Tíminn - 29.06.1991, Blaðsíða 4

Tíminn - 29.06.1991, Blaðsíða 4
12 HELGIN Laugardagur 29. júnt 1991 TJALDVAGNAR og allt í útileguna: Bómull (l.i.OOOj N.vlon (12.900) I byrjun þessa mán- aðar giftist elsta dótt- ir sellósnillingsins Mstislav Rostropov- ich frönskum auð- mannssyni í París. Viðhöfnin hefur vakið athygli víða um lönd er enn í fremstu röð. Ættmenni hans voru meðal margra heims- þekktra gesta í brúðkaupinu, en gestir voru um 500 talsins. Hátíðarhöldin stóðu í fimm daga í París og tóku þá við þriggja sólar- hringa „arabískar nætur“ í Mar- okkó, sem áður segir. Giftingin fór fram í ráðhúsinu í París og var það borgaraleg gifting. Þar var við- staddur borgarstjóri Parísar, Jacques Chirac, og kona hans, en frúin er mikill vinur Rostropovich- fjölskyldunnar. Eftir giftinguna í ráðhúsinu tók við veisla undir berum himni í görðum Marmottan-safnsins og voru þar mörg hundruð gesta. Sama kvöld fór fram athöfn í anda rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar f kirkju safnaðar hennar við Daru- stræti. íburðurinn var með fádæmum. Sellósnillingurinn fylgdi dóttur sinni til kirkjunnar og bar við það tækifæri orður þær sem honum hafa hlotnast víðsvegar um heim- inn. Koma þeirra feðgina hafði mikil áhrif á brúðgumann að von- um, sem ekki hafði fyrr séð brúðar- skart Olgu, eins og siðir rétttrún- aðarkirkjunnar gera ráð fyrir. Hönnuður brúðarkjólsins var Yves Saint-Laurent og var hann úr gullnu tjullefni og bar brúðurin við hann höfuðdjásn úr gulii. í stað hinna venjulegu hvftu rósa var Olga með vönd af rauðum rós- um, sem eru uppáhaldsblóm móð- ur hennar. Brúðarmeyjarnar voru í kjólum með blómamynstri og báru höfuðsveig úr gulum rósum og höfðu rauðan linda um mitti sér. Meðan á athöfninni stóð voru brúðhjónin látin standa undir tveimur kórónum, en allt um kring gnæfðu íkonar og krossar kirkj- unnar. Brúðurin gaf keisaraynjum keisaratímans ekki eftir að íburði á neinn hátt. Olga er heimsborgari eins og fað- ir hennar, og þekktur fiðluleikari. Faðir hennar fæddist í Sovétríkj- unum og hóf þar feril sinn. Hann öðlaðist heimsfrægð á tónleika- ferðalögum erlendis og árið 1977 OPIÐ ALLAR HELGAR í SUMAR SEGLAGERÐIN ÆGIR Olga Rostropovich í brúðar- kjólnum, sem hannaður var af Yves Saint-Laurent. Rostropovichfjölskyldan á hinum stóra degi ásamt brúöarmeyjum eistu dóttur sinnar. Brúðkaup, sem líklegt er að verði í minnum haft í mörg ár, fór fram í París í fyrstu viku þessa mánaðar. Þar giftist Olga Rostropovich, dótt- ir sellósnillingsins heimskunna, Olaf Guerrand-Hermes. Viðhöfnin var með ólíkindum og stóðu hátíð- arhöld vegna brúðkaupsins bæði í París og í Marrakech í Marokkó. Olga, sem er 34 ára, er elsta dótt- ir Rostropovich og konu hans, óperusöngkonunnar Galinu Pavl- ovu Vishnevskayu, en endurminn- ingar hennar komu út á íslensku nú fyrir nokkru, þar sem hún lýsir einstæðum ævi- og listamannsferli sínum. Olaf er fjórum árum yngri en kona hans og er af þekktri auð- mannafjölskyldu, en Elena, amma hans, stofnsetti heimsþekkt fyrir- tæki er framleiðir lúxusvarning og Tjöld, svefnpokar, himnar, gönguskór, allur útilegufatnaður, stólar, grill, borð, sólskýli og margt margt fleira. Vatnsheldir með útöndun 'Domon með rússneskum íburði Brúðhjónin vlð athöfnina í kirkjunni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.