Tíminn - 17.08.1991, Blaðsíða 3

Tíminn - 17.08.1991, Blaðsíða 3
Laugardagur 17. ágúst 1991 HELGIN 11 Nú fór að dimma af nótt og datt mér þá þessi vísa í hug og kvað: Þess nú beiðist þanki minn, það í neyð ég tala, guð mig leiði greitt um sinn grund um heiðar svala. Rétt eftir þetta kem ég að gili og gladdist ég við það því ég þóttist vita að það lægi til sjávar. Hélt ég nú vel áfram og var nú orðið aldimmt og sama snjókoman en heldur farið að hvessa, samt hélt ég lengi áfram þangað til allt í einu að ég sé ein- hvem ógurlegan sorta framundan mér, svo ég stansa og fálma með stafnum fram fyrir mig og finn ég að snarbratt bjarg er fyrir framan mig og hefði ég farið feti framar hefði ég hrapað ofan fyrir. Ég sný sem skjót- ast til baka og þegar ég er búinn að ganga dálítið kem ég í tanga og eru gil á báðar hliðar og varð ég að láta fyrirberast þarna um nóttina, þó ekki væri álitlegt. Nú fann ég að mér hefði verið betra að hlýða ráðum mannsins. Ég sá nú líka að það var slæmt að vera nestis- laus, en ég saup á flöskunni og hresstist mikið. Þama var ekkert skjól en ég heitur, en það vildi til að það var ekki mikið frost. Ég ýmist sat eða stóð eða gekk um gólf. Ég fór nú að hugsa um hvað ég hefði gert rangt og sá ég að guð hafði enn einu sinni bjargað mér úr lífshættu og þakkaði ég honum fyrir það og las kvöldbænir mínar. Svona hafðist ég við þama yfir nóttina. Ég saup á vín- flöskunni þegar mér kólnaði fyrir brjóstinu og hlýnaði mér þá og hresstist í hvert sinn. Loksins leið nóttin og var þá kom- ið gott veður og varð ég feginn og lofaði guð fyrir að nóttin var liðin. Þegar dálítið fór að birta fór ég að ganga til og frá og sjá hvar ég var staddur og sá ég nú að ég var fremst á Þyrlinum, sem er eitthvert Ijótasta klettfjall á landinu. Nú sá ég hvar ég hafði verið staddur um kvöldið og að sjórinn hafði verið sortinn sem ég hafði séð. Ég fór nú að hugsa um að komast burtu úr þessum stað og gekk ég til baka og sá ofan f Botnsdalinn og hugsaði ég með mér að komast til bæja til að fá mat og hvíla mig eftir nóttina. En það var ekki hlaupið að því að komast ofan snarbratta kletta og varð ég að ganga langt áður en ég komst ofan, og var þó ekki álitlegt að fara ofan þar sem ég fór. En samt komst ég klakklaust ofan og fór heim að bæ sem var skammt frá. Það vom tveir bæir í dalnum og hétu báðir Botnar. Ég fór heim að öðrum bænum og þegar ég er kom- inn heim á hlaðið kemur gamall maður út. Mér datt í hug að þetta væri líkt eins og sagt er í útilegu- mannasögunum, þegar menn voru búnir að villast og komu í dal og fundu bæ. Ég hugsaði, hvemig skal þessi karl reynast? „Bærilegur kletta-maður“ Ég heilsa honum nú og segir hann: „Þú ert snemma á ferð," því það var ekki orðið fullbjart. „Nokkuð,“ segi ég. „Hvar varstu í nótt?“ segir hann. „Eg var hérna uppi á heiðinni eða réttara sagt uppi á Þyrlinum." Hann spyr mig nú á hvaða ferð ég sé og segi ég honum það. Hann segir mér nú að koma inn sem fljótast. Þegar ég kom inn sá ég gamla konu og unga stúlku sem ég þóttist vita að væri dóttir karls og kerlingar. Ég heilsa þeim og karl segir þeim hvernig ástatt sé fyrir mér og segist halda að ég þurfi hressingar við og er komið með nógan mat og kaffi. Svo segir karlinn mér að hátta ofan í rúm, segir mér veiti ekki af að sofa og hvíla mig, og var það satt, og verða hérna í dag. En ég segi að mig langi til að ná yfir heiðina í dag og bið hann að vekja mig um miðjan dag. Karl tók skóna mína og voru þeir komnir í sundur og sækir hann bætur og fer að bæta þá sjálfur, en segir að þurrka vel