Tíminn - 13.06.1991, Blaðsíða 2

Tíminn - 13.06.1991, Blaðsíða 2
2-Tíminn ____________________________ •Fimmtudágíir'f3;ijúrtr,tg91 Stöðvist rekstur SR verða afleið- ingarnar víðtækar og alvarlegar: Seyöisfjöröur þá úr sögunni „Það yrði dauðadómur fyrir byggðarlag eins og Seyðisfjörð ef SR yrði komið á kné. Bæjarfélagið myndi ekki þola það áfall því nýlega tapaði það tæpum 40 milljónum í öðru gjaldþroti. Hér búa um 1000 manns og komi engin loðna verður bæjarfélagið af 20-25 milljón króna tekjum og atvinnuleysi yrði viðvarandi," segir bæjarstjórinn á Seyðisfirði. 23 tií 24% verð- fall síðasta ár Rækjuvinnslan í landinu stendur nú höllum fæti vegna verðfalls á rækju. Flestallar rækjuvinnslur hérlendis hafa sótt um skuld- breytingu og endurskipulagningu fjárhags síns hjá Byggðastofn- un. Að sögn Lárusar Jónssonar, framkvæmdastjóra Félags rækju- og hörpudiskframleiðenda, eru þetta tæplega 20 fyrirtæki og þau fyrirtæki sem eingöngu eru í rækjuvinnslu standa hvað verst. Hann segir að ástandið hafí verið svona slæmt í rúmlega ár. Von- ast hefði verið eftir því fyrir nokkrum mánuðum að verð á rækju myndi hækka en það hefði frekar sigið heldur en hitt. Þorvaldur Jóhannsson, bæjarstjóri á Seyðisfirði, segir að við gjaldþrot aðalfiskvinnslufyrirtækis bæjarins fyrir nokkru hafi bæjarfélagið tapað um 40 milljónum. Hann segir að því hafi þurft að að styðja við rekst- ur þess fyrirtækis og verði SR gjald- þrota verði bæjarfélagið af 20-25 milljóna króna tekjum. Um 30 til 40 manns starfa hjá SR þegar mest er að gera. Þorvaldur segir því að allt tal um að gera SR gjaldþrota sé hrein atlaga að byggð- arlagi eins og Seyðisfirði. Bæjarstjórinn segir að menn sem tali um að koma Síldarverksmiðjun- um á kné séu hreinlega ekki með öllum mjalla. Hann segir að ekki sé hægt að líkja rekstri Síldarverk- smiðjanna við fiskeldislyrirtækin eða Álafoss. Það sé rangt að hans mati að fyrirtæki eins og SR, sem aldrei hafi notið opinberra styrkja, sé dregið inn í gjaldþrotaumræðuna með fyrirtækjum sem viðvarandi hallarekstur hafi verið á. „Sfldar- verksmiðjur ríkisins hafa algerlega staðið undir sér í gegnum tíðina og ríkissjóður hefur ekki þurft að setja þar inn fjármagn," segir Þorvaldur. Á ársfundi Parísarsamningsins, síð- ar í þessum mánuði, munu íslend- ingar leggja tillögu um að hætt verði forgun á geislavirkum úrgangi með því að grafa hann undir sjávar- botni. Fundurínn verður haldinn í Haag í Hollandi dagana 17. til 20. júní en Parísarsamningurinn fjallar um vamir gegn mengun sjávar. Fyrir væntanlegum flutningi tillög- unnar eru tvær meginástæður. Ann- ars vegar eru engar reglur til um þetta efni og hins vegar hefur frést af áformum einstaka nágrannaríkja um förgun geislavirks úrgangs með þessum hætti. íslendingar munu flytja tillöguna í samvinnu við Dani og Norðmenn. Nú er unnið að endurskoðun París- arsamningsins og á því verki að ljúka Aðalfundur Hunda- ræktarfélags íslands: Mikill áhugi á hundarækt Aðalfundur Hundaræktarfélags Is- lands var haldinn 6. júní sl. 150 manns mættu á fundinn. í skýrslu stjórnar kemur fram að hún hefur lagt megináherslu á fræðslu fyrir hundaeigendur, með námskeiðum og fræðsluerindum. Þegar er búið að skipuleggja mikla fræðslustarfs- semi á þessu ári. Áhugi hundaeigenda fyrir ábyrgri ræktun eykst sífellt. Endurspeglast hann f aukinni þátttöku á hunda- sýningum félagsins. Mikill vilji er fyrir því að efla starfsemi félagsins á landsbyggðinni. Guðrún Ragnars Guðjohnsen var endurkjörin formaður Hundarækt- arfélagsins með 88% greiddra at- kvæða. -aá. Hann segir að reikningar fyrirtæk- isins hafi sýnt það fýrir nokkrum árum að það hafi staðið vel bæði hvað varðaði eignir og hagnað. Þá gat hann þess að ein besta loðnu- vertíðin hafi verið veturinn 1989- 1990 og því væri engin ástæða fyrir menn að vera að fara á taugum í þessu máli. Þorvaldur segir að fýrir tveimur ár- um hafi verið uppi hugmyndir um að gera SR að hlutafélagi og hann hafi starfað í nefnd sem vann að þeim málum. Hann segir þáverandi sjávarútvegsráðherra hafa reynt að koma þeim hugmyndum í gegn en ekki tekist. Þorvaldur segir að þess- ar hugmyndir ættu að geta fallið vel að hugmyndum núverandi sjávar- útvegsráðherra. Þorvaldur sagði að þessa dagana væri verið að vinna í þessum mál- um og skuldbreyting á lánum væri upp á borðinu í viðræðum við Landsbankann. „Við viljum hafa