Tíminn - 08.06.1991, Blaðsíða 2
10
HELGIN
Laugardagur 8. júní 1991
Einfalt „rúllu“-
mál - Pottþéttir
baggar
FYRIR GARN -
EÐA NET
tæki frá KRONE
vinna mjög vel
KRONEI
om
Jámhálsi 2
Sfmi 683266
110 Reykjavík
J
Umboðsmenn Tímans:
Kaupstaður Nafn umboðsmanns Heimili Sími
Hafnarfjöröur Stom Sigurðsson Suöurgötu 15 54948
Kópavogur Linda Jónsdóttir Hamraborg 26 641195
Garðabær Ragnar Borgþórsson Holtageröi 28 45228
Keflavík Guðríður Waage Austurbraut 1 92-12883
Njarövík Kristinn Ingimundarson Faxabraut 4 92-13826
Akranes Aðalheiður Malmqvist Dalbraut 55 93-11261
Borgames Inga Björk Halldórsdóttir Kveldúlfsgötu 26 93-71740
Stykkishólmur Erla Lárusdóttir Silfurgötu 25 93-81410
Ólafsvik Linda Stefánsdóttir Mýrarholti 6A 93-61269
Grundarfjöröur Anna Aðalsteinsdóttir Grundargötu 15 93-86604
Hellissandur Ester Friðþjófsdóttir Háarifi 49 93-66629
Búðardalur Kristiana Guömundsdóttir Búöarbraut 3 93-41447
ísafjörður Jens Markússon Hnífsdalsvegi 10 94-3541
Bolungarvík Kristrún Benediktsdóttir Hafnargötu 115 94-7366
Hólmavík Elísabet Pálsdóttir Borgarbraut 5 95-13132
Hvammstangi Hólmfríöur Guömundsd. Fífusundi 12 95-12485
Blönduós Snorri Bjarnason Uröarbraut 20 95-24581
Skagaströnd Ólafur Bernódusson Bogabraut 27 95-4772
Sauöárkrókur Guðrún Kristófersdóttir Barmahlíö 13 95- 35311
Siglufjörður Sveinn Þorsteinsson Hlíöarvegi 46 96-71688
Akureyrí Halldór Ingi Ásgeirsson Hamarsstíg 18 96-24275
skrifstofa Skipagötu 13 (austan) 96-27890
Svalbarðseyri Þröstur Kolbeinsson Svalbarðseyri 96-25016
Húsavik Friörik Sigurðsson Höföatúni 4 96-41120
Ólafsfjörður Helga Jónsdóttir Hrannarbyggö 8 96-62308
Raufarhöfn Sandra Ösp Gylfadóttir Aðalbraut 60 96-51258
Vopnafjörður Svanborg Víglundsdóttir Kolbeinsgötu 44 97-31289
Egilsstaðir Páll Pétursson Árskógum 13 97-11350
Seyðisljörður Margrét Vera Knútsdóttir Múlavegi 7 97-21136
Neskaupstaður Birkir Stefánsson Miögarði 11 97-71841
Reyöarfjönður Ólöf Pálsdóttir Mánagötu 31 97-41167
EskiQöröur Berglind Þorgeirsdóttir Svínaskálahlíð 17 97-61401
Fáskrúðsfjörður Guöbjörg H. Eyþórsd. Hlíðargötu 4 97- 51299
Djúpivogur Jón Björnsson Borgarlandi 21 97-88962
Höfn Skúli Isleifsson Hafnarbraut 16A 97-81796
Selfoss Margrét Þorvaldsdóttir Engjavegi 5 98-22317
Hveragerðl Vilborg Þórhallsdóttir Laufskógum 19 98-34323
Þoríákshöfrí Halldóra S. Sveinsdóttir Egilsbraut 22 98-33627
Eyrarbakki Þórir Eriingsson Túngötu 28 98-31198
Stokkseyri Andrés Ingvason Eyjaseli 7 98-31479
Laugarvatn Halldór Benjamínsson Flókalundi 98-61179
Hvolsvöilur Jónína og Ámý Jóna Króktúni 17 98-78335
Vík Ingi Már Bjömsson Ránarbraut 9 98-71122
Vestmannaeyjar Marta Jónsdóttir Helgafellsbraut 29 98-12192
FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ
Á AKUREYRI
Sérfræðingur
í geðlækningum
óskast til starfa á Geðdeild Fjórðungssjúkrahússins á
Akureyri frá 15. september 1991.