sokkana mína. Ég hafði aldrei séð þetta fyrr að karl- maður gerði þetta, þegar kvenfólk var við. En hann nefndi það ekki við þær, heldur gerði það sjálfur. Égfór nú að reyna að sofna og tókst mér að sofna en ég svaf svo laust að ég heyrði allt sem talað var í gegn- um svefninn. Ég heyri að það eru komnir tveir menn og eru að tala við fólkið og segja að þeir hafi sé slóð eftir mann sem hafi komið ofan af Þyrlinum, en ekki sögðust þeir vita hver, svo sem þeir kváðu á, hefði hjálpað honum að komast ofan klettana þar sem hann hefði farið. En karlinn segir: „Þessi maður er hér og lá hann úti uppi á Þyrlinum í nótt, en kom hér í morgun til að fá hressingu og hvíla sig. Hann er ferðamaður að norðan og er á norð- urleið og segist ætla að leggja á heiðina í dag.“ „Það er bærilegur klettmaður," segja þeir. „Mér líst svo á þann pilt að hann muni vera fær í flestan sjó,“ segir karl. Svo töluðu þeir ekki meira um þetta og fóru litlu síðar. Ég var vakinn á tilteknum tíma, klæði mig sem skjótast og var búið að þurrka sokkana mína og bæta skóna vel og er komið með heita kjötsúpu handa mér að borða. Þegar ég er búinn að borða þakka ég alúð- lega fyrir greiðann og aðhlynning- una og biður karl mig um að vera um kyrrt í dag, því það sé seint að leggja á heiðina. En ég segist ekki sleppa þessu góða veðri og haldi að Vatnshomi í kvöld. „Þú ert kapp- samur,“ segir hann. Nú ætlaði ég að fara að borga karli fyrir þessar góðu viðtökur, já, ég ætlaði að borga þær vel. En þegar ég ætlaði að fá honum peninga varð hann byrstur og segir: ,JMér dettur ekki í hug að taka við peningum af þér fyrir þennan litla greiða, sem ég hef gert þér, því ég hefði viljað gefa peninga til alls þess að þú hefðir ver- ið hjá mér í nótt en ekki legið úti.“ Vaðin Norðurá Ég hætti að bjóða honum peninga, því ég sá að ég mundi móðga hann á því. Eg sá að hér væri maður sem væri eiginlegt að gera gott og komst við með sjálfum mér. Þessi gamli maður hét Einar, en ekki man ég hvað kona hans hét. Ég kveð þau nú öll með alúðarþakklæti fyrir mig en hann óskar mér til lukku. Nú lagði ég á heiðina þó seint væri og hélt svo vel áfram að ég hef aldrei haldið betur áfram og var gott að ganga og um kvöldið um dagsetur kom ég að Vatnshorni, baðst gist- ingar og var það sjálfsagt og fékk ég sömu viðtökur sem fyrr. Ég varð að segja ferðasöguna sem hún gekk til frá því ég fór þaðan og þangað til ég kom aftur. Sagði Bjöm að það hefði verið Hvalvatn sem ég kom að í hríðinni og eftir því sem ég sagði frá þá hefði ég verið kominn áleiðis austur til jökla og hefði ég haldið áfram hefði ég aldrei komist til byggða og því aldrei fundist. Og sagði hann að það hefði verið guðs tillag að ég hefði snúið til sjávar. Ég frétti síðar að þessi saga hefði borist víða um Borgarfjörð. Ég svaf vel þessa nótt enda þurfti ég þess með. Ég minntist á viðtökurnar hjá Einari og að hann hefði ekki vilj- að þiggja neina borgun og sagði bóndinn að þetta hefði verið rétt eft- ir Einari. „Honum hefur þótt svo slæmt að þú lást úti, enda er líklega ekki siður hans að taka borgun þótt hann geri gott, því hann er sá besti maður í alla staði sem hér er nokk- urs staðar." Ég lagði af stað í dögun morguninn eftir eins og ég var vanur, því ég vildi nota góða veðrið og hafa eins langar dagleiðir og ég gat. Ég komst um kvöldið að Deildartungu, rétt fyrir sunnan Hvítá, átti ég þar góða nótt. Ég sá að þar var efna- og regluheim- ili. Um morguninn var ég ferjaður yfir Hvítá og var þá mikið frost og komnar skarir að ánni, en það heppnaðist þó að komast yfir hana. Ég