 HELGIN 15 Ný plata með Paul McCartney, Unplugged (The Official Bootleg): í partýi með Páli Bítillinn Paul McCartney sýnir á sér skemmtilega hlið á nýrri skífu þar sem hann ásamt félögum sínum syngur og spilar að mestu leyti án að- stoðar rafmagnshljóðfæra. Platan var tekin upp á hálfgerðum tónleikum í stúdíói í London fyrr á þessu ári og var einn af svokölluðum „Unplugg- ed“-þáttum tónlistarsjónvarpsins MTV. Platan hefur að geyma ýmis gömul og góð lög, nokkur bítlalög, gömul rokklög og fyrsta lagið sem McCartn- ey samdi, þá aðeins 14 ára. Tónlistin á plötunni er skemmtilega „beint úr kúnni“, eins og tónleikaplötur eru oftast, og laus við alla gerilsneyðingu. Hljómurinn er líka annar, þökk sé raf- magnsleysinu, og hefur maður það helst á tilfinningunni að maður sé staddur í partýi með Páli og félögum, þar sem hann situr afslappaður í sófa og syngur og spilar á kassagítar. Fyrir þá, sem vilja forvitnast nánar um innihaldið, þá er þar að finna bítlalögin Here There And Everyw- here, We Can Work It Out, I’ve Just Seen A Face, She’s A Woman, And I Love Her og Blackbird. Einnig syng- ur McCartney lagið I Lost My Little Girl, en það samdi hann þegar hann var fjórtán ára, nokkrum mánuðum áður en hann kynntist John nokkrum Ný plata með Michaöl Bolton, Time. Love &Tendemess: Einstaklega hugljúf og romantisk bandaríski söngvarinn, hefur sent frá sér nýja plötu sem ber bJð hugljúfa og rómantíska nafn, llme, Love & Tendemess. Bolt- on heldur sínu strilri frá fyrstu piðtu sinni, Soui Provider, sem naut gífuriegra vinsælda, og syngur nokkrar hugijúfar og rómantúkar bailöður á nýju plöt- unni, sem eru vcl tii þess fallnar að hlýða i nær bvenær sem er, hvort sem maður cr að ryksuga, flísaleggja forstofuna hjá sér, vaska upp eða í öðrum róman- tískum hugleiðingum. MÖrg lög af fyrstu plötu Boltons hafa fengið milda spðun í út- varpí, sérstaklega af ónefndri út- varpskonu, sem reyndar er eln- staldega hugljúf og rómantísk. Búast má við að nýja piatan fái álfka spðun, þar sem lögin á henni eru mjög frambærileg, auk þess sem áður hefur kornlð fram. Lög eíns og Love Is a Wonderfui Thing og When a Man Loves a Wornan staada upp úr eftlr iyrstu hlustun og Íagið sem Bolton og Patti LaBclIc syngja saman, We Are Not Making Love Anymore, kemur öruggkga tð með að vinna á. Auk áðumefmdrar söngkonu, aðstoðar Bob Dylan söngvarann ráma við lagasmiðar, en ekki er hægt að segja með góðri sam- vSsku að sú samvinna skiíi af sér túnamótaverid. Aðdáendur Mi- chaels Bolton verða ekki sviknir af nýju piötunni og hver veit nema honum taldst að bæta nýj- Lennon og gekk í hljómsveitina The Quarrymen. Lennon og McCartney kynntust í júlímánuði árið 1957 á úti- samkomu þar sem áðumefnd hljóm- sveit spilaði. Þar söng Lennon m.a. lagið Be-Bob-A- Lula, en það Iag er íyrsta lagið á nýju plötu McCartney. Fleiri gömul rokklög er þar einnig að finna auk annarra laga eftir McCartn- ey. Platan er hin eigulegasta. Þar er að finna merkileg lög og gamlir og nýir aðdáendur bítilsins ættu ekki að láta hana fram hjá sér fara. —SE Nigel og Klaus Tennstedt Nigel Kennedy og Fílharm- óníusveit Lundúnaborgar: Brahms á toppinn Nigel Kennedy er breskur pönkari. Hann segist m.a. halda upp á Led Zep- pelin, Miles Davis, Jimi Hendrix og Brahms. Hann er menntaður í klass- ískum fiðluleik og hefur getið sér gott orð fyrir kunnáttu sína á því sviði, auk þess sem hann leikur ýmsa aðra teg- und tónlistar og er t.d. liðtækur jazzf- iðluleikari. Sökum frjáislegs fas, kiæðaburðar, hárgreiðslu og tónlist- arsmekks hefur Kennedy stundum verið litinn homauga af unnendum hinnar „æðri“ tónlistar, en að sama skapi verið vinsæll meðal yngri kyn- slóðarinnar. Sem dæmi um það má nefna að hann er líklega sá eini, a.m.k. einn af fáum, sem hefur tekist að koma klassískum verkum á breska vinsældalistann. Nigel Kennedy er mjög fær fiðluleik- ari og nú hefur hann sent frá sér plötu þar sem hann reynir við einn erfið- asta konsert sem saminn hefur verið fyrir fiðlu og jafnfram einn þann fal- legasta frá rómantíska tímabilinu, fiðlukonsert