Tíminn - 15.06.1991, Blaðsíða 4

Tíminn - 15.06.1991, Blaðsíða 4
4 Tíminn Laugardagur 15. júní 1991 Kosningarnar á Indlandi: Aframkreppa ístjórnmálum Ef tekið er mið af fyrstu tveim um- ferðum þingkosninganna í Indlandi eru ekki miklar líkur á að stærsti flokkurinn, Kongressflokkurinn, fái meirihluta. Forysta flokksins hafði gert sér vonir um fjölda sam- úðaratkvæða, vegna morðsins á Rajiv Candhi, en þau virðast ekki hafa skilaö sér á miðvikudaginn þegar önnur umferð kosninganna fór fram. Það lítur því út fyrir áframhaldandi stjórnmálakreppu á Indlandi að kosningum loknum. Þriðja og síðasta umferð kosning- anna fer fram í dag. Kosningatölur úr fyrstu tveimur umferðunum birtust í Hindu- dag- blaðinu í gær og eru þær nálægt þeim úrslitum sem stjórnmálasér- Forsætisráðherra Svíþjóðar, Ingvar Carlsson, tilkynnti sænska þinginu í gær að Svíþjóð mundi sækja um að- ild að Evrópubandalaginu þann 1. júlí næstkomandi. Holland mun þann dag taka við forsæti Ráðherra- ráðsins af Lúxemborg. Þingið veitti ríkisstjórninni, þann 12. desember á síðasta ári, fullt um- boð til að sækja um aðild að Evrópu- bandalaginu ef slíkt samræmdist hlutleysisstefnu landsins. Carlsson sagði að mjög breið sam- staða væri meðal allra þingflokka um að sækja um aðild að Evrópu- bandalaginu og að það skipti miklu máli í samningaviðræðunum sem framundan væru. í skoðanakönnun um fylgi stjór- málaflokkanna, sem birt var í sænska dagblaðinu Dagens Nyheter í gær, kemur fram að Jafnaðar- mannaflokkur Carlssons hefur auk- ið mjög við fylgi sitt miðað við eldri skoðanakannanir. Flokkurinn fær samkvæmt könnuninni 30% fylgi en íhaldsflokkurinn, helsti stjórnar- andstöðuflokkurinn, fær 20% fylgi. fræðingar höfðu spáð áður en Gand- hi var myrtur. Stjórnmálasérfræð- ingar blaðsins telja hins vegar að ekki sé hægt að slá föstu að heildar- úrslitin verði í samræmi við úrslit fyrstu tveggja umferðanna. í hverri umferð er kosið á ákveðnum svæð- um og flokkarnir hafa mismikið fylgi eftir hverju svæði. í síðustu umferðinni verður kosið um 200 þingsæti af alls 545 svo enn getur ýmislegt gerst. Hins vegar virðist nokkuð ljóst að Kongresslokkurinn fái ekki meiri- hluta. Líklegt þykir að hann endi með rétt rúmlega 200 þingsæti. Hinn hægrisinnaði Hindúa-flokkur, Bharatiya Janata, sem einkum bygg- ir tilveru sína á baráttu gegn mús- Jafnaðarmannaflokkinn skortir enn mikið fylgi til þess að fá þingmeiri- hluta en flokkurinn hefur verið nær einráður í sænskum stjórnmálum í meira en hálfa öld. Þingkosningar fara fram í Svíþjóð 15. september næstkomandi. Reuter-SÞJ Hollenskir vísindamenn telja að 25% alls ræktarlands í heiminum sé í hættu vegna jarðvegseyðing- ar og efnamengunar. Vísinda- mennirnir, sem starfa hjá al- þjóðastofnun sem sérhæfir sig í ráðgjöf og þjónustu í jarðvegs- málum, hafa gert ítarlegt kort yf- ir ræktarlönd jarðarinnar sem sýnir hversu slæmt ástandið er í þessum málum. Kortið, sem tók þrjú ár að búa til, verður gert op- inbert þann 25. júní og verður limum, virðist ætla að fá u.