hélt áfram þennan dag sem hina. En þegar ég komst að Norðurá stóð hún full með krap og sýndist ófær og var grimmdarfrost, svo ég geng með henni þar til ég kem þar sem hún var lygn en mikið krap. Ég fór úr utanyfirfötunum, svo ég yrði léttari á mér og svo til þess að þau yrðu þurr og lagði svo út í ána f Pétur Pétursson. drottins nafni og óð hana í geirvört- ur, en gekk samt vel, því þetta var lygn hylur. En þegar ég kom upp úr ánni var hrollur í mér en ég tók hann úr mér með því að súpa á flöskunni. Svo kreisti ég úr fötunum mínum mesta vatnið, fór í utanyfirfötin og hélt svo áfram að Fomahvammi um kvöldið og fékk þar bestu viðtökur. Daginn eftir fór ég að Stað í Hrúta- firði til Ólafs. Og þegar ég hafði heilsað honum segir hann: „Mikið hefur guð farið vel með þig í þessari ferð, alltaf verið logn og blíða á hverjum degi.“, Já, það er satt,“ segi ég. „En þó brá út af því einu sinni og gerði á mig hríð og var ég þá hætt kominn, því ég var á ferð á heiði.“ „Sú hríð hefur ekki komið hér,“ seg- ir hann. Nú býður hann mér að koma inn og fékk ég þar hinn besta greiða sem fyrr og varð ég að segja hvernig mér gekk ferðin og að afljúka erindinu. Nú skilaði ég því sem ég keypti, og líkaði það vel. Þarna hafði ég skemmtilega og góða nótt sem fyrr. Ég fór snemma á stað um morgun- inn, því nú vildi ég ná að Jörva. Ég komst að Jörva um kvöldið og var mér tekið þar sem fyrr. En nú svaf ég ekki hjá Birni, því konan svaf nú hjá honum. Morguninn eftir fór ég snemma því nú vildi ég ná að Bala- skarði en um kvöldið kom ég að Neðri-Mýrum til Gísla frænda og var þar tekið vel á móti mér og mér boð- ið að vera og varð ég að þiggja það og daginn eftir var ég beðinn að vera um kyrrt og gat ég ekki neitað því. Þarna var ég í besta yfirlæti og varð að segja hvað á dagana hefði drifið frá því ég kom þar síðast. Svo að þessum tíma liðnum kvaddi ég fólk- ið með þakklæti en það þakkaði mér fyrir komuna og óskaði mér bless- unar. Allt er gott sem endar vel Nú fór ég að Balaskarði og varð þá i!!P fagnaðarfundur og sagði ég frá ferðalaginu og þótti ég hafa verið heppinn og furðu fljótur. Ég var eitthvað um einn dag um kyrrt hjá bróður mínum og fór svo norður. Ég kom að Sjávarborg og skilaði sendingunni frá biskupnum til maddömu Elinborgar. Þar fékk ég góðar viðtökur en stóð lítið við. Svo fór ég út í Grafarós og skilaði bréf- inu og sendingunni til biskupsdótt- urinnar. Svo kom ég í Hofsós. Varð mikill fögnuður yfir að sjá mig og forvitni að vita hvernig ferðin hefði gengið. Var ég látinn fara inn í stofu og sýndi ég viðurkenninguna frá póstmeist- aranum, urðu þá kapteinn og skips- mennirnir glaðir. Sýslumaður var þarna staddur. Sagði hann að sig hefði grunað að mér heppnaðist ferðin og að ég hefði verið fljótur suður. Nú afhenti ég sýslumanni bréf frá syni hans Eiríki og líka skilaði ég bréfinu til systur Claessens. Þegar ég var búinn að þiggja góð- gerðir taldi sýslumaður mér pening- ana sem eftir stóðu af borguninni eftir ferðina og gaf ég kvitteringu fyrir þeim. Nú var ég búinn að leysa þetta verk af hendi sem margir voru í efa um að ég mundi geta. Svo kvaddi ég alla skipsmennina og voru þeir mjög glaðir yfir hvað þetta gekk vel, sögðu að ég væri besti feðamaður og ósk- uðu mér til lukku í lífinu." r Best búnu vélarnar á hagstaeðasta verðinu. CLAAS tekur þátt í leiknum og býður síðsumarsverð á hey- og rúllubindivélum. Til afgreiðslu nú þegar. Fyrsta greiðsla 15. nóv. 1991. Ia/ l'Cvf V*v j^í/j 9 112 REYKJAVÍK SÍMi 91-670000

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.