Tíminn - 08.06.1991, Blaðsíða 5
Laugardagur 8. maí 1991
HELGIN
13
klúbbi. Fjölskylda viðkomandi, eða
vinur fjölskyldunnar, útvegaði
félagsaðild, sem þegar í stað veitti
félagslegan ávinning, og „nafnið" var
búið að koma sér vel fyrir, að því er
álitið var, til æviloka. I góðu árferði
gat „nafn“ gert sér vonir um að
sanka að sér 30,000 pundum eða
þ.u.b. fyrir aðild að einum
kaupsýslumannahópi, sem var hrein
guðs gjöf fyrir efri stéttimar.
Hneyksli á hneyksli
ofan á síðasta áratug
En á níunda áratugnum kom Lloyd’s
fram í dagsljósið sem skóli fyrir
fjármáiahneyksli, að því marki að
þeir sem vissu um ástandið drógu
sig, fjölskyldur sínar og vini
hljóðlega í hlé frá stofnun sem þeir
báru ekki lengur traust til. Lloyd’s
lenti á tímabili í alræmdum
svikamálum ,ábyrgðarskrifstofa, sem ■ I
allt í einu gáfu til kynna að þar
virtist frekar vera saman kominn
klúbbur drullusokka en
hefðarmanna.
Síöan kom tímabil stórslysa, eins og
Piper Alpha, fellibylurinn Hugo,
Exxon Valdez olíuslysið, og þó
framar öllu hinar hroðalegu kröfur
vegna „asbestosis", sem að mestu
leyti stöfuðu af tryggingaviðskiptum
sem gerð voru fyrir meira en
mannsaldri.Núær nokkuð miklu,.
Ættarsetur Malcolms Gomme-Duncan er nú
farið í Lloyd’s hítina og hann býr nú á bóndabýli í
grenndinni.
miklu stærra í sniðum framundan,
mengunarskaðabætur í
Bandaríkjunum sem gætu þurrkað
upp allan ágóða í mörg ár.
1988 náði meðlimafjöldi hámarki
við 32,400, en í ár hefúr hann dreg-
ist saman í 26,600. Og eftir því sem
„nöfnunum" fækkar hefur Ijóminn
yfir Lloyd’s ekki aðeins dofnað, hann
er horfmn. Slóttugri
kaupsýslumenn, þeir sem
glöggskyggnari eru á teiknin en þeir
sem hafa þegið inngöngu eftir 1980,
eru farnir. Mjög fáir af nýrri kynslóð
áhugasamra verktaka eða
kaupsýslumanna hafa gengið inn.
Sjóðstjórnendur sem til þekkja, sem
áður hefðu komið á þátttöku
skjólstæðinga sinna, ráða þessa
dagana harðlega gegn því. Fáir
félagar myndu nú láta sér detta í
hug að sækja um inngöngu fyrir
börn sín á sama hátt og þeir sjálfir
urðu meðlimir fyrir milligöngu
sinna eigin foreldra, í ljósi þeirrar
stórskriðu skaðabótakrafna sem
hellast munu yfir Lloyd’s á næsta
áratug.
Nú er Lloyd’s komið úr tísku, bæði
viðskiptalega og félagslega, enda er
heildarmarkaðsstærð þess minni en
eins stórs nútímalegs
tryggingafyrirtækis eins og t.d. Sun
Aliiance. Það hefur hrökklast til
hliðar fyrir vexti breyttra markaða
og vegna umskipta í viðskiptum.
Fomfálegt, duglaust
og máttlaust
Upphaflega var Lloyd’s byggt upp
kringum yfirburði Bretlands í kaup-
skipaheiminum, og tryggingasér-
fræðingar líta svo á í vaxandi mæli
að það sé fornfálegt, duglaust og
máttlaust, klúbbur þar sem ábyrgð-
arhafarnir taka of mikið út úr félag-
inu með háum launum og kostnaði,
og séu ekki reiðubúnir að leggja
nógu mikið aftur til félagsins.
En því miður er það ekki auðvelt fyr-
ir „nafn“ að ganga út úr Lloyd’s.
Jafnvel þó að viðkomandi geti gert
upp skuldir sínar, tekur það samt
a.m.k. þrjú ár. Og þeir sem ekki eru
að yfirgefa hið sökkvandi skip, leggja
í sumum tilfellum fram kærur. Táp-
ið hefur leitt til þess að fram hafa
komið nokkrar stefnur, málaferli,
ógnanir og ákærur.
