Tíminn - 04.07.1991, Side 9

Tíminn - 04.07.1991, Side 9
Fimmtudagur 4. júlí 1991 Tíminn 9 Crédit Lyonnais hafði aldrei í hyggju að verða banki kvik- myndastjamanna. Það var frekar að bankinn hrasaði inn í þau við- skipti snemma á níunda áratugn- um þegar hann keypti hlut í Sla- venburg’s Bank NV, með höfuð- stöðvar í Rotterdam. Frans Af- man, sem þá var yfirmaður alþjóðlegu lánadeildarinnar hjá Slavenburg’s, hafði þá verið lán- veitandi Hollywood í áratug. Bankinn hafði lánað fjármagn til allmargra mynda De Laurentiis, þ.á m. endurgerðar á King Kong, sem reyndist vera eitt af fáum vel- heppnuðum fjármálaævintýmm framleiðandans. „Frans var mjög ágengur við Dino, hann gerði ótal litla samn- inga,“ segir John Miller, fram- kvæmdastjóri skemmtideildar- innar við Chemical Bank í Los Angeles. „Flestir aðrir bankar hefðu ekki blandað sér í þessi við- skipti." Bankinn græddi pen- inga í Hollywood Skömmu eftir að Crédit Ly- onnais náði undir sig hlutanum í Rotterdam- bankanum skipaði hann Georges Vigon fram- kvæmdastjóra rekstrarins þar, og Vigon hvatti Afman til að halda áfram lánum sínum til Holly- wood. En ekki leið á löngu þar til upp kom vandi á heimaslóðum. 1983 vom nokkrir embættis- menn Rotterdam- bankans hand- teknir í sambandi við rannsókn á áætiun um að dylja óyfirlýstar eignir fyrir innistæðueigendum, að áliti Rolf de Groot, opinbers saksóknara í Rotterdam á þeim tíma. Síðar vom tveir fram- kvæmdastjórar við bankann fundnir sekir. Vigon sætti ekki ákæm. Á endanum tók Crédit Lyonnais fulla stjórn á Rotterdamrekstrin- um í því skyni að hreinsa þar til, og breytti nafni hans í Crédit Ly- onnais Bank Nederland NV (CLBN). Starfsemin þar fór svo um síðir að veita meiri lán til sjálfstæðra kvikmyndafyrirtækja sem vom að hefja göngu sína, þ.á m. Cannon Group Inc. Ekki leið á löngu þar til veggirnir í anddyri bankans vom þaktir kvikmynda- veggspjöldum, kvikmyndadeildin hafði yfir 20 manns á launum og nafn Afmans kom fram á þakkar- listum í kvikmyndum. „Þarna var lítill banki með til- tölulega litlar eignir, og þeir græddu heilmikla peninga," segir Bmce Lilliston, lögfræðingur sem sérhæfir sig í skemmtiiðnað- inum og hefur unnið hjá Crédit Lyonnais. Jean Deflassieux, forstjóri Créd- it Lyonnais á þeim tíma, álítur að margir tugir milljóna dollara hafi legið í kvikmyndaskuldabréfum bankans á fyrstu ámnum og stað- an hafi verið góð á ámnum upp úr 1980. Þegar kom fram á árið 1986 höfðu lánin blásið upp í 300 milljónir dollara, en í aðalstöðv- um bankans var litið svo á að hér væri um hagstæð viðskipti að ræða, svo að ekki var gefin nein fyrirskipun um stefnubreytingu. Á þessu tímabili vom Afman og aðrir við bankann að komast í sf- fellt nánari tengsl við lántakend- ur í Hollywood. „Ég hef ekki stór- kostlegan áhuga á efnahagsreikn- ingum eða fjárhagsuppgjöri. En ég hef mikinn, mjög mikinn áhuga á fólki,“ sagði Afman í blaðaviðtali 1986. Afman hafði oft viðkomu í Kali- fomíu. Þessi hávaxni Hollending- ur kom á hverju ári til Cannes- kvikmyndahátíðarinnar í Frakk- landi. „Frans var alltaf mjög vold- ugur. Allir vildu alltaf vita: Hvað er Frans að hugsa? Hann var gaurinn með alla peningana," segir lögfræðingur einn í kvik- myndabransanum. Peningamir flæddu Það var farið að líta á bankann eins og bunandi krana. John Flock, fynrum forseti Film Acc- ord, óháðs framleiðslufyrirtækis, segir að Crédit Lyonnais hafi jafn- vel verið fús til að fiármagna sjón- varpsþætti hjá Film Accord áður en fullkomin skjöl til lántökunn- ar lágu fyrir. „Það var engin til- raun gerð í samhengi til að skrá allt það fé sem veitt var,“ segir hann. „Peningarnir flæddu bara inn. Það var sambandið milli Michel Roi, stofnanda Film Acc- ord, og bankamannanna sem gerði þetta kleift." Afman hafði ekkert með þessi viðskipti að gera. Roi segir fyrir sitt leyti, að þessir sjónvarpsþættir hefðu aldrei fengið aðstoð bandarísks banka. Margar kvikmyndirnar, sem Crédit Lyonnais lánaði til, nutu velgengni. Eitt árið fengu myndir, sem bankinn hafði hjálpað við að fiármagna — þ.