Um er að ræða afleysingastöðu til 15.
júní 1992, sem hugsanlega verður
framlengd. Umsóknarfrestur er til 15.
júlí 1991.
Umsóknir um stöðuna sendist Sigmundi Sigfússyni,
yfirlækni Geðdeildar F.S.A., og gefur hann allar nán-
ari upplýsingar.
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri.
Kynleg örlög
yfirgangsmanns
Manndráp og mann-
raunir
Það var að haustlagi, eða nánar til-
tekið að kvöldi dags hinn 9. október
1899, að ferðlúinn aðkomumaður
kvaddi dyra hjá sýslumanni ísfirð-
inga. Kvaðst hann heita Guðjón
Friðriksson og væri hann kominn
heiman frá Dýrafirði þeirra erinda
að leita ásjár yfirvaldsins gegn
ásælni erlendra togara, sem mjög
hefðu herjað á heimamiðin að und-
anförnu. Tók hann það sérstaklega
fram að eitt þessara ræningjaskipa
hefði haldið sér að ólöglegum botn-
vörpuveiðum uppi við landsteina í
samfleytt fimm daga og gætu menn
naumast unað öllu lengur svo hrak-
legri sjón.
Um þessar mundir var sýslumaður
ísfirðinga Hannes Hafstein, hið ást-
sæla þjóðskáld sem síðar varð ráð-
herra fyrstur íslenskra manna.
Sýslumaður tók erindi sendimanns-
ins hið besta og bjóst þegar til ferðar
ásamt fylgdarmanni sínum, þótt
dimmt væri orðið af nótt. Sóttist
ferðin betur en ætla mætti, þar sem
yfir fjall var að fara, en snjór mikill á
jörðu og þung færð. Kom það sér því
vel að Hannes Hafstein var slíkt
þrekmenni sem hann jafnan reynd-
ist, og sjálfur hefur hann skýrt svo
frá að hann hafi í þessari næturferð
sett það eitt fyrir sig að hann kynni
að missa af togaranum. Það sýndi
sig þó að þær áhyggjur voru óþarfar.
Sýslumaður og fylgdarmaður hans
komu í bítið um morguninn á
ákvörðunarstað og blasti þá við
þeim hinn breski togari, sem enn
var að veiðum, rétt framan við versl-
unarstaðinn Haukadal í Dýrafirði.
Þó að ætla mætti að Hannes Haf-
stein væri vanbúinn til stórræða eft-
ir hið erfiða ferðalag og næturvöku,
sinnti hann lítt um að hvíla sig, en
tók þegar að undirbúa aðför sína að
togaranum. Fékk hann Iánaðan bát,
sex manna far, og réð hina völdustu
menn sér til fylgdar. Voru það þessir:
Jóhannes Guðmundsson á Bessa-
stöðum, 37 ára, Guðmundur Jóns-
son á Bakka, ókvæntur maður um
tvítugt, Jón Þórðarson, kvæntur,
Jón Gunnarsson og Guðjón Frið-
riksson, sem áður er nefndur. Var
síðan bátnum hrundið á flot og róið
sem leið lá út að togaranum. Kalt
var í veðri þennan dag og talsverð
ylgja, en þó ekki svo að slíkt hefði átt
að verða æfðum sjómönnum til
verulegs trafala. Er samt ekki því að
leyna að ferðin sóttist verr en ætla
hefði mátt og lágu til þess óvæntar
orsakir, eins og síðar verður greint
frá.
Hér verður þess að geta að skip-
stjórinn hafði látið mála yfir nokkuð
af stöfunum í nafni og einkennis-
númeri togarans. Leit því svo út sem
skipið héti OYALI H 42, en ekki
dugði það skipstjóranum til blekk-
ingar. Hafði Hannes Hafstein þegar
komist að hinu sanna um heiti
skipsins og kynni sagan af þessari
ferð allri að hafa orðið önnur og
skemmri ef ekki hefði notið við
þeirrar vitneskju. En svo heppilega
vildi til að skipstjórinn hafði sjálfur
verið í landi nokkrum dögum áður
og þá skýrt verslunarstjóra þar á
staðnum frá nafni, númeri og eig-
anda skipsins. Hét það ROYALIST H
423, en eigandi þess var George Wal-
ton, kunnur útgerðarmaður í Hull.
