Tíminn - 04.07.1991, Síða 15

Tíminn - 04.07.1991, Síða 15
Fimmtudagur 4. júlí 1991 Tíminn 15 ÍÞRÓTTIR Wimbledon-tennismótið: Capriati vann Navratilovu - æskan reyndist reynslunni sterkari Það má segja að eggið hafí kennt hænunni á Wimbledon- tennismótinu í gær, þegar hin 15 ára gamla Bandaríkja- stúlka, Jennifer Capríati, sló nífaldan Wimbledonmeistara, löndu sína Martinu Navra- tilovu, út úr mótinu með 6-4 og 7-5 sigri. Sterkar uppgjafir og örugg móttaka Capriati slógu Navra- tilovu alveg út af laginu. Capri- ati mun mæta Gabrielu Sabat- ini í undaúrslitunum, en hin argentínska Sabatini vann Lauru Gildemeister frá Perú í gær 6- 2 og 6-1. í 4. umferð í karlaflokki urðu þau úrslit í gær að Thierry Champion Frakklandi vann Derrick Rostango Bandaríkjun- um 6-7, 6-2, 6-1, 3-6 og 6-3. Guy Forget Frakklandi vann Tim Mayotte Bandarfkjunum 6- 7, 7-5, 6-2 og 6-4. Andre Agassi Bandaríkjunum vann Jacco Elt- ing Hollandi 6-3, 3-6, 6-3 og 6- 4. Boris Becker Þýskalandi vann Christian Bergstöm Sví- þjóð 6-4, 6-7, 6-1 og 7-6. BL Aganefnd KSÍ: LISTINN LENGIST Starfsemi aganefndar KSÍ verður sífellt viðameiri eftir því sem líður á keppnina á íslandsmótinu í knattspymu. Leikmenn í 1. deild eru margir hverjir búnir að safna á sig guium spjöldum og fara því óð- um að fá á sig leikbönn. Á fundi nefndarinnar var þó aðeins einn leikmaður úr 1. deild dæmdur í leikbann, en það var Víkingurinn Hörður Theódórsson, sem rekinn I »1II -höfumréttvið! var út af í leik gegn Fram sl. sunnudag. Þrír leikmenn úr 2. deild fengu eins leiks bann vegna fjögurra gulra spjalda. Það voru þeir Hólmar Ást- valdsson Tindastól, Jón Þór Eyjólfs- son ÍR og Sigurjón Dagbjartsson Haukum. Einn leikmaður úr 2. flokki fékk að fylgja með. Auk Harðar voru 20 knattspyrnu- menn dæmdir f leikbann vegna brottvísunar. Úr 2. deild voru Guð- mundur Magnússon og Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA, dæmdir í bann, auk þess sem Guðjón var dæmdur í 25 þúsund kr. sekt. Aðrir, sem fengu leikbann vegna brottvísunar, voru Kristinn Guð- mundsson Þrótti Nes. úr 3. deild. Sigmar Helgason Smástund, utan deilda, sem fékk fjögurra leikja bann og Guðrún Ríkharðsdóttir UMFA í 2. deild kvenna. Þá fengu 15 leikmenn úr yngri flokkunum leik- bann af sömu ástæðu, þar af fengu 3 tveggja leikja bann og 1 þriggja leikja bann. BL íslandsmótið í knattspyrnu: Stórleikur í kvöld Sannkallaður stórleikur verður í 1. deildinni í knattspymu - Samskipadeildinni í kvöld, er Fram og KR mætast á Laugar- dalsvelli. Á Akureyri leika KA og Víkingur og í Garði mætast Víðir og FH. Staðan í 1. deild - SAMSKIPADEILDINNI KR..........7 4 3 0 14-3 15 Breiðablik ...7 4 2 1 13-8 14 ÍBV.........7 4 1 2 12-10 13 Fram........7 4 1 2 11-8 13 Valur .....7 4 0 3 9-7 12 KA..........7 3 1 3 8-8 10 Víkingur ..7 3 0 4 12-14 9 FH..........7 1 2 4 6-10 5 Stjarnan....7 1 2 4 6-12 5 Víðir.......7 0 2 5 5-15 2 Staðan Akranes.....7 Þór.........7 Þróttur.....7 Grindavík ....7 ÍR............7 Keflavík......7 Selfoss.....7 Fylkir......7 Haukar........7 Tindastóll ....7 í 2. deild: 6 0 1 20-2 1 1 1 2 3 2 3 2 5 6 1 1 0 1 18 15-10 16 10-4 14 10- 7 11 13-1110 11- 9 9 11-11 8 6-9 5 9-25 4 6-24 1 Áföstudagskvöld verður 8. um- ferðin í 2. deild leikin. Þá mæt- ast ÍA-Þróttur, Haukar-Fylkir, Þór-Tindastóll, Keflavík-ÍR og Grindavík-Selfoss. Leikimir