Tíminn - 15.06.1991, Blaðsíða 7

Tíminn - 15.06.1991, Blaðsíða 7
6 Tíminn Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin I Reykjavik Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Glslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Asgrlmsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Gfslason Skrlfstofur:Lyngháls 9,110 Reykjavlk. Síml: 686300. Auglýsingasíml: 680001. Kvöldsfmar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, fþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi h.f. Mánaðaráskrift kr. 1100,-, verð I lausasölu kr. 100,- og kr. 120,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Kjarnorkusvæði Nokkurn veginn ber það upp á sama daginn, að norrænni ráðstefnu um umhverfismenntun lýkur í Reykjavík og fréttir berast af því frá Moskvu að hætta sé á geislamengun frá sovéskum kafbáti sem sökk fyrir tveimur árum suður af Bjarnarey, þ.e. í hafinu undan ströndum Norður- Noregs. Vert er að rifja það upp að þessi kafbátur var á venjulegri siglingaleið frá herskipahöfn á Kola- skaga, þótt ekki sé vitað hvert var stefnt nákvæm- lega. Engan veginn er útilokað að sovéski kafbát- urinn hafí verið á leið til íslandshafa, enda engin nýlunda að kjarnorkukafbátar séu þar á ferð. Varla eru það eingöngu sovéskir kjarnakafbátar sem sigla um höf norðurslóðanna, heldur verður að gera ráð fyrir að kjarnorkubúnir kafbátar annarra ríkja fari þar sinna ferða. Þess ber einnig að minnast að kafbátsslysið við Bjarnarey var hjúpað eins mikilli leynd og hægt var og smám saman hefur það gleymst, þangað til minningin um það er vakin upp að nýju. Að slysið féll í gleymsku stafaði fyrst og fremst af því að Sov- étmenn gerðu sem þeir gátu til þess að sannfæra heiminn um að svo vel hefði verið búið um hnút- ana af hálfu skipshafnar áður en báturinn sökk að umhverfínu ætti ekki að stafa nein ógn af kjarn- orkumengun. í rauninni var þetta aldrei ýkja sennileg fullyrð- ing. En af einhverjum ástæðum þótti forsvars- mönnum annarra þjóða ekki tilefni til þess að ganga hart að Sovétmönnum um upplýsingar í þessu máli. íslendingar þurfa hins vegar ekki að velkjast í neinum vafa um það, að kjarnorkuveldi heimsins hafa ekki áhuga á að útbásúna slys af þessu tagi vegna þess að með því væru þau að vekja athygli á því sem þau vilja dylja, að norður- höfín séu kjarnorkusvæði fullkomlega til jafns við fastaland Evrópu og aðra þá staði á jarðarkringl- unni þar sem kjarnavopn eru til taks eða kjarn- orkustöðvar niðurkomnar. Vissulega er að mörgu að hyggja þegar rætt er um umhverfismál. Vel má taka undir vígorð nýaf- staðinnar ráðstefnu um umhverfismenntun að hugsa hnattrænt en hafast að í eigin landi. íslend- ingar eiga fyrst og fremst að hegða sér þannig heima fyrir að í engu sé spillt lífríki og náttúru- gæðum og vinna að því að bæta þau spjöll sem vindar, veður og mannvist hafa unnið á landinu. En er ekki tímabært að íslendingar fari að átta sig á því að þeir búa á kjarnorkusvæði? Þótt hvorki sé kjarnorkuvopn né kjarnorkuver að finna á ís- lensku landsvæði „eru höfin umhverfis ísland í raun kjarnorkusvæði, undirlögð þeirri áhættu sem slíku fylgir“, svo rifjað sé upp það sem Tíminn sagði um þessi mál fyrir tveimur árum þegar kjarnorkuslysið varð við Bjarnarey. Þessi orð eru í