Tíminn - 17.08.1991, Blaðsíða 10

Tíminn - 17.08.1991, Blaðsíða 10
18 HELGIN Laugardagur 17. ágúst 1991 SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL Uns dauóinn oss aóskilur Austin í Texas er mjög falleg borg og hinn gríðarstóri háskóli sem breiðir úr sér í miðborginni er mjög fallegur háskóli, einn sá besti í Bandaríkjunum. En skuggi morða liggur yfir háskólasvæðinu og hverfunum í kring þar sem margir stúdentanna búa. Skugginn fellur frá stóra klukkuturninum sem tilheyrir skólanum. Það var á þessu hóteli sem þeir félagar sáu að komið var að skuldadögunum og forðuðu sér yfir í annan heim. Klukkutum skólans sést langt að, sérstaklega þegar Texas Long- horns hefur unnið fótboltaleik. Þá er tuminn lýstur upp með appels- ínugulum ljósum sem varpa birtu um allt svæðið. Nú til dags em þeir ekki margir, nema kannski þeir allra svartsýn- ustu, sem hugsa um morð þegar þeir horfa á turninn. En saga turnsins er blóðug. Það var 1. ág- úst 1966 að Charles Whitman fór upp í tuminn og skaut á fólk þaðan og varð mörgum að bana áður en hann féll sjálfúr fyrir skotum lög- reglunnar. Þessi dagur er svo til alveg gleymdur nema þegar eitthvað það gerist sem tengir mannsmorð við skólann eða umhverfi hans. Slíkt gerist í fleiri skólum í Bandaríkj- unum og oftar en menn kæra sig um að vita. Þar sem háskólar tengjast yfirleitt tilhugsuninni um efnileg ungmenni þykir það mjög fréttnæmt þegar slíkir voðaatburð- ir gerast í tengslum við þá. Sunnudagurinn 21. október 1990 var mjög svo rólegur í Hyde Park hverfinu sem er rétt norðan við há- skólann í Austin. Meginhluti íbú- anna þar er háskólastúdentar. Það er oft líflegt í hverfmu en sunnu- dagseftirmiðdagamir voru yfirleitt rólegir því þá vom íbúarnir að búa sig undir kennslustundir næsta dags. Það var rétt fyrir klukkan níu um kvöldið að hringt var í hjón sem bjuggu á 400 West 43d Street. Konan sem hringdi var áhyggjufull og í uppnámi. Hún sagði að hún hefði verið að reyna að ná símasambandi við dóttur sína í margar klukkustund- ir en ekki fengið neitt svar. Þetta var mjög óvenjulegt þar sem unga stúlkan, Tiffani Bmce, 18 ára ný- nemi, eyddi sunnudögunum alltaf í heimanámið. Móðir hennar þekkti námsvenjur dóttur sinnar og varð því mjög áhyggjufull. Hún hafði heimsótt dóttur sína í háskólahverfíð og vissi því hverjir vom nágrannar hennar og leitaði nú á náðir þeirra og bað þá um að aðgæta hvort allt væri í íagi. Hún sagði þeim hvar Tiffani faldi hús- lykil fyrir utan íbúð sína. Nágrannarnir fundu lykilinn og fóru inn í íbúðina. Þau rak í rogast- ans þegar þau sáu blóðblett á stofugólfinu. Þau fóm ekki lengra en snem samstundis heim til sín og kölluðu á lögregluna og létu vita að eitthvað hræðilegt hefði gerst í íbúð stúlkunnar. Ófögur aðkoma Þegar lögreglan kom innan skamms fylgdu lögreglumennimir blóðslóðinni úr stofunni inn í bað- herbergið í litlu íbúðinni. Þar fundu þeir Tiffani Bmce. Stúlkan lá á bakinu á baðherberg- isgólfinu og vom hand- og fótlegg- ir teygðir út frá líkamanum. Hún var í sinnepsgulum sokkabuxum sem höfðu verið dregnar niður að hnjám. Samlit síð peysa sem hún var í hafði verið skorin í sundur að framan. En það sem vakti helst athygli lögreglumannanna vom þrjú ljót skotsár á líkinu. Eitt í brjóstinu og tvö á höfðinu. Breitt silfurlitt lím- band