Tíminn - 13.06.1991, Blaðsíða 11

Tíminn - 13.06.1991, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 13. júní 1991 Tíminn 11 Tónlist fyrir tvær flautur Á naestu þriðjudagstónleikum í Lista- safni Sigurjóns Ólafssonar þann 18. júní nk. klukkan 20.30 munu þau Guðrún Birgisdóttir og Martial Nardeau flytja verk fyrir þverflautur og barokkflautur. Efnisskráin spannar verk eftir G. Ph. Telemann, Kuhlau og Migot og þar aða auki verður frumflutt nýtt verk fyrir tvaer flautur og segulband eftir Atla Heimi Sveinsson sem tónskáldið hefur samið fyrir þau hjónin Guðrúnu og Martial. Á undanfömum ámm hafa Martial Nar- deau og Guðrún Birgisdóttir hvort um sig komið víða fram og þau starfa baeði við leikhús og ópem auk þess að sinna kennslu. Þau hófu samspil sitt á námsár- unum í París og er þetta í annað sinn sem þau halda tónleika sem flautudúó. Fyrra skiptið sem þau komu fram var einnig á þriðjudagstónleikum í Lista- safni Sigurjóns en það var sumarið 1989. Tónleikarnir standa í um það bil klukkustund og eins og venja er til verð- ur kaffistofa safnsins opin. Astkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi Hjörleifur Magnússon fv. bæjarfógetafulltrúi Siglufirðl sem lést á Borgarspítalanum laugardaginn 8. júní sl. verður jarð- settur frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 15. júní kl. 11.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélag (slands. Herdís Hjörleifsdóttir Stefán Ólafsson Magnús Þ. Hjörleifsson Giovanna Hjörleifsson Jóhanna Hjörleifsdóttir Geir Pétursson Þorkell Hjörleifsson Stefanía Vigfúsdóttir Edda Hjörleifsdóttir Viktor Már Gestsson Guörún Hjörleifsdóttir Kristín Hjörleifsdóttir Páll E. Ingvarsson barnabörn og barnabarnaböm Sumartími skrifstofu Framsóknarflokksins Frá 15. ma( verður skrifstofa okkar I Hafnarstræti 20, III hæð, opin frá kl. 8:00-16:00 mánudaga-föstudaga. Verið velkomin. Framsóknarflokkurinn Suðuriand Skrifstofa Kjördæmissambands framsóknarfélaganna á Suðurtandi, Eyrarvegi 15, Selfossi, verður opin á þriöjudögum og fimmtudögum frá kl. 15-17. Sími 98-22547. Fétagar hvattir til að lita inn. KSFS Reyknesingar- nærsveitamenn Framsóknarféiög Kópavogs efna til ferðar um Reykjanes sunnudaginn 16. júnl næstkomandi. Lagt verður af stað frá Kópavogi kl. 10 og komiö aftur um kl. 18. Hægt verður að panta hádegisverö I Sjómannastofunni I Grindavik áður en lagt verður af stað. Leiðsögumaður verður Steinunn F. Harðardóttir og fararstjóri Guðrún Alda Harðardóttir. Áætlað verð 1500-2000 krónur. Tekið verður á móti pöntunum hjá Sigurbjörgu Björgvinsdóttur i slma 43774 á kvöld- in og Guðrúnu Öldu Harðardóttur í sima 45672 á kvöldin. Kim ásamt bæjarstjóra Braselton, Henry Braselton. Kim Basinger kaupir sér smábæ fbúar smábæjarins Braselton í Georgíufylki í Bandaríkjunum þyrptust út á götur bæjarins um daginn til þess að sjá kvikmynda- stjörnuna Kim Basinger taka við lykli bæjarins úr hendi bæjar- stjórans. Kim Basinger hefur í samvinnu við fyrirtæki í Chicago keypt bæinn en hann hefur verið í eigu Braselton fjölskyldunnar. Sögur herma að hún ætli að breyta þessum 500 íbúa bæ í litla Hollywood og að hún ætli sér að byggja þar kvikmyndaver, veit- ingahús, verslanir og koma upp góðri golfaðstöðu. Karlmenn bæjarins kvörtuðu yf- ir því að Kim hefði verið í buxum þegar hún tók við lyklinum og þar af leiðandi hefðu þeir ekki Kim Basinger veifar hér lyklin- um aö bænum. fengið að berja augum hennar fögru og frægu fótleggi. SONUR JOHNS LENNON OG YOKO ONO ER ORÐIN ÁSTFANGINN Sean Lennon, sonur Johns Lenn- on og Yoko Ono, er orðinn ást- fanginn í fyrsta sinn. Hann sást nú á dögunum með gullfallegri dökkhærðri stúlku í París. Yoko Ono hefur alla tíð verndað Sean mjög mikið og hann er sagður vera feiminn og viðkvæm- ur. Hann hefur ætíð búið hjá henni í New York en stundar nú nám við skóla í Gstaad í Sviss. Ljósmyndarinn, sem tók myndir af parinu, sagði að þau hefðu sí- Hinn 15 ára gamli sonur Johns Lennons og Yoko Ono faðmar kærustu sína. fellt verið að faðma og kyssa hvort annað en haldist í hendur þess á milli. Ekkert í heiminum skipti þau máli og greinilegt var að þau sáu ekkert nema hvort annað. Ástfangna paríð gekk hönd í hönd um götur Parísar. y , •V .y ,vá

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.