fullu gildi enn í dag. Pi ini'ii H i uiOfthiRniiP. ; Laugardagur 15. júní 1991 MÖRGU LEYTI hefur verið hljótt um þá miklu breyt- ingu, sem átt hefur sér stað um þróun þeirra hernaðarbanda- laga sem komu í kjölfar síðari heimsstyrjaldarinnar, Varsjár- bandalagsins og Atlantshafs- bandalagsins. Þessi bandalög hafa verið kennd við „kalda stríðið“ sem haft er um það sambúðarástand sem ríkti milli Sovétríkjanna og Bandaríkj- anna frá lokum heimsstyrjald- arinnar fram á síðustu ár og kom skýrt fram í tvískipting- unni „austur og vestur“ sem segja má að hafi verið allsráð- andi í heimsmálum meira en 40 ár og mótað utanríkisstefnu flestra ríkja heims, og er ísland þar síst undanskilið. Tilvistarkreppa NATO Atburðir þeir sem tóku að ger- ast í Austur- og Mið-Evrópu eft- ir aðumbótasinnar undir stjórn Mikaels Gorbatsjovs hófust til valda í Sovétríkjunum árið 1985, hafa gerbreytt þessari heimsmynd eftirstríðsáranna. Varsjárbandalagið hefur visnað upp með falli alþýðulýðveld- anna og Atlantshafsbandalagið finnur til þess að það verður að breytast ef það á að lifa af hinar pólitísku umbyltingar sem orð- ið hafa. Þetta hefur að sjálf- sögðu leitt til þess að ráðamenn Atlantshafsbandalagsins, bæði stjórnmálamenn og heríforingj- ar, hafa hlotið að leiða hugann að starfsemi bandalagsins, ekki bara í einhverjum aukaatriðum, heldur í grundvallaratriðum, þannig að ýmsir hafa farið að leyfa sér að leggja nokkuð stór- huga dóm á tilveru þess og úti- loka síður en svo þörf á gagn- gerri ummyndun á hlutverki þess og skipulagi. Fyrir einu ári var haldinn mikilvægur fundur utanríkis- ráðherra Atlantshafsríkjanna í Skotlandi og síðan sýnu áhrifameiri fundur æðstu stjórnmálaforingja NATO-ríkj- anna í Lundúnum 5.-6. júlí 1990 þar sem beinlínis var samþykkt að umbreyta yrði Atlantshafsbandalaginu að hlutverki og skipulagi eins og tilvist og umhverfi þess hafði þegar ummyndast vegna þró- unarinnar í Sovétríkjunum og Austur- og Mið-Evrópu og kippt grundvellinum undan Varsjárbandalaginu. Atlants- hafsbandalagið var að missa glæpinn. Þótt algert afnám NATO væri síður en svo á dag- skrá leiðtoga Atlantshafsríkja, þegar þeir samþykktu Lund- únayfirlýsingu sína fyrir 11 mánuðum, báru umræðurnar eigi að síður vott um tilvistar- kreppu Atlantshafsbandalags- ins eins og umræður innan herstjórnar þess og í stjórn- málaheimi NATO-ríkjanna hafa staðfest æ síðan. Þessi til- vistarkreppa setti að sjálfsögðu svip sinn á fund utanríkisráð- herra NATO-ríkja í Kaup- mannahöfn í fyrri viku. Fréttaskýring í Newsweek Til þess að varpa nokkru ljósi á þennan vanda innan Atlants- hafsbandalagsins er ekki úr vegi að endursegja í stuttu máli hug- leiðingu ágæts fréttaskýranda í heimspressunni, Scotts Sulli- vans, ritstjóra Evrópumálefna hjá Newsweek. Hann segir svo í blaði sínu 10. þ.m.: .Atlantshafsbandalagið hefur enn ekki fundið handa sér neina þá ógnun sem komið getur í staðinn fyrir hættuna af Sovét- ríkjunum og Varsjárbandalag- inu. En í vikunni sem leið ákvað NATO hvers konar herafli það ætti að vera sem hafa skyldi til taks á þess vegum gegn fjand- mönnum sínum. Á tímamóta- fundi í Brússel ákváðu varnar- málaráðherrar bandalagsins að minnka heraflann stórlega, gera herstyrkinn alþjóðlegan og miklu hreyfanlegri og þjálli í