Tíminn - 29.06.1991, Blaðsíða 3

Tíminn - 29.06.1991, Blaðsíða 3
i Pf ^aug^r^ir ^,jwí J 991 u 'heLgin :'T 11 JiU A W«J B 333 C 33+I D 33J| V 334 V .334 (i 334 I I 33< I 3*0 K 3*1 L ' M 3*3! N 3*4| O 3**1 T og hér. Einnig er það ekki fágætt að konur missi heilsuna við barnsburð það sem eftir er æv- innar, svo að því fer fjarri að fæðingar séu þeim eins þrauta- lausar og sagt er. Um sjúkdóma Frá því er áður sagt að eftir fimmtugs aldur séu karlmenn þjáðir af brjóstveiki og öðrum langvinnum sjúkdómum og kon- ur missi oft heilsuna eftir erfiðar fæðingar, svo að ljóst má vera að íslendingar eru þjáðir af ýmiss konar sjúkdómum, líkt og aðrar þjóðir. Það er venja þar að kalla alla kvilla einu nafni landfarsótt, rétt eins og almúginn hér kallar allt þvílíkt hitasótt, enda mun þar vera að mestu um hið sama að ræða. Holdsveiki er sjúkdóm- ur, sem þjáir marga. Hún er mest megnis arfgeng, en sjaldan smitnæm. Þetta er ekki sami sjúkdómur og hjá oss, og held ég fremur að það sé eins konar skyrbjúgur. Ýmsir læknast af lyfjum, sem lærður íslendingur hefur sett saman. Margir þjást af magakvillum, þunglyndi og ýms- um öðrum sjúkdómum, svo að ég hygg að íslendingum kæmi vel að fá nokkra lærða lækna og að þeir myndu hafa nóg að gera, ef þjóðin aðeins hefði efni á að halda slíka nauðsynjamenn sín á meðal. Höfundi hefur þannig verið skýrt alrangt frá „að hita- sóttar heyrist sjaldan getið, né annarra álíka sjúkdóma, og þess vegna séu þar engir læknar.“ Þegar sýnt hefur verið fram á að ýmsir sjúkdómar þjá íslendinga, er það þarfleysa að leita að or- sökum þess að sjúkdómar séu þar harla fátíðir, eins og höfund- ur segir. En hann telur að þeir eigi þetta að þakka því „að þar séu ágætar jurtir, frábært öl- kelduvatn, sem þeir drekki dag- lega án þess að þekkja það, þrá- látir vindar, sem hreinsi loftið, hinn hreini, þurri og stöðugi kuldi og síðast en ekki síst með- fædd hreysti og ágæt melting." Þegar nú hið sanna er komið í ljós, að íslendingar þjást af sjúk- dómum engu síður en aðrar þjóðir, eru allar þessar hugleið- ingar þarflausar og rangar að auki. íslendingar nota ekki hinar frábæru jurtir sínar, ölkeldu- vatnið frábæra fæst aðeins á ör- fáum stöðum, svo að fæstir menn geta drukkið það daglega, þrálátir vindar og sífelldir kuldar eru ekki á íslandi, eins og fyrr er sagt, og í hverju hin meðfædda hreysti þeirra er fólgin veit ég ekki. Þeir fæðast sem veikburða börn, eru aldir upp í býsna miklu eftirlæti og harðfengi þeirra kemur fyrst til sögunnar þegar þeir hafa náð þeim þroska að vera hlutgengir til sjómennsku, svo að hreystin getur ekki verið meðfædd. Ósagt skal látið hver muni hafa kannað í þeim mag- ann og fundið að hann væri gæddur sérlegum meltingar- krafti umfram maga annarra manna. í athugasemdum við þennan kafla kemst höfundur svo að orði: .Algengustu þjóðarkvillar eru magakrampi og holdsveiki, sem verður auðskilið, þegar vér hugsum út í hið taumlausa og viðbjóðslega ofát þeirra og sóða- lega lifnaðarhætti." Áður hefur hann talað um að íslendingar eti lítið, en nú eru þeir allt í einu orðnir taumlaus og viðbjóðsleg átvögl. í því sem höfundi hefur verið sagt um landið, eru svo miklar mótsagnir að það gefur auga leið að sá einn hefur verið tilgangur sögumanna höfundar að rógbera landið, enda þótt þeir láti ekki á því bera. Og kemur þetta hvarvetna fram, bæði í því sem þegar hefur verið sagt, en þó enn meira í því sem eftir fer. Rétt er það að vísu að holdsveiki er meðal hinna algengustu þjóðar- sjúkdóma, áður en til kemur vinnuþreyta og ellihrörnun. En þar sem holdsveikin er arfgeng, getur hún tæpast stafað af Iifn- aðarháttum manna nú, en þeir eru engan veginn