Tíminn - 15.06.1991, Blaðsíða 5

Tíminn - 15.06.1991, Blaðsíða 5
Laugardagur 15. júní 1991 Tíminn 5 Norðmenn taldir beita brögðum til að eigna sér Leif heppna: Leifur Eiríksson hefði borið íslenskt vegabréf Ellefu nafnkunnir íslendingar hafa tekið sig sam- an og skrífað undir mótmælaskjai þar sem mót- mælt er því uppátæki Norðmanna að tengja nafn Leifs Eiríkssonar við Noreg. Því er haldið fram að Norðmenn ætli sér að eign- ast Leif og að íslensk stjórnvöld taki þátt í þeim leik með því að standa á bak við siglingar víkinga- skipa til Vesturheims. í skjalinu er því mótmælt að íslensk stjórnvöld aðstoði Norðmenn við ætlunarverk sitt og taki þátt í þessu með þeim. í skjalinu eru íslensk stjórnvöld hvött til þess að hætta öllum framlögum og allri aðstoð, sem auðveldað gæti Norðmönnum þá ætlun sína að fá Leifi norskt „rík- isfang". í mótmælaskjalinu segir: „Vegna þess skringilega og óprúttna tiltæk- is manna í Noregi að leggja upp í siglingu yfir Atlantshaf til Washing- tonborgar í Bandaríkjum Norður- Ameríku, í því skyni að tengja nafn Leifs Eiríkssonar við Noreg viljum við sem ritum nöfn okkar hér undir mótmæla þessu uppátæki Norð- Framkvæmd fjárlaga fyrsta ársþriðjung 1991. Rekstur A-hluta ríkissjóðs: Halli undir áætlun Rekstrarhalli A-hluta ríkissjóðs nam í Iok april 5.5 milljörðum króna. Það er 700 milljónum króna minni halli en áætlað var í fjárlög- um. Tekjur námu 29.8 milljörðum, 1.1 milljarði meira en ráðgert var. Gjöld námu 35.4 milljörðum, 400 milljónum meira en ráðgert var. Þetta kemur fram í skýrslu Ríkis- endurskoðunar um framkvæmd fjárlaga fyrsta ársþriðjung 1991. Aðrar niðurstöður eru að greiðslur ríkisstofnana umfram áætlanir námu 2.4 milljörðum. Ónýttar fjár- veitingar stofnana námu 2 milljörð- um. Á fyrsta ársþriðjungi hefur um þriðjungur af heimiluðum fjárveit- ingum á árinu 1991 verið nýttur. Það er svipað og 1990. Útgreiðslur umfram innborganir á lána- og viðskiptareikningum ríkis- sjóðs námu 3.7 milljörðum, 900 milljónum meira en ráðgert var. Mestu munar að upphæð innleystra ríkisvíxla er tæplega 1.7 milljörðum hærri en áætlað var. Lántökur urðu 375 milljónum meiri og afborganir innlendra lána rúmlega 400 milljón- um meiri en áformað var. Greiðsluafkoma A-hluta ríkissjóðs á fyrsta ársþriðjungi 1991 var nei- kvæð um 9.2 milljarða. Rekstrar- halli er 5.5 milljarðar, 3.7 milljarðar útgreiðslur umfram innborganir á lána- og viðskiptareikningum. Fjár- þörf var að mestu mætt með yfir- drætti hjá Seðlabanka. Heildar- skuldir A-hluta við hann námu í lok apríl 10.3 milljörðum, höfðu hækk- að um 8.9 milljarða frá árslokum 1990. Við samanburð á afkomu A-hluta ríkissjóðs fyrstu fjóra mánuði ársins 1991 við sama tímabil í fyrra kemur í ljós, að rekstrarhalli A- hluta ríkis- sjóðs á föstu verðlagi hefur aukist að raungildi um 2.5 milljarða. Gjöld hafa hækkað um 3.4 milljarða, tekj- ur um 900 milljónir. Meiri útgjöld ríkisins má m.a. rekja til fasteigna- kaupa. Greiðsluafkoma A-hluta ríkissjóðs á fyrsta ársþriðjungi 1991 er 6.3 milljörðum lakari en hún var á