Tíminn - 15.06.1991, Blaðsíða 8

Tíminn - 15.06.1991, Blaðsíða 8
8 Tíminn Laugardagur 15. júní 1991 ' . ; : ' ■: ið í herlúðra til eflingar íslenskri tónlist: Eftir tónlistarvetur hlýtur að koma sumar Þjóðhátíðardagur íslendinga, 17. júní, markar í ár upphaf „íslensks tónlistarsum- ars“, átaks sem flytjendur, útgefendur og höfundar íslenskrar tónlistar standa að. ís- lenskir tónlistarmenn telja að þeim hafl engan veginn verið sinnt nægilega og segja að hirðuleysi gagnvart innlendri tónlist geti ekki átt sér stað öllu lengur í menningar- þjóðfélagi. Því hefur nú verið blásið í herlúðra til eflingar íslenskri tónlist, með auk- inni plötuútgáfu, kröfum um meiri umfjöllun í fjölmiölum og meiri athygli yfirvalda. Magnús Kjartansson tónlistarmaður er einn talsmanna átaksins og talar í viðtali við Tímann um „íslenskt tónlistarsumar". „Ég hef stundum sagt að á eftir tónlistar- vetri hljóti að koma tónlistarsumar. Fram til dagsins í dag lítum við svo á að það hafi verið ein konar vor í íslenskri dægurlaga- tónlist. Þessi ákveðni iðnaður hefur verið að þróast í skúmaskotum og skuggaport- um í ákaflega langan tíma. Þegar ég kem inn í þetta fyrir 25 árum síðan erum við að fara til útlanda, metnaðarfúllir íslenskir tónlistarmenn, til að taka upp hljómplöt- ur. Þá var kannski um að ræða eina hljóm- sveit á ári, kannski tvær, og var þá ekki al- veg ljóst hvort markaðurinn gæti borið slíkt. Á þessum tíma var útgáfustarfsemi aukabúgrein stórra fyrirtækja. Á undanförnum árum hefur orðið sú þró- un hér á landi að allur upptökuiðnaðurinn er kominn inn í landið. Meira að segja sú tónlist, sem er gerð af íslendingum fyrir erlendan markað, er tekin upp í landinu. í landinu í dag eru átta 24 rása hljóðver, sem eru svo að segja bókuð allan sólar- hringinn. Þessi gróska hlýtur að helgast af sköpunarkrafti og sköpunarþörf. Þetta átak byggir á því, að í fyrsta skipti í sögu þessarar listgreinar hafa höfundar, hljómplötuframleiðendur og flytjendur tekið höndum saman. Við höfum verið að vinna hver í sínu horni fram til dagsins í dag. í dag finnum við, að við eigum miklu meira af sameiginlegum hagsmunum heldur en andstæðum hagsmunaágrein- ingi. Og það ríkir samkennd meðal tón- listarmanna um þetta átak, hvort sem um er að ræða flytjanda klassískrar tónlistar eða dægurlagatónlistar. Þó er því ekki að leyna að við dægurlagatónlistarmenn telj- um okkur vera nokkuð afskipta í þessum hópi. Með þessu átaki viljum við benda fólki á hve mikið er um að vera í íslenskri tónlist í dag. Það er mikil gróska í upptökumál- um, það eru um 60 hljómsveitir, sem sam- anstanda af 250-300 flytjendum, að spila vítt og breitt um landið og útgáfa um sumarbil hefur aldrei verið eins mikil og nú. Það koma um 20 hljómplötur út í sumar.“ — Og er það mikil breyting frá því sem áður var? >rJá, undanfarin ár hefur hljómplatan þró- ast í samræmi við þá þróun sem átti sér stað með bókina á sínum tíma. Hljómplat- an hefur átt að vera keppinautur um hylli fólks sem jólagjöf. Þú áttir bara að hlusta í janúar og febrúar á þá tónlist sem þú fékkst í jólagjöf. Eftir það áttir þú að hlusta á útvarpið. Þessu langar okkur til að breyta. Það koma út rúmlega hundrað íslensk lög yfir þessa sumarmánuði og þetta er aðeins forsmekkur af því sem koma skal, því auðvitað er miklu meira í ofninum hjá íslenskum tónlistarmönnum hvað varðar útgáfu í haust og í vetur.