Tíminn - 13.06.1991, Blaðsíða 15

Tíminn - 13.06.1991, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 13. júní 1991 Tíminn -15 Yngvi Markússon bóndi í Odds-Parti Fæddur 23. apríl 1917 Dáinn 5. júní 1991 Roskinn bóndi úr Rangárþingi hef- ur nýlega kvatt þetta jarðlíf. Ég bjóst ekki við að hann færi frá okkur svona snemma, ekki nema réttra 74 ára. Það er enginn aldur nú á tím- um, en þótti allhár fyrr á tíð. Segja má raunar að menn séu búnir að ljúka af meginverkin á þessum aldri, að koma upp afkomendum og koma undir sig fótunum fjárhagslega. Hinn Iátni bóndi skilaði góðu dags- verki og eignaðist enga óvini. Slíkt er mikil hamingja, en hlotnast því miður ekki nærri öllum. Yngvi Markússon fæddist á fyrri stríðsárunum ofanverðum eða rétt- ara sagt nákvæmlega 23. apríl 1917. Foreldrar hans bjuggu þá í Hákoti í Þykkvabænum þau Katrín Guð- mundsdóttir og Markús Sveinsson. Á tuttugu árum fæddust þeim hjón- um fimmtán böm, frá 1903-1923. Tvö þeirra dóu í æsku, en þrettán náðu fullorðinsaldri. Em nú sex á lífi af þessum systkinum, að Yngva gengnum. Þannig er lífið, þannig er þessu fyrirkomið af skaparanum. Hann gefur og tekur og er í hans valdi eins. En einhver sagði: Lífið er dásamlegt. Og er ekki þannig, sem betur fer, oft? Eftir góðan vin eigum við, sem eftir lifum, indælar minn- ingar sem lýsa okkur Ieiðina fram á veginn. Sem betur fer var Yngvi vinur minn ekki einn á vegi lífsins eftir að fúllorðinsaldri var náð. Hann kynnt- ist ungri stúlku úr Vestmannaeyj- VID DRÖGUM 17.JÚNÍ Viö þökkum öllum þeim sem hafa þegar borgaö heimsenda happdrættismiöa og minnum hina á góöan málstaö og glæsilega vinninga. Athugiö: í þetta sinn voru miöar einungis sendir körlum, á aldrinum 20-75 ára, en miöar fást á skrifstofu happdrættisins í Skógarhlíö 8 (s. 621414) og í sölubílnum í Austurstræti. VINNIMGflR 1. TOYOTfl 4RUNNER 3000Í meö aldrifi, sjálfskiptur, aö v'erömæti 2.500.000 kr. 2. TOYOTfl COROLLA 1600 GU meö aldrifi, aö verömæti 1.400.000 kr. 3. TOYOTfl C0R0LLA 1300 GLHB aö verömæti 900.000 kr. 4. BIFREK) AÐ EIGIIM VAU fyrir 800.000 kr. 5. -54. VÖR0R EÐA FERÐIR fyrir 125.000 kr. 55.-104. VÚROR EÐA FERÐIR fyrir 75.000 kr. HVER KEYPTUR MiÐI EFUR SÓKN OG VÖRNGEGIM KRABBAMBNI! § Krabbameinsfélagiö um, henni Sigríði Magnúsdóttur sem varð sjötug 4. maí síðastliðinn. Þau hófu sambúð kornung, hún að- eins átján ára og hann tuttugu og tveggja. Giftingardagurinn var 31. desember 1943. Búskap hófu þau í Dísukoti í Þykkvabæ, en þangað höfðu foreldrar Yngva flust 1923, úr Hákoti sem fyrr er getið í ritsmíð þessari. Næstu árin var nokkurt rót á ungu hjónakornunum, þau bjuggu í Vestmannaeyjum og í Bjóluhjáleigu, en keyptu Odds-Part 1949. Þar hafði áður búið bróðir Yngva, hann Vigfús, f. 1903, elstur systkinanna, en lést ungur árið 1946. Frá þessum tíma bjuggu þau Sigríður og Yngvi þarna. Þau byggðu talsvert. Mikil kartöflu- geymsla var byggð, líkt og víðar í þessari byggð þar sem meginatvinna fólks er kartöflurækt. Með hafði Yngvi margt sauðfjár, því að hann hafði yndi af að umgangast það. Þá átti hann jafnan hesta og naut þess. Á fimmtugsafmælinu sendi ég Yng- va vini mínum þetta stutta erindi: Sjötti tugur sæld þér veiti, sittu heill með fé og klára. Þiggðu, vinur, þetta skeyti. — Þökkum kynni margra ára. Já, kynni mín og fjölskyldu minnar við heimilið í Odds-Parti hófust er ég gerðist skólastjóri og kennari