Tíminn - 13.06.1991, Blaðsíða 3

Tíminn - 13.06.1991, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 13. júní 1991 Tíminn 3 Undirheimar Reykjavíkur kannaðir fyrir áhrif dellukvikmynda. Smástrákar dregnir upp úr hitaveitubrunnum og holræsum. Hver eru áhrif kvikmynda á börn og unglinga? Skjaldbökuæði grípur um sig Laxá í Kjós opnuð: Fyrsta holl meö 32 laxa Lögreglan í Reykjavík sótti tvo drengi í fyrrakvöld ofan í hitaveitu- brunn á Eskitorgi í Reykjavík. Skömmu síðar þurfti lögreglumaður að skríða um niðdimm holræsi Breiðholts, með vasaljós eitt að vopni, í leit að skjaldbökuaðdáendum. Hann fann þá hins vegar ekki, en verkið var víst ekki geðslegt. alþjóðavettvangi heldur en ella. En alþjóðleg ráðstefna er fyrirhuguð í London í mars á næsta ári. -js Fyrsta hollið í Laxá í Kjós lauk veið- um í gær, en áin opnaði á mánudag. Drógu veiðimennimir 32 laxa úr ánni. Flestir komu þeir fyrir hádegi á opnunardaginn, þá komu 18 laxar á land og byrjaði því veiðisumarið vel á þeim bæ. Það var ekki að heyra annað en það gætti einnig bjartsýni í upphafi veiðitímabils í Laxá í Aðaldal. Fyrir hádegi fýrsta daginn á mánudag veiddust níu fiskar. Þar á meðal var einn stórlax, nítján punda. Telst hann sá stærsti, sem veiðst hefur í sumar, en mikið vatn á vafalítið eftir að renna til sjávar í þeim efnum. Alls hafa komið upp úr ánni um 20 laxar. GS. Allir þessir drengir voru að herma eftir uppáhalds teiknimyndahetjum sínum, skjaldbökunum, en mikið skjaldbökuæði hefur gripið um sig á meðal barna á landinu eftir að kvik- myndir hafa verið sýndar þar sem skjaldbökur nokkrar eru aðalgarp- amir. Þær búa í holræsum New York, hafa orðið fýrir áhrifúm geisl- unar og rotta nokkur hefur kennt þeim austurlenska bardagalist. Með tilliti til þessa nýjasta tískufýrirbær- is barnanna er verðugt að velta fýrir sér áhrifum kvikmynda og teikni- mynda á börn og unglinga, og það var einmitt gert á ráðstefnu kvik- myndaeftirlita á Norðurlöndum, sem haldin var í Norræna húsinu í Revkjavík 10.-12. júní s.l. A ráðstefnunni var m.a. rætt um hvort samhengi væri á milli vaxandi og harðnandi ofbeldis unglinga og sífellt hrikalegri ofbeldisatriða í kvikmyndum. Þær myndir eru oft gerðar eftir formúlu spennumynda, Aöalfiindur Rauða Aðalfundur Rauða kross íslands var haldinn í Hafnarfirói 7. og 8. júní sJ. Yfirskrift fundarins var „Sjálfboóin þjónusta — starf sjálfboðaliðans f þágu hugsjóna Rauöa krossins". Fram kom, að sjáifboðin þjón- usta er ein aðalundirstaða þess mannúðarstarfs sem Rauði krossinn innir af hendi um heim allan. Á fundinum kom einnig fram hversu mikið vinnuframlag sjálfboðaliða væri og hvað þeir gerðu. Sjálfboðaliðar Rauða krossins á íslandi unnu saman- lagt a.mJf. 55 þúsund klukku- stundir í fyrra. Kvennadeild Reykjavíkurdeildar Rauða krossins er stærsti ein- staki sjálfboðaliðahópurinn inn- an hreyfmgarinnar. í deildinni eru 700 konur og um 300 þeírra eru viricar og vdnna reglulega. Samtals sköa þær um 23 þús- und klukkustundum á ári. Næst- um allt þeirra starf er unnið