í D-dúr op. 77 eftir Jo- hannes Brahms. Þar leikur hann með Fflharmóníusveit Lundúnaborgar undir stjóm Klaus Tennstedt. Er ekki loku fyrir það skotið að Nigel Kenne- dy sé með plötunni að reyna að sanna sig sem fiðluleikara í hæsta gæða- klassa. Og hann kemst mjög vel frá verkinu, þó svo að segja megi að aðrir hafi spilað það betur. Klaus Tennstedt og hljómsveitinni tekst sérstaklega vel upp. Hér er því á ferðinni skífa sem fæstir tónlistarunnendur ættu að iáta fram hjá sér fara. Og hver veit nema fiðlukonsertinn í D-dúr eftir Johannes Brahms, leikinn af færum fiðluleikara og hljómsveit sem unun er að hlusta á undir stjóm eins besta stjómanda sem völ er á, tróni á toppi Pepsi- listans á íslandi innan tíðar? GS. Ný plata með Elvis Costello, Mighty Like A Rose: Hreint afbragð Það er víst óhætt að segja um nýj- ustu plötu Elvis Costello, að slíkan hlut fær maður ekki upp í hendurn- ar á hverjum degi. Platan Mighty Like A Rose er hreint ótrúlega góð, samanstendur af frábæmm tón- smíðum og gamli hrái stfllinn, sem var á honum fyrir 10-15 árum, skín hvarvetna í gegn. Elvis Costello heillaði marga um miðjan 8. áratuginn með hráu en jafnframt meiódísku rokki, sem einnig er að finna á þessari nýjustu afurð hans. Að minnsta kosti eitt lag af henni hefur verið gefið út á smá- skífu, The Other Side of Summer, sem er frábært og fjörugt rokklag, og minnir einna helst á hið frábæra lag Costello, I Don’t Want to Go to Chelsea, sem einstaka menn halda fram að sé besta lag í heimi. Ég verð illa svikinn ef Hin hlið sumarsins á ekki eftir að klífa einhverja vin- sældalista, þó svo að þeir séu ekki alltaf mælistika á gæði og glæsileika iaga. Paul McCartney er Costello tii að- stoðar í tveimur lögum á plötunni, en hann hefur áður aðstoðað Cost- ello við plötugerð. Þessi samvinna skemmir aldeilis ekki útkomuna og Elvis Costello hefur það verið haft eftir McCartney að samvinnan við Costello minni hann um margt á þá samvinnu sem hann og Lennon áttu fyrstu árin sem Bítlamir störfuðu. Betri með- mæli er vart hægt að fá. Þess má geta að Costello hefur einnig unnið náið með listakonunni Yoko Ono við plötugerð og er líkiegt að hann sé eini maðurinn sem unnið hafi náið með bæði Yoko Ono og Paul McCartney, fyrir utan John Lennon að sjálfsögðu. Það er óþarfi að tína til þau frábæru lög, sem eru á plötunni, til þess eins að segja hversu frábær þau eru; menn verða einfaldlega að hlýða á þau sjálfir. Vert er þó að minnast á eitt lag sem þar er að finna, lagið After the Fall. Það er gullfallegt, ró- legt lag sem Costello syngur við suð- rænan gítarundirleik. Lagið heillar strax við fyrstu hlustun og er algjör perla. Platan í heild er kjörgripur sem, mjög vægt tekið tii orða, er óhætt að mæla með. —SE í FÖÐURLANDIJEPPANNA ERU MENN EKKI í VAFA! RDRÐ Mlésoitifý HÖFÐABAKKA 9 112 REYKJAVÍK SÍMI 91-670000 OG 674300 • • • Iþrjú ár í röð hefur hið heimsþekkta bílablað FOUR WHEELER metið að bestu og hagkvœmustu kaupin í 5 dyra jeppum séu í Isuzu Trooper, a 110 sem blaðið prófaði. Isuzu Trooper er nú mest seldi erlendi jeppinn í Bandaríkjunum. Reynslan afþessum bíl hérlendis er frábœr, enda koma hingað bílablaðamenn frá mörgum löndum Evrópu til þess að prófa hann í umhverfi sem á við hann. Isuzu Trooper er ekki bara góðs fólksbíls. jeppi, hann hefur líka alla eiginleika Komdu með Ijðlskylduna með þét til okkar og reynsluaktu þessum trábœra btl, sem menn mela svo mikils I fóðurlandi jeppanna! Verð á þessum frábœru bílum eraðeins frá 2.075.000 kr. fyrir 5 dyra bíl (staðgreiðsluverð). BÚNAEHJR ER MEÐAL ANNARS: Zilogllðha aðmikil og spameytin bensínvél með þetnnt imspýlingu eðo2,8l 100 ha díselvél með lorþjðppu og belnni innspýlingu • Mslýri • AHnemlar með læsingavara • Framdrllslokur • tregðulœslng á atturdrifi • Samkssing áhurðum • Paldritnar rúðuvindut • Sporlfelgur • Rathltuð tramsœtl • Útvarp með segulbandi • Háþrýstpvottur tyrir aðalljós • Dagljósabúnaður. NÚ EINNIG FÁANLEGIR SJÁLFSKIPTIR ÞRIGGJA ÁRA ÁBYRGÐ. ÁRLEG ÓKEYPIS SKOÐUN.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.