Tíminn - 08.06.1991, Blaðsíða 8

Tíminn - 08.06.1991, Blaðsíða 8
16 HELGIN Laugardagur 8. júní 1991 ■Hií TÍMANS RÁS : ATLI MAGNÚSSON: f Jm Á blíðviðrisdögum Mikið og blessað góðviðri hef- ur verið víðast um landið að undanfömu og í höfuðborg- inni hafa komið þær stundir að hvergi sér skýhnoðra á lofti eða þá í hæsta lagi stöku góðviðris- bólstur. Svo hefur það verið víðar. Veturinn var líka afburða mildur og menn bókstaflega vöknuðu við það einn morg- uninn að allt var kafíð í fíflum í loðnu grasi, sem nærri má horfa á þjóta upp úr jörðinni. Þetta á gróðurinn auðvitað því að þakka að naumast neinn klaki var í jörðu og mönnum tókst að hefja slátt áður en maí var allur. Sjómannadagurinn, sem oftast má reiða sig á að sé hátíðlegur haldinn í rigningar- sudda, var afburðafagur. Víst er landið frítt í svona veðri, Iíka þeir staðir sem menn annars telja síst meðal þeirra yndis- legri. Og sem betur fer er flest- um það lánað að hvar sem þeir flækjast em það alltaf þessir indælu sólskinsdagar, sem baða feðragrund þeirra í minn- ingunni. Þótt þeir séu ekki alltaf margir á hverju ári, þá leikur vafi á að kynslóðimar hefðu þraukað svo lengi hér í norðurhafinu án þeirra. Þá eigum við það góðviðrinu að þakka hve skáldunum hefur tekist vel upp að yrkja um náttúm landsins, en alltaf var sólskin yfir fífilbrekkum Jónasar. Þótt fagna beri að það virð- ist stefna í góða heyskapar- tíð þá er það nú samt svo að meiri partur þjóðarinnar fagnar ekki góðu sumri fyrir það að þá stefnir í betri af- komuhorfur, heldur vegna þess að þá er tíðin best fyrir gaman og leiki. Sú breyting er á orðin frá fyrri tíma að nú krefjast menn margra og fjölbreytta tómstunda til að geta skemmt sér. Heyskap- urinn er líka í auknum mæli farinn að þéna beinlínis undir þessar þarfir, þegar sauðkindinni fer sífellt fækkandi en allir þurfa að eignast fleiri og fleiri hross til að geta riðið út að gamni sínu. Nauðþurftabúskapur fer sem sagt dvínandi, en menn ala upp seiði í staðinn og sleppa í ár, svo enn meiri skemmtan megi hafa af stangveiði. Menn sem hafa laxveiðihlunnindi láta sér ekki detta í huga að éta sjálf- ir laxinn, heldur selja skemmt- unina af að fiska hann dým verði. Þannig stefnir þjóðarbú- skapurinn í auknum mæli að því að gera tómstundimar sem skemmtilegastar — og arðgæ- fastar. Það er líka orðinn stór- útvegur að skemmta ferða- mönnum, en Geir Zoéga var einn um hituna í því efni fyrir aðeins öld og átti víst ekki sér- lega annríkt samt. Já, það em breyttir tímar. En ekki er svo sem að neinu af þessu að finna. Það hlýtur að vera af hinu góða að gera jarðlífið sem allra auð- veldast og fjölbreyttast. Allar líkur benda og til að sumarið nú stuðli að því og bæti þannig upp ögn mislukkaðan vetur, því mörgum fannst vanta snjó. Til þess að komi skemmtilegur vetur þarf nefnilega snjó og hann hvorki of lítinn né of mikinn. Of lítill snjór stendur skíðamönnum fyrir þrifum, en of mikill snjór spillir ýmsu gamni öðm. En sé á heildina litið er þetta ekki svo afleitt land fyrir fólk sem vill að það sé tómt grín að lifa og leggur sannarlega mikið á sig til þess. Gettu nú Flestir munu hafa þekkt Jökulsár- gliúfur í „Gettu nú“ ner fyrir viku. Spurningunni nú er ekki heldur svo vkja vandsvarað. við erum komin austur undir Vík í Mýrdal, en spurn- inain er: Hvað neitir fjaílið á myndinni? KROSSGÁTA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.