Tíminn - 04.07.1991, Síða 5

Tíminn - 04.07.1991, Síða 5
Fimmtudagur 4. júlí 1991 Tíminn 5 Rannsókn á tíðni bráðrar miðeyrabólgu hjá börnum: HELMINGUR BARNA FÆR EYRNABÓLGU Á 1. ÁRI „í sannleika sagt kom sú niðurstaða mér frekar á óvart að rúmlega helmingur bama skuli ekki hafa fengið eyrnabólgu við eins árs ald- ur, því manni fínnst þetta vera þó nokkuð stór hluti af því sem mað- ur er fást við. En þar kemur vitanlega til að sum börn fá þetta aftur og eru því undir stöðugu eftirliti," sagði Skúli Bjamason, læknir á Heilsugæslustöðinni í Borgamesi. En læknar þar hafa kannað tíðni bráðrar miðeyrabólgu hjá böraum á svæði stöðvarinnar. Kom í Ijós að 48% baraanna höfðu fengið hana fyrir eins árs aldur, 58% fyrir 18 mánaða aldur og við tveggja ára aldur var hlutfallið komið í 66% - þar af 77% drengja, en aðeins 54% stúlkna. Spurður sagði Skúli nú rétt vera að leitað sé til læknis með miklu fleiri börn vegna þessa kvilla nú til dags heldur en fyrir nokkrum áratugum. Það segi þó ekkert um það hvort eymabólgan sé nú svo miklu al- gengari en áður. „Eg held að aðalatriðið sé það, í sambandi við allt tal um aukna tíðni eyrnabólgu, að henni er núna fylgt miklu betur eftir,“ sagði Skúli. Núna hefðu læknar miklu meiri mögu- leika til meðhöndlunar, ástungur, röraísetningar og fleira, sem geri það að verkum að miklu meira sé um þetta rætt. „Þegar ég var ungur þá var þetta bara látið graia út og renna út úr eyrunum á krökkunum. En afleið- ingarnar em síðan þær, að mörg þeirra em nú komin með heyrnar- tæki á miðjum aldri.“ Svo alvarlegar afleiðingar eymabólgu segir Skúli að verði margfalt sjaldgæfari hjá þeim bömum sem nú hljóti með- höndlun vegna miðeyrabólgu. Langalgengast er að böm sýkist eft- ir að þau hafa náð fimm mánaða aldri. Rúmlega 50% fyrstu sýkinga verða t.d. á aldrinum sex til níu mánaða og 50% allra sýkinga á aldr- inum 6-11 mánaða. Við tveggja ára aldur má segja að börnin skiptist í þrjá nær jafn stóra hópa. Þriðjungur hefur sloppið við eymabólgu, annar þriðjungur sýkst einu sinni og síðan þriðjungur sem fengið hefur bráða miðeyrabólgu frá tvisvar og allt upp í fimm sinnum. Börn, sem sleppa við eymabólgu til 2ja ára aldurs, segir Skúli ólíklegt að sýkist úr því. Og svipað eigi raunar við börn sem aðeins hafa sýkst einu sinni. Hann segir það aðeins um 6- 7% barnanna sem einhverja aðgerð þurfti að gera á. Hjá þeim, sem sýkj- ast æ ofan í æ og vökvi helst áfram í eyrunum á, virðist rör það eina sem gildi. En það sé sjaldan sett fyrr en eftir eins árs aldur. í könnuninni var m.a. athugað hvernig sýkingarnar dreifðust á mánuði ársins. Engar ályktanir þótti hægt að draga af þeirri dreifingu. í ljósi þess hve eymabólga er al- geng má nokkuð merkilegt kalla að þetta er fyrsta könnunin, sem gerð hefur verið á tíðni sjúkdómsins hjá íslenskum börnum. í erlendum könnunum kemur hins vegar fram mikill mismunur á tíðni miðeyra- bólgu hjá bömum. Samkvæmt þeim hafa t.d. frá 37-67% barna fengið bráða miðeyrabólgu a.m.k. einu sinni við tveggja ára aldur. - HEI ískönnunarflug Landhelgisgæslunnar: Þriðjudaginn 2. júlí sl. kann- a5i flugvél Landhelgisgæsl- unnar hafísinn frá Dornbanka, fyrir Vestfirði, að Húnaflóa. Utan við 12 sjómílur austur af Hornbjargi og 8 sjómflur norðaustur af Geirólfsgnúpi voru isdreifar og Íitlar rastir aðskildar frá meginfsnum. Þór Jakobsson, veðurfrsð- ingur á Veðurstofu íslands, segir fsintr vera kominn óvenjulega langt austur vegna vestlægu áttanna undanfarnar vikur. Það eru þær sem hafa komið fsnum álciðis f austur- átt. Haffsinn hrekst sem sagt úr sinni braut suður með Grænlandi og austur á hóginn. Þar sem hann nær iengst í austur er 67 gráður norður og nálægt 20 gráðum vestur. Þetta er elginlega langt norður afSkagatá. Næstu daga er búlst við vest- lægum áttum, þannig að Ifk- lega bætir í þennan fs, Ef mið- að er við spár, má hins búast við að það snúist í suð- austlægar áttir um hcigina. Þór segir að við losnum nú kannski ekki alveg við þó svo að áttin breytist, minnki sem fari austur. ísinHí en ——1-^^——.................................