Tíminn - 08.08.1991, Side 8

Tíminn - 08.08.1991, Side 8
8 Tíminn Fimmtudagur 8. ágúst 1991 Forsetafrú meö hugsjón Nýlega var Danielle Mitterrand, forsetafrú Frakklands, veitt heiðurs- nafnbót við Edinborgarháskóla. Breska blaðakonan Valerie Grove tók þá við hana viðtal það sem hér birtist Svo notuð séu orðin sem Francois Mitterrand notaði um Margaret Thatcher (hún hefur munn eins og Marilyn Monroe og augun hans Kaligúla) og þeim snúið upp á Danielle, konuna hans, þá hefur hún munn eins og Marilyn Monroe og augu eins og tígrisdýr. Þessi sér- staklega glæsilega kona með þykka brúna hárið er orðin 66 ára, þótt ótrúlegt sé. Það sem dró hana yfir Ermarsund að þessu sinni var að henni var veitt heiðursnafnbót við háskólann í Edinborg. Nafnbótin var veitt við mikla viðhöfn í þétt setnum sal sem kenndur er við McEwan. Danielle Mitterrand var vel heima í hópi skóla- og fræðimanna, enda voru foreldrar hennar báðir kennar- ar, en það sem gladdi hana mest var að verið var að heiðra hana fyrir það sem hún hafði numið í l’école de la vie. Það var skóli lífsins sem hvatti hana til þess að setja á stofn Dani- elle Mitterrand sjóðinn sem aðstoð- ar hrjáða alls staðar í heiminum í gegnum France- Libertés, hjálpar- samtök sem hún helgar 80% af starfstíma sínum. Blaðamaður hitti hina óþreytandi forsetafrú Frakklands skömmu eftir athöfnina. Tvö önnur mikilmenni höfðu verið heiðruð þennan sama dag: Sir Claus Moser, rektor Wad- ham háskólans í Oxford, og Lord Soulsby dýrameinafræðingur. Að- eins Danielle Mitterrand krafðist þess að stíga í pontu og ávarpa nem- endur háskólans, ræðuna hélt hún á frönsku (hún talar ekki stakt orð í ensku) af gallískri ástríðu. Ræðan var áhrifamikil, en að eigin sögn getur hún aðeins talað opinberlega þegar orðin koma beint frá hjart- anu. Virk í andspymu gegn Þjóðverjum Frú Mitterrand gekk aldrei í há- skóla; hún var 17 ára gömul þegar Þjóðverjar hernámu Frakkland og fjölskylda hennar tók virkan þátt í andspyrnuhreyfingunni. Skóla- stjórinn faðir hennar var handtek- inn árið 1942 vegna þess að hann neitaði að gefa upp nöfn nemenda og kennara við skólann sem voru af gyðingaættum. Fjölskyldan faldi andspyrnumenn og Danielle fékk hlutverk sendiboða og einnig hjúkraði hún særðum. Hún fékk orðu fyrir störf sín í stríðinu og gleymir aldrei frelsisbaráttu Frakka á meðan á hersetunni stóð. Árið 1942 hitti Christine systir hennar, sem nú er kvikmyndafram- leiðandi, einn af leiðtogum and- spyrnuhreyfingarinnar sem gekk undir nafninu „Morland kafteinn" og hafði nýlega flúið úr þýskum fangabúðum, maðurinn hét réttu nafni Francois Mitterrand. Sagt er (frú Mitterrand brosir þegar hún er minnt á það) að hann hafi séð mynd af Danielle og ákveðið þegar að giftast henni. Tveimur árum síðar kynntust þau, hann minnti hana á argentínskan tangódansara. Þau voru gefin saman nokkrum mánuðum síðar í hinni nýfrelsuðu París. „Ég hefði aldrei kynnst manninum mínum ef andspyrnuhreyfingin hefði ekki verið til. Það voru engar líkur á því að leiðir okkar skærust. Hann var eldri og hafði lokið námi; mitt nám var ekki hafið. Allt gekk svo hratt fyrir sig á þessum tíma; fólk kynntist, trúlofaðist, giftist. Ég var ung dama í takt við tímann. Manni lá svo á að halda lífinu áfram.“ Hún brosir geislandi Leslie Caron brosi og segir að hjónaband hennar og Francois hafi verið ráðið af örlögunum. Ekki hluti af farangri forsetans Þegar hann var kosinn fyrsti sósí- alíski forseti Frakklands árið 1981 hefði hún getað rennt sér Ijúflega í hlutverk það sem forsetafrúnum hefur yfirleitt verið ætlað; glæsileg- ur gestgjafi og fulltrúi Frakklands í veislum. Þess í stað hefur hún gefið stöðunni nýja ímynd, ólíka þeirri sem frúrnar Giscard d’Estaing og Pompidour gáfu henni á sínum tíma. „En engin kona gerir ekki neitt," mótmælir Danielle. ,AHir haga sér í samræmi við persónu- leika sinn. Þegar ég var komin í þessa aðstöðu fannst mér ég verða að gera eitthvað jákvætt og láta til mín taka.