Tíminn - 08.06.1991, Blaðsíða 6
14
HELGIN
Laugardagur 8. maí 1991
Hljómsveitin Júpiters
í viðta.li við Tímann:
Aðeins
fyrir
daginn
ídag
Hljómsveitin Júpiters er ekki eins og sveitir eru flestar. Þegar
hún spilar fullskipuö fylla hljóðfæraleikarar hennar töluna"
srettán, með blásara í meirihluta, og er hún því með stærstu
"iljómsveitum landsins, ef sinfóníugeirinn er undanskilinn.
Júpiters á geysigóðum tónleikum
á Yfirstríkinu á
fimmtudagskvöld. Þá spiluðu níu
manns í
hljómsveitinni, en fullskipuð eru
þeir13.
Timamynd: GS
Átján hljómsveitir á
Krísuvíkurplötu:
Spilað
fyrir
húsið
Vert er að vekja athygli á nýrri
plötu, sem komin er út til styrkt-
ar Krísuvíkursamtökunum. Hún
ber nafnið Húsið og er þá vísað
til húss þess, sem stendur í
Krísuvík, væntanlegt athvarf
unglinga er orðið hafa fíkniefna-
neyslu að bráð. Allur ágóði af
sölu plötunnar rennur til inn-
réttingar og smíði hússins. Það
er stúdíó Stöðin sem gefur plöt-
una út, en Steinar sér um dreif-
ingu.Og hér er nokkuð merkileg
plata á ferðinni. Á henni spila 18
lítið þekktar hljómsveitir víða að
af landinu frumsamin lög. Á
plötunni má því greina hvað er
að gerast undir yfirborði ís-
lenskrar dægurtónlistar og er
hún fyrir þær sakir athygli verð.
Er ekki alls kostar óvitlaust á
þessu stigi málsins að nefna þær
hljómsveitir sem við sögu koma.
Það eru Busarnir frá Stykkis-
hólmi, Mömmustrákar og
Stertimenni frá Vestmannaeyj-
um, Óðfluga og Bróðir Darwins
frá Akranesi, Munkar úr Kefla-
vík, Bjartsýnismenn frá ísafirði,
Nabblastrengir úr Hafnarfirði,
Falski Flói frá Hólmavík,
Mamma skilur allt frá Höfn, Efri
deild Alþingis frá Egilsstöðum,
Afrek frá Sauðárkróki og frá
Reykjavík koma hljómsveitirnar
Vesturbæingar, Sexmenn, Blaut-
ir dropar, Arnar og Þórir, Ber að
ofan og Stuðsamtökin Limbó.
Plata sem á skilið eftirtekt, þó
ekki sé nema vegna góðs málefn-
is. Og fyrir það, að sumarsmell-
inn í ár sé að finna á Húsinu, er
ekki skotið loku.
Og það er fleira sérkennandi; t.d. er
aldursmunur á elsta og yngsta með-
lim um fjörutíu ár og það má segja að
endumýjun innan sveitarinnar sé
meiri en gerist og gengur annars
staðar. Frá því Júpiters var stofnuð
fyrir um tveimur árum hafa rúmlega
40 manns starfað í henni. Fyrir því
má færa rök að hér sé á ferðinni
hreyfing en ekki hljómsveit.
En aðalsmerki og helsta sérkenni
hljómsveitarinnar er fólgið í öðm.
Tónlist Júpiters, taktmikil og fjömg,
gerir hana að einni af bestu, ef ekki
þeirri bestu, danshljómsveit lands-
ins.
Blaðamaður mælti sér mót við
hljómsveitina á fimmtudagskvöld,
þar sem hún var að æfa í Yfir strikinu
fyrir tónleika og skemmtikvöld til
stuðnings eyðnisjúkum. Fyrir spum-
ingum blaðamanns sátu fyrir svömm
þeir Eiríkur saxófónleikari, Einar
básúnuleikari, Jóhann trommuleik-
ari og Kristinn gítarleikari. Var ekki
úr vegi að fá vissa hluti á hreint í upp-
hafi samtals:
— Er það rétt sem heyrst hefur að
plata sé væntanleg frá sveitinni?
Eiríkur: Platan hefúr verið á leiðinni
í tvö ár, þannig að það er alltaf rétt ef
þú heyrir það.
Einar: Við emm búnir að taka
nokkra stúdíótíma.
Kristinn: Við gemm ráð fyrir að gefa
hana út fyrir 30 ára afmæli hljóm-
sveitarinnar.
— Má þá vænta þess að plata með
Júpiters verði komin út eftir um 28
ár, eða í kringum árið 2019?
Eiríkur: Já, já, ég þori að hengja mig
upp á það.
Einar: Jafnvel fyrr, jafnvel fyrr.
— Hvaða efni emð þið að taka upp?
Eiríkur: Það er bæði gamalt og nýtt.
Við emm núna með glænýjan helm-
ing á prógramminu. Lög sem hafa
orðið til á síðustu mánuðum, vikum.
Síðustu vikum, það hljómar betur.