þ.b. 160 sæti. Janata-flokkurinn er helsti keppinautur Kongressflokksins og hefur vaxið mikið undanfarin tvö ár. Þjóðarfylkingin, sem var í forystu einn helsti grundvöllur Umhverf- is- og þróunarráðstefnu Samein- uðu þjóðanna sem haldin verður í Brasilíu á næsta ári. Gras- og kornræktarlönd heims- ins eru um 4,6 milljarðar ferkíló- metrar að flatarmáli. Vísinda- mennirnir telja að mikil hætta sé á að um 1,2 milljarðar ferkíló- metra verði fyrir óbætanlegu tjóni ef ekkert róttækt verði gert til að snúa þróuninni við. Þar af eru 300 milljónir ferkílómetrar - fyrir minnihlutastjórninni sem fór frá í nóvember á síðasta ári, mun ásamt tveimur hliðhollum komm- únistaflokkum að öllum líkindum fá um 160 þingsæti. Reuter-SÞJ svæði á stærð við Indland - nú þegar svo illa farnir að gríðarlegt fjármagn þarf til þess að bjarga þeim. Það sem helst ógnar ræktarland- inu er skógeyðing og slæmir bú- skaparhættir, en þeir ryðja vatni og vindi leið til að vinna á ræktar- landinu. Það eru einkum ræktar- svæðin í þróunarríkjunum sem hafa orðið illa úti, sérstaklega í Afríku og Asíu. Reuter-SÞJ Fréttayfirlit Manila, Filippseyjar - Bandarískir og filippeyskir vís- indamenn vöruðu I gær við þvf að mikit hætta væri á aurskrið- um á Pinatubo-eldfjallinu vegna öflugs hitabettisstorms sem stefriir á eyjamar. Banda- ríkjamenn segja að vopnunum i Clark- herstöðinni banda- risku, sem er skammt frá eld- fjallinu, stafi engin hætta af hraunstrauminum frá eldfjall- inu. New York, Bandarfkjunum - ÓKklegt er að leiðtogafúndur Mikhals Gorbatsjovs Sovétfor- seta og George Bush Banda- ríkjaforseta, sem til stendur að halda í Moskvu, verði fyrr en í haust, að sögn bandaríska dagblaðsins New York Times í gær. Colombo, Sri Lanka - Ríkisstjóm Sri Lanka er nú að láta rannsaka hvort þaö hafi veriö öryggissveitir sem hafi dreplð yfir 150 óbreytta tamíla og kveikt ( yfir 300 húsum á miðvikudag. f fýrradag krafðist þingmaður tamíla að ríkis- stjómin léti fara fram rannsókn á blóðbaðinu. Puno, Perú - Að minnsta kosti 25 manns létust og yfir 3 þúsund lamadýrdrápust i mikl- um kuldum á hásléttu Perú að- faranótt fimmtudagsins. Hitinn fór i minus átta gráður á seisi- us. Stokkhólmur, Svíþjóð - Prír menn voru handteknir í gær vegna gruns um að eiga þátt i stærsta eituriyfjasmygli sem komist hefur upp um i Svi- þjóð. Sænska lögreglan fann 150 kfló af kókaíni á mánudag- inn sem átti að smygla í gegn- um höfnina í Gautaborg. Verð- mæti vamingsins í Sviþjóð er talið vera meira en 23 miiljónir dollarar. Reuter-SÞJ Svíþjóð: EB-aðild 1. júlí Narashima Rao, nýr leiðtogi Kongressflokksins. Umhverfisvernd: 25% alls ræktarlands í hættu 60 milljarða halli á ríkisreikningi ársins 1989: Langtímaskuldbmdingar teknar með í reikninginn Nú er verlö að ganga frá ríkisreikn- ingi fyrir áríö 1989. Útgáfa er áætluö í september. Vinnan hefur dregist nokkuö. Ástæðan er sú, að nú eru langtímaskuldbindingar rOdssjóös í fyrsta sinn teknar með í reikninginn. Þar á meðal er margfrægt framlag þess til Lífeyríssjóðs starfsmanna ríkisins. Afleiðing alls þessa er m.a. sú að hall- inn á ríkisreikningi ársins 1989 er rúmlega 60 milljarðar. Á þetta eina ár falla líka uppsafnaðar skuldbindingar margra undangenginna ára. í reikn- Ályktun stjómar Landssambands íslenskra útvegsmanna: OLÍUVIÐSKIPTI GEFIN FRJÁLS Stjóm Landssambands íslenskra útvegsmanna vill ræða við olíufé- lögin um að þau beiti sér sameig- inlega fyrir því að sfjómvöld gefl olíuviðskipti frjáis. I ályktun stjómarfundar