Tíminn - 04.07.1991, Qupperneq 7

Tíminn - 04.07.1991, Qupperneq 7
Fimmtudagur 4. júlí 1991 Tíminn 7 Jón Kristjánsson alþingismaður: FOLK TREYSTIR EKKI RÍKISSTJÓRNINNI Síðustu atburðir í samningaumleitunum um evrópskt efnahags- svæði hafa vakið upp umræður um þessi mál t þjóðfélaginu. Það er ekki að undra, slíkt stórmál sem hér er um að ræða. 1 skrifum manna og yfirlýsingum má greina ugg, og er hann ekki síst til kominn af því að þeir, sem á annað borð vilja fara varlega í þess- um málum, treysta síður núverandi ríkisstjórn í þessum efnum, en þeirri fyrri. Framsóknarflokkurinn tók þátt í að móta þá stefnu, sem unnið hef- ur verið eftir varðandi evrópskt efnahagssvæði. Sú stefna byggðist á eftirfarandi meginatriðum: • Að hafa nána samvinnu við Evr- ópuþjóðir. Frá EFTA- og EB- lönd- unum kemur yfir 70% af innflutn- ingi okkar og til þeirra fer einnig yfir 70% af útflutningnum. Þetta ætti út af fyrir sig að vera nægileg ástæða til þess að vilja þetta sam- starf. • Að fylgja EFTA ríkjum í samn- ingum um evrópskt efnahagssvæði og láta reyna til fulls á þá leið. Þetta hefur Sjálfstæðisflokkurinn nú viðurkennt að var rétt leið, þrátt fyrir málþóf um hana í upp- hafi. Þessi þátttaka í samningum byggðist á ákveðnum fyrirvörum af Islands hálfu. Þeir voru þessir: 1. Skipti á veiðiheimildum fyrir tollfríðindi kæmu ekki til greina, né fjárfestingar útlendinga í sjáv- arútvegi. 2. Fjárfestingar í vatnsorku, jarð- hitaréttindum og kaup á landar- eignum í ágóðaskyni kæmu ekki Þjóöin vill vita hvar markalinan er í EES/EB-mál- um til greina, og íslensk löggjöf gildi um þau efni. 3. Atvinnu- og búsetufrelsi fylgi öryggisákvæði, sem beita mætti ef röskun verður í einstökum at- vinnugreinum í einstöku byggðar- lögum eða í Iandinu öllu, vegna aðstreymis fólks. Þessir fyrirvarar eru um grund- vallaratriði og það skiptir megin- máli hvað orðið hefur um þá í nú- verandi stöðu mála. Sú skylda hvfl- ir á ríkisstjórninni að gera þjóð- inni grein fyrir þessu með ljósum og skýrum hætti. Ekki samningar um aðild að EB Samningar um evrópskt efna- hagssvæði eru ekki samningar um aðild að Evrópubandalaginu og brýnt að gera sér ljósa grein fyrir þeirri staðreynd. Framsóknar- flokkurinn hefur mótað þá stefnu að aðild komi ekki til greina. Það er einfaldlega vegna þess að þá eru þeir fyrirvarar, sem að framan greinir, allir með tölu úr gildi fallnir. Því miður hafa núverandi stjóm- arflokkar ekki fengist til þess að gefa klárar yfirlýsingar í þessum efnum, og af því stafar meðal ann- ars að þeim er ekki treyst til þess að leiða þessi mál til lykta. Ég held að ríkisstjómin verði nú að hreinsa andrúmsloftið og skýra frá því skýrt og skorinort hvar tak- mörkin liggja í samningunum og hvar markalfnan er. Einfaldlega hvort þeir hyggjast fylgja stefnu síðustu ríkisstjórnar í samningun- um um evrópskt efnahagssvæði og að aðild að Evrópubandalaginu sé ekki á dagskrá. Guðni Ágústsson: Hverjir eignast þá Island? Fyrir um þijátíu árum síðan sögðu tveir af virtustu stjómmála- mönnum Islands eftirfarandi vamaðarorð, sem í dag eiga fullt er- indi til íslendinga. Annar sagði: „Það er sannfæríng mín, að ís- land eigi hvorki að sækja um fulla aðild né aukaaðild að Efna- hagsbandalagi Evrópu. Það verður ekki aftur tekið ef gróðaþyrstu auðmagni í Evrópu verður stefnt á líttnumdar auðlindir íslands. Ég heiti á þjóðina að kynna sér þetta stærsta mál íslenskra stjórn- mála vandlega og forðast að láta blekkja sig. Hefja málið langt yfir alla flokka og krefjast þess að það verði ekki afgreitt, án þess að þjóð- in verði áður spurð, annað hvort með þjóðaratkvæðagreiðslu eða þá beinum Alþingiskosningum, sem fyrst og fremst snúast um þetta mál.“ Hér var það Hannibal Valdimars- son, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, sem með svo skýrum hætti lýsti afstöðu sinni til Evr- ópumálanna. Hefur nokkuð það gerst í Evrópu eða heiminum, sem gerir þessi orð verkalýðsleiðtogans að vestan dauð og ómerk? Er auðmagnið í Evrópu ekki enn gróðaþyrst, sem sér fyrir sér lítt numdar lendur íslands? Á því sama ári sagði Eysteinn Jónsson, fyrrverandi alþingismað- ur og ráðherra: „Við teljum óhugs- andi fyrir 180 þúsund manna þjóð í landi mikilla ónotaðra náttúru- auðæfa að ganga undir samstjórn efnahags- og atvinnumála með að opna lönd sín fyrir háþróuðum iðnaðarþjóðum, sem telja hundr- uð milljónir manna, hafa yfir ótak- mörkuðu fjármagni að ráða en fá- um ónotuðum náttúruauðlindum. Verði ísland opnað fyrir þessum þjóðum og þeim risafyrirtækjum og auðhringum sem þar starfa, mun þess ekki langt að bíða að ís- lendingar missi með öllu tökin á máiefnum sínum, glati sjálfstæði sínu og hverfi f þjóðahafið.