Tíminn - 08.08.1991, Side 10

Tíminn - 08.08.1991, Side 10
10 Tíminn M MINNING Fimmtudagur 8. ágúst 1991 Kvðld-, natur- og helgldagavarsla apóteka I Reykjavtk 2.-8. ágúit er I Háaleltlsapótekl og VesturbaBjarapóteki. Það apótek sem fynr er nefnt annast eitt vörsluna frá Id. 22.00 að kvöldl tll kl. 9.00 aö morgni vlrka daga en kl. 22.00 á sunnudögum. Upplýs- ingar um læknls- og lyljaþjónustu eru gefn- ar I sima 18888. Neyðarvakt Tannlæknafélags Islands er starfrækt um helgar og á stórhátlðum. Slm- svarl 681041. Hafnarfjörður: Hafnarfjarðar apótek og Norð- urfoæjar apótek eru opin á virkum dögum frá kl. 9.00-18.30 og til skiptis annan hvem laug- ardag kl. 10.00-13.00 og sunnudag kl. 10.00- 12.00. Upplýsingar I slmsvara nr. 51600. Akureyri: Akureyrar apótek og Stjömu apótek eru opin virka daga á opnunartlma búða. Apó- tekin skiptast á slna vikuna hvort að sinna kvöld-, nætur- og helgidagavörslu. A kvöldin er opið I þvi apóteki sem sér um þessa vörslu, til kl. 19.00. A helgidögum er opiö frá kl. 11.00- 12.00 og 20.00-21.00. Á öðrum tlmum er lyfja- fræðingur á bakvakt Upplýsingar eru gefnar I slma 22445. Apótek Keflavfkur: Opið virka daga frá k. 9.00-19.00. Laugardaga, helgidaga og al- mennafrldaga kl. 10.00-12.00. Apótek Vostmannaoyja: Opiö virka daga frá kl. 8.00-18.00. Lokaö I hádeginu milli kl. 12.30- 14.00. Selfoss: Selfoss apótek er opið til kl. 18.30. Opið er á laugardögum og sunnudögum kl. 10.00-12.00. Akranes: Apótek bæjaríns er opiö virka daga til kl. 18.30. Opiö er á laugardögum kl. 10.00- 13.00 og sunnudögum kl. 13.00-14.00. Garðabær Apótekið er opið rúmhelga daga kl. 9.00-18.30, en laugardaga kl. 11.00-14.00. Læknavakt fyrir Reykjavfk, Seltjamames og Kópavog er I Heilsuvemdarstöð Reykjavikur alla virka daga frá kl. 17.00 6108.00 og á laugar- dögum og helgidögum allan sólarhringinn. A Seltjamamns! er læknavakt á kvöldin kl. 20.00-21.00 og laugard. Id. 10.00-11.00. Lokað á sunnudögum. Vitjanabeiönir, slmaráðleggingar og tlmapant- anlr I slma 21230. Borgarspftallnn vakt frá kl. 08-17 alla virka daga fyrir fólk sem ekkl- hefur heimilislækni eða nær ekki 6I hans (slmi 696600) en slysa- og sjúkravakt (Slysadeild) sinnir slösuðum og skyndiveikum allan sólar- hringinn (siml 81200). Nánari upplýsingar um lyfjabúöir og læknaþjónustu erugefnar I slm- svara 18888. Ónæmisaðgerðlrfyrírfulloröna gegn mænusótt fara fram á Heilsuvemdaretöð Roykjavfkur á þriðjudögum kl. 16.00-17.00. Fólk hafi með sér ónæmissklrteinl. Seltjamames: Opið er hjá Tannlæknastofunni Eiðistorgl 15 virka daga kl. 08.00-17.00 og 20.00- 21.00, laugardaga kl. 10.00-11.00. Slmi 612070. Garðabæn Heilsugæslustöðin Garöaflöt 16-18 er opin 8.00-17.00, slmi 656066. Læknavakt er I slma 51100. Hafnarflörður Heilsugæsla Hafnartjaröar, Strandgötu 8-10 er opin virka daga kl. 8.00- 17.00, slmi 53722. Læknavakt simi 51100. Kópavogur Hellsugæslan er opin 8.00-18.00 virka daga. Slmi 40400. Keflavfk: Neyöarþjónusta er allan sólarhringinn