meðförum en hingað til. Þessi ákvörðun er til vitnis um að þarna er um að ræða róttæk- ustu endurskoðun á hernaðar- stöðu bandalagsins frá stofnun þess árið 1949. Þegar til lengdar lætur mun þessi ákvörðun minnka kostnað við varnir Vest- urlanda svo að um munar, en tryggja á hinn bóginn framhald þess að Bandaríkjamenn hafi heri í Evrópu, þótt í minna mæli verði en verið hefur. Fyrr eða síðar gæti það ieitt til þess að herstyrk Atlantshafsbanda- lagsins verður beitt utan þess svæðis sem Atlantshafssáttmál- inn tekur til. Þótt sögulegt sé, þurfti samt svo að fara að samdráttur her- aflans, endurskipulagning hans og aðlögun að nútímanum hróflaði ekki við þeim aðal- vanda bandalagsins, sem upp kom eftir að tímabili kalda stríðsins lauk. NATO heldur áfram að vera ein orkan hernað- armaskína sem hvorki beinist að einu né neinu. Bandalagið takmarkar hlutverk sitt enn við aðgerðir í Evrópu og á Norður- Atlantshafssvæðinu. Sum NATO-ríkjanna, einkum Frakk- land og Ítalía, eru staðráðin í að efla evrópska sjálfsvitund í ör- yggismálum. Önnur, einkum Bretland og Holland, halda fast við þá skoðun að Bandaríkin ein geti tryggt varnir Evrópu ef virkilega hættu ber að höndum. Bandaríkin vilja að herstyrkur Atlantshafsbandalagsins sé mjúkur og meðfærilegur sem nota mætti og nota skyldi ef þörf krefur á óróasvæðum í þriðja heiminum á borð við Persaflóasvæðið. En það er síð- ur en svo einhugur innan Atl- antshafsbandalagsins um að senda herlið þess til slikra „ut- ansvæðisátaka." „Hvað sem því líður, þá voru þessar nýju ákvarðanir sigur fyrir Bandaríkjamenn og Atl- antshafssinna í Evrópu," segir Scott Sullivan. „Bandarískur hershöfðingi mun áfram gegna æðsta trúnaðarembætti Atl- antshafsbandalagsins í Evrópu. Varnarmálaráðherrarnir tóku skýrt fram að mikilvægar ákvarðanir í varnarmálum yrðu á vegum bandalagsins sem verið hefur. Frakkland átti ekki full- trúa á fundinum í Brússel, enda sagði það sig undan hernaðaryf- irvaldi bandalagsins 1966, þótt það sé aðili að bandalaginu sem slíku, her Frakka er ekki talinn með í hinum nýju áætlunum. Mitterand stendur þannig frammi fyrir gerðum hlut.“ Samdráttur herafla Scott Sullivan heldur áfram: „f stórum dráttum má segja að varnarmálaráðherrarnir hafi samþykkt að minnka herafla Atlantshafsbandalagsins í Evr- ópu um þriðjung, þ.e.a.s. um það bil milljón manns og her Bandaríkjamanna út af fyrir sig um tvo þriðju hluta (úr 320 þús- undum í 100 þúsund). Næstum allar áður viðurkenndar hernað- aráætlanir enduðu í sorptunn- unni. Hinar nýju áætlanir koma til framkvæmda smám saman á næstu fimm árum. Aðalnýjungin felst í því að stofna svokallaðan „Rapid Re- action Corps“, „skjótvirka her- inn“, 70-100 þúsund manna her undir breskri stjórn. Þessu úr- valsliði er ætlað að vera til taks hvar sem er á Atlantshafssvæð- inu með þriggja sólarhringa fyrirvara. í honum verður deild með þýskum, hollenskum og belgiskum sveitum og ítölsk herdeild með grískum og tyrk- neskum liðsmönnum. Banda- ríkjamönnum er ætlað að sjá Laugardagur 15. júní 1991 Tíminn 7 LAUGARDAGURINN 15. JUNI 1991 5: , - >-:í - lÉtii J * « ♦ Sovéskur kjarnakafbátur af Oscar-gerð búinn stýriflaugum. um loftflutninga og trúlega gert ráð fyrir að þeir leggi til heila herdeild. Þótt hér hafi sögulegir atburðir