“ Nú velta margir því fyrir sér hvort við séum að sogast inn f gin ljóns- ins og hverfum inn í þjóðahafið, eins og Eysteinn orðaði það. Svo er komið fyrir mörgum af framámönnum íslands, að þeir tala jafnan eins og hafið sé eina eft- irsóknarverða auðlindin. En sann- leikurinn er sá að við eigum þetta haf af því að við ráðum landinu. Við höfum þurft að heyja hernað til að reka útlendinga burt af fiski- miðunum. Það gátum við gert af því við réðum landinu og förum sjálfir með gögn þess og gæði. Nú þykjast íslendingar vera að vinna sigra með því að bjóða gagnkvæm- ar veiðiheimildir, opna landhelg- ina á ný fyrir erlendu valdi; tilboð, sem enginn fær séð hvað þýðir, en er trúlega þaulhugsuö leið til að komast á ný í okkar nytjastofna. En hverjar voru þessar ónumdu lendur og ónotuðu náttúruauð- lindir sem Hannibal og Eysteinn ræddu um fyrir 30 árum? Menn- irnir sem hatrammlega börðust gegn inngöngu íslands í Efnahags- bandalagið eins og viðreisnar- stjómin áformaði. Enn er ísland að stórum hluta ónumið, lítill hluti af vatnsföllun- um virkjaður. Jarðhitinn undra- verð auðlind og landið sjálft lítt byggt á mælikvarða þjóða sem nýta hvern reit. fsland er miklu fremur nú en fyrir 30 árum parad- ís fyrir „gróðaþyrsta auðjöfra Evr- ópu“. Að eignast laxveiðiár, bújarðir og heilu dalina heillandi, með þeim hætti hafa nú samgöngur breyst að þetta er nú ekkert mál. Ekkert af þessu virðist klárt í samningunum um Evrópska efnahagssvæðið eins og mál hafa þróast upp á síðkastið. Auðhringarnir myndu virkja og byggja upp verksmiðjur hér og koma með verkafólkið með sér og staðsetja það í landinu. Sigmundur Guðbjarnason há- skólarektor sagði í frægri ræðu á flokksþingi okkar framsóknar- manna á sl. hausti: „Evrópubanda- lagið læknar ekki framtaksleysi okkar, þeir gætu einfaldlega tekið við hlutverki atvinnurekenda." Willy Brandt sagði í sjónvarpsvið- tali á dögunum að stefnan væri sú „að sameina EB og EFTA í byggð- arlag", sem sjálfsagt þýðir í þessu samhengi í eitt þjóðríki. Allar for- sendur hafa á stuttum tíma breyst, EFTA-ríkin eru öll að stefna hrað- byri inn í EB. Erum við að undirgangast flest ákvæði Rómarsáttmálans í samn- ingum okkar um efnahagssvæðið? Evrópska efnahagssvæðið verður byggt á lögum og reglugerðum og samþykktum EB. Lög EB verða okkar lög. Hvað felst í slíku afsali? Frelsi útlendinga til að nytja ón- umdar lendur íslands sem og þær numdu. Við yrðum hornrekur í okkar eigin íandi. Frelsi til að stofna og kaupa hér fyrirtæki og reka hvers konar þjónustu, banka og fjármagnsfyrirtæki og auk þess frjáls atvinnuréttur. Öll deilumál yrðum við að leggja í nýjan dóm- stól, sem hefði æðsta úrskurðar- vald í deilumálum innan EES. Með þessu hefðum við afsalað okkur yf- irráðum eigin mála. Lítil eru geð guma. Undanslátturinn í þessum samn- ingaviðræðum hófst fyrir alvöru í vor þegar ríkisstjóm Davíðs Odds- sonar lét stefna sér utan til Noregs og gekk Noregi á hönd í samninga- viðræðunum, þjóð sem stefnir inn ÍEB. Nú fullyrða menn, að allir fyrir- varar fyrrverandi forsætisráðherra, Steingríms Hermannssonar, um grundvöll fyrir samningaviðræður, gefnir 15. mars 1989 í Ósló, séu að engu gerðir. Þar var sagt: Aldrei afsalað valdi til yfirþjóð- legra stofnana. Aldrei afsalað fullveldi eða valdi til eigin ákvarðana. Aldrei látið af stjórn náttúruauð- linda íslands. Aldrei óheft frelsi fjármagnsþjón- ustu og fólksflutninga. Aldrei fallist á annað en frjálsa verslun með sjávarafurðir. Þessir voru nú fyrirvararnir sem íslendingar töldu að menn stæðu fastir á, en nú virðast nýir tímar runnir upp. Nú eru menn að ræða um einhvern einn allsherjarfyrir- vara sem enginn getur sagt hver er. Nú hljóta allir þjóðhollir menn að gera eina kröfu. Hún er sú að ekk- ert verði undirritað fyrr en spilin hafa verið lögð á borðið hér heima. Hér var einhugur um að undir- gangast aldrei ákvæði Rómarsátt- málans og ég hygg að svo sé enn. Staðan er enn sú sama og fyrir 30 árum, við Evrópuríkin eigum við aðeins að ræða um viðskipti og tollaívilnanir. Þeir Davíð Oddsson og Jón Baldvin Hannibalsson verða að kynna þjóðinni þá óljósu samninga sem þeir nú ræða um að undirrita. Enn treysti ég íslenskri þjóð betur en misvitrum stjórn- málamönnum.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.