á Heilsugæslustöö Suðumesja. Slml: 14000. Sálræn vandamál: Sálfræðistöðin: Ráögjöf I sálfræöilegum efnum. Slmi 687075. Alnæmlsvandlnn. Samtök áhugafólks um alnæmisvarrdann vllja styöja smitaöa og sjúka og aðstandendur þeirra, slmi 28586. Landepltallnn: Alla daga kl. 15 til 16 og kl 19 til kl. 20.00. Kvennadelldin: kl. 19.30-20.00. Sængurkvennadelld: Alla daga vikunnar kl. 15-16. Helmsóknartlmi fyrir feður kl. 19.30- 20.30. Bamaepftall Hrlngsine: KI. 13-19 alla daga. Öldmnartæknlngadelld Landepltal- ane Hátúni 10B: Kl. 14-20 og eftir samkomu- lagi. - Landakoteepltall: Alla virka kl. 15 til kl. 16 og Id. 18.30 fll 19.00. Bamadeild 16-17. Heimsóknartlmi annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. - Borgarspftallnn I Fossvogl: Mánudaga til föstudaga kl. 18.30 til 19.30 og eftir samkomulagi. Á laugardögum og sunnu- dögum kl. 15-18. Hafnarbúðlr Alla daga kl. 14 til kl. 17. - Hvlta- bandlð, hjúkrunardeild: Heimsóknartlmi frjáls alla daga. Grensáedeild: Mánudaga ti föstu- daga kl. 16-19.30. - Laugardaga og sunnu- daga kl. 14-19.30. - Heileuvemdaretöðln: Kl. 14 til kl. 19. - Fæðlngarheimili Reykjavlkur: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16.30. - Kleppsspltall: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16 og kl. 18.30 6! kl. 19.30. - Flókadolld: Alla daga kl. 15.30 til kl. 17. Kópavogshælið: Eftir umtall og kl. 15 til kl. 17 á helgidögum. - Vlfllsstaðaspftali: Heim- sóknartlmi daglega kl. 15-16 og kl. 19.30-20. - SL Jósepsspftall Hafnarflrðl: Alla daga kl. 15-16 00 19-19.30.______________________ Sunnuhlfð hjúkrunarheimili I Kópavogi: Heim- sóknartlmi kl. 14-20 og eftir samkomulagi. SJúkrahús Keflavfkurfæknlshéraðs og heilsugæslustöðvar: Vaktþjónusta allan sólar- hringinn. Slmi 14000. Keflavlk-sjúkrahúslð: Heimsóknartlmi virka daga Id. 18.30-19.30. Um helgar og á hátlöum: XI. 15.00-16.00 og 19.00-19.30. Akureyrl- sjúkrahúslö: Heim- sóknartlmi alla daga kt. 15.30-16.00 og 19.00- 20.00. Á bamadeild og hjúkrurrardeild aldraðra Sel 1: Kl. 14.00-19.00. Slysavarðsstofuslmi frá ki. 22.00- 8.00, slmi 22209. SJúkrahús Akra- ness: Heimsóknartlmi Sjúkrahúss Akraness er alla daga kl. 15.30-16.00 og kl. 19.00-19.30. Reykjavfk: Neyðarsími lögregiunnar er 11166 ogOOO. Seltjamames: Lögreglan slmi 611166, slökkviliö og sjúkrabifreið slmi 11100. Kópavogur Lögreglan slmi 41200, slökkvilið og sjúkrabifrelð slml 11100. HafnarQðrður Lögreglan slml 51166, slökkvi- lið og sjúkrablfrelð slmi 51100. Ktflavfk: Lögreglan slmi 15500, slökkvfllð og sjúkrabll slmi 12222, sjúkrahús 14000,11401 og 11138. Vestmanneyjar Lögreglan, slmi 11666, slökkvUið slmi 12222 og sjúkrahúsið slmi 11955. Akurayrl: Lögreglan slmar 23222, 23223 og 23224, slökkviliö og sjúkrabifreið slml 22222. (saqðrður Lögreglan slml 4222, slökkvilið slml 3300, brunasfmj og sjúkrabifreið slmi 3333. Pétur Jónsson bóndi, Egilsstöðum Fæddur 23. október 1904 Dáinn 1. ágúst 1991 Deyrfé, deyja frændur, deyr sjálfr it sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getr. Mér finnst vel við hæfi, er Péturs frænda míns er minnst, að vitna í ofanritað erindi úr Hávamálum. í fyrsta lagi vegna þess að Pétur var sérstakur persónuleiki, minnis- stæður hverjum þeim er af honum höfðu kynni og í öðru lagi vegna þess að hann hafði sjálfur mikið dá- læti á íslendingasögunum og ís- lenskum fornbókmenntum og vitn- aði oft í þær í tækifærisræðum og daglegum viðræðum. Pétur var fæddur á Egilsstöðum á Völlum 23. október 1904. Foreldrar hans voru Jón Bergsson, prests í Vallanesi, bóndi og kaupmaður á Egilsstöðum, og Margrét Péturs- dóttir frá Vestdal í Seyðisfirði. Jón Bergsson keypti jörðina Egilsstaði og hóf þar búskap um 1889. Á Egils- stöðum var þá fremur lítill búskap- ur, en Jón breytti jörðinni í stórbýli og vann jafnframt markvisst að því að efla þá samfélagslegu stöðu sem síðan hefur þróast á Egilsstöðum, með því að koma þar upp ýmsum stofnunum, s.s. póst- og símaþjón- ustu, stofna fyrstu verslun á Héraði, kaupa vagna og hefja flutninga um Fagradalsbraut er hún opnaðist og reka gistihús. Pétur ólst því upp á Egilsstöðum hjá foreldrum sínum á miklum um- svifatímum á fjölmennu heimili, næstyngstur átta systkina, en þau eru talin í aldursröð: Þorsteinn, kaupfélagsstjóri á Reyðarfirði, Sig- ríður, símstöðvarstjóri á Egilsstöð- um, Sveinn, bóndi á Egilsstöðum, Egill, læknir á Seyðisfirði, Ólöf, verslunarmaður á Egilsstöðum, Bergur, bóndi á Ketilsstöðum, Pét- ur, og Unnur, fimleikakennari í Reykjavík, sem nú er ein lifandi þeirra systkina. Pétur stundaði nám í Eiðaskóla og Samvinnuskólanum og útskrifaðist þaðan 1923. Síðan hélt hann til Noregs og stundaði þar nám á lýð- háskóla 1925-1926. Eftir það kom hann heim og stundaði búskap með móður sinni á Egilsstöðum II, en faðir hans lést 1924. í mars 1929 kvæntist Pétur eftirlif- andi konu sinni Elínu Ólafsdóttur Stefhensen, prófasts í Bjarnarnesi, Hornafirði, og hófu þau búskap sama ár á Egilsstöðum II. Pétur og Elín eignuðust fjögur börn. Þau eru: Jón, dýralæknir á Egilsstöðum, kvæntur Huldu Matthíasdóttur, Ól- afur, sem fórst af slysförum rúm- lega tvítugur, Margrét, póstfulltrúi á Egilsstöðum, gift Jónasi Gunn- laugssyni, ogÁslaug, bankafulltrúi í Kópavogi, gift Viðari Sigurgeirs- syni. Pétur gegndi fjölda starfa auk bú- skaparins. Hann sá um póstferðir frá Reyðarfirði um Fagradal frá unglingsárum fram til þess tíma er bfiar tóku við. Þessar ferðir voru farnar á hestum og á vetrum á hestasleðum, voru þær oft mjög erf- iðar og gátu tekið fleiri sólarhringa, reyndi þá á karlmennsku og kjark. Auk þessa annaðist Pétur póstferðir um Upphérað, báðum megin Lagar- fljóts og í Skriðdal, þar til mjólkur- bflar tóku að ganga reglulega, eða allt ffam undir 1950. Þá gegndi Pét- ur fjölda trúnaðarstarfa og tók þátt í margs konar félagsmálum innan sveitar og utan. Hann var sýslu- nefndarmaður í 12 ár, fulltrúi á að- alfundum Stéttarsambands bænda í mörg ár, í stjórn þess og