gerst fer því fjarri að allt sé slétt og fellt. Ráðherrarn- ir standa enn í hrossakaupum um hvað einum beri að gera í þessu eða hinu eða hvað öðrum skuli ætlað í því efni. En hafi ráðherrarnir verið tvfl- ráða um hvernig skipa skuli í herdeildir eftir þjóðerni, tekur ekki betra við þegar til þess kemur að skilgreina hlutverk úrvalshersins nýja. Dick Chen- ey, varnarmálaráðherra Banda- ríkjanna, lagði áherslu á að ekki væri liðin hjá sú hætta sem staf- aði af Sovétríkjunum þegar fram í sækti. Tom King, varnarmálaráðherra Breta, benti á að Noregi og Týrklandi stafaði tæknilega enn mikil hætta af Sovétríkjunum, en þessi lönd eiga landamæri við Sovétríkin ein allra NATO- ríkja. Fulltrúar annarra ríkja á Brússelfundinum töldu að líta mætti á þjóðernisátök í Austur- Evrópu, og þá helst í Júgóslav- íu, sem beina ógnun við Atl- antshafsbandalagið sem gæti leitt til þess að grípa yrði til slíks úrvalshers." í leit að íjandmanni Þegar hér er komið frásögn- inni af hugmyndum og fyrirætl- unum herforingja og varnar- málaráðherra Atlantshafs- bandalagsins um breytingar á starfsemi og hlutverki banda- lagsins vendir Scott Sullivan kvæði sínu í kross og fer að draga sínar eigin ályktanir eftir að hafa sagt skilmerkilega frá atvikum, þótt í stuttu máli sé. Hann segir: „Ekkert af því, sem hér hefur verið greint frá, rétt- lætir í raun og veru alla þessa fyrirferð í hernaðarumsvifum eins og nú er komið. Alla götu síðan 9. nóvember 1989, þegar Berlínarmúrinn byrjaði að molna niður, hefur Átlantshafs- bandalagið verið að leita sér að verkefni. Ríkisstjórn Bush for- seta og flestar ríkisstjórnir í Evrópu eru sannfærðar um að Atlantshafsbandalagið skuli halda áfram að vera til. Jafnvel Frakkar með allt sitt Evrópum- ont vilja hafa Kanann til taks í viðvörunarkerfinu. Ákvörðunin um víðtækan niðurskurð til varnarmála á vegum Atlants- hafsbandalagsins hefur þann tvíþætta tilgang að ganga í aug- un á evrópskum kjósendum, sem vilja fá að sjá einhvern ár- angur af friðarþróuninni í verki og að róa bandaríska þingmenn sem lagt hafa til að Bandaríkin hverfi frá Evrópu með einhliða ákvörðun. Ákvarðanirnar í síðustu viku (segir Scott Sullivan) munu spara fé, að vísu ekki á allra fyrstu árunum, því að þá munu útgjöldin vaxa. Þær munu flytja nokkuð af varnarkostnaði og ábyrgð frá Bandaríkjamönnum og leggja á herðar Evrópuþjóð- unum. Þær munu hafa í för með sér stofnun fullkomnari hers á vegum bandalagsins sem auk þess er liðlegri og hreyfan- legri. En þessar ákvarðanir snerta ekki mál málanna: „Hvað á að gera með hernaðarbanda- lag þegar friður „skeliur á“?“ ísland og NATO Þannig endar ritstjóri Evrópu- deildar Newsweeks hugleiðingu sína um ástand og horfur í mál- efnum Atlantshafsbandalagsins. Hann varpar í raun fram þeirri spurningu, hvort dagar Atlants- hafsbandalagsins í sínu gamla hlutverki og umfangi séu ekki taldir. Hann gefur nánast í skyn að grundvöllur bandalagsins sé hruninn vegna þess að fjand- maðurinn sem vígbúist var gegn sé ekki lengur til. Hitt er annað mál að Scott Sullivan svarar ekki sinni eigin spurningu, enda engin ástæða til, því að hann er fyrst og fremst að ögra ráðamönnum Atlantshafsbandalagsins og alls hins vestræna heims til þess að svara grundvallarspurningum um varnarsamstarf