Um leið hafði það einnig komið upp
úr dúrnum að skipstjórinn á togar-
anum var enginn annar en „hinn áð-
ur þekkti Nilson", sænskur maður,
sem árum saman hafði stundað
botnvörpuveiðar í íslenskri land-
helgi og oftar en einu sinni sýnt fá-
heyrðan hrottaskap í umgengni við
landsmenn, án þess að nokkru sinni
hefði tekist að hafa hendur í hári
hans. Verður því ekki annað sagt en
að hér hafi verið til allmikils að
vinna.
Að sjálfsögðu hafði sýslumaður bú-
ist einkennisbúningi til þessarar far-
ar, en fyrir varygðar sakir hafði hann
klætt sig í kápu utan yfir einkennis-
búninginn. Var það jafnan háttur
ýmissa landsmanna, þó að slíkt væri
jafnan illa þokkað af almenningi, að
fara um borð í hina erlendu togara
til kaupa á úrgangsfiski og í öðrum
viskiptaerindum og máttu slíkir
menn vænta sér ólíkt greiðari upp-
göngu en yfirvöld landsins. Þótti því
sýslumanni henta að láta líta svo út
sem báturinn væri í þvílíkum erind-
um, enda mátti ella gera ráð fyrir
viðbúnaði af togarans hálfu til að
verjast mönnum eða koma sér und-
an út fyrir landhelgislínuna.
En hér fór öðru vísi en ætlað var.
Sú leynd, sem komumenn hugðust
hafa á sér, brást þeim algjörlega,
eins og auðveldlega mátti ráða af
viðbrögðum hinnar erlendu skips-
hafnar. Er skemmst frá því að segja
að þegar báturinn nálgaðist togar-
ann raðaði áhöfnin sér upp við borð-
stokkinn og hagaði sér all víga-
mannlega. Höfðu útlendingarnir
Hinn ungi sýslumaöur á ísa-
firði, Hannes Hafstein, sem
nærri týndi lífi við aðförina að
Royalist H 423.
mörg og stór barefli að vopni og
bjuggust sýnilega til varnar.
Þetta kom bátsverjum vitanlega
mjög á óvart, en seinna kom í ljós
hvernig í öllu lá. Á togaranum var
íslenskur maður, Valdimar Rögn-
valdsson að nafni, búsettur í Kefla-
vík, en reykvískur að ætt. Var hann
kvæntur og þriggja barna faðir. Þyk-
ir sannað að hann hafi borið kennsl
á sýslumann og gert skipstjóra við-
vart. Má því segja með nokkrum
sanni aö Hannes Hafstein hafi í
þetta sinn goldið þess áþreifanlega
að hann var manna auðkennilegast-
ur.
En Hannes Hafstein var fjarri því
að láta viðbúnað hinna erlendu sjó-
ræningja skjóta sér skelk í bringu.
Hann lét þegar í stað renna bátnum
upp að skipshliðinni og krafðist þess
að fá að tala við skipstjórann. Var þá
Nilson hinn sænski þar kominn og
svaraði hann með skömmum einum
og dólgslegum munnsöfnuði. Hófst
þar með sú viðureign sem einna
sögulegust hefur orðið í annálum ís-
lenskrar landhelgisgæslu.
Þegar förunautar sýslumanns sáu
að hverju stefndi reyndu þeir að ná í
kaðal sem hékk útbyrðis á skipinu.
Það mistókst þó og seig báturinn
aftur með skipshliðinni, en togarinn
var á hægri ferð. Þegar komið var í
námunda við afturstefnið varð fyrir
vírtrossa, sem botnvarpan var fest
við, og tókst bátsverjum að ná taki á
henni. Dróst þá báturinn með togar-
anum, en þegar skipstjórinn og
menn hans sáu þetta þustu þeir óð-
ara aftur á skipið, öskruðu eins og
villidýr og höfðu í frammi hinar
fólskulegustu hótanir. Þegar hér var
komið stóð sýslumaður upp í bátn-
um. Fletti hann nú skyndilega frá
sér yfirhöfninni, svo að einkennis-
búningurinn kom í ljós og krafðist
þess af skipstjóra að hann veitti sér
heimild til uppgöngu á skipið. Fara
ekki sagnir af því hvort eða hverju
skipstóri kunni að hafa svarað, en
víst er um það að kröfu sýslumanns
var ekki sinnt. í stað þess gripu skip-
verjar stóra ár og vörpuðu henni af
miklu afli niður í bátinn. Til allrar
hamingju geigaði þó skotið og tókst
þeim ekki að hitta neinn mannanna
í bátnum.
