Tíminn - 29.06.1991, Blaðsíða 1

Tíminn - 29.06.1991, Blaðsíða 1
29.-30. júnl 1991 w Areiðanlegar frásagnir um ísland“ Þaó var að vísu vegna óheppilegra atvika, er vörðuðu persónu hans, aó danski lög- fræðingurinn og nátt- úruspekingurinn Niels Horrebow valdist til rannsókna á íslandi ár- ið 1749. En íslandi og þegnum þess varð það til gæfu og gagns Árið 1752 kom út í Danmörku bók um ís- land, sem sœtti miklum tíðindum. Hún hét „Tilforladelige Efterretninger om Islandu og var höfundurinn Niels Horrebow. Orðið „tilforladelige“ (óbgggilegar) var í heiti hennar afgildri dstœðu, sem sé þeirri að um þessar mundir var rit eftir Johann nokkum Anderson, borgarstjóra í Hamborg, sú bók er menn sóttu helst til, sem afla vildu sér vitneskju um landið. BókAnder- sons hafði komið út á þýsku 1746 og á dönsku ári síðar. En sá var hœngur á að Anderson hafði aldrei til íslands komið og samið hana eftir sögum lítt kunnugra sjó- manna og kaupmangara, er siglt höfðu til íslands, og var hún svo full afillgrtum rógi um land og þjóð að taka þótt fram hinni vtðkunnu bók Blefkens. Því ritar Horrebow sína bók sem nokkurs konar andsvar við skrifum Andersons, eins og Amgrímur lœrði hafði ritað gegn Blefken áður. Gagn- stœtt Anderson hafði Horrebow, sem var réttsgnn og vel menntaður maður, dvalið á íslandi á þriðja ár við rannsóknir, svo hverjum lesanda mátti vera Ijóst hve hans frásögn var betur að tregsta. En hver var Niels Horrebow og hver vom tildrög ís- landsfarar hans? Niels Horrebow fœddist í Kaupmannahöfn 17. september 1712. Faðir hans, Peder Horrebow, var prófessor í stjömu- og eðlis- frœði við Hafnarháskóla. Tveir brœðurNi- elsar lögðu stund á stjömufrœði einnig og urðu báðir prófessorar og vel metnir vís- indamenn. Niels virðist hafa verið maður fjölhœfur, en lítt ráðinn fgrst í stað um nám sitt, eins og raunar var títt í þann tíma. Fgrst nam hann stcerðfrœði og stjömufrceði um skeið, en lagði síðan stund á lögfrœði og varði dokt- orsritgerð í þeim frœðum. Árið 1745 varð hann dómari í hcestarétti, en jafnframt var hann ritari í hirðréttinum danska. Sgnir það Ijóslega að hann hefur notið trausts og álits sem lögfrœðingur. En embœttisframi hans og ferill varð skammvinnur, því að 1747 var hann sviptur stöðum sínum vegna sjóð- þurrðar, er hjá honum varð. Hlaut hann þá að fara til Borgundarhólms í einskonar út- legð. Það mun hafa verið að undirlagi brceðra hans að Holstein greifi, sem var formaður danska Vísindafélagsins, gekkst fgrir því að regnt var að legsa Niels úr kröggum með því að senda hann til íslands. Skgldi hann gera þar stjamfrœðilegar mœlingar, veðurathug- anir og aðrar slíkar rannsóknir, en til alls þessa virtist hann vel fallinn. Útvegaði greif- inn honum fararlegfi og ókegpis flutning til íslands og vist á Bessastöðum. Fremur var Horrebow illa búinn að rann- sóknartœkjum í fgrstu. En hann tók ótrauð- ur til starfa, jafnskjótt og hann var kominn til íslands, Maeltust skgrslur hans svo vel fgrir að ákveðið var að framlengja dvöl hans um þrjú ár. En vorið 1751 gerði konungur hér ngja skipan á og var Horrebow kvaddur heim haustið 1751, svo dvölin varð einungis rúm tvö ár og ferðalög um landið lítil. Ákvörðun konungs