Tíminn - 15.06.1991, Blaðsíða 14

Tíminn - 15.06.1991, Blaðsíða 14
30 Tíminn Laugardagur 15. juní 1991 ÁRNAÐ HEILLA 90 ára: Gunnar Árnason Gunnar Ámason frá Gunnarsstöð- um, fyrrverandi ráðunautur og skrifstofustjóri og gjaldkeri Búnað- arfélags íslands, er níræður í dag. Hann er fæddur á Gunnarsstöðum í Þistilfirði 15. júní 1901. Gunnar er Þingeyingur að ætt og uppeldi. For- eldrar hans voru Árni Davíðsson bóndi á Gunnarsstöðum Jónssonar bónda á Heiði á Langanesi og kona hans Arnbjörg Jóhannesdóttir bónda Ytra-Álandi í Þistilfirði. Hann var næst yngstur af hópi átta systk- ina sem ólust upp á Gunnarsstöð- um. Þrjú þeirra ílentust í Þistilfirði og tvö af þeim bjuggu á Gunnars- stöðum þar sem ættfólk hans býr enn við mikla rausn. Gunnar sótti fyrst nám að Hólum í Hjaltadal þaðan sem hann braut- skráðist sem búfræðingur 1921. Þá lá leiðin til Kaupmannahafnar þar sem hann gekk á Búnaðarháskólann og lauk þaðan námi 1925. Hann var síðan við framhaldsnám í Noregi 1925-1926 og lagði stund á naut- griparækt og mjólkurfræði. Eftir heimkomu frá námi réðst Gunnar til Búnaðarfélags íslands og þar vann hann allan sinn lögheimilaða starfsdag. Árin 1926-1940 vann Gunnar sem aðstoðarráðunautur á ýmsum svið- um, einkum í nautgriparækt, en fékkst einnig við mælingar og fleiri störf. Þá voru erfiðir tímar, með nokkrum umbrotum hjá félaginu og fékk Gunnar ekki fast starf sem landsráðunautur eins og það er nú kallað. Engu að síður voru þetta ár- in þegar grunnur var lagður að mesta ræktunar- og framfaraskeiði í landbúnaðinum og áttu ráðunautar B.í. og þar á meðal Gunnar mjög ríkan þátt í þeirri farsælu byltingu. Árið 1940 var Gunnar ráðinn sem skrifstofustjóri og gjaldkeri félags- ins. Því starfi gegndi hann til ársins 1971 eða í þrjátíu og eitt ár. Það er fyrst og fremst fyrir þau störf hjá Búnaðarfélaginu sem við, sem nú störfum þar, minnumst Gunn- ars. Þó aðeins fá okkar, því nú eru liðin full tuttugu ár síðan hann hætti. Svo fljótt líður tíminn. Yfir fyrri störfin er nú fyrnt, enda flestir samstarfsmennimir, sem þá vom, horfnir á braut Á sama hátt em það aðeins eldri menn í hópi bænda sem muna sam- skiptin við Gunnar. En viss er ég um það að allir berum við sama hug til hans. Hug þakklætis fyrir ömgga og nákvæma meðferð þess sem honum var trúað fyrir og svo og ekki síður fyrir glaðbeitta framkomu og skemmtilega viðkynningu. Gunnar var afkastamikill svo að undmm sætti. Hann gat einn annast bæði skrifstofustjóm og öll gjaldkera- störfin, sem vom bæði margslungin og umfangsmikil, þar sem um var að ræða margháttaðar greiðslur fram- laga til bænda og búnaðarfélaga, auk allra fjárreiðna fýrir félagið sjálft og margháttuð starfsemi á þess vegum. Gunnar vann mikið að ýmsum fé- lagsmálum. Hann var lengi formað- ur íslandsdeildar norrænna búvís- indamanna, var góður og virkur fé- lagi í Félagi íslenskra búfræðikand- idata, að ógleymdu þvf sem hann vann að áfengisvarnarmálum, en eftir að hann hætti hjá Búnaðarfé- laginu annaðist hann um alllangt skeið reikningshald fýrir Templara. Gunnar er heiðursfélagi í Búnaðar- félagi íslands og Stórstúku íslands. Eins og vikið er að hér að framan er Gunnar maður skemmtinn og kann vel að segja frá. Skemmtileg atvik úr starfi og samskiptum hjá Búnaðarfé- laginu átti hann til að setja í ljóð, því hann er vel hagmæitur. Fyrir vikið lifa enn í minnum manna hjá félag- inu sögur um kímileg atvik og góð tilsvör. Gunnar Árnason hefur haldið tryggð við Búnaðarfélag íslands. Hann