„Einu sinni var Lloyd’s vígi virðingar
og heiðarleika," segir Tom Benyon,
fyrrverandi íhaldsþingmaður og
fýrrum formaður sambands félaga
Lloyd’s. „Fjöldi „nafna“ dróst inn í
félagsskapinn vegna þessa orðstírs
og þau treystu fólkinu sem fékk það
til inngöngu. Nú höfum við komist
að raun um að það er ólykt af
ákveðnum atriðum þar.“ Heill
þriðjungur meðlimanna er nú
tengdur einhverri illvígri deilu,
ýmist við stofnunina sjálfa eða við
einhver félaganna sem starfa þar.
Skiptir það máli? Ja, það gerir það
frá því sjónarmiði að Lloyd’s er enn
einstæð bresk stofnun, þrátt fyrir
alla gallana, og hefur óumdeilt orð á
sér fyrir áreiðanleika um allan heim.
Skráningin ,A1 hjá Lloyd’s" er
viðtekin athugasemdalaust hvar sem
er í heiminum sem merki um
„traust lán“. Enn ávinnur það 1.4
milljarð punda í „ósýnilegum“ gróða
fyrir Bretland, hefur 8,000 manns og
20,000 miðlara í þjónustu sinni um
allan heim og greiðir út skaðabætur,
yfirleitt án undanbragða — enn sem
komið er a.m.k.
Það skiptir líka máli fyrir félagana.
Enginn fellir tár vegna
margmilljónamæringsins sem getur
hæglega séð á eftir einhverju af
eigum sínum án þess að finna til
þess. En allt frá sjöunda áratugnum,
þegar tryggingamarkaðurinn var að
þenjast út og Lloyd’s varð að fá nýtt
blóð, hefúr myndin af Lloyd’s
„nafninu" orðið greinilega minna
tengd bláa blóðinu eftir að
miðstéttirnar fengu inngöngu. Það
er svo sem engin undantekning
lengur að heimili fjölskyldu kosti
250,000 pund.
„Ef guð hefði ekki
ætlast til að þeir
yrðu rúnir hefði hann
ekki gert þá að
sauðum!“
Nick Doak er yfirmaður fjölmiðla-
tengsla hjá Lloyd’s. Hann segir að
núorðið sé félagar í Lloyd’s fólk sem
aldrei hefði átt að veita inngöngu,
eftir á að hyggja. Það hafi fengið
rangar ráðleggingar um að leggja fé
sitt í hááhættufyrirtæki. Nú er
þrautanefnd fyrirtækisins, sem sett
var á fót í fyrra og er undir forsæti
Mary Archer, konu rithöfundarins og
stjórnmálamannsins Jeffrey, að
kynna sér þrengingar um 160
„nafna" sem skortir lausafé.
Enginn hefði nokkurn tíma getað
séð fyrir að ástandið yrði svona
slæmt. Lögmaður, sem fæst við mál
margra „nafna" sem orðin eru
félaus, segir að sér líði eins og
félagsráðgjafa. Lafði
Delves-Broughton, nýkosin í
sveitarstjórn og sjálf „nafn“, hefur
nýlega hrint af stokkunum
„hjálparsímalínu" fyrir áhyggjufulla
félaga. Hún segist fá fjölmargar
símhringingar frá niðurdregnu fólki
og sér finnist hagir þess ákaflega
hörmulegir.
Ólánssögurnar kunna að vera legíó,
en Gomme-Duncan, Alexander og
þeirra líkar eru ekki að leita eftir
samúð. „Ég vissi hvað ég var að fara
út í,“ segir Gomme-Duncan með
uppgjafarsvip. „Ég ætla ekki að væla.
Ég var ákaflega heppinn að hafa
peningana til að tapa í upphafi. Og
þar að auki er það eins og með
annað, hvort maður er ríkur eða
fátækur er afstætt."
En það eru ekki allir sem taka þessu
með sömu ró. Bóndi einn í Cumbria
fékk inngöngu í
kaupsýslumannahóp aðeins einum
degi áður en farið var að rannsaka
viðskipti hópsins. Nú er jörðin hans
til sölu og líf hans lagt í rúst.
Og svo er sorgarsagan af
húsbóndaholla einkaritaranum sem
fékk inngöngu í Lloyd’s sem gjöf frá
fyrirtækinu sínu þegar hún fór á
eftirlaun.
Hún er nú allslaus — sannarlega
eitruð gjöf.
Það er verst að hún skyldi ekki vera
aðnjótandi sömu ráðleggingar og
einn velefnaður Eton-maður fékk.
Þegar hann var að velta fyrir sér
inngöngu fyrir þrem árum dró
reyndur vátryggjandi hann til hliðar
og sagði: „Ég myndi ekki hafa fyrir
því að ganga inn einmitt núna,
félagi." Einkaritarinn gamli sækir
heldur enga huggun í framhald orða
vátryggjandans: „Ef guð hefði ekki
ætlast til að þeir yrðu rúnir, hefði
hann ekki gert þá að sauðum!"