Tíminn - 13.06.1991, Blaðsíða 8

Tíminn - 13.06.1991, Blaðsíða 8
8T(minn Fimmtudagur 13. júní 1991 Undanfarið hef- ur talsvert verið um að vera í innanlandsmál- um í Frakk- landi. Ný ríkis- stjórn tók við völdum 15. maí og næstu daga þar á eftir. Hér á eftir verður nokkuð sagt frá franska stjórn- kerfinu og þeim málum sem þar ber hæst. Edith Cresson forsætisráöherra. og jafnvel valdameiri en Edith Cres- son. Þá hefur því einnig verið haldið fram að Mitterrand ætli sér að stjóma að mestu sjálfur í gegnum vinkonu sína Cresson. Allt er þetta þó mjög óvíst, því að frú Cresson er hörð af sér og margt bendir til þess að hún hygg- istsjálfráðamiklu. En þingmeirihlutaskortir. Sósíalista- flokkurinn hefur, að meðtöldum nokkrum óháðum vinstri mönnum, 227 fulltrúa af 577 á þjóðþinginu (As- semblé Nationale), eða ekki hreinan meirihluta. Fram að þessu hafa reynd- ar þingmenn kommúnista yfirleitt setið hjá þegar þurft hefur að koma mikilvægum frumvörpum í gegn. Það nægir. Öldungadeildin, sem er valdalítil, hefur tillögurétt, er skipuð 306 mönn- um. Skoðanakannanir benda til þess að sósíalistar, sem fengu um 38% at- kvæða í kosningunum 1988, myndu aðeins fá 27-30% ef kosið yrði nú, og kommúnistar, sem höfðu 11% árið 1988, myndu nú líklega aðeins fa 7%. Hins vegar myndu umhverfissinnar, sem mikið hefur borið á síðustu miss- eri, væntanlega fá nú um 14% at- kvæða og fara upp fyrir hinn öfgasinn- aða þjóðemisflokk (Front national), sem Le Pen stýrir. Gaullistar og Mið- flokkasambandið myndu því ekki bæta við sig. Mitterrand eykur hlut kvenna í frönskum stjórnmálum Mitterrand er valdamikill í Frakklandi er forsetaveldi, en for- setinn er þó ekki alveg jafnvaldamikill og Bandaríkjaforseti. Franski forset- inn hefur sér við hlið sérstakan for- sætisráðherra, en í Bandaríkjunum fyrirfinnst enginn slíkur. Flestir eða allir forsetar Evrópuríkja nú eru valdaminni en sá franski. Frakklandsforseti er tilsjónarmaður með stjómarskránni og sjálfstæðri til- vist ríkisins. Hann er fulltrúi þjóðar- innar út á við og ræður í reynd mjög miklu um utanríkisstefnuna. Hann er æðsti yfirmaður hersins. Forsetinn kunngerir ný lög og hann getur efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu um þýðing- armikil lagafrumvörp. Sé ríkinu ógn- að getur hann tekið sér aukin völd. Forsetinn getur rofið þing og hann til- nefnir forsætisráðherra. Þetta er satt að segja talsvert Forset- inn er kjörinn til sjö ára með almenn- um kosningum og fái enginn hreinan meirihluta í fyrstu umferð er kosiö á ný á milli tveggja atkvæðahæstu manna Vitað er að um helmingur Frakka er því hlynntur að kjörtímabil forseta verði stytt í fimm ár, en reglu- legt kjörtímabil þingmanna á þjóð- þinginu er einmitt fimm ár og mörg- um virðist að heppilegt væri að kjör- tímabil forseta gæti fallið saman við það. Francois Mitterrand var kjörinn for- seti 1981 og endurkjörinn 1988. Nú í maí var haldið upp á það að hann hef- ur setið að völdum í heilan áratug. Alls hafa verið í Frakklandi á undan Mitterrand 20 forsetar á um það bil 110 árum. Aðeins de Gaulle, af þeim öllum, náði að vera forseti í áratug; hann sagði af sér eftir að hafa setið í tíu og hálft ár. Miklar vangaveltur hafa verið um áform Mitterrands. Nýlega var því haldið fram í grein í mjög ábyrgu blaði að hann kynni að hafa hug á að bjóða sig fram enn á ný 1995, en þá verður hann 78 ára. Þetta hlýtur þó að teljast ólíklegt. Aðrir telja að hann kunni að segja af sér ef sósíalistaflokk- ur hans býður afhroð í þingkosning- um sem munu í síðasta lagi fara fram 1993. Hvað sem öðru líður virðist Mitterr- and vera hinn hressasti. Hann ferðast mikið, fer um heiminn. Á síðastliðn- um tveimur árum hefur hann tvisvar heimsótt ísland. Fundir hans með kanslara þýska ríkisins eru tíðir, enda er hin nána samvinna við Þjóðverja einn helsti homsteinn franskrar utan- ríkisstefnu. Á síðasta fundi þeirra, seint í maí, í Lille í Norður-Frakk- landi, lögðu Kohl og Mitterrand til sameiginlega að Gorbatsjov, forseta Sovétríkjanna, verði boðið að verða áheymarfúlltrúi á fundi leiðtoga sjö helstu iðnríkja heims sem er fram- undan. Á þessum fundi í Lille