jafnframt í Framleiðsluráði landbúnaðarins í 8 ár. Hann var formaður fasteigna- matsnefndar Suður-Múlasýslu 1939 og fulltrúi á Fjórðungsþingi Aust- urlands meðan það starfaði. Pétur var í hreppsnefnd Vallahrepps og síðar í hreppsnefnd Egilsstaða- hrepps um skeið. í stjórn Kaupfé- lags Héraðsbúa átti hann sæti í um það bil 30 ár. Þessi upptalning er aðeins lítið brot af félagsmálastarfi Péturs, en hann var mikill hugsjónamður og lét sér fátt óviðkomandi sem hann taldi til heilla og framfara í sínu byggðarlagi eða í landsmálum. Það voru þó félagasamtök sem honum voru trúlega hugleiknari en önnur, en það voru félagasamtök hesta- manna. Hann var aðalhvatamaður að stofnun Hestamannafélagsins Freyfaxa 1952 og aðaldriffjöður og formaður þess í 20 ár og síðar heið- ursfélagi þess. Hann var fulltrúi á Landsþingum hestamanna um ára- bil og kjörinn heiðursfélag Lands- sambands hestamannafélaga á 25 ára afmæli þess. Pétur var sannur hestamaður. Frá unga aldri hrærðist hann í hestum, hestamennsku, tamningum, útreið- um og ferðalögum á hestum. Hann dáði fjörhesta og fannst lítið koma til þeirra hesta sem þurfti að ríða með písk í hendi. Margan glæstan gæðinginn eignaðist hann á lífsleið- inni. Er vélaöldin gekk í garð dofn- aði mjög yfir hestamennskunni víða um land. Notkun hesta lagðist víða af ef frá er talin nytsemi hans í smalamennskum. Á Fljótsdalshér- aði mátti að heita undantekning ef maður sást á hestbaki á árunum í kringum 1950. Allir ferðuðust á bfl- um eða traktorum. Þetta átti ekki við um Pétur. Á hverjum degi bæði sumar og vetur sást hann ríðandi á gæðingum sínum; á leið í heyskap- inn, á beitarhúsin eða bara á útreið sér til ánægju, eða eins og hann orðaði það: „Til að örva sálargleðina og komast í betri snertingu við náttúruna og almættið." Pétur var mikill unnandi íslenskr- ar náttúru sem hann taldi eitt feg- ursta dæmi sköpunarverksins. Hann sagði mér að amma sín, Ólöf Bjarnadóttir, sem varð nærri 104 ára og hélt andlegri reisn fram á síð- asta æviár, hefði vakið athygli sína á náttúrunni og dýrð íslenska vors- ins. Hann fór oft með eftirfarandi vísubrot, eftir Eggert Ólafsson, sem hann hafði numið af ömmu sinni: Ég var bónda af borinn brjóstum móður á. Vakti hún mig á vorin verkin Guðs að sjá. Pétur fór ekki troðnar slóðir í byrj- un vélaaldar. Hann sleppti aldrei beislinu en honum fannst þó hlut- verk hestsins sem „þarfasti þjónn- inn“ lokið. Hann vildi finna honum nýtt og verðugt hlutverk, hann vildi gera hann að „þjóni gleðinnar", að sálubæti sem slær á streituna á tím- um tímaleysisins, eins og hann komst að orði. Hestamennskan er mannbæt- andi, sagði Pétur, og holl íþrótt jafnt fyrir unga sem aldna og hún er besta uppeldismeðal fyrir æskuna sem hægt er að fá. Ferðalög á hestum í góðum félags- skap var Péturs mesta yndi, enda hafði hann riðið ísland þvert og endi- langt, og trúlega hafa fáir íslendingar ferðast víðar á hestum en hann. ,Á hestbaki skynjar maður landið, sög- una