í Þykkvabænum haustið 1957. Þá var flutt í lítinn bæ, beint á móti heimili Yngva og Siggu, er heitir Önnur- Partur. Mátti víst segja að daglegur samgangur væri á milli þessara húsa. Dóttir þeirra hjóna, hið yngsta barn þeirra, var leikfélagi barna okk- ar hjónanna. Yfirleitt var samkomu- lagið hið ágætasta. Yngvi og Sigga voru létt í lund og félagslynd, enda voru fáir mannfagnaðir haldnir í Þykkvabænum án þeirra. Yngvi var ágætur söngmaður og starfaði lengi í kirkjukórnum í Hábæjarkirkju. Hann var áhugamaður um búnaðar- mál og var þess vegna kjörinn for- maður búnaðarfélagsins í Djúpár- hreppi. Hann var um skeið í hrepps- nefnd og var þar boðberi framsæk- inna afla. Mönnum þótti þægilegt að vinna með Yngva, einkum vegna þess hversu lundléttur hann var. Ferðalög voru þeim hjónum báðum yndi, enda lögðu þau víða land und- ir fót, bæði austan hafs og vestan. Þau voru bæði fljót að kynnast fólki úr öllum stéttum og aldurshópum. Eitt sinn var Yngvi álfakóngur í Þykkvabænum. Varð það tilefni er- indis meðal annars. Yngvi er söngmaður ágætur, einnig í bridsinu hlutgengur. Og kóngur varð drengur með kurt ogpí, — og klappað var ákaft fyrir því. Segir þetta ekki nokkra sögu? Hér var á ferðinni einkar þægilegur maður, sveigjanlegur vildi ég sagt hafa. Yngvi og Sigga skilja eftir sig drjúgan arf til framtíðar. Fjögur böm sem öll em á lífi. Þau em þessi: Eygló, húsfreyja í Önnu-Parti, fædd 30. mars 1941. Eiginmaður: Hörður Júlíusson bóndi. Eiga þrjú börn. Sveinn, fæddur 17. ágúst 1942. Eiginkona: Júdith, færeyskrar ættar. Eiga fjögur börn. Magnús, búsettur í Reykjavík, framkvæmdastjóri, fæddur 27. janú- ar 1946. Eiginkona: Katrín Eiríks- dóttur. Eiga fjögur börn. Katrín, fædd 29. október 1951. Eig- inmaður: Markús Þór Atlason. Eiga þrjú börn. Já, lífið heldur áfram. Við lát Yngva eru afkomendurnir orðnir átján að tölu. Þau höfðu ekki til einskis bar- ist. Ég tel það hafa verið mikla gæfu að fá að vera samvistum við Yngva og Siggu um margra ára skeið. Á þær bar aldrei skugga. Þau vom nánir vinir okkar allra í fjölskyldunni. Við fermingar barna okkar voru þau að sjálfsögðu velkomin. Já, margs er að minnast, margs er að sakna, eins og í sálminum góða stendur. Og eftir er þökkin fyrir allt og allt. Með hluttekningu, Auöunn Bragi Sveinsson. Afmælis- og minningargreinar Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og/eða minningargreinum í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast a.m.k. tveimur dögum fyrir birtingardag. Þœr þurfa að vera vélritaðar. Tökum að okkur að slá garða. Kantklippum og fjarlægjum heyið. Komum, skoðum og gerum verðtilboð. Upplýsingar í s(ma 41224, eftir kl. 18.00. K0MUM HEIL HEIM Frá því að lögleidd var notkun öryggis- belta hér á landi hefur notkun þeirra stóraukist. Samfara aukinni notkun hef- ur dregið mjög úr áverkum í umferðaró- höppum. HVAÐ NÚ? Snögg viðbrögð, nauðheml- að! Ófýrirséðar aðstæður koma skyndi- lega upp. í ÞESSUM BÍL ERU ALLIR VIÐBÚNIR. - "°-------------- L,—------T -gfM. <?, ._ Reiður yfir glannaskapnum lemur pabb- inn mælaborðið og formælir. Formæl- ingar stoða lítið. Mamma gleðst yfir að ekki varð slys. „Enn einu sinni hafa belt- in bjargað,“ segir hún glöð og pabbi hættir formælingunum. ERT ÞÚ TILBÚINN AÐ MÆTA ÓVÆNTUM AÐSTÆÐUM? ERT ÞU EF TIL VILL EINN ÞEIRRA SEM EKKERT HENDIR?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.