Tíminn - 29.06.1991, Blaðsíða 10

Tíminn - 29.06.1991, Blaðsíða 10
HELGIN SAKAMAL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL LaMgardsgur^. jýní, 1991 SAKAMÁL SAK Sambýliskona Alphonsus Mahoney arfleiddi hann aö öllum eigum sínum og skömmu síðar hvarf hann sporlaust. Þegar lík hans fannst og farið var að rannsaka málið kom enn óhugnanlegra mál upp á yfirborðið. Konan var áhyggjufull. Það voru liðnir þrír dagar síðan faðir hennar hefði átt að koma heim og hann hafði ekki enn hringt í hana. Sharon Duke óttaðist að eitthvað al- varlegt værí að. Hann hefði örugglega hringt í hana er hann snerí heim frá brúðkaupi í Kalifomíu. Faðir hennar, Alphonsus Mahoney, 67 ára, bjó á heimili vinkonu sinnar heitinnar í Pennsauken í New Jersey. Hann ætlaði, eftir að hafa komið aftur heim úr brúð- kaupi í San Diego þann 12. apríl 1988, að hringja í Sharon, en það hafði hann ekki gert. Sharon vissi að hann hafði farið til Kaliforaíu 7. apríl, að hann hafði far- ið með flugvél til Fíladelfíu og gist þar eina nótt hjá vini sínum. Þaðan ætlaði hann að halda til heimilis vinkonu sinnar í Pennsauken. Vinkonan, Leona Huggins, hafði látist fimm mánuðum áður, 63 ára að aldri, og haföi arfleitt Alphons- us Mahoney að húsinu. Sharon Duke vissi að ættingjar konunnar höfðu flutt úr húsinu þegar ljóst varð að Alphonsus hafði erft það. Það var því enginn þar sem gat lát- ið hana vita hvað orðið hefði um föður hennar. Það angraði hana verulega að hafa ekkert heyrt frá föður sínum, svo hún hélt til heimilis hans til að gá hvort allt væri með felldu. Nýir íbúar Þegar þangað kom tóku Joy Lynn Whitted og maður hennar David á móti henni. Joy kynnti sig sem barnabarn Leonu Huggins. Hún sagði að enginn hefði séð Alphons- us og að Sharon væri ekki sú eina sem leitaði hans. Lögreglan í bæn- um hefði einnig verið á höttunum eftir honum vegna ógreiddra stöðumælasekta. Þar sem Sharon vissi að faðir hennar hafði síðast verið í Fíladel- fíu, svo vitað væri, ákvað hún að snúa sér til lögreglunnar þar og tilkynna hvarf hans. Það leið þó ekki á löngu áður en ljóst varð að lögreglan í Fíladelfíu gat ekki haft uppi á honum. En það sem Sharon vissi ekki var að þremur dögum áður en Alp- honsus var væntanlegur hafði lög- reglan verið kvödd að húsi hans. Það var ættingi Leonu Huggins sem hafði látið vita af grunsam- legri garðsölu sem fór fram við húsið. Lögreglan tilkynnti síðan að þar hefðu verið að verki þau Joy og David Whitted sem voru að selja húsgögn og aðra muni úr búi ömmunnar. Ættinginn kvaðst þá ekki vilja blanda sér frekar í málið og lét kæruna niður falla. Tveir ættingjar Leonu höfðu búið í húsinu með henni og Alphonsus þegar hún lést í desember 1987. Þegar erfðaskrá hennar var lesin og í Ijós kom að Alphonsus var einka- erfingi Leonu fluttu þau samstund- is í burtu. Joy Whitted og eiginmað- ur hennar höfðu ekki búið í húsinu á þeim tíma. Nú var Alphonsus Ma- honey skyndilega horfinn og Whitt- ed-hjónin flutt inn í húsið ásamt þremur börnum sínum. Það var ekkert ólöglegt við að halda garðsölu, að áliti lögregl- unnar í Pennsauken. Jafnvel þó svo að fyrir henni stæðu ættingjar, sem áttu í raun engan rétt á að vera í húsinu né áttu þá muni sem verið Var að selja. Hvarf Mahoneys flokkaðist enn sem mál lögregl- unnar í Ffladelfíu. Líkfundur Þann 5. desember 1988 tók þó málið nýja stefnu. Nokkrir dádýra- veiðimenn voru við veiðar í skóg- unum í Chestersýslu í Pennsyl- vaníu þegar þeir gengu fram á mjög rotið lík. Þeir tilkynntu fund David og Joy Lynne Whitted skýröu lögreglunni frá því að þau hefðu aðeins verið að endurheimta það sem þeim bar með réttu. Þeim láðist að geta aðferðanna. sinn þegar til lögreglunnar í næsta bæ. Lögregla hélt þegar á staðinn til að rannsaka líkið. Á líkinu fundust persónuskilríki með nafni Alphons- us Mahoneys. Til frekara öryggis var tannlæknir Mahoneys látinn rann- saka líkið og samanburður á skýrsl- um hans og tönnum líksins leiddi í ljós að það var enginn vafi á því að þetta var Alphonsus Mahoney. Nágranni Mahoneys í Pennsauken bar kennsl á föt og skartgripi, sem voru á líkinu, og sagði að umræddir hlutir hefðu tilheyrt Alphonsus. Læknirinn, sem krufði líkið, sá að manninum höfðu verið veitt höf- uðhögg, nógu þung til að brjóta höfuðkúpuna, og báðir fótleggir hins látna voru illa brotnir. Þóttu þessi ummerki benda til að um morð hefði verið að ræða. Þegar hér var komið var William Latham rannsóknarlögreglu- manni, sem starfaði á vegum sak- sóknara, falin rannsókn málsins. Eftir að Latham hafði lesið skýrsl- ur frá því í aprfl 1988 um garðsöl- una grunsamlegu fór hann að mynda sér eigin skoðanir á því sem hefði gerst. Hann byrjaði á því að yfirheyra nágranna Mahoneys. íbúamir við þessa rólegu götu í Pennsauken heyrðu brothljóð og sáu atburði, sem síðar kom í Ijós að voru undanfari morðs. Undarlegir atburðir Einn nágranni, sem bjó í húsinu fyrir aftan hús Mahoneys, kvaðst hafa heyrt gler brotna þann 12. apríl 1988. Þó svo að umræddur nágranni hefði ekki séð neitt sjálf- ur skýrði hann frá því að aðrir íbú- ar hverfisins hefðu séð Mahoney dreginn inn í húsið af veröndinni framan við húsið. Annar nágranni skýrði svo frá að hann hefði séð Mahoney ganga upp að húsinu milli klukkan hálf- fimm og fimm þann 12. aprfl. Hann hafði ekki veitt því neina sérstaka athygli, þar sem hann vissi að hann hafði búið með Huggins meðan hún var á lífi. Þá heyrði nágranninn gler brotna. Þegar hann sneri sér við sá hann aðeins í fótlegg þegar verið var að draga manninn inn í húsið. Hann minntist þess einnig að Joy Lynn Whitted fylgdi fast á eftir inn í húsið. Vinur fjölskyldunnar skýrði frá því að hann hefði þekkt Huggins og fjölskyldu hennar í 50 ár, en upp á síðkastið hefði ýmislegt und- arlegt átt sér stað á heimili þeirra Huggins og Mahoney. Hún sagðist hafa séð Mahoney koma að húsinu,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.