réðst ekki síst afþví að afráðið hafði verið að senda þá Eggert Ól- afsson og Bjama Pálsson til rannsókna á ís- landi. En för hans var eigi að síður tíma- mótamarkandi og íslandslgsing hans var þgdd á helstu menningarmál Evrópu. Mcetti fara miklu fleiri orðum um höfundinn og verk hans hér, en rúm legfir það ekki. Niels Horrebow lést árið 1760, aðeins 48 ára að aldri. Nafn hans hefur löngum verið nefnt í sömu andránni og nafn Ludvigs Harboe biskups, sem hér hafði verið á ferð örfáum árum áður og kom til leiðar svo mörgum og merkilegum umbótum meðal landsmanna, ekki síst í menntamálum. Hér verður nú litið í nokkra kafla í bók Horrebows, sem annars hefur lítt verið hald- ið fram hér á landi. Hún kom loks út í ts- lenskri þgðingu Steindórs Steindórssonar frá Hlöðum árið 1966. ítreka ber að Horre- bow vitnar hér víða í ummoeli annars höf- undar, er um ísland hefur ritað, og þá er þar vitanlega átt við bók Andersons hins þgska. Þeir kaflar, sem valdir hafa verið, lúta að því hvemig landinn hefur komið þessarar tíðar mönnum fjgrir sjónir, svo og gmsu því er varðar daglegt viðurvœri og heilsufar. Tilforladelig: ,F TERRLTXIN GER1 ISLAND ílqAojv Aíeteor olo o ííke wObstrpœtiöner Titilsíða frumútgáfu bókar Horrebows. Bókin var þýdd á helstu menningarmál álfunnar og t.d. enska útgáfan var framúrskarandi fallega úr garði gerð og lesin af mörgum mestu menningarmönn- um þar í landi. „Um loftslag og líkamsvöxt íslendinga Veðurathuganirnar og það, sem skýrt er frá hér að framan um veðráttufar á íslandi, leiða í ljós að loftslag er þar heilnæmt. Hið sama get ég staðfest efir reynslu minni. Það er því hreinn óþarfi að taka fram „að loftslag á eynni sé heilnæmt heimamönnum, sem vanir eru veðurfari þar frá barnæsku." Erlendum manni, sem til íslands kemur, líður bet- ur í loftslagi þess en íslendingi, sem flvttist til vor, í voru lofts- lagi. Islendingurinn er dálítið viðkvæmur gegn sumarhitanum hjá oss, þótt hann sé ekki miklu hærri en á íslandi. Hins vegar er íslensk sumarveðrátta mjög þægileg útlendingum, af því að loftið er hreint og laust við mollu þá og móðu, sem veldur oss óþægindum heima fyrir. Vet- urinn er að jafnaði ekki öllu harðari en hjá oss, og eini mun- urinn, sem mér virðist á veðr- áttu íslands og Danmerkur er, að á íslandi er oftar vindur, en það veldur ekki óhollustu. Þvert á móti hreinsar vindurinn loftið, svo að það verður bæði þægi- legra og heilnæmara en ella. Ekki mótmæli ég því að íslend- ingar „séu hraustir", en því fjær skapi er mér að samþykkja það sem höfundur segir um orsakir þess, en hann segir að það stafi af því „að þeir þegar frá fæðingu séu aldir upp við illan og lítinn mat og séu hertir með því að knýja þá til stöðugrar erfiðis- vinnu og með illum aðbúnaði." Það er skrýtin kenning að vegur- inn til hreysti og líkamsburða sé illur og lítill matur frá frum- bernsku. Hingað til hefur það verið talið draga úr heilbrigði og tálma því að menn fengju fullan þrótt. Þessu er líka allt öðru vísi farið. Þótt daglegt fæði íslend- inga sé ekki eins kryddað og hjá oss með alls kyns erlendum kryddjurtum og sælkerum geti því þótt það vont, er ekki þar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.