“ — En hefur íslensk tónlist ekki fengið nógu mikla spilun í útvarpi og umfjöllun á undanförum árum að þínu mati? ,Á henni hefúr verið traðkað af því sem kallast frjálst útvarp. Nú eiga fslendingar að hafa öðlast töluverða reynslu af því að hlusta á Hotel Califomia og Listen to the Music og sú reynsla á að vera orðin okkur hlutfallslega sambærileg við reynslu þeirra Bandaríkjamanna sem hlustuðu mikið á útvarp þegar þessi tónlist var leik- in talsvert í útvarpi bar. Það er að segja fyr- ir tíu árum síðan. Eg sat á tali við einn af forráðamönnum íslenskrar útvarpsstöðv- ar á fimmtudag og hann yppti öxlum þeg- ar ég spurði hann af hverju þeir svömðu ekki þeirri kröfu markaðarins um að spila íslenska tónlist, sem virðist vera augljós; þegar útvarpsstöðvar opna fyrir símalínur og gefa hlustendum kost á að velja tónlist, þá hefur komið upp sú staðreynd að í 98% tilvika er beðið um íslenska tónlist. Og forráðamenn íslenskra útvarpsstöðva, sem við höfum talað við, vita varla sumir hvar íslensku plöturnar þeirra em geymdar og þær em ekki skrásettar svo að neinu nemi. Þetta fær maður að vita í landi þar sem fólki fannst að það væri ekkert mál að treysta mönnum fyrir að reka útvarps- stöðvar fyrir þjóðina. Það er sem ég sæi þetta gerast í öðmm menningarríkjum. Þar er spilun á innlendri tónlist víða bundin í lög til þess að það fari ekki á milli mála hvaða hlutverki fjölmiðlarnir hafa að gegna. Og það er ekki einungis við útvarpsstöðv- arnar að sakast, heldur einnig dagblöð; dagblöð, sem segja íslensku þjóðinni að Sinead O’Connor hafi verið barin í æsku og í hvaða nærbuxum Madonna ætli að vera í, hálfan mánuð fram í tímann. Þetta fáum við að vita skilmerkilega. Einhvers staðar inni á fjölmiðlunum er fólk sem metur það svo að þetta sé einmitt það sem íslensku þjóðina vanti að vita. Prentfjöl- miðlarnir hafa illa sinnt íslenskri tónlist. Þeir hafa fjallað um hana af lítilli fagþekk- ingu, stöðugt borið hana saman við er- lenda tónlist og veitt henni lítið pláss. fs- lensk tónlist hefur mikið verið notuð af einhverjum framatittum, sem tæta hana í svaðið með það að markmiði að ganga í augun á módelpíum á skemmtistöðum borgarinnar helgina á eftir. Þá telst við- komandi vera kaldur gæi, sem hafi mikinn kjark og mikið vit og framsýni til að bera.“ — Er þetta vottur um einhvers konar of- dýrkun á erlendri tónlist? „Það er ljósara en frá þurfi að segja, að ís- lensk þjóð hefur gengið í gegnum það á undanförum árum að ofdýrka það sem er- lent er og er það kannski ekkert óeðlilegt á eyju þar sem einangruninni var rétt að létta á síðustu 10-20 árum. En það hefur verið bent á það af fólki, ekki ómerkari manneskjum heldur en forseta landsins, að við megum aldrei missa sjónar á því hvað það er sem gerir það að verkum að það er búandi hér í þessu landi. Augu ís- lendinga held ég að séu að opnast meira og meira fyrir því, þó að einn og einn ein- staklingur taki sína spretti með ofdýrkun á því sem útlenskt er. En með því að við ferðumst meira og upplifum veröldina í kringum okkur þá fer okkur að verða ljóst að það er margt gott hægt að segja um út- lönd, en það er líka alveg jafn margt gott hægt að segja um ísland.