sama tíma í fyrra. Rekstrarhallinn er 2.7 milljörðum meiri og greiðslur af lánareikningum 3.6 milljörðum meiri. Guðmundur Bjarnason er talsmað- ur Framsóknarflokksins í ríkisfjár- málum: „Mér sýnist að útkoman sé ekki svo slæm. Rekstrarhallinn er minni en áætlanir gerðu ráð fyrir, sem segir okkur að staðan er í jafn- vægi. Það er alltaf einhver munur frá einu tímabili til annars og áætl- anir standast aldrei alveg. Þegar í tíð fyrri ríkisstjórnar var vitað að greiðsluhallinn yrði sennilega eitt- hvað meiri en fjárlög gerðu ráð fyrir. Við tókum ákvarðanir um nýjar skuldbindingar samkvæmt heimild- um sem skyldi aflað á fjáraukalög- um. Skýrslan staðfestir það. Hins vegar er Ijóst að greiðsluaf- koman er slæm vegna þess að út- borganir umfram innborganir á lána- og viðskiptareikningum eru miklar. Fyrri ríkisstjórn reyndi af al- efli að halda og knýja niður vexti. Við vildum ekki að ríkissjóður tæki þátt í vaxtakapphlaupi peningastofn- ana. Sjálfsagt hefði þurft að hækka vextina lítillega síðar á árinu til að ná jafnvægi. En þessi gífurlega vaxtasprenging, sem ríkisstjórnin hefur gert með því að hækka vexti á ríkisvíxlum tvisvar, og þannig sett vaxtaskriðuna í gang, bætir vita- skuld ekki neitt. Menn standa eftir með sama hlutfall, en miklu hærri vexti. Þessi slæma greiðsluafkoma, sem segir frá í skýrslunni, miðast við að ekki sé gripið til neinna aðgerða. Hverjum dettur í hug að á heilu ári þurfi ríkisstjórn ekki að laga sig að breyttum aðstæðum? Það þarf hún alltaf að gera. Við vildum halda skatthlutfalli sem næst því sem ákveðið var við fjárlagagerðina, um 27.5% af landsframleiðslu. Mér þyk- ir ekki líklegt að það verði gert, stjórnarflokkarnir hafa margsinnis sagt að lækka þurfi skatta. Síðustu daga höfum séð hvernig það skal framkvæmt, með því að láta einstak- linginn greiða fyrir þjónustuna. Það er auðvitað ekkert annað en dulbúin skattahækkun, aðferð sem ég t.d. neitaði að nota meðan ég var í heil- brigðisráðuneytinu. Ég reyndi að lækka útgjöld í raun með breytingum á kerfinu. Við vor- um með hugmyndir um að lækka lyQaútgjöld um 500 milljónir og að lagfæra tryggingalöggjöfina. Þær hugmyndir strönduðu á Alþýðu- flokknum, sem nú vill að einstak- lingurinn greiði í stórum stfi fyrir þjónustuna. Þá vekur athygli að iðnaðarráðu- neytið, sem ekki er nú stórt, fer 257 milljónir fram úr áætlunum. Á sama tíma fer heilbrigðisráðuneytið, sem fer með 40% af fjárlögunum, 235 milljónir umfram. Stór hluti af umframgreiðslum eru fasteignakaup ríkisins, sem lágu í loftinu og allir vissu af. Búvöru- samningurinn eykur skuldbinding- ar ríkisins á þessu ári vegna upp- kaupa á fullvirðisrétti. En til lengri tíma litið minnka útgjöld ríkisins til landbúnaðar mikið. Skýrslan segir mér það sem við vissum. Það var umframeyðsla í rík- isgeiranum á þessum fyrstu mánuð- um. M.a. vegna ákvarðana sem tekn- ar voru í þinginu við afgreiðslu fjár- laga, lánsfjárlaga og fjáraukalaga. Hún segir mér líka að úlfaþytur nú- verandi ríkisstjórnar um slæma stöðu ríkissjóðs, er innantómur. -aá. manna. Einnig