eins sóðalegir og höfundi hefur verið tjáð. Þótt sagt hafi verið hér að ýms- ir sjúkdómar herji á íslendinga, er því ekki móti mælt sem áður er sagt að þeir séu að eðlisfari hraustir og heilbrigðir, en þeir veiklast snemma vegna mikils erfiðis og verða þá hinum og öðrum sjúkdómum að bráð. Þegar íslendingar veikjast láta þeir Guð og lukkuna ráða hversu fara muni, því að sárafáir menn eiga þar nokkur dönsk heimilis- lyf eða kunna með þau að fara. Enn fjær sanni er að notuð sé sú lækningaðferð, sem höfundur lýsir svo: „Ef einhver veikist er öll sú lækning sem hann nýtur í því fólgin að drekka spenvolga nýmjólk, að tyggja dálítið tóbak og fá sér sopa af brennivíni til þess að koma maganum í lag.“ Sjúklingar drekka alls ekki ný- mjólk sér til heilsubótar, heldur er sú mjólk, sem ætluð er sjúk- um, ætíð flóuð, eins og ég hef áður sagt. Yfirleitt drekka sjúk- lingar ekki mikla mjólk, en mysu í hennar stað, enda mun hún heilnæmari. Aldrei hef ég heyrt þess getið að nokkur sjúklingur tyggi tóbak sér til heilsubótar. Brennvínssopinn er ekki heilsu- drykkur í íslenska maga, enda nota menn hann ekki, þegar þeir eru sjúkir, nema um fullkomna ofdrykkjumenn sé að ræða. Þeir eru að vísu til og geta ekki án brennivíns verið. Sú ástæða, sem áður var nefnd til þess að engir læknar eru á ís- landi, veldur því að þar eru ekki heldur handlæknar, en ekki það að þeirra sé ekki full þörf, ef menn beinbrotna eða slasast á annan hátt. Þá er enginn til sem getur hjálpað, en afleiðingin verður svo sú að þeim batnar seint og illa eftir langvinnar þjáningar. Það gengur ekki svo greiðlega, eins og höfundi hefur verið sagt, „að vegna meðfæddr- ar heilsuhreysti skeyti menn Nýtt fslandskort fylgdi bókinni. Landið færöist nú ögn austar en fyrr hafði verið talið um tegu þess. ekki smámeiðslum og útvortis meiðsli grói fljótt af sjálfu sér vegna kuldans og hve loftið er hreint." Þetta segir höfundur að sé ástæðan fyrir því að engir handlæknar séu í landinu, en hún er jafngild og hin, sem sögð er um almennu læknana. Vér skulum minnast þess að íslend- ingar eru mannlegar verur og því ekki unnt að eigna þeim óeðlilega hörku eða hreysti, svo að ekkert bíti á þá. Eftir þessum boðum að dæma ætti loft og kuldi, sem allir vita að er eitt hið skaðvænlegasta fyrir opin sár og meiðsli, að vera helsta ástæðan til þess að önnur meiðsli íslend- inga gróa fljótt og vel. Um meðferð bama „Mæður hafa börn sín á brjósti í 8 daga eða í mesta lagi í hálfan mánuð, ef þau eru lasburða,“ segir höfundur. Þetta er rangt. Þær konur sem gefa börnum brjóstr hafa þau eins lengi á brjósti sér og hér er títt. En þau börn eru fleiri en hin sem aldrei eru lögð á brjóst, en meðferð þeirra er öll önnur en sú sem höfundi hefur verið tjáð, en hann segir svo frá: „Börnin eru látin á gólfið og hjá þeim sett lokað fat með mysu, ofan í það er stungið pípu eða gildum fjöður- staf, sem bandi er vafið um. Þá er brauðbiti látinn hjá barninu ef hann er til, því til næringar. Þeg- ar barnið vaknar eða gefur frá sér hljóð um að það sé svangt, er því snúið að ílátinu og pípunni stungið upp í það. Sýgur það þá eftir þörf sinni.“ Svo illa og ein- faldlega fara íslendingar ekki með börn sín. Sannast mála er að þeir annast þau svo vel að ég hef hvorki séð né heyrt um því- líka umhyggju annars staðar. Svo fjarri fer það því að þeir láti börnin liggja á gólfinu, en al- mennt eru notaðar vöggur handa börnunum. Sumar þeirra eru á völtum, en aðrar eru hengdar upp. Börnum er aldrei gefin mysa til drykkjar, en þau eru nærð á góðri kúamjólk, sem stundum er blönduð rjóma, svo að hún verði enn betri og feitari. Eins og vér nota þeir pela handa börnum, en enginn þekkir þann útbúnað, sem höfundi hefur ver- ið sagt frá. „Þegar flytja þarf barn til skírnar eða aðra langa leið er látin upp í það tuskudúsa, er dyf- ið hefur verið í mysu, því til nær- ingar.