“ — Þannig að þetta átak snýr að miklu Ieyti að eflingu þjóðernisvitundar? „Þjóðemisvitundar og umgengni við ís- lenska tungu. Það er alveg ljóst að við tón- listarmenn ætlum ekki að láta okkar eftir liggja þegar þarf að fylgja því boði forráða- manna þjóðarinnar að sinna þessu mál- efni. Og reyndar fmnst okkur stundum eins og þeir mættu gera það einnig í aukn- um mæli.“ — En viltu meina að íslensk tónlist geti verið góð landkynning og jafnvel skaffað fé í þjóðarbúið? „Einhvers staðar hljótum við að verða að draga línu milli þess hvenær hlutir skaffa í þjóðarbúið eða hvenær hlutir skaffa þjóð- arbúinu. Hver ætlar að meta þau verð- mæti sem hafa myndast með íslenskri þjóð vegna tónlistar? Það yrði flókið bók- hald. Þjóð án tungu og sjálfstæðrar menn- ingar væri ekki til í þessu landi. Lítum á: Af hverju standa Frakkar framarlega sem þjóð í samfélagi þjóða? Jú, það er vegna þess að þeim hefúr löngum verið ljóst að frönsk menning selur meira af franskri framleiðslu heldur en nokkuð annað. Og menntamálaráðherra fyrrverandi, Svavar Gestsson, sagði rétt áður en hann missti þann ráðherrastól að fyrst þyrfti að selja menninguna og fiskinn síðan á eftir. Ég bendi á það að íslensk hljómsveit, sem ferðast víða um heim og spiíar fyrir millj- ónir manna, hlýtur að vera vaki að ákveð- inni hugarfarsbreytingu gagnvart landi og þjóð." — En það virðist sem sagt vera gróska í íslensku tónlistarlífi í dag og hljómplötu- útgáfa mikil. Er það ekki ótrúlegt á svona litlum markaði? Jú, en hvar setjum við fslendingar ekki heimsmet? Og þetta höfum við gert án þess að hafa fengið í gegn nokkuð af þeim baráttumálum okkar, sem eru efst á baugi í dag. Án þess að fá nokkurn stuðning frá yfirvöldum. En varðandi markaðinn þá hafa í þessum bransa alltaf verið fleiri kallaðir en útvald- ir. En aukin hljómplötuútgáfa í tengslum við meiri umfjöllun fjölmiðla ætti að auka möguleikana á því að fleiri raddir heyrð- ust. Hvort sem það yrði til góðs eða ekki. Auðvitað á að eiga sér stað endurnýjun og sá sem á erindi, hann kemst að.“ — Á sér stað mikil endurnýjun í íslensku tónlistarlífi? ,„Iá, hún hefur virkilega verið skemmti- leg. Við sjáum til dæmis að maður eins og ég er ekkert á ferðalagi í sumar. Þar er tek- in við önnur kynslóð. Og þeir eru þrisvar sinnum fleiri, voldugri og skipulagðari heldur en við vorum á sínum tíma. Og óska ég þeim alls hins besta í kynnum við land og þjóð. En ég held að við þurfum dálítið að huga að þeim hugsunarhætti íslendinga, að dægurlagatónlist sé bara tónlist hinna ungu og villtu, síðan taki við tómarúm í tónlistarlífinu þar til menn geti farið að syngja Öxar við ána á sjötugsaldri." — Höfðar ekki íslensk dægurtónlist að mestu til hinna ungu og villtu? „Kannski er stærsti hópurinn sniðgeng- inn vegna þess að of mikið er einblínt á unglingamarkaðinn. í öllum öðrum lönd- um er viðurkenndur og grundvallaður markaður fyrir fullorðna fólkið. Sú tónlist átti meira upp á pallborðið áður fyrr. Það er tónlist sem fjallar um dálítið aðra hluti. Þá er gert ráð íyrir því að þú sért ekki í skúmaskotum að fylgjast með draumadís- inni og hugsa um hvernig þú ætlir að leggja þinn kóngulóarvef fyrir hana um næstu helgi. Því er ekki að neita að flestar hljómsveitir stfla upp á unglingamarkað- inn.