eitthvað um það að segja ef það liggur fyrir að það eigi hreinlega að tortíma okkur sem verður raunin stöðvist rekstur SR,“ sagði Þorvaldur að lokum. á næsta ári. Þá verður staðfestur kröfúharðari samningur um vamir gegn mengun sjávar frá landstöðv- um en nú er í gildi. Núgildandi samningur er frá 1974. Síðan þá hafa orðið miklar breytingar bæði hvað varðar þekkingu og viðhorf til meng- unar sjávar. Fulltrúar íslands á Parísarfundin- um verða Magnús Jóhannesson sigl- ingamálastjóri og Davíð Egilsson, deildarstjóri hjá Siglingamálastofn- Jafnframt sagði hann að lækkunin á heilu ári væri milli 23 og 24% að meðaltali. Smæsta rækjan hefði lækkað mest en sú stærri aðeins minna. Orsök þessarar lækkunar telur hann vera of mikið framboð og framleiðslu á rækju en Norðmenn og Grænlendingar hafa aukið mjög sína framleiðslu. íslendingar hefðu aukið sína framleiðslu í fyrra og horfur væru á að svo yrði einnig í ár ef rækjuvinnslan myndi ekki stöðvast. Lárus sagði einnig að fýrrverandi ríkisstjórn hafi farið þess á leit við Byggðastofnun að hún sæi um skuldfærslu og endurskipulagn- ingu rækjuvinnslunnar. Samþykkt hefði verið heimild um að Byggða- stofnun hefði yfirumsjón með verk- inu og áætlað var að veita henni 200 milljónir af nýju fé á lánsfjár- lögum til ráðstöfunar. Ætlunin var Samstarfsnefnd námsmannahreyf- inganna; Bandalags íslenskra sér- skólanema, Sambands íslenskra námsmanna erlendis og Stúdenta- ráðs Háskóla íslands, boðar til úti- fundar á Lækjartorgi fimmtudaginn síðan að vanskilum rækjuverk- smiðjanna hjá bönkum og stofn- lánasjóðum yrði skuldbreytt hjá þessum aðilum. „Við hefðum einnig viljað að Verð- jöfnunarsjóði hefði verið gert kleift að taka þátt í verðfallinu og við höf- um farið fram á það að núverandi ríkisstjórn líti á það mál. Við höfum ekki fengið nein viðbrögð ennþá því málið er ekki komið á það stig að hægt sé að vænta viðbragða. Það kemur því til ákvörðunar næstu daga og vikur hvernig fer fyrir rækjuvinnslunni," sagði Lárus Jónsson. —-UÝJ 13. júní ki. 17:00. Hann er haldinn til að mótmæla þeirri skerðingu námslána sem Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra hefur staðið að. Ólafi hefur verið boðið að ávarpa fundinn. Undanfarna daga hafa námsmanna- hreyfmgarnar hringt í félagsmenn sína og hvatt þá til að mæta á fund- inn. Að sögn Steinunnar V. Óskars- dóttur, Röskvukonu ogverðandi for- manns Stúdentaráðs, er mikill hug- ur í námsmönnum. -aá. Frá Hrafnseyrarnefnd: 180 ár frá fæðingu Jóns Sigurðssonar Þjóðhátíðardaginn 17. júní 1991 eru 180 liðin frá fæðingu Jóns Sig- urðssonar forseta. Eins og undan- farin ár minnist Hrafnseyrarnefnd afmælisins á fæðingarstað Jóns, Hrafnseyri við Arnarfjörð. Við það tækifæri mun Sigurbjörn Einarsson biskup flytja hátíðarræðu. Hann vígði einmitt Minningarkapellu Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri 3. ágúst 1980. Jafnframt mun Karlakór Þingeyrar syngja nokkur lög og Björgvin Þórðarson syngja einsöng. Hátíðarhöldin hefjast kl. 14 með guðsþjónustu. Sóknarpresturinn, séra Gunnar E. Hauksson, predikar. -aá. un. Nýr aðalræðismaður Hollands á íslandi Árnl Krístjánsson, fyrrverandi aðalræðismaöur Hollands á fslandi. Hollandsdrottning hefur útnefnt Ólaf Ragnarsson, bókaútgefanda, aðalrsðismann Hollands á Islandi í stað Árna Krístjánssonar. Hann læt- ur nú af störfum fyrir aldurs sakir sem fulltrúi holienska rfldsins hér á landi. Hann hefur gegnt því embætti um 29 ára skeið. Ólafur Ragnarsson er fæddur á Siglufirði 8. september 1944. Hann lauk prófi frá Verslunarskóla ís- lands 1963. Ólafur var frétta- og dagskrárgerðarmaður hjá Sjónvarp- inu frá 1966 til 1976 og ritstjóri Vísis 1976-1981. Hann stofnaði bókaútgáfuna Vöku 1981 og hefur síðan veríð framkvæmdastjóri þess fyrirtækis og síðan Vöku-Helgafells hf. Eiginkona ólafs er Elm Bergs og eiga þau tvo syni. Hollenska aðalkonsúlatið á lslandi verður framvegis í húsi Vöku- Helgafells hf. að Síðumúla 6 i Reykjavík og verður opið þar á venjutegum skrífstofutíma. -SiS Ólafur Ragnarsson Ið við embætti manns á fslandi. hefur tek- aöalræöis- Ársfundur Paríarsamningsins er síðar í þessum mánuði. Tillagna að vænta frá íslendingum um að: Geislaúrgangi verði ekki fargað undir sjávarbotni Samstarfsnefnd námsmannahreyfinga boðar útifund til að: MÓTMÆLA SKERÐ- INGU NÁMSLÁNA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.