sín á milli í ljósi þeirrar þróunar sem átt hefur sér stað í Evrópu síðustu tvö ár. Eins og fram kemur í grein hins bandaríska ritstjóra hafa þessi mál verið til umræðu í stjórnardeildum Atlantshafs- bandalagsins. Af þeim umræð- um og ákvörðunum sem fyrir liggja bendir ekkert til annars en að Atlantshafsbandalagið haldi áfram að vera til. Hins vegar dylst engum að heims- ástandið er gerbreytt. Hér eftir þýðir ekkert að vera með ein- hver kaldastríðsrök á vörunum til þess að réttlæta tilveru bandalagsins, heldur verður að styðja hana rökum, sem eru í takt við líðandi stund og fram- tíðina. Þessi mál snerta íslendinga engu minna en aðrar aðildar- þjóðir Atlantshafsbandalagsins. Eins og hvert aðildarríki banda- lagsins hlýtur að byrja á því að meta sína eigin stöðu og ástæð- ur fyrir tengslum við NATO, verða íslenskir stjórnmálamenn á þessum tímamótum í sögu bandalagsins að gera úttekt á stöðu íslands í slíku umróti, setja hana í rétt, sögulegt sam- hengi og tengja framhaldið framtíðarhagsmunum fslands í öryggis- og varnarmálum. Ekki skal því haldið fram að slík út- tekt á stöðu íslands í breyttum heimi sé auðveld. Þaðan af síður verður því haldið fram að allir verði á eitt sáttir um slíkt mat og hvernig það yrði túlkað. Kúvending Þótt fleira komi til - því að um- ræður um nýskipan varnar- og öryggismála í okkar heimshluta hafa verið á fullu undanfarin misseri - ætti það að vera sér- stakt tilefni til víðtækrar um- ræðu um íslensk varnar- og ör- yggismál, að sjálfur utanríkis- ráðherra landsins er óvænt far- inn að líta svo á að þau mál megi nota í samningskúnstum ríkis- stjórnarinnar um evrópska efna- hagssvæðið. Greinilegt er að ut- anríkisráðherra sést ekki fyrir í ákafa sínum um að koma vilja sínum fram í Evrópumálinu, þótt í þessu tilfelli verði honum á að auglýsa misskilning sinn á grundvallarþáttum íslenskrar öryggis- og vamarmálastefnu, eða e.t.v. hitt að hann er að boða kúvendingu á því sem verið hef- ur grundvöllur öryggis- og vam- armálastefnu íslendinga í hálfa öld, síðan 1941 þegar lslending- ar og Bandaríkjamenn gerðu með sér varnarsamning í heims- styrjöldinni. Vissulega hefur þátttaka ís- lands í Atlantshafsbandalaginu verið meginstoð í íslenskri ör- yggis- og varnarmálastefnu í meira en 40 ár (frá stofnun NATO). En það segir ekki alla söguna. Það að íslendingar gerðust aðilar að Atlantshafs- bandalaginu átti ekki rætur í því að þeir væru svo nátengdir meg- inlandsþjóðum Evrópu, heldur af því að íslendingar eru öllum öðrum þjóðum fremur Atlants- hafsþjóð - búsettir í miðju út- hafsins - og eiga öryggishags- muni með öðmm eiginlegum Atlantshafsþjóðum, engu síður þeim sem búa vestan við Iandið en þeim sem búa austan þess. Þegar betur er að gáð er það hin tvíhliða varnarsamvinna við Bandaríkin sem skiptir íslend- inga mestu í raun. Hún er sú sögulega og „realpólitíska" ástæða sem fyrst verður að leiða hugann að þegar staða íslands í breytanda heimi er metin. Raunsæisástæður valda því að um þessi mál er aðallega við Bandaríkjamenn að tala. Þetta verða íslensk stjórnvöld að hafa sérstaklega í huga, ef þau stefna að því að kúvenda í varnar- og öryggismálum og þykjast sjá önnur úrræði um inntak þeirra og grundvöll.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.