LÍÚ frá 29. maf segir m.a.:a.: „Stjórn LÍÚ samþykkir að taka upp við- ræður við olíufélögin um að LÍÚ og þau beiti $ér sameiginlega fyr- ir því við stjóravöld að olíuvið- sldptí verðl gefin fijáls, Eftir sem áður verði keypt olía af Sovétríkj- unum þegar olíufélögiu telja það hagkvæmt." Stjóm LÍÚ vill og að ákvæði laga frá árinu 1985 um flutningsjöfn- un og innkaupajöfnun á gasolíu og svartolíu verði felld úr gildi og Verðlagsráð gefi verð á þeim frjáist. Þá óskar stjómin þess að vegna tengingar olfuverðs við skiptakjör sjómanna að ob'ufélög- in gefl upp verð á gasolíublrgðum miðað við hver mánaðamót. Samþykktín hefur verið kynnt olíufélögunum. Skeljungur bf. og Olíuverslun íslands hf. em samþykk henni. Olíufélagið hf. vill halda í flutningsjöfnunina, en er samþykkt öðrum atriðum. Ályktunin hefur verið send við- skáptaráðherra og þess óskað að hann vinni að þehn breytingum á olíuviöskiptum sem óskað er. Ráðherra er erlendis og málið hefur enn ekki komið tíl kasta hans. -aá. I_____ ingnum fylgja skuldbindingunum eðlilega nokkrar skýringar. Enda ekki ráðlegt að rugla saman langtíma- skuldbindingum og þeim skuldbind- ingum sem stofnað er til á hverju ári. Að sögn Halldórs V. Sigurðssonar, ríkisendurskoðanda, hefur Ríkisend- urskoðun lengi barist fyrir að þetta verklag verði tekið upp. Enda í nokkru samræmi við Iagið á frægri skýrslu sem hún gerði við stjómar- skiptin. Ástæður þess að uppgjörinu er ekki breytt fyrr en nú, er m.a. sú, að vantað hefúr úttekt á skuldum rík- issjóðs við lífeyrissjóðina. ^ Hreinsað til í Nauthólsvík Tímamynd: Ámi Bjarna Nauthólsvík fegruð: Reykjavíkurborg og siglingaklúbb- arnir Siglunes og Brokey hafa tekið Verslunarráð íslands vill meira „klink“: 1 OO og 200 lcr. í mynt ferð sem samræmist ekki þeirri virðingu sem æskilegt er að borin sé fyrir peningum. Verslunarráðið tel- ur því að 100 króna mynt auki virð- ingu fyrir peningum. Að auki bendir V.í. á að ýmis við- skipti fara fram með sjálfsölum og að það væri til mikilla þæginda fyrir þá sem slík viðskipti stunda að geta notað 100 og 200 króna mynt. -SIS Verslunarráð íslands vill að slegin verði 100 krónu mynt og telur eðli- legt að hugað verði að sláttu 200 króna myntar. Þetta hefur Verslun- arráðið ítrekað við Seðlabanka ís- lands. Verslunarráðið telur að verðgildi 100 króna seðilsins sé svo lítið að eðlilegast sé að notast við mynt í þeirri veröeiningu. Þá telur það að 100 króna seðlar sæti ómjúkri með- ___(’.vr»viv.w»v*vw*viv höndum saman um að hreinsa fjör- una i Nauthólsvík. Talsmaður Siglu- ness segir að það sé alltaf verið að bæta við flugbrautarendann. Auka- efni sem fara í sjóinn fljóta þess vegna inn á fjöruna. Það þarf að drepa þessa drullu segir hann, það er svo mikið líf í henni, en skelja- sandur er bestur til þess. Framkvæmdirnar í Nauthólsvík koma öllum sem stunda siglingar tii góða. Siglingaklúbburinn Brokey kennir einnig á seglbretti þarna í víkinni. Það verður mun þægilegra fýrir þá að koma að landi í almenni- lega Qöru. Sjórinn í Nauthólsvík er nú sem fyrr ekki hæfur til baða. Reykvíking- ar verða af þeim sökum að þíða enn um sinn eftir því að eiga kost á að njóta sjóbaða og sólar á baðströnd í borginni. _js

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.