í þágu sjúkra og aldraðra. Sjálfboðaliðar Rauða krossins um land aSt unnu að eriendum verkefhum, fatasöfnun og fata- gerð. Næstum 4 þúsund stundir voru unnar vegna fióttamanna, sem komu til landsins, og sjálf- boðalfðar vörðu álíka tíma til nwðarvania. Alyktun kom fram á aðalfund- inum J>ar sem skorað var á Al- þingi Islendinga aósjátil þess að heimilt verði að endurgreiða virðisaukaskatt af sjúkrabifreið- um og búnaði þeirra, á sama hátt og hehnilað var að endurgreiða söluskatt. -js með heimsþekktum stjömum f að- alhlutverkum. Auður Eydal, forstöðumaður Kvik- myndaeftirlits ríkisins, segir það áhyggjuefni að ofbeldisatriði í kvik- myndum verði sífellt harðari og ljót- ari. Þær myndir falli þó ekki undir lögin um bann við ofbeldismyndum. A íslandi er það „vandamál dags- ins“, að í kvikmyndahúsunum er ekki ströng dyragæsla. Yngri börn geta því skotist inn í sal þar sem ver- ið er að sýna mynd bannaða innan 16 ára. Það er einnig umhugsunarvert að hrátt ofbeldi í barnamyndum er oft réttlætt með því að hinir „góðu“ eru að hefna/refsa fýrir illvirki. Ofbeldið er þá sýnt eins og skemmtun sem blönduð er gríni. Auður Eydal kveður réttlætingu á ofbeldi og ofbeldi til skemmtunar vera tiltölulega nýtilkomið. Spyrja megi hvort samhengi sé á milli vax- andi og harðnandi ofbeldis meðal unglinga og jafnvel barna, og sífellt hrikalegri ofbeldisatriða í myndum. Allar slíkar rannsóknir vantar á ís- landi. Til eru hins vegar erlendar rannsóknir og menn hafa komist að ýmsum niðurstöðum, en engri af- gerandi um að þarna sé beint sam- band á milli. Auður telur hins vegar skynsemina segja okkur að þarna geti verið um áhrif að ræða, a.m.k. þegar til langs tíma er litið. Auður Eydal segir að auk þessa hafi verið rætt á ráðstefnunni, hvernig reglur mætti setja um gervihnatta- sjónvarp á alþjóðavettvangi. Þegar horft er til framtíðar, er ljóst að vinni Norðurlöndin saman geta þau haft meiri áhrif á stefnumótun á aldar. Hátíðardagskrá á Árbæjarsafhi: IBIÍÍI Dagana 16. og 17. júní verða svo- nefndir handverksdagar á Árbæj- arsafni. Báða dagana frá kl. 13:30 til 17:00 fæst fólk við störf eins og skósmíði, bókband, netahnýt- vefnað og tóvinnu. Þar að auki verða bakaöar lummur í Árbænum og Jón fisksali verður á svæðinu með varning sinh. í DiUonshúsi verða seldar veit- ingu, prentun, myndskurð, spjald- ingar og Karl Jónatansson leikur á harmómku fyrir gestL Aðgangur er ókeypia fyrir böm, öryrkja og eldri borgara, en 250 krónnr fýrir aðra. Safnið verður lokað þriðju- Um 62% kjósenda Framsóknarflokksins vilja tveggja flokka kerfi á íslandi: 61% LANDSMANNA VILL FÆKKA ÞINGMÖNNUM 1 skoðanakönnun, sem Skáís fram- kvæmdi fýrir Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu 19. til 24. mars sl., kemur fram að nokkur stuðning- ur er við breytingar á núverandi kjör- dæmaskipan. Einnig kemur fram að meirihluti kjósenda er fýlgjandi jöfn- un atkvæðisréttar og það á bæði við um kjósendur á Reykjavíkursvæðinu og á landsbyggðinni. Könnunin var gerð símleiðis og spumingum var beint