“ — Er þessi ofurtrú á einum hlustenda- hópi vottur um metnaðarleysi meðal tón- listarmanna á íslandi? „Ég held að þetta helgist miklu frekar af því að hljómsveitir byggja afkomu sína í of miklum mæli á dansleikjaspilamennsku. Til þess að geta staðið undir sér þurfa þær að halda stóra dansleiki. Það heldur eng- inn 800 manna dansleik á Fiúðum fyrir 25 ára og eldri, nema undir því yfirskini að þar sé um þorrablót að ræða eða annað slíkt.“ — Er þetta ekki ákveðin klemma á frum- leika og sköpun tónlistar? „Þetta er ákveðin klemma. Þessi ákveðnu markaðslegu höft gera sennilega það að verkum að margir íslenskir tónlistarmenn ganga með hugmyndir í maganum, sem ekki finnst fjárhagslegur grundvöllur fyr- ir. En þar komum við að því að öll list í landinu er styrkt að einhverju leyti, nema þessi. Og það er sorglegt að ekki skuli vera forsendur hér fyrir því að það sé hægt að fara út í metnaðarfyllri hluti.“ — Er tónlistin hér undir miklum áhrif- um erlendis frá? „Hún svona hleypur þetta í skeiðum. Tónlistin sjálf er kannski eins og föt. Þú sérð ekki mun á klæðnaði íslendings og annarra Norðurlandabúa, nema verið sé að tala um þjóðbúninga. Að þessu leyti er tónlistin dálítið svipuð. Hún er háð al- þjóðlegum tískusveiflum og straumum. Það er engin ástæða fyrir okkur íslendinga að standa hér á götuhornum í sauðskinns- skóm með skotthúfur, þó svo að við vitum að Þjóðverjarnir eru hér á flandri með myndavélar. Við viljum ekki að þeir fari með myndir heim af íslandi eins og það sé bara Árbæjarsafh og við séum hér með kindur í bandi. Og það er eins með ís- lenska tónlist, þó svigrúm þurfi vissulega að vera til staðar fyrir þá sem sinna vilja upprunalegri íslenskri tónlist. En sérstaða íslenskrar tónlistar er fyrst og fremst fólgin í íslenskri tungu. Það verður að styðja við bakið á íslenskri tón- list sem hluta af íslenskri menningu." — Má líta á „íslenskt tónlistarsumar" sem einhvers konar kjarabót fýrir tónlist- armenn? „Kjarabót get ég ekki séð sem annað en hækkun launa, en nú hafa tónlistarmenn engin föst laun. En ef fólk tekur þessu átaki vel og lætur eftir sér að hlusta á þá tónlistarmenn, sem eru að ferðast um landið, og vega og meta það sem þeir hafa fram að færa, kaupir íslenskar plötur, hlustar á íslenska tónlist og sýnir útvarps- mönnum svart á hvítu vilja sinn, þá yrði það einhver kjarabót, en hún yrði aldrei til jafns við það sem fólk í öðrum stéttum myndi sætta sig við. En það eru ekki krónur í vasann sem að við erum að fiska eftir. Við erum að fiska eftir hugarfarsbreytingu gagnvart ís- lenskri tónlist og því fólki sem hana stundar. Þetta er spuming um umburðar- lyndi og að gefa íslenskri menningu tæki- færi til að vera til. Á mörgum sviðum er hún að kafna og við þurfum hjálp til þess að víkka öndunaropið." Guðmundur Steingrímsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.