og fortíðina,“ • sagði Pétur eitt sinn. „Þeir sem þjóta á rjúkandi ferð í bflum á þjóðvegum landsins fara á mis við slíkt og þjóðin tapar hluta úr sinni sál, verður fátækari, og sjálfri þjóðmenningunni fer að hraka." Pétur var mikill gleðimaður og húmoristi í sérflokki. Flestir sem hann þekkti munu eflaust lengi minnast hans vegna þeirrar miklu geislandi gleði sem frá honum stafaði, hvar sem hann var staddur í vinahópi. Hans frábæri húmor, frásagnarlist og tækifærisræður áttu sér engan líka. Hann gat vitnað jafnt í ættfræði, fornsögur og biblíuna og á gleði- stundum var hann jafnan hrókur alls fagnaðar. Hestaferðalög og styttri reiðtúrar með Pétri vor ávallt unaðs- stundir sem seint líða manni úr minni. Atburðir og umræður úr þess- um ferðum eru gjarnan rifjuð upp við ýmis tækifæri. Leiftrandi orðsnilld hans og gullvægar setningar munu lengi í minnum hafðar. Undan þessu glaðværa og glettna yfirborði gægðist þó alvaran alltaf út. Pétur var í raun mikill alvörumaður, góðvild, hjálp- semi og greiðasemi var honum í blóð borin og hann vildi leysa úr hvers manns vandræðum. Pétur sagði stundum: „Það eru bara til tvær manngerðir, aristokrat og demikrat, ég er demokrat." Pétur var mikill vinur vina sinna. Hann var mjög tilfinningaríkur og viðkvæmur og síðustu ljóðlínumar úr kvæði Jónasar Hallgrímssonar, „Hvað er svo glatt", sem Pétur hafði miklar mætur á og hafði oft yfir, lýsa best hans innra manni. ástúð á heimili þeirra Péturs og El- ínar, og vil ég þakka fyrir hönd okk- ar allra margar ánægjustundir og vináttu. Pétur frændi er allur, hann lést á Fjórðungssjúkrahúsi í Neskaupstað aðfaranótt 1. ágúst sl. eftir stutta legu. Það er í sjálfu sér ekki sorgar- efni ef maður sem hefur lifað hefur lifað góðu og giftusömu lífi hátt í níutíu ár skiptir um tilverustig, það er aðeins lífsins gangur. En við vin- ir hans söknum hans innilega og jafnframt þökkum við honum allar þær fjölmörgu ánægjustundir sem við höfum notið með honum. Konu hans Elínu Stephensen, börnum þeirra og fjölskyldum, sendi ég og fjölskylda mín innileg- ustu samúðarkveðjur. Ingimar Sveinsson iiU sim in : >■?&' 'ítí f 1 3 n - -i K uu w WL . ■ 6326. Lárétt I) Nafn. 5) Tbl. 7) Raka. 9) Dauði. II) Grastotti. 12) Kyrrð. 13) Aum. 15) Hlé. 16) Maður. 18) Lengri. Lóörétt 1) Týnir. 2) Þoka. 3) Leyfist. 4) Hár. 6) Máttarstaur. 8) Mánuð. 10) Púki. 14) Fundur. 15) Fæddi. 17) Svik. Þá er það víst að bestu blómin gróa í brjóstum sem að geta fundið til. Pétur hafði alla tíð sérstakan hæfi- leika til að laða að sér ungt fólk. Hann gaf sér alltaf góðan tíma til að tala við börn og unglinga, ekki sem siðameistari eða vandlætari, heldur sem jafningi, og hann reyndi alltaf að leita eftir og laða fram það góða í hverjum einstaklingi. Með sínum einstaka hæfileika, samspili glað- værðar, glettni og alvöru, tókst hon- um fyrirhafnarlaust og ómeðvitað að komast í sálusamband við unga fólk- ið og ná trausti þess og hylli. Pétur vitnaði oft í ljóðlínur