hefjast allir kl. 20.00. Knattspyrnu- punktar • Leeds United bætti enn við sig nýjum leikmanni í gær, er ákveðið var að enski landsliðs- maðurinn Steve Hodge kæmi til liðsins frá Nottingham Forest. Kaupverðið mun vera í ná- grenni við 700 þúsund pund. • Ron Atkinson, hinni nýi stjóri Aston Villa, keypti nafna sinn Dalian frá Real Sociedad á Spáni í gær fyrir 1,6 milljónir punda. Þegar Atkinson var við stjóm- völinn hjá Sheffield Wed. keypti hann Ron Dalian til liðsins, en varð síðan að sjá á eftir honum til Spánar. Þar með em báðir Englendingarnir farnir frá spænska liðinu, því áður hafði John Aldridge snúið aftur heim til Englands. BL Íþróttahátíð HSK: ÞORDIS OG PETUR UNNU MESTU AFREKIN Á HÉRAÐSMÓTINU Íþróttahátíð HSK var haldið um síðustu heigi f góðu veðri á Hvolsvelli. Um 650 keppendur tóku þátt í hátíðinni, sem skipt- ist í aldursflokkamót - 14 ára og yngri og unglingamót 15-18 ára - og héraðsmót. Keppt var í frjálsum íþróttum, sundi, starfsíþróttum, knattspyrnu og íþróttum fatlaðra. Auk þess voru golf og skotfími sýningargrein- ar. Stigahæstu einstaklingar í frjáls- um íþróttum vom Sólon Morthens UMF Selfoss 14 ára og yngri og Ró- bert Einar Jensson UMF Biskups- tungna 15-18 ára. á hérðasmótinu hlutu þau Þórdís Gísladóttir UMF Selfoss og Ólafur Guðmundsson UMF Selfoss 24 stig hvort. Mestu afrek unnu, 14 ára og yngri: Sólon Morthens UMF Sel- foss, sem hljóp 60m á 8,6 sek. og fékk 1000 stig. 15-18 ára: Róbert Einar Jensson UMF Bisk., sem hljóp lOOm á 11,5 sek. og hlaut 1010 stig. Héraðsmót: Þórdís Gísladóttir UMF Self., sem stökk l,75m í hástökki og hlaut 944 stig, og Pétur Guðmundsson UMF Samhygð, sem kastaði kúlu 19,08m og hlaut 1015 stig fyrir. Framfarabikarinn fékk UMF Vaka. í stigakeppni félaganna var UMF Selfoss hlutskarpast í öllum mót- unum þremur. í starfsíþróttunum urðu úrslit þau að Pétur Guðmundsson Dags- brún sigraði í dráttarvélarakstri, Hildur Ágústsdóttir sigraði í pönnukökubakstri og í tveimur aldursflokkum í starfshlaupi sigr- uðu Egill Ámi Pálsson UMF Bisk. og Ágúst H. Guðmundsson UMF Hmn. í sundkeppninni varð UMF Self. stigahæst, en UMF Bisk. kom næst. Mesta afrekið í sundinu vann Sigurlín Garðarsdóttir, sem synti lOOm skriðsund á 1:05,5 mín. í knattspymukeppninni sigraði UBH, en UFHÖ kom næst í öðru sæti. Prúðasta lið keppninnar var knattspymulið UMF Vöku. BL Sumar og sól við Svartahaf Nánari upplýsingar á skrifstofunni síma 62-44-80 Sumartími skrífstofu Framsóknarflokksins Frá 15. mal verður skrífstofa okkar I Hafnarstræti 20, III hæð, opin frá kl. 8:00-16:00 mánudaga-föstudaga. Verið velkomin. Framsóknarilokkurinn Þórsmörk F.U.F. Ámessýslu gengst fyrir Þórsmerkurferð helgina 13.-14. júlí. Tjaldað verður í Slyppugili. Ferð verður frá B.S.Í. kl. 19.00 föstudaginn 12. júli. Skráning I síma 91-624480 hjá Önnu eöa hjá Sigurði í slma 98-34691 á kvöldin. Undirbúnlngsnefnd. 5. landsþing LFK 5. landsþing Landssambands framsóknarkvenna verður haldið I Reykjavík 4.-5. október n.k. Nánar auglýst síðar. Konur em hvattar til að taka þessa daga frá. Framkvæmdastjórn LFK. Póstur og sími óskar að ráða umdæmistæknifræðing til afleysinga, með þekkingu á veikstraum. Verður að hafa aðsetur á Akureyri. Upplýsingar gefur umdæmisstjórinn á Akureyri í síma: 96-26000. PÓSTUR OG SÍMI

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.