Annars emm við í nokkmm mæli að
hætta að eltast við vals, samba, salsa-
stefnuna. Það gætir örlítilla soul-
áhrifa í hljómsveitinni núna.
— Er hljómsveitin að breyta um
stefnu?
Eiríkur: Nei hún er bara aö víkka
hana. Annars höfum við ætíð haft
stefnuleysi að stefnu okkar.
— Er mikil starfsemi innan hljóm-
sveitarinnar núna?
Kristinn: Já, en við höfum lítið kom-
ið fram undanfarið. Við höfum æft
þeim mun meira.
Einar: Sumarið er lítið skipulagt
hvað varðar tónleikahald.
— Er það engum erfiðleikum háð
að starfrækja svona stóra hljómsveit?
Eiríkur: Jú, jú, við vitum aldrei hvað
B.B. King, Live at the Apollo:
HANS
HÁTIGN
í HAM
Gamli blúsnaglinn B.B. King er
hreint ekki af baki dottinn, ef
einhver heldur það. Á nýrri
tónleikaplötu, sem tekin er
upp í Apollo Theater í Nýju
Jórvík í nóvember á síðasta
árí, leikur kóngurinn, sem
kominn er á sjötugsaldur, á
gítar og syngur eins og honum
er einum lagið með stórsveit á
bak við sig, skipaða úrvals
mönnum úr jazz-og
blúsgeiranum. Meðal þeirra
má nefna bassaleikarann Ray
Brown, sem plokkar strengina
listavei, básúnuleikarann Urbie
Green, trompetleikarann Harry
„Sweets" Edison, hljómsveitar-
stjórann og píanóleikarann
Gene Harrís og marga fieirí
gamla refi sem og nýrri
spámenn.
B.B. King tekurtíu nýja og
gamla slagara á plötunni og
meðal þeirra nýju er
upphafslagið When Love
Comes to Town, eftir þá félaga
í U2, sem King kýlir á af krafti.
Síðan fýlgja gullkomin í kjölfar-
ið og platan geislar af blús-
stemmningu eins og hún geríst
best. Enda er sagt að þegar
B.B. King spilar í Harlem nái
hann sér sjaldan jafn vel á
strík. Og með slíka stórsveit
með í leiknum getur útkoman
vart orðið annað en geysigóð.
GS.
dagurinn ber í skauti sér. Þess vegna
er okkar kjörorð aðeins fyrir daginn í
dag. Er það ekki ágætis fyrirsögn: Að-
eins fyrir daginn í dag?
Einar: Ég held að þetta sé AA- slag-
orðið.
— En hvert er hugarfarið á bak við
þessa hljómsveit? Eruð þið í þessu
meira af gríni en alvöru?
Eiríkur: Nei, af fullri alvöru.
Kristinn: Þetta er okkar áhugamál.
Einar: Já, alvarlegt áhugamál.
Kristinn: En þetta er náttúrlega eng-
in atvinnumennska.
Eiríkur: Við leggjum allir höfuð-
áherslu á þetta áhugamál, að
minnsta kosti ég.
Einar: Nú er það?
— Eigið þið ekki tiltölulega fastan
og dyggan aðdáendahóp?
Einar: Jú, og við náttúrlega stefnum
á að víkka hann. Við verðum t.d. á
safnplötu frá Skífunni innan tíðar
Kristinn: Aðdáendahópurinn saman-
stendur a.m.k. af þeim sem hafa ver-
ið í hljómsveitinni.
Eiríkur: Og þeirra fjölskyldum og
vinum.
Jóhann: Það er nú talsvert.
Einar: Svo held ég að öll íslenska
þjóðin hafi skolfið fyrir framan
Hemma Gunn á sínum tíma þegar
við komum fram þar.
Kristinn: Skolfið af hverju er ekki al-
veg vitað.
Eiríkur: Af gleði.
Jóhann: Já, hún skalf að minnsta
kosti.
Einar: Þess má geta að Júpiter er í
gamalli stjömufræði gleðistjarna.
Við sækjum okkar gleði einmitt
þangað.
— Haldið þið að tónlist Júpiters
höfði til margra?
Eiríkur: Ég held að hún höfði til
allra. Það bara átta sig ekki allir á því.
Það má segja að hún höfði til undir-
meðvitundarinnar.
Einar: Hún höfðar kannski einna
helst til fótanna.
Og með þeim orðum, sem sannar-
lega eru að sönnu, var samtalinu lok-
ið og viðmælendur blaðamanns
héldu upp á svið og tóku lagið. Eins
og Júpiters er einni lagið.
GS.
HLJÓMSVEITIN FRÍÐA sársauki hélt tónleika í Púlsinum
á fimmtudagskvöld þar sem hún spilaði frumsamiö efríi. í hljómsveitinni
eru Andrí Öm Ciausen söngvarí, Fríðrík Sturiuson bassi, Eðvarð Vil-
hjálmsson trommur, Guðmundur Höskuldsson grtar og Páll Ólafsson
gítar. Þeim til aðstoðar voru Aðalheiður Þorsteinsdóttir hljómborð og
söngkonumar Hanna Dóra Sturiudóttir og Krisflana Sveinsdóttir.
Tímamynd: GS