“ Hún sagði eitt sinn að hún hefði enga löngun til að „láta koma fram við mig eins og hluta af farangri forsetans" — þá yfirlýsingu setti hún fram í sjónvarpsviðtali. Nú er það almennt viðurkennt að hún sé sjálfstæð persóna. Uppeldi hennar bjó hana undir það að stíga fram í sviðsljósið, eins og staða hennar sem forsetafrúar krefst. Ef hún hefði sjálf verið kosin forseti („en ég hef hvorki hæfdeika né getu til þess") hefði hún ekki getað gert helminginn af því sem hún hefur framkvæmt. „Ég hef eng- in völd,“ staðhæfir hún. „Aðeins réttláta reiði og sannfæringu." Mitterrand hjónin nota Elysée höll sem skrifstofu, þau búa enn í stóra, gamla húsinu sínu í Latínuhverfmu. Á hverjum morgni eyðir hún einni til tveimur klukkustundum í höll- inni til að lesa og svara bréfum. Að því loknu heldur hún til síns eigin- lega vinnustaðar, skrifstofú France- Libertés samtakanna og með henni í för er hundurinn hennar Upsilon. En hvað með þær skyldur sem fylgja stöðu forsetafrúarinnar. „Púff,“ segir hún. „Fólk ímyndar sér að það séu veislur á hverju kvöldi, en þær eru aðeins tvær til þrjár í hverri viku.“ Þau hjónin fara aðeins í tvær til þrjár opinberar heimsóknir á ári. Sjálf fer hún utan mun oftar, að minnsta kosti einu sinni í mánuði til að kanna hvar hjálpar er þörf og taka þátt í aðgerðum France Liberté; á sjúkrahús í Afríku, í flóttamanna- búðir Kúrda, indversk þorp. Hjálparstarfíð „Ég er ekki virk í stjórnmálum," segir hún. „Ég reyni aðeins að hjálpa fólki við að endurheimta virðingu sína." Starfsvið samtak- anna er ótakmarkað, þau eru alls staðar þar sem fólk er þrúgað af fá- tækt eða er hindrað í að láta í sér heyra. Þau skipulögðu tvo mikil- væga fundi í París með hvítum og svörtum Suður- Afríkönum. Einnig ættu þau til að endurbyggja brunna í Timbuktú. Hvað hjálparstarfið varðar má nefna sendingu kennslubóka til Kongó og byggingu heilsugæslu- stöðvar í suður-afrísku þorpi. Blóð- banki hér, barnaheimili þar, einnota sprautur til Afríku. France Liberté fjármagnaði gerð erfðafræðilegs gagnabanka til þess að unnt væri að koma börnum, sem horfið höfðu í Argentínu, aftur til fjölskyldna sinna. En samtökin styrkja einnig þá sem á því þurfa að halda heima fyrir, því þrátt fyrir velmegun er þar vandamál að finna; þau útvega föt, mat og húsaskjól til handa þeim sem orðið hafa undir í lífinu og hafa fjármagnað herferð gegn ólæsi. Hún getur ekki breytt heiminum með því að færa öllum hamingjuna á silfurfati, segir hún. Það sem hún vill gera er að minna stöðugt á þá fjóra fimmtu hluta mannkyns sem ekki eiga þess kost að njóta velmeg- unar og framfara. Hún vinnur að- Danielle Mitterrand segist vllja gera fólkl þaö mögulegt aö endurhelmta vlrðlngu sína. eins með samtökum sem eru ótengd stjómvöldum og mælir aldrei með hugmyndum sem stríða gegn menningu og siðvenjum á hverjum stað. „Að ætla að segja fólki hvað það á að gera er fyrirfram dauðadæmt” Hún fullvissar þá sem gefa peninga (frönsk skattalög bjóða fólki upp á að gefa allt að 5% tekna sinna skatt- frjálst) um að gjafimar fari í það sem þeim er ætlað. Hún segir að hennar eigið líf hafi varla verið byrjað þegar formlegri menntun hennar lauk og hún varð að horfast í augu við óréttlæti heimsins. Þrjóska hennar við að berjast fyrir málstað sem hún trúir á er orðin alkunn. Hver getur setið f makindum í Elysée höll, tekið á móti mektarmönnum, eða jafnvel gefið sér tíma til að velta fyrir sér nýju lögunum sem EB hefur gefið út varðandi kynferðislega áreitni — sem hún segir þó að gangi ekki nærri nógu langt — þegar alls stað- ar biasir