á m. Platoon og Crimes of the Heart — 27 tilnefn- ingar til Óskarsverðlauna. Þegar Kopelson tók á móti Óskarsverð- laununum fyrir Platoon sem besta myndin, þakkaði hann Af- man fyrir að „hafa peninga á Fil- ippseyjum þegar ég þarfhaðist þeirra.“ Nú segir Kopelson: „Þeir eru klárustu bankamenn sem ég hef unnið með.“ En bankinn hefur líka uppskorið sinn hlut af kvikmyndaslysum. Hann átti þátt í að fiármagna kvikmynd Romans Polanski, Pir- ates, 30 milljón dollara fallstykki. í myndinni var einn aldýrasti leikmunurinn sem gerður hefur verið í sögu kvikmyndanna, end- urbyggð 17. aldar spænsk galleón sem kostaði yfir fiórar milljónir dollara. Skipið dregur nú að sér ferðamenn í Barcelona. Seint á árinu 1987 urðu málin flóknari. Þá höfðuðu opinberir aðilar mál á hendur Cannon Gro- up í Los Angeles og hljóðaði ákæran upp á að fyrirtækið hefði svikið fé út úr fiárfestum, lagt fram fölsuð skjöl og haft Afman, aðalbankamanninn sinn, á launa- skrá. í ákærunni kom fram að Cannon hefði látið undir höfuð leggjast að upplýsa tafarlaust að Afman væri forstjóri útibús Cannon á þriggja ára samningi, að virði 225,000 dollarar. í kær- unni sagði líka að Afman tæki 100,000 dollara í ráðgjafalaun. Síðar gekk Cannon til samninga um ákæruna án þess að játa eitt eða neitt. Afman hélt líka stöðum og hlaut laun frá tveim öðrum lántakend- um, Carolco Pictures Inc., sem þekktast er fyrir Rambó-mynd- irnar, og Scotti Brothers Enterta- inment Industries Inc., sem nú nefnist All American Communic- ations Inc. Hlutverk Afmans hjá bankanum þróaðist með tímanum í það að vera ráðgefandi. Hann hélt áfram að þjóna sem tengiliður milli Crédit Lyonnais og Hollywood þar til fyrir skömmu. Afman vill ekkert láta eftir sér hafa annað en að ræða um ráð- gjafalaunin. Hann segir bankan- um hafa verið kunnugt um stöð- urnar og launin hafi verið greidd bankanum. Hann segist ekki hafa stefnt sambandi sínu við bankann í hættu, og staða hans hafi ekki verið umdeild í Hollandi. Hann bætir því við að breytingin á starfsheiti hans væri ekki tengd ágreiningnum. Hann fær enn 225,000 dollara á ári frá Carolco og undirfyrirtæki þess, í tengsl- um við stöður sem hann heldur hjá báðum. Crédit Lyonnais hefur veitt Carolco 85 milljón dollara lántökuheimild og, ásamt öðrum bönkum, 95 milljón dollara lán- tökuheimild til undirfyrirtækis- ins. Aðrír bankar drógu saman seglin í Holly- wood Þegar kom fram á árið 1988 fór fiölgandi þeim óháðu fram- leiðslufyrirtækjum sem urðu fórnarlömb óstjórnar, mikils kostnaðar vegna yfirbyggingar og kvikmynda sem féllu. Aðrir bank- ar, sem höfðu veitt minni lán til Hollywood, fóru að draga saman seglin. En það gerði Crédit Ly- onnais ekki. Jacques Griffault, embættismaður hjá bankanum, sagði f blaðaviðtali í desember 1988: „Við erum skuldbundnir þessari atvinnugrein og við stöndum að baki viðskiptavina okkar og kippum ekki undan þeim fótunum þegar tímarnir eru erfiðir." í aðalstöðvunum voru talsmenn jafnkokhraustir. Þetta sama ár til- kynnti Haberer, nýi yfirmaður- inn, áætlanir um að tvöfalda nettógróða bankans til ársins 1992. Á meðan