Tíminn - 17.08.1991, Blaðsíða 9

Tíminn - 17.08.1991, Blaðsíða 9
Laugardagur 17. ágúst 1991 Tfminn 17 Ólafur Dýrmundsson um möguleika geitaræktar á íslandi: PRÝNT AÐ HALDA VIÐ ISLENSKA STOFNINUM „Geitaullin líkist Kasmírull. Kjötið bragðast eins og hreindýrakjöt. Geitamjólk er ekki ósvipuð sjálfri móðurmjólkinni.“ Þetta eru m.a. lýsingar virts fæðimanns á geitaafurðum. Nýlega var rætt við Hilmar Jónsson, geitabónda á Langárfossi á Mýrum, og vakti það viðtal mikla athygli. Hann hyggur gott til glóð- arinnar á að nýta þessar skeppnur og þá aðallega mjólk til ostagerð- ar. Hann álítur að geitabúskapur geti orðið álitlegur kostur fyrir bændur landsins sem að jafnaði þurfa að beijast fyrir fullvirðisrétti og kvóta. Tíminn leitaði eftir því hvaða skoðanir Ólafur Dýrmundsson, land- nýtingarráðunautur hjá Búnaðarfélagi íslands, hefði á þessari gömiu en þó nýju búgrein. Geitaullin líkist kasmírull „Við vitum að þelið af íslensku geit- inni er mjög gott en það hefur verið rannsakað í Skotlandi. Haustið 1986 fluttum við út þangað fáeinar geitur til rannsóknar og höfum síðan hald- ið sambandi við vísindamenn. Þeir segja að þelið sé mjög gott og líkist helst kasmírull sem hefur ákaflega fína þræði sem notaðir eru í fínleg- an vefnað. Skotar hafa því áhuga á að framleiða klæði úr íslensku geita- ullinni," segir Ólafur. Hann álítur áhugann vera mestan í Bretlandi því þar séu rannsóknir komnar lengst á gæðum geitarþels- ins en segir að engin ull hafi enn verið seld því þetta sé allt saman á tilraunastigi. Ólafur heldur samt að þetta geti hugsanlega orðið arðvænlegur út- flutningur. „Það er samt mjög lítið magn af hverri geit sem nýtist og eingöngu þelið en togið er ekki hægt að nýta. Það þarf að kemba þelið úr og þar er um 200 til 300 gr að ræða af hverri geit á ári. Þetta er samt mjög verðmæt ull og miklu verðmætari en kindaull. Það ætti að vera hægt að fá svipað verð fyrir nokkur hundruð grömm af geitaull og mörg kíló af kindaull. Fyrir tveimur árum fékk ég fyrirspum frá Sviss um hvort hægt væri að fá geitaull héðan. Þá reiknaði ég það út að verðmæti ullar af einni geit gæti verið um 2000 kr á ári. Það yrði lík- lega að kemba hverja geit nokkmm sinnum og þá aðallega seinni hluta vetrar og undir vorið. Einnig er möguleiki á að rýja þær og hreinsa síðan þelið úr. Samkvæmt upplýs- ingum sem ég hef erlendis frá væm aðilar þar tilbúnir að taka við ullinni óhreinsaðri og greiða þá minna fyr- ir. Við vitum samt ekki enn hvernig best væri að standa að þessu. Það hefur samt verið mælt með því að kemba geiturnar til að ná hámnum alveg hreinum," segir Ólafur. Geitakjöt bragðast eins og hreindýrakjöt „Ég held að aðalafúrð geitanna sé samt osturinn. Það em sumir sem segja að mjólkin sé svipuð og móð- urmjólkin og ég held að það sé tals- vert til í því. Hún er frekar fitusnauð en mjög bragðgóð. Einnig má nefna skinnin sem nefnast stökur. Þau þykja mjög hentug til bókbands og hafa verið notuð til þess öldum sam- an. Kjöt geitanna mætti einnig nýta. Ég veit ekki alveg hvert verðgildi þess væri en það er mjög sérstakt kjöt og fitusnautt," segir Ólafur. Hann segist vita um geitaeigendur sem hafa selt talsvert af kjöti og fengið þokkalegt verð fyrir það. „Við vitum ekki hver markaðurinn yrði en kjötið yrði samt ekki í samkeppni við neitt annað. Þetta væri það lítið magn og þess yrði líklega neytt meira til hátíðabrigða. Ég hef sjálfur bragðað geitakjöt. Það er miklu bragðsterkara en kindakjöt, einna líkast villibráð, og ekki ósvipað hreindýrakjöti á bragðið. Kjötið gæti komið til greina sem einhvers konar sérréttur. Geitabúskapur er mikið stundaður víða í Evrópu og þá sérstaklega í Suður-Evrópu og þar er jafnvel meira um geitur en sauð- fé. Þar er mjólk og kjöt mikið nýtt,“ segir Ólafur. Foranorrænn stofn „Ég álít það vera menningarmál að halda geitastofninum við,“ segir Ól- afur. í landinu eru nálægt 50 bú sem halda geitur. Hilmar elur lang- stærstu hjörðina eða nálægt 60 geit- ur. Á þessu sést hversu fáar geitur eru aldar hérá landi. „Það er lítið svigrúm til kynbóta þar sem um svo lítinn stofn er að ræða. Þá ber og að geta þess að það má ekki flytja geitur á milli sveita nema undir eftirliti til að koma í veg fyrir að sjúkdómar eins og mæðu- veiki breyðist út. Leyfí Sauðfjár- veikivama þarf til og því hefur baga- leg skyldleikarækt