ÍillÍlMII. ................. ' ' ' Hitabylgja á Austurlandi í gær: 27 gráðu hiti í Mjóaf irði „Ég man ekki eftir öðrum eins hita Vilhjálmur sagði að algengt væri að hér í Mjóafirði síðan skömmu eftir Jiitinníæriíkringum20gráðuríhita- 1940, en þá komst hitinn í 27 gráður. bylgjum, en að hann færi jafn hátt og En nú í dag fór hitinn í það sama í for- í gær væri sjaldgæft. í hitanum í sælunni,“ sagði Vilhjálmur Hjálmars- Mjóafirði í gær var veður stillt, hægur son á Brekku í Mjóafirði í gær. sunnanandvari og mistur. Húsin sem Steintak reisti á Völundarlóöinni við Skúlagötu. Gjaldþrot Steintaks: EIGA EKKI IR SKIPTA- KOSTNADI Ljóst er að þrotabú Steintaks, sem byggt hefúr m.a. svokallaða Volundar- lóð, á ekki einu sinni fyrir skipta- kostnaðL Kröfúmar í búið eru röskur hálfúr milljarður. íbúar á Völundarlóð hafa stofnað hlutafélag, ásamt íslandsbanka og Reykjavíkurborg, sem á að halda áfram framkvæmdum á lóðinni. Kröfur í þrotabú Steintaks eru 577 milljónir króna. Þar af eru um 255 milljónir tryggðar með eignum sem Steintak á ekki lengur. Forgangskröf- ur eru 40 milljónir króna og almennar kröfúr eru um 280 milljónir króna. Ólíklegt er að kröfúhafar fái mikið greitt, þar sem tvísýnt er að þrotabúið eigi fyrir greiðslum til skiptaráðenda. Eftír að gjaldþrot var óumflýjanlegt stofnuðu aðaleigendur Steintaks tvö fyr- irtæki, Ráðverk og Völundaiverk. Ráð- verk tók yfir verk, sem Steintak hafði haft í ráðhúsi Reykjavíkur, og Völundar- verkvar stofnað til að haldaáfram ffam- kvæmdum á Völundarlóðinni. Völundarverk áttí eignimar ekki lengi, þar sem íbúðareigendumir keyptu þær af fyrirtækinu. Nýtt hlutafélag, sem nú á að stofna, mun yfirtaka kaupsamning íbúanna og Völundarverks. Að því eiga aðild Reykjavíkurborg, íslandsbanki og samtök íbúanna. Þessir aðilar áttu mikilla hagsmuna að |æta vegna áframhalds framkvæmda. úðareigendur áttu á hættu að tapa 90 milljónum króna, bankinn 60 millj- ónum króna og Reykjavílcurborg 30 milljónum. Gert er ráð fyrir að nýja hlutafélagið verði stofnað mjög fljótlega. Hlutafé íslandsbanka verður um 17 milljónir króna og ætlar bankinn að greiða það í formi niðurfellingu skulda, auk þess sem hann leggur til byggingakrana. Reykjavíkurborg leggur til um 9 millj- ónir, sem greiðast með niðurfellingu skulda. Hlutur íbúanna er um 15 milljónir, sem greiddar eru með pen- ingum. Nýja hlutafélagið mun greiða um 95 milljónir króna fyrir byggingarrétt, tæki og þær byggingar sem eru óklár- aðar á lóðinni. - HÞ Tímamynd: Áml Bjama FYR- NATO SKODAR RATSJÁRSTÖÐVAR Mannvirkjasjóðsnefnd Atlantshafs- bandalagsins er stödd hér á landi í fjögurra daga kynnisferð. Hún fór í gærkvöldi að skoða ratsjárstöðvar á Gunnólfsvíkurfjalli á Langanesi í fylgd íslenskra embættismanna. Nefndin er stödd hér á landi þessa dagana og fundar með íslenskum embættismönnum. Henni er ætlað að fylgjast með framkvæmdum á vegum NATO í aðildarríkjum þess. Ekki hefur tekist að fá upplýsingar um fundarefnið, en heyrst hefur að þar sé aðallega rætt um ratsjár- stöðvar vítt og breitt um landið. Stíf fundahöld voru í dag og verða næstu daga, eftir því sem heyrst hefur. -HÞ

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.