við sárasta fátækt, grimmd, harðræði og örvænting? Rísandi stjama Mitterrand forseti er stoltur af eig- inkonu sinni. Hann virðir rétt hennar til að segja álit sitt, jafnvel um viðkvæm málefni sem stundum hafa komið honum illa stjórnmála- lega séð. (Hún hefur ergt margan diplómatann og hefur stundum tek- ið skakkan pól í hæðina; eins og fleiri lét hún blekkjast af Winnie Mandela og skrifaði formála að bók um hana.) En hún skiptir sér aldrei af málefnum ríkisins. Hún er ekki þátttakandi í neinum kvenréttinda- hreyfingum og engum dettur í hug að hún hafi átt þátt í þeim aðgerð- um til aukins jafnréttis sem maður hennar hefur beitt sér fyrir. í veislum f höllinni gengur hún alltaf tveimur skrefum á eftir forset- anum í virðingarskyni og þrátt fyrir að sívaxandi orð fari af kvensemi forsetans er sagt að greinilega sé gott samband milli þeirra hjóna. Hún er virt fyrir einlægni sína en hann er fremur álitinn séður tæki- færissinni. Sósíalískar skoðanir hennar hafa frá barnæsku veri ein- dregnari heldur en hans. Undanfarin fjögur til fimm ár hefur stjarna Danielle Mitterrand risið smátt og smátt. í sjónvarpsviðtali nýlega skýrði hún frá því hversu stolt hún væri enn af starfi sínu með andspyrnuhreyfingunni; hvernig hún hefði hjúkrað ungum dreng, sem Þjóðverjar höfðu skotið í háls- inn, aftur til heilsu. „Drifkraftur hennar er enn andi frönsku and- spyrnunnar. Enginn glatar honum; hugrekkið býr með mönnum að ei- lífu,“ segir franskur rithöfundur. „Hún er enn sama stúlkan í hjarta sínu og berst af sömu ákefðinni fyrir málstað Kúrdanna." Reyndar snerti hjálparbeiðni Kúrda í tyrkneskum flóttamannabúðum hana svo djúpt að hún sótti 300 þeirra og lét þá setj- ast að í Auvergne-héraði, þetta var ekki sérstaklega vinsælt árið 1989, en eins og hún segir sjálf lætur hún stjómast af hjarta sínu og skoðun- um. Eftir athöfnina í Edinborg flaug forsetafrúin til Bristol til að heim- sækja sonardóttur sína, sem er þar á reiðnámskeiði. Mitterrand hjónin eiga tvo syni, annar þeirra er blaða- maður og hinn þingmaður. Fyrir þremur árum slösuðust tvær sonar- dætur hennar í bílslysi ásamt föður sínum. Danielle gekk nær fram af sér við að hjúkra þeim aftur til heilsu. Forsætisráðherra Frakka, Edith Cresson, hefur aflað sér nokkurra óvinsælda með yfirlýsingum sínum upp á síðkastið, einkum og sér í lagi þegar hún hefur alhæft um eigin- leika nokkurra þjóða, s.s. að 10% Breta séu kynhverfir, Japanir iðnir eins og maurar og Þjóðverjar gjör- samlega húmorslausir. Aðspurð hvort hún væri sammála forsætisráðherranum sagðist for- setafrúin vera alveg undrandi hversu mikið væri gert úr þessu sem sagt hefði verið í einkasamtali fyrir löngu. En jafnframt því sem óvin- sældir Cressons aukast dafnar aðdá- unin á Danielle Mitterrand, áhuga hennar og dugnaði. Þar sem Dani- elle er dæmigerð fyrir alþekktan þokka franskra kvenna varð ekki hjá því komist að spyrja hana hver leyndardómurinn væri að baki því að eldast vel. lrAð halda hæfileikan- um til að komast við,“ sagði hún, „og láta sér koma það á óvart sem gerist." Ekki ómissandi Þegar forsetatímabili manns henn- ar lýkur árið 1995 verður Danielle orðin sjötug. Hún brosir ánægju- lega og segir að ef hún verði þá ekki orðin algerlega elliær fái hún enn meiri tíma til að sinna hugðarefnum sínum og berjast fyrir þann málstað sem hún trúir á. Hún tekur bækling frá France Liberté samtökunum sem ber undirtitilinn Danielle Mitt- errand sjóðurinn. Hún hylur nafn sitt á bæklingnum. Þessi samtök voru stofnuð með það í huga að þau störfuðu áfram eftir að hennar nyti ekki lengur við. „Ég stofnaði þetta til að skilja eftir mig starfsemi sem þarf ekki á mér að halda til að starfa áfram og lifir mig.“

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.