átt sér stað sums staðar. Þess vegna hefur verið reynt að flytja hafra á milli svæða til kyn- bóta og það þarf Hilmar að gera. Ræktun stofnsins er því mikilvæg sem felst t.d. í því að setja á þær geit- ur sem mjólka best. Þetta framtak Hilmars er gott því það stuðlar að því að varðveita stofninn," segir Ól- afur. Hann bætir við að þessir 50 geita- eigendur landsins hafi núna um nokkurt skeið verið að undirbúa stofnun geitaræktarfélags. Þeir eiga flestir um 10 geitur en sumir aðeins eina. Sameiginlegt eiga þeir, að sögn Ólafs, það að halda geitur sér til gagns og gamans og álíta það menn- ingarmál að halda stofninum við. Samkvæmt búfjárréttarlögunum á Búnaðarfélag íslands að hafa eftirlit með geitastofninum og það hefur fé- lagið gert. Það safnar saman skýrsl- um yfir geiturnar og greiðir út styrk til þeirra sem halda geitur sem nefn- ist stofnverndarframlag og var síðast um 2000 kr. fyrir hverja geit. Þessi styrkur hefur verið veittur undan- farin 25 ár öllum sem senda inn skýrslur. „Ég er ekki í vafa um að þetta hefur hjálpað til við að varð- veita stofninn því hann var að hverfa. Okkur hefur tekist að halda honum á bilinu 200 til 300 geitur. Þær eru núna um 350 talsins," segir Ólafur. Samkvæmt upplýsingum Ólafs voru geitur margar áður fyrr og skiptu þá þúsundum. Heimildir herma að þær hafi verið 2 til 3 þús- und í byrjun aldarinnar. Hann held- ur að stofninn hafi horfið því að menn nýttu frekar kýrnar til mjólk- urframleiðslu en geiturnar. Einnig segir hann geitumar hafa horfið mikið á mæðiveikiárunum þegar fé var skorið niður. „Það bendir ýmislegt til að geitur hafi verið algengar til forna því þetta er norrænt landnámskyn. Við vitum ekki til þess að það hafi nokkurn tímann verið flutt neitt út eða inn af geitum. Þetta er því hreinn gamall norrænn stofn. í því sambandi má minna á ýmis örnefni sem kennd eru við þær. Dæmi um það eru t.d. bæjarnöfn eins og Geitagerði, Kiða- fell, Hafursfell o.fl. Mér þykir ekki ósennilegt að hér á landi hafi geitur verið algengar fyrr á öldum. Þegar fólk er að tala um að sauðkindin hafi eyðilagt allan gróður þá er mér ekki grunlaust um að geitur hafi komið þar talsvert við sögu,“ segir Ólafur. Góð hliðarbúgrein „Ég skal ekkert segja um tekju- möguleika bænda af geitabúskp en að er samt ekki ólíklegt að þeir séu einhverjir. Mér finnst mjög ánægju- legt að Hilmar bóndi á Langárfossi á Mýrum skuli reyna sig til við þessa búgrein og vera kominn þetta langt áleiðis. Það hafa ýmsir verið að tala um það í mörg ár að reyna svolítið að sinna þessu en minna orðið úr,“ segir Ólafúr. „Það má hugsanlega líta á geitabú- skap sem góða hliðarbúgrein en menn verða að fara mjög varlega í þetta fyrst og prófa sig hægt áfram. Ólafur R. Dýrmundsson. Það er hugsanlegt að bændur muni njóta einhverrar fyrirgreiðslu en mér finnst að það verði samt að líta á þetta sem minniháttar aukabú- grein. Ég hef ekki trú á öðru en að hún verði í smá í sniðum en það munar um allt," segir Ólafur. Hann segir töluverðan áhuga ríkja í sveit- um á að nýta geitarullina til heimil- isiðnaðar og ekki síst vegna þeirra vandræða sem eru í ullariðnaði hér á landi nú um stundir. „Það er önn- ur tegund af ull sem einnig mætti vinna og er talin hafa marga kosti en það er blanda af geitaþeli og kanínu- ull. Hópur fólks er þegar í sveitun- um sem stundar heimilisiðnað og vinnur úr kindaull og kanínuull og því ætti að vera vandalaust að bæta geitaþelinu við. Kannski þyrfti því ekki að flytja geitaþelið út heldur nýta það hér innanlands til heimilis- iðnaðar," segir Ólafur. „Ég er ekki að hvetja menn til að stórfjölga geitunum það verður að fara varlega í það. Sérstaklega ber að taka vara við að sleppa þeim ekki lausum um allar jarðir því þær eru skaðlegar gróðri. Þær eiga að vera í girðingum og þá helst í rafmagns- girðingunum. Hilmar er snjall þar sem hann girðir geiturnar af með rafgirðingu í mýrlendi þar sem þær mega gjarnan bíta. Þær sækja í trjá- gróður og eru því miklu hættulegri beitarfénaður en t.d. sauðfé og eru jafnvel dæmi þess að þær séu notað- ar til að eyða trjágróðri," segir Ólaf- ur. „Geiturnar gætu fallið vel að hinni svokölluðu grænu bylgju sem nú virðist tröllríða öllu. Þetta er hrein og tær náttúruafurð sem þær gefa af sér,“ sagði Ólafur að lokum. -HÞ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.