En nú var brátt stærri tíðinda að
vænta. Þegar hinir erlendu menn
sáu að þessi fýrsta árás hafði mis-
heppnast hugkvæmdist þeim ráð til
að granda bátnum með öðrum og
stórvirkari hætti. Hlupu þeir að spil-
inu og losuðu um vírtrossuna sem
við það féll af miklum þunga niður í
bátinn. Fór þá sem ætlað hafði verið
að báturinn stakkst snögglega í kaf
og var þar með sokkinn.
Svo virtist sem hinir erlendu sjó-
ræningjar létu sér þetta vel líka.
Hirtu þeir ekkert um að koma báts-
verjum til bjargar, en fóru þess í stað
að innbyrða botnvörpuna. Innan
skamms skaut þó bátnum upp og
með honum tveimur mannanna,
þeim Jóni Gunnarssyni og Guðjóni
Friðrikssyni. Tókst þeim að halda
sér í bátinn, en hins vegar færðust
hinir þrír félagar þeirra í kaf. Eng-
inn þessara fimm manna kunni
nokkuð að synda.
Hannes Hafstein var einn þeirra
manna sem losnað höfðú við bátinn
og greip hann þegar til sunds. Barð-
ist hann lengi af ótrúlegum hetju-
skap við að halda ofansjávar þeim
þrem mönnum er einnig höfðu
skolast úr bátnum. Mátti litlu muna
að sú fórnfýsi hefði kostað hann líf-
ið, því hinir drukknandi menn
höfðu enga gát á viðbrögðum sínum
og drógu hann hvað eftir annað með
sér niður í djúpið. Þegar þess er
einnig gætt að veður var mjög kalt
og hryssingslegt má öllum ljóst vera
hversu mjög hefur reynt á þrek hans
og hugrekki og hetjulund. En vitan-
lega hefði sú barátta ekki getað end-
að nema á einn veg, ef atvikin hefðu
ekki tekið nýja stefnu.
Inni á Dýrafirði höfðu heimamenn
fylgst með ferðum bátsins í sjón-
auka. Virtist þeim brátt sem ekki
mundi allt vera með felldu og var þá
fljótt brugðið við og tveimur bátum
hrundið fram. Sóttist þeim greið-
lega, en þegar skipverjar á togaran-
um sáu þá nálgast leit svo út sem
mesti móðurinn rynni af þeim og
gerðu þeir sig meira að segja líklega
til að koma hinum nauðstöddu Is-
lendingum til bjargar með því að
losa um einn björgunarbátinn. Þeir
sáu sig þó brátt um hönd og létu sér
þess í stað nægja að renna niður til
þeirra kaðli og björgunarhring, en
ekki höfðust þeir slíkt að fyrr en
mennirnir þrír, sem losnað höfðu
við bátinn, voru drukknaðir. Hinir
tveir, sem enn héldu sér í bátinn,
náðu í björgunarhringinn og voru
dregnir upp á skipið. Enn fremur
tókst sýslumanni að handsama kað-
alinn og gat vafið honum utan um
sig. Var hann þá kominn að því að
örmagnast og hneig í ómegin. Vissi
hann það næst til sín að hann lá á
þilfari togarans við hlið bátsverj-
anna tveggja er bjargast höfðu með
honum. Var þá einn hinna erlendu
manna búinn að ræna hann tygil-
hníf sem hangið hafði við belti hans.
Gerði sá hinn sami sig líklegan til að
vinna á honum með þessu vopni, en
aðrir skipverjar, sem þá munu
sennilega hafa talið nóg að gert,
komu í veg fyrir það, enda voru þá
aðkomubátarnir tveir lagstir að tog-
aranum. Var þeim ekki meinað að
flytja sýslumann og förunauta hans í
land og voru þeir, er að var komið,
bornir heim til Matthíasar Ólafsson-
ar verslunarstjóra, þar sem þeim var
veitt hin besta aðhlynning. í líkan
mund sást hinn breski togari stefna
til hafs og var hann innan stundar
horfmn mönnum úr augsýn. Frétt-
ist það næst til hans að hann hefði
komið við í Keflavík og haft með sér
konu og börn Valdimars Rögnvalds-
sonar. Fara ekki sögur af þessum
óhappamanni eftir það, en hann
mun ásamt fjölskyldu sinni hafa sest
að í Bretlandi og ekki leitað til ís-
lands á ný.
Ekki öll nótt úti
í blöðum frá þessum tíma er orð á
því haft að Hannes Hafstein hafi tek-
ið sér drukknun hinna þriggja
manna mjög nærri og sjálfur var
hann fyrstu dagana mjög þrekaöpr