“ Eins og fram var tekið var ungbörnum alls ekki gefin mysa og það er alls ómögulegt að barn fengi saðningu sína af að sjúga tusku vætta í mysu. Þegar farið er með börn til kirkju, sem oft er allöng leið, er pelinn og nægileg mjólk tekin með til ferðarinnar. Höfuðvatnsglös þau, sem vér þekkjum, eru mikið notuð fyrir pela, því að þau hafa reynst hent- ug til þess. Börn eru þannig nærð eingöngu á mjólk, þangað til þau eru ársgömul eða eldri, nema ef skortur er á henni, eins og oft vill verða hjá fátæklingum suma tíma ársins, svo að það er einnig rangt, sem höfundi hefur verið sagt, „að þegar börn séu þriggja ársfjórðunga gömul, verði þau að borða sama mat og foreldrarnir. Ég hef þegar greint frá þvf að ís- lendingar leggja börn sín í vöggu og ég hef einnig verið sjónar- vottur að því að þeir vefja þau í reifar jafn mjúklega og vér ger- um. En sögumenn höfundar hafa aðra sögu að segja, en þeir segja svo frá: „Reifar eða vöggur þekkja menn ekki. Þegar barnið er 14 daga gamalt, er það fært í buxur og treyju. Það er látið liggja á gólfinu, skríða þar og velta sér, uns það stendur upp sjálfbjarga og fer að ganga.“ Á Is- landi eru börn sjaldan klædd í föt fyrr en þau eru 9-10 vikna gömul, og eftir það eru þau jafn- lítið og áður látin velta sér og skríða á gólfinu, heldur eru þau höfð á höndunum, jafnvel meira en góðu hófi gegnir, og þeim á allan hátt sýnd hin mesta ástúð og umönnun. Það er því með öllu óverðskuldað að ásaka ís- lendinga svo harðlega með fimm mismunandi illyrðum fyrir með- ferðina á börnum sínum. En höf- undur segir svo: „Svo hirðulaus- lega, illa, vesaldarlega, vansæm- andi og dýrslega er farið með aumingja börnin, til þess að herða þau, allt frá fyrsta degi æv- innar.“ En að þetta er ranghermt sést þó af framhaldinu, en þar segir: „Engu að síður eru íslend- ingar beinvaxnir og limir þeirra réttir. Það er óvanalegt að sjá þar kryppling.“ Þessi viðbótarum- mæli eru sterkasta sönnunin fyr- ir því að foreldrar séu ekki hirðulausir um börn sín eða gæti þeirra illa, en þau sanna einnig þau ummæli mín að þeir bera börnin á höndum sér, svo að þau hendi engin slys. Ég hef aldrei séð þar nokkurn kroppinbak, haltan mann eða vanskapaðan, né nokkur merki þess að Islend- ingar séu vanræktir sem ung- börn. Ekki er unnt að þakka náttúru landsins þetta, því að hún er Iík og hér í Danmörku; ef barn dettur og meiðir sig í fæti verður það halt, brotni eitthvað í bringu þess, kreppist það í baki o.s.frv. En til náttúrunnar varð að grípa, til að skýra þetta, því að ekki mátti játa að íslendingar gættu barna sinna vel, en kaflinn endar á eftirfarandi ummælum: „Af þessu sést greinilega með hve mikilli forsjá og mildi nátt- úran vinnur, þegar hún er látin sjálfráð." Hér látum við lokið að líta í rit Nielsar Horrebow um ísland og ættu þessi sýnishorn að sanna að hér hefur maður haldið á penna, sem líklega var færastur allra fram til þess tíma að færa um- heiminum sanna og rétta mynd af íslandi. Hefur það verið landi og lýð heppni er bókin barst svo víða sem raun varð á og að lík- indum hefur hún náð miklu meiri útbreiðslu en rit Eggerts og Bjarna gerðu, en þau birtust nokkrum árum síðar. Horrebow kom til landsins er hillti undir nýja tíma í margvíslegum skiln- ingi. Bók hans er hluti þessara tímamóta og hún á það skilið mörgum fslandslýsingum út- lendinga fremur að hún sé mun- uð og höfundi hennar skipaður heiðurssess.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.