lítur stundum inn og kemur til dæmis ekki svo sjaldan á Búnað- arþing til að hlusta á þá stráka (og stelpur) sem þar eru nú. Við vitum að hann fýlgist vel með og man bæði það eldra sem það nýrra. Kona Gunnars Árnasonar var Olga fædd Sögaard frá Austurdal í Noregi. Þeim varð fjögurra barna auðið. Olgaléstárið 1981. Gunnar hefur nú setið á sínum friðarstóli í tuttugu ár. Elli kerling hefur hvorki beygt hann né brotið. Megi hann áfram njóta þar margra góðra daga. JónasJónsson Gunnar tekur á móti gestum í Templarahöllinni á milli kl. 15 og 18 í dag. Hjörleifur Magnússon Fæddur 28. mars 1906 Dáinn 8. júní 1991 Elskulegur tengdafaðir minn, Hjörleifur Magnússon, er látinn. Stórt tómarúm myndast í fjölskyld- unni þegar svo mikil persóna hverf- ur á braut, þrátt fyrir að við vissum að brátt kæmi að skilnaðarstund. Hann bar hag barna sinna og fjöl- skyldna þeirra mjög fýrir brjósti og fýlgdist vel með hvernig fólkinu sínu vegnaði í lífsbaráttunni. Það mættu margir taka hann sér til fýr- irmyndar í ræktarsemi við smáfólk- ið. Hann gleymdi engum, alltaf var sent kort með aurum á afmælisdegi barnabarnanna og alltaf kom það í tíma, ekki seinna en á afmælisdag- inn. Það var fýrir tæpum 25 árum er ég kom fýrst til Siglufjarðar með Þork- eli syni hans, óneitanlega dálítið óörugg um hvað biði mín, en það var ástæðulaus uggur. Þar var mér tekið opnum örmum af honum og Eleonoru konu hans, eins og ein af þeirra eigin börnum. Betri tengda- foreldra var ekki hægt að óska sér. Það var svo gott að vera nálægt þeim, alltaf nóg pláss fýrir alla, þótt fjölskyldan væri stór og í örum vexti á þeim árum. Eleonora var einstak- lega glaðlynd kona sem kunni að láta manni h'ða vel í kringum sig. En lífið er ekki alltaf eins og maður helst vildi óska. Fyrir 15 árum, skömmu eftir að þau héldu upp á 65 og 70 ára afmælin á heimili okkar í Reykjavík, veiktist Eleonora af ill- vígum sjúkdómi og lést hún 14. júní 1976. Það var erfiður tími fýrir Hjör- leif, þetta gerðist svo óvænt. En áfram gekk lífið og tókst honum að aðlagast breyttum aðstæðum með sínum sérstaka viljastyrk og bar- áttuvilja sem átti eftir að sanna sig aftur og aftur í þeim áföllum sem seinna komu. Son sinn, Gylfa, ■ missti hann langt um aldur fram um áramótin 1977-78. Sumarið 1979 vorum við svo hepp- in að njóta þess að ferðast með hon- um um Vestfirði á hans æskuslóðir á Súðavík. Það var alveg ógleymanleg ferð. Hann hafði ekki komið þar síð- an 1945 og varð eins og ungur mað- ur aftur, hljóp um túnið þar sem húsið sem hann fæddist í hafði stað- ið, sýndi okkur ungmennafélags- húsið sem hann og unga fólkið, jafn- aldrar hans, höfðu reist í sjálfboða- vinnu á sínum tíma. Minningarnar leituðu á hann og við urðum margs fróðari um hans yngri ár. Þegar aldurinn færðist yfir lagði hann sérstaka rækt við að halda lík- amanum í sem bestu formi, fór dag- lega í gönguferðir út á Bakka eða inn í fjörð. Hann vildi ekki verða ósjálfbjarga og öðrum háður en í einni slíkri gönguferð varð hann fýr- ir óhappi og lærbrotnaði. Nú héld- um við að gönguferðum lyki, en á fætur fór hann og hóf endurþjálfun með annan fótinn styttri og var kominn aftur í göngutúrana sína eftir ótrúlega skamman tíma. Enn eitt áfallið gerðist fýrir u.