hann hefur setið við stjórnvölinn hefur lánamagn stokkið upp um 37%, í um 113 milljarða dollara. Þar sem mikið vaxtarskeið var framundan höfðu kvikmyndalánin svo sannarlega á sér fallegt yfirbragð. Þau reyndust vera ábatasamari en almenn lán til fyrirtækja, sagði annar emb- ættismaður bankans í blaðavið- tali 1988. Sumir í kvikmyndabransanum gefa í skyn að bankanum hafi ein- faldlega tekist að draga á langinn að horfast í augu við tap sitt í Hollywood með því að lána sífellt meira fé. Sem dæmi má nefni að Crédit Lyonnais lagði fyrir skömmu fram kæru í Los Angeles á fram- leiðandann Charles Band og fyrir- tæki hans. Þar er fullyrt að fyrir- tækin skuldi bankanum meira en 26.8 milljónir dollara og ákærur um að Band hafi látið bankanum í té falsaðar veltuskýrslur og beint fé fyrirtækisins á bankareikninga í Sviss og í kastala á Ítalíu. En kæran gefur líka til kynna að bankinn hafi lagt fram ný lán til að verja eldri lán. í kærunni segir að Epic Pictures Enterprises Inc. hafi verið myndað til „að ná tang- arhaldi á“ eignum Empire-fyrir- tækja Bands og endurgreiða lán- ardrottnum, þ.á m. Crédit Ly- onnais. í kærunni kemur ekki fram hver eigandi Epics sé og það hefur ekki fengist upplýst. En í annarri kæru, sem Epic lagði fram gegn Band og fyrirtækjum hans í hæstarétti Los Angeles, er gefið til kynna að Epic hafi líka verið lántakandi hjá Crédit Ly- onnais, og hefði 37.5 milljón doll- ara lán útistandandi frá bankan- um 31. mars 1991. Band segist ekki hafa fengið kæruna í hendur og vill ekki segja neitt um ákæruatriðin. Hann seg- ir þó að bankinn hafi tekið stjórn- ina á Empire-fyrirtækjum hans í sínar hendur 1986 og séð um sölu þeirra til Epic. „Síðasta hálfa ann- að árið hefúr engin greiðsla farið fram án þeirra blessunar," segir hann. „Þeir voru barnfóstrurnar okkar hér innan veggja." Hrun MGM-Pathé Vandræði bankans náðu há- marki í MGM-Pathé hruninu. Það er kaldhæðnislegt að Giancarlo Parretti og félagi hans, Florio Fi- orini, skutu fyrst upp kollinum í Hollywood fyrir fiórum árum sem lausn á vanda Cannon-fyrirtækj- anna. Afman afþakkaði að hafa samstarf við þá, en þeim varð bet- ur ágengt þegar þeir leituðu til annarra bankamanna hjá Crédit Lyonnais. Herrarnir Parretti og Fiorini dældu meira en 200 millj- ónum dollara í Cannon með alls kyns hlutabréfakaupum og lán- um, og aðstoðuðu við að greiða niður bankaskuldir fyrirtækisins. „Peningarnir komu í hrúgum og öllum bönkunum var greitt að fullu,“ segir Miller hjá Chemical Bank, öðrum lánardrottni Cann- ons. „Þetta var ákaflega ánægju- leg saga fyrir bankana.“ Parretti hélt áfram að bjóða í aðra lántakendur Crédit Lyonnais sem voru í vanda staddir, og margir höfðu þann grun að hann ynni í samráði við bankann, sem væri að reyna að koma öllum vandræðalánunum sínum í einn pakka, sem síðan væri hægt að selja. „Tengslin milli Parrettis og CLBN eru augljóslega óljós og jafnvel ekki heilbrigð, vegna þess að CLBN notar hann til að taka yfir fyrirtæki í vanda, sem eru við- skiptavinir bankans,” segir d’Au- bert, franski þingmaðurinn, í skýrslu sinni. Parretti vill ekkert láta hafa eftir sér. Breyting varð á þessu sambandi 1988, þegar Parretti gerði tilraun til að komast yfir Pathé Cinema, franskt kvikmyndafyrirtæki sem nýtur álits, með aðstoð Crédit Ly- onnais. Sú tilraun var stöðvuð í júní 1989 af franska fjármálaráð- herranum, sem hélt því fram að Parretti væri „ógnun við al- mannalög“. Þá hafði Parretti ver- ið kærður fyrir ítölskum dómstóli fyrir sviksamlegt gjaldþrot í tengslum við hrun ítalsks dag- blaðs sem hann átti