Þorsteins Er- lingssonar þar sem hann segir: Ef æskan vill rétta þér örvandi hönd þá ertu á framtíðar vegi. Félagsfræðingar og sálfræðingar nútímans, sem eru að glíma við „unglingavandamál" í dag gætu hrósað happi ef þeir hefðu aðeins brot af þessum hæfileika Péturs. Frá því ég fyrst man eftir mér, hef- ur alltaf verið mjög náið samband milli okkar Péturs frænda, eins og ég alltaf kalli hann. Heimili þeirra Péturs og Elínar var mitt annað heimili. Eg lék mér við syni þeirra Jón og ólaf sem voru á svipuðu reki og ég. Ég var þar alltaf velkominn og mætti þar aíltaf góðvild og hlýju eins og ég væri þeirra eigin sonur. Eftir að ég varð fullorðinn áttum við Pétur mörg sameiginleg áhuga- mál, og það ekki síst hestamennsk- una. Pétur var minn fyrsti læri- meistari í hestamennskunni, við riðum mikið út saman og störfuð- um lengi saman að félagsmálum hestamanna á Héraði. Frá þessum stundum er margs að minnast og margt fer um hugann sem ógjörn- ingur er að lýsa með fátæklegum orðum á blaði. Konu minni og börnum hefur allt- af verið tekið með sömu hlýju og Ráðning á gátu no. 6325 Lárétt 1) Faldar. 5) Jól. 7) Smá. 9) Tek. 11) Tá. 12) Fa. 13) Ugg. 15) Lag. 16) Æli. 18) Prúðar. Lóðrétt 1) Fastur. 2) Ljá. 3) Dó. 4) Alt. 6) Skagar. 8) Mág. 10) Efa. 14) Gær. 15) Lið. 17) Lú. Ef bilar rafmagn, hitaveita eða vatnsvelta mð hrlngja I þessi sfmanúmer: Rafmagn: I Reykjavik, Kópavogi og Seltjam- amesi erslmi 686230. Akureyri 24414, Kefla- vlk 12039, Hafnarflörður 51336, Vestmanna- eyjar 11321. Hltavelta: Reykjavlk slmi 82400, Seltjamar- nes slmi 621180, Kópavogur 41580, en eftir kl. 18.00 og um helgar I slma 41575, Akureyri 23206, Keflavlk 11515, en efflr lokun 11552. Vestmannaeyjar slmi 11088 og 11533, Hafrv arfjörður 53445. Slmi: Reykjavlk, Kópavogi, Seltjamamesi, Akureyri, Keflavlk og Vestmannaeyjum tit- kynnist I sfma 05. Bilanavakt hjð borgarstofnunum (vatn, hitaveita o.fl.) er I slma 27311 alla virka daga frá kl. 17.00 fll kl. 08.00 og á helgum dögum er svarað allan sólarhringlnn. Tekiö er þar vlö fllkynningum á veitukerfum borgarinnar og I öðrum tilfellum, þar sem borgarbúar telja sig þurfa aö fá aöstoð borgarstofnana. 7. ðgúst 1991 kl. 9.15 Kaup Sala Bandarikjadollar.....60,490 60,650 Sterllngspund.......103,368 103,642 Kanadadollar.........52,744 52,884 Dönskkróna...........9,1182 9,1423 Norskkróna...........9,0338 9,0576 Ssnsk króna..........9,7157 9,7414 Flnnskt mark........14,6447 14,6835 Franskur franki.....10,3792 10,4067 Belglskur frankl.....1,7131 1,7176 Svissneskur franki....40,3738 40,4806 Hollenskt gylllnl...31,3055 31,3883 Þýskt mark..........35,2855 35,3789 Itölsk Ifra.........0,04718 0,04730 Austurrískur sch.....5,0147 5,0280 Portúg. escudo.......0,4115 0,4126 Spðnskur pesetl......0,5646 0,5661 Japanskt yen........0,44493 0,44610 Irskt pund...........94,295 94,544 Sérst. drðttarr.....81,4304 81,6458 ECU-Evrópum.........72,3491 72,5404

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.