mótmælum við því bragði þeirra að tengja nafn Leifs við fyrirbærin víkinga og víkingaskip. Leifur Eiríksson var íslendingur og hefði borið íslenskt vegabréf ef slík skilríki heföu tíðkast á hans dögum. Leifur var íslenskur maður í Ianda- leit, en ekki sjóræningi. Víkinga- heitið er skandinavískur merkimiði og aldrei ætlaður íslendingum. Það var og er sitt hvað að vera Islending- ur eða vera Skandinavi. Við eigum ekki nógu sterk orð til að lýsa vanþóknun okkar á þessari auglýsingabrellu Norðmanna sem er við höfð í því skyni að breiða yfir þann sannleika að Leifur var maður íslenskur og er á skjölum banda- rísku ríkisskjalahirslunnar nefndur „Son of Iceland". Við áteljum þau stjórnvöld íslensk að gerast liðsmenn í þessum skrípa- leik Norðmanna og veita til þess milljónum af almannafé. Við skorum á íslenska embættis- menn að sýna nú afstöðu til þessa máls og bæta ekki við neinar þær at- hafnir sem eru til framdráttar þeirri draumsýn Norðmanna að fá Leifi Ei- ríkssyni norskt vegabréf." Undir mótmælaskjalið skrifa Emil Als læknir, Þorsteinn E. Jónsson flugstjóri, Örlygur Sigurðsson list- málari, Sigurður A Magnússon rit- höfundur, Þórarinn Guðnason læknir og rithöfundur, Stefán Hörð- ur Grímsson skáld, Þorsteinn Hall- dórsson framkvæmdastjóri, Stein- grímur St. Th. Sigurðsson listmál- ari, Sigþór Pálsson stýrimaður, Hólmfríður Maríusdóttir húsfreyja og Ingimar Erlendur Sigurðsson skáld. Áætlað er að undirskriftasöfnun standi áfram og að fleiri einstakling- ar, sem ekki vilja að Leifur heppni verði kynntur sem Norðmaður, sjái sér fært að skrifa undir mótmæla- skjalið. —UÝJ Með góðum vélum gengur heyskapurinn betur DEUTZ FAHR Fjölfœtlan ■ Mest seida snúningsvélin á fslandi. ■ Faest dragtengd eöa lyftutengd meö snúningsbeisli. ■ Flothjólbaröar og öryggisgrindur eru á öllum DEUTZ fahr Fjölfætlum. ■ deutz fahr Fjöifætian er meö Skekkingarbúnaöi þannig aö hún dreifir vel frá giröingum og skuröarbörmum. ■ vökvabúnaöur á færslu f vlnnslu- og flutningsstööu er fáanlegur á lyftutengdu vélarnar. Sérstaklega hentugt þegar oft þarf aö fara á milli flekkja. ■DEUTZ fahr Fjölfætlan er fáanleg í vinnsluþreiddum 4,40m, 5,20m, 6,40m og 7,60m. DEUTZ FAHR sláttuþyrlur ■ Níðsterkar og endingargóöar. ■ Hafa reynst íslenskum bændum einstaklega vel. ■ Eru meö öllum festingum og búnaöi sem þarf tii tengingar knosara viö þegar þörf er á. ■ Eru fáanlegar meö vökvabúnaöi á færslu í og úr flutnings- og vinnslustööu. ■ vinnsiubreiddir: i,65m, i,85m og 2,1 Om. ■ Fáanlegar frambyggöar, Vinnslu- breiddir 2,iom, 2,45m og 2,65m. DEUTZ FAHR sjörnumúgavélar ■ Raka heyinu f lausa og hentuga múga. ■ Fara vei meö landiö. ■ Sterkbyggöar og raka vei f siéttu sem ósiéttu landi. ■ Lyftutengdar og meö snúnings- beisli sem fylgir vel eftir f beygjum. ■ Auöveldar í flutningi (og geymslu). Stjörnuarma má taka af og setja á meö örfáum handtökum. ■ Vinnslubreiddir: 2,90m, 3,30m, 3,70m, 4,20m og 6,0m. ARMÚLA 11 - 1SB REYKJAVlK - S(MI B1-BB15QO - FAX 91-BB0345

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.