til þeirra, sem svöruðu í símann og voru 18 ára eða eldri. Hringt var í 800 númer og náðist samband við 602 eða 75.3% úrtaks- ins. Spurt var hvort viðkomandi væri fýlgjandi því að landið yrði eitt kjör- dæmi, því yrði skipt í einmennings- kjördæmi eða kjördæmaskipan yrði óbreytt. Það kom fram að um 48% kjósenda vill að núverandi kjördæma- skipan haldist óbreytt. Rúm 16% vilja að landinu verði skipt í eitt kjördæmi og 12% vilja að landið verði einmenn- ingskjördæmi. Tæplega 16% segjast ekki þekkja nægilega vel til málsins, rúm 3% gáfu önnur svör og 3.5% svöruðu ekki spumingunni. Það em því um 30% kjósenda, sem ekki em sáttir við núverandi kjör- dæmaskipan og vilja að henni verði breytt. Einnig var spurt hvort viðkomandi fýndist að fækka ætti þingmönnum, fjölga þeim eða þingmannatalan ætti að haldast óbreytt. Um 61% að- spurðra vildu láta fækka þingmönn- um, 31% vildu óbreyttan fjölda og 8% svömðu ekki eða voru óákveðnir. Enginn vildi láta fjölga þingmönnum. Niðurstöður um fækkun og óbreytt- an fjölda þingmanna voru svipaðar á Reykjavíkursvæðinu og á landsbyggð- inni. Um 60% kjósenda á Reykjavíkur- svæðinu vildu að þingmönnum yrði fækkað og 62% kjósenda á lands- byggðinni voru samsinntir því. Af- staða til fjölda þingmanna var svipuð eftir því hvaða flokk fólk kaus og yfir- leitt vildu yfir 55% kjósenda allra flokka að þingmönnum yrði fækkað. Kjósendur Alþýðubandaíagsins vom þeir einu sem skám sig úr, en 25% þeirra vildu að þingmönnum yrði fækkað og 75% vildu að fjöldi þing- manna yrði óbreyttur. Þáttakendur skoðanakönnunarinnar vom spurðir hvort þeir væm fýlgjandi því að vægi atkvæða yrði jafnað, þannig að hver kjósandi hefði sem næst eitt atkvæði án tillits til búsetu. Tæplega 61% vom fýlgjandi jöfnun atkvæðisréttar á þann hátt. Þar af vom tæplega 70% kjósenda á Reykja- víkursvæðinu fýlgjandi því og um 45% íbúa á landsbyggðinni. Rúmlega 25% aðspurðra vom ekki fylgjandi jöfnun atkvæðisréttar. Um 42% þeirra, sem búa á lands- byggðinni, vom ekki fýlgjandi því og 16% íbúa á höfuðborgarsvæðinu vom ekki heldur sáttir við það. Tæp 9% þátttakenda í könnuninni vom fýlgjandi jafnara vægi en nú er, þó ekki eins og getur um í umræddri spumingu, og aðrir vom óákveðnir eða þekktu ekki nógu vel til málsins. Einnig vom þátttakendur spurðir hvort þeir teldu að tveggja flokka kerfi væri æskilegt á íslandi. Um 49% svör- uðu þessari spumingu játandi og svipað hlutfall var á milli kjósenda á Reykjavíkursvæðinu og á landsbyggð- inni. Um 62% kjósenda Framsóknar- flokksins taldi það æskilegt og um 53% kjósenda Sjálfstæðisflokksins. Það vom 44% þátttakenda sem svör- uðu spumingunni neitandi. Um 41% kjósenda á Reykjavíkursvæðinu vildu ekki tveggja flokka kerfi og 50% kjós- enda úti á landi töldu að það væri ekki æskilegt hér á landi. Rúmlega 56% kjósenda Alþýðuflokksins vildu ekki tveggja flokka kerfi, 58% kjósenda Kvennalista töldu það ekki æskilegt og tæplega 69% kjósenda Alþýðu- bandalags vom einnig á móti því.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.