varð reyndar að gera hlé á meðan horft var á úrslitaleik meistaraliða í Evrópu í knattspymu. Þá tapaði franskt lið frá Marseille fyrir Rauðu stjömunni frá Belgrad. Næstu daga var þjóðarsorg í Frakklandi. Konaverður forsætisráðherra Frá síðustu kosningum, 1988, hafði Michel Rocard, einn helsti foringi í sósíalistaflokknum, verið forsætisráð- herra. Þar áður hafði reyndar stund- um verið gmnnt á því góða milli hans og Mitterrands innan flokksins, enda Rocard mjög framgjam maður. Sem forsætisráðherra þótti hann lítið gef- inn fyrir að taka áhættu, enda er hann mjög grunaður um að vilja verða for- seti 1995. Um miðjan maí taldi Mitterrand að kominn væri tími til að breyta ríkis- stjóminni. Ýmislegt hafði farið úr- skeiðis. Forsetinn hafði að vísu veðjað rétt þegar hann ákvað, ólíkt Þjóðverj- um ogltölum, að taka þátt í Persaflóa- stríðinu í vetur. Þó að þáttur Frakka þar væri aðeins um 3% af kostnaði Bandamanna í heild, hafði stríðið óæskileg áhrif að sumu leyti. Upp kom nokkur klofningur meðal stuðnings- manna ríkisstjómarinnar þegar her- málaráðherrann, Chevénement, sem er fæddur í Alsír og mjög vinveittur aröbum, sagði sig úr stjóminni snemma á dögum stríðsins. Hann er enn með hávaða. Síðan jók stríðið á atvinnuleysið, sem er nú 9,4% í land- inu, og það jók fjárlagahallann. Val á forsætisráðherra í þessari stöðu Horft frá Eiffelturninum yfir Signu (átt að Sacré Coeur-kirkjunni fjærst tii vinstri. varð að vera frumlegL Það tóksL Mitt- errand valdi sem nýjan forsætisráð- herra Edith Cresson, 57 ára gamla konu, sem lengi hefur verið mjög dyggur stuðningsmaður forsetans innan sósíalistaflokksins og ráðherra í nokkmm ríkisstjómum. Hún sagði sig úr stjóm Rocards á sl. hausti vegna ágreinings við forsætisráðherrann. Frú Cresson þykir talsvert til vinstri, en þó er hún í fjölskyldutengslum við Peugot- bílasmiðjumar og hlutabréf í þeim snögghækkuðu í verði við skip- un hennar í stöðu forsætisráðherra. Franskar konur tóku þessum fyrsta kvenforsætisráðherra landsins með miklum fögnuði. Sagnfræðingar bentu á að hún færi með meiri form- leg völd en nokkur önnur kona í rík- inu frá því á ámnum 1643-61 þegar Anna af Austurríki var ríkisstjóri í Frakklandi í umboði ófullveðja sonar sínar, Loðvfks fjórtánda. Óformlega hafa reyndar stundum hjákonur kon- unga og forsætisráðherra verið taldar valdamiklar, jafnvel á 20. öld, en það er önnur saga. Þingmeirihluta skortir Ráðherrar í hinni nýju stjóm teljast vera 46. Þeir skiptast í femt eftir tign, fimm em nefndir ríkisráðherrar, næst koma 14 reglulegir ráðherrar, síðan Bjöm Teitsson tíu umboðsráðherrar og Ioks 16 ríkis- ritarar. Alls em sjö konur í ríkisstjóm- inni, sem er hærra hlutfall en á ís- landi. Athygli vakti að einn svartur maður er í stjóminni, fæddur í Togo- landi í Afríku. Sérstakur maður fer með alla yfir- stjóm fjármála og efnahagsmála, þar á meðal fjárlagagerðar. Þessi maður, Bérégovoy, sem var fjármálaráðherra í fyrri stjóm, er af stjómarandstæðing- um talinn vera aukaforsætisráðherra Greinilega er ætlast til þess að Edith Cresson bæti svo ímynd Sósíalista- flokksins að hann nái hreinum meiri- hluta í kosningunum 1993. Menntaskólamir em illa staddir Hinn nýi forsætisráðherra flutti stefnuræðu sína í þjóðþinginu 22. maí. Þetta var mjög formleg ræða og þar þótti fátt koma á óvarL Opinberlega er stefnt að því að mjög skjótt verði um 80% unglinga stúd- entar. í menntaskólunum eru gífurleg þrengsli og nemendur gerðu uppreisn á liðnu hausti. í stefnuræðu Edith Cresson var rætt um þessi mál og m.a. sagt að efla þyrfti tengsl fyrirtækjanna við skólana og styrkja iðnnámið, en því má nú Ijúka með tæknistúdents- prófi eða iðnstúdentsprófi. Endumýja á menntaskólana frá og með 1992. Það þykir athyglisvert að stjóm sósíal- ista skuli vilja efla tengsl skóla og fyr- irtækja. Stefnt er að því að fjölga verkfræð- ingum í landinu gífurlega, eða um helming, 1990-93. Ef menn em lengi í skóla em þeir að minnsta kosti ekki atvinnulausir á meðan. En atvinnuleysisvofan er lík- lega versti ófögnuður sem steðjar að frönsku þjóðinni. Reyndar hefúr at-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.