þ.b. ári að íbúðin hans brann og Hjörleifur brenndist talsvert mikið er hann reyndi að slökkva eldinn. Eftir það þurfti hann að fara á sjúkrahús og átti í miklum átökum við brunasár- in, en engin var uppgjöfin. Um leið og mögulegt var, var hann byrjaður að hreyfa sig og þjálfa fingur svo þeir stirðnuðu ekki, húðflutningar voru framkvæmdir við dýpstu sárin, allt gekk þetta upp og um síðustu jól flutti hann í þjónustuíbúð við sjúkrahúsið á Siglufirði. Takmark- inu var náð. Stoltur bjó hann þar en heilsunni hrakaði. Næsta takmark var að geta komið hingað suður í brúðkaup dóttur okkar 25. maí sl. og stúdentsútskrift dótturdóttur, því þar ætluðu öll börnin hans að hitt- ast, einnig þau sem búa erlendis, þá var orðið ansi dregið af honum lík- amlega og læknar töldu ferðalag ekki koma til greina, en ekkert gat stöðvað hann og hann kom og gladdist með okkur á þessum ham- ingjudögum. En eigi skal sköpum renna, tveim vikum seinna var hann allur. Hann lést á Borgarspítalanum 8. júní, til- búinn til ferðalags á móts við þau sem á undan eru gengin. Mætur maður er genginn, maður sem ég bar takmarkalausa virðingu fyrir. Hann hélt sinni reisn til síð- asta dags. Megi minningin um hann verða okkur sem eftir stöndum leiðarljós á ókomnum árum. Stefanía Vigfúsdóttir AUGLYSINGASIMAR TIMANS: 680001 & 686300 --------------------------------------------------"\ Við þökkum ykkur, kæru vinir og vandamenn, fyrir ómetanlegan styrk, vinarhug og samúð sem þið veittuö við andlát eiginkonu minnar, móður okkar og tengdamóður Ástu Einarsdóttur og þá virðingu sem þið sýnduð minningu hennar. Esra S. Pétursson Pétur Kjartan og Ásthildur Einar Haraldur og Kristín Sigurður Ragnar og Cheryl Kari Torfi og Helga Jón Tómas og Grace Finnbogi Þór og Hulda Esra Jóhannes og Lilja Vigdís og Einar og öll bamabörnin ---------------------------------------------------'Á Eiginmaður minn Yngvi Markússon ,i ,i...n uoosparo sem lést 5. júnf sl. veröur jarðsunginn frá Þykkvabæjarkirkju laugardag- inn 15. júnf kl. 14.00. --TM-■«---->■ oagnour Magnusoocor Stefán Þorvarðsson skipasmiður Fæddur 15. júní 1911 Dáinn 3. apríl 1991 Aðeins tveimur og hálfum mánuði fýrir 80 ára afmæli sitt var Stefán Þorvarðsson skyndilega burtkallað- ur þann 3. aprfi síðastliðinn. Hann var elsta barn foreldra sinna, þeirra Pálínu Stefánsdóttur og Þor- varðar Kristóferssonar, sem bjuggu á Dalshöfða í Fljótshverfi. Hann var af þeirri kynslóð sem lifði hvað mestar breytingar, frá þeim tíma sem hann ólst upp austur í Fljótshverfi á árum fýrra stríðsins og fram að krepputímanum, þar til hann ásamt fleirum setti á stofn sitt eigið fýrirtæki, Skipasmíðastöð Njarðvíkur, en þá hafði seinna stríð- ið breytt miklu hjá íslendingum. Ungur varð hann fýrir þeirri sorg að missa konu sína, Lovísu Sigurð- ardóttur frá Maríubakka í Fljóts- hverfi, en hann lét ekki bugast og settist á skólabekk og aflaði sér rétt- inda í skipasmíði, þótt hann væri kominn yfir þrítugt. Seinni kona hans varð Ragna Skúladóttir frá Mörtungu og byggði hann þeim hús suður í Njarðvík, þar sem hann vann lengi við fýrirtæki sitt og sat í stjóm þess. Seinna byggði hann hús í Kópavogi og bjuggu þau þar síðan. Börn þeirra eru Sigríður, Ioft- skeytamaður, búsett á Seyðisfirði, og Þorvarður Skúli, tæknifræðing- ur, búsettur í Danmörku. Barna- bömin eru þrjú. Stefán var ákaflega hlédrægur maður og dulur, en þeir sem hann þekktu vissu að þar fór traustur maður og vandaður. Hann var heimakær og heimsótti helst frænd- ur sína og sveitunga og átthagamir áttu ætíð sterk ftök í honum. Góður drengur er genginn. Við vottum Rögnu og börnum þeirra samúð okkar og biöjum honum guðs blessunar. Vigdís, Rannveig og Ragnhildur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.