hlut í. 1990 var Parretti sakfelldur og dæmd- ur í þriggja ára og 10 mánaða fangelsi. Hann hefur áfrýjað úr- skurðinum. Þrátt fyrir löðrung- inn í Frakklandi notaði Parretti Pathé- nafnið og breytti fljótlega nafni Cannon-fyrirtækjanna í Pathé Communications Corp. Þegar Parretti síðan komst yfir MGMAJA Communications Co. fyrir um 1.3 milljarð dollara, sameinaði hann það Pathé. Hversu mikið Crédit Lyonnais blandaðist inn í þessi viðskipti varð ekki ljóst fyrr en kvikmynda- verið fór að líða af skorti á reiðufé og lítill hópur lánardrottna lagði fram beiðni í ríkisgjaldþrotadóm- stóli á líðandi ári í tilraun til að gera upp fyrirtækið. Þetta voru endalokin á hveiti- brauðsdögum Crédit Lyonnais og Parretti. Æðstu embættismenn Crédit Lyonnais söfiiuðust saman í Hollywood og hófúst handa við að greiða skuldir og náðu þannig samningum við lánardrottnana. Parretti vék sem aðstoðarforstjóri fyrirtækisins, vegna þrýstings frá bankanum. Svo gerðist það nýlega að Rott- erdam-deild bankans og MGM- Pathé lögðu fram kæru á Parretti og fleiri, þar sem því er haldið fram að hann sé að skipta sér af starfsháttum nýrrar yfirstjórnar kvikmyndaversins og hefði komið á ringulreið innan versins. í kær- unni, sem er lögð fram í ríkis- dómstóli Delaware, er því haldið fram að Parretti hafi villt um fyrir bankanum þegar hann leitaði að- stoðar til að fiármagna kaup sín á MGM/UA. í kærunni segir að hann hafi farið fram á skamm- tímalán þar til ákveðnir fiárfestar, sem hefðu gefið „ákveðin loforð“, gætu lagt fram fé til að leysa af veðið. Bankinn varð við beiðn- inni, en hinir fiárfestarnir „komu aldrei fram“, segir í kærunni. Kærur á kærur ofan Kæran gefur líka til kynna að Crédit Lyonnais hafi haldið áfram að halda Parretti á floti með því að sjá honum fyrir einum millj- arði dollara í skammtímalánum og fyrirframútborgunum, með fleiru. Aðilar að bankanum segja að alls nálgist lán Crédit Lyonnais til Parretti og fyrirtækja hans 1.5 milljarð dollara. Haberer hins vegar sagði í blaðaviðtali í júní- mánuði að bankinn sé „tryggður með verðmæti MGM, sem eigi geysilegar birgðir af verðmætum myndum". Um svipað leyti sendi Parretti frá sér yfirlýsingu þar sem hann bar brigður á réttmæti þess að víkja honum úr stjórn MGM-Pathé. Þann sama dag veitti hins vegar ríkisdómari í Delaware Crédit Ly- onnais tímabundið hömlunar- leyfi, sem í raun hindrar Parretti í að skipta sér af störfúm nýju stjórnendanna f kvikmyndaver- inu. Og nú hefur Pathé Commun- ications, yfirfyrirtæki MGM, til- kynnt að það hafi höfðað mál fyr- ir hönd Parretti fyrir dómstól í Delaware. Enn er ekki fullkom- lega ljóst hvemig Crédit Lyonnais þvældist svo djúpt í þessi mál. „Þetta var eins og Las Vegas sjúk- dómsferlið hjá spilafíklum, sem tapa alltaf meiri og meiri pening- um við spilaborðin," segir fiár- málaráðgjafi sem hefur unnið að kvikmyndaverkefnum hjá bank- anum. „Ég held bara að það hafi blásið út þar til það varð stjórn- laust." Hvernig sem málið er vaxið er Crédit Lyonnais að gera sitt besta til að hindra að meiri skaði verði. Forstjórar í Hollywood segja að bankinn hafi sagt mörgum lán- takendum sínum að hann vilji draga úr lánafyrirgreiðslu sinni í Hollywood um þriðjung eða meira. Crédit Lyonnais hefúr jafnvel biðlað til annarra banka- manna í Hollywood um að taka til sín hluta af lánabyrði bankans. En enn sem komið er hafa fáir bitið á agnið. Sumir í kvikmyndabransanum gefa í skyn að langinn að horfast í augu við tap sitt í Hoilywood með því að lána sífeílí meira fé.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.