hafði verið sett yfir munn hennar og nef, límband sem inn- brotsþjófar og kynferðisafbrota- menn nota mikið. Réttarlæknirinn áleit að stúlkan hefði verið látin í tvo eða þrjá daga. Líkið og blóðblettirnir var myndað og blóðsýni tekin á meðan lög- reglumennirnir leituðu vandlega í lítilli og snyrtilegri íbúðinni að sönnunargögnum. Þeir fundu engin merki um inn- brot. Reyndar benti kennslubók í latínu, sem lá á hvolfi í sófanum, til þess að Tiffani hefði setið eða legið í sófanum og verið að læra þegar morðinginn tmflaði hana. Þar sem engin merki sáust um innbrot dró lögreglan þá ályktun að Tiffani hefði þekkt þann sem myrti hana á svo mddalegan hátt og hefði lík- lega sjálf hleypt viðkomandi inn. Þegar krufningin hafði verið framkvæmd kom í ljós að Tiffani hafði ekki verið nauðgað. Allt benti til þess að föt hennar hefðu verið skorin í sundur og færð úr lagi að henni látinni. Helsta sönnunargagnið sem fannst á vettvangi var blóðugt handarfar á stólsetu. Rannsókn leiddi í Ijós að handarfarið var ekki af hinni myrtu. Þó svo að lögreglan fyndi ekkert sem bent gæti til átaka, eins og húsgögn á hvolfi eða aðra óreiðu, tók hún eftir því að nokkrar neglur hennar vom brotnar og gat það bent til þess að hún hefði reynt að verjast árásarmanninum. Kmfningin leiddi í ljós að Tiffani Bmce hafði verið skotin af stuttu færi, að öllum líkindum með skammbyssu. Réttarlæknirinn sagði að hvert skotanna þriggja hefði haft banvæn áhrif um leið. Ekki leit út fyrir að leitað hefði ver- ið í íbúðinni eða neitt tekið þaðan. Hver var ástæðan? Tiffani hafði ekki verið nauðgað og engu verið stolið og var lögregl- an því ráðþrota um hver ástæða hefði verið fyrir morðinu. Lögreglan eyddi tíu klukkustund- um í íbúðinni í leit að vísbending- um. Það var ekkert að finna í lífí stúlk- unnar sem bent gæti til þess hver hefði getað haft ástæðu til að vilja hana feiga. Þegar lögreglan yfir- heyrði ættingja hennar og vini fengust þær upplýsingar að hún hefði verið hvers manns hugljúfi og góður námsmaður. Hún hafði sótt skóla í Houston. Skólastjórinn þar sagði að hún hefði verið af- burða nemandi og einkum haft áhuga á listum og sögu. Hún hafði verið vinsæl og mannblendin. Tiffani hafði skrifað foreldrum sínum skömmu áður en hún var myrt og lýst þar ánægju sinni með háskólalífið og sagst helst vilja vera í skóla það sem eftir væri ævinnar. Lögreglumönnunum Brent McDonald og Bruce Boardman var falin rannsókn málsins. Þeir hófust handa strax á mánudeginum við að yfirheyra alla sem þekktu Tiffani, ættingja, vini og skólafélaga. Eins og venjan er við morðrannsóknir einbeittu þeir sér að því að reyna að þrengja hóp þeirra sem til greina komu, einkum þar sem tal- ið var að Tiffani hefði þekkt morð- ingja sinn. Ibúar Hyde Park urðu skelfingu lostnir þegar þeir heyrðu um morðið. Þetta var síðasti ofbeldis- glæpurinn í röð margra slíka sem átt höfðu sér stað í hverfinu — þar á meðal óleyst mál þar sem ung stúlka hafði verið kyrkt á heimili sínu 30. nóvember 1986. Og und- anfarin fimm ár hafði verið framin þar hver nauðgunin á fætur ann- arri og gekk árásarmaðurinn enn laus og var kallaður Hyde Park nauðgarinn. Skýrslur lögreglu sýndu að 133 kynferðisglæpir og 38 líkamsárásir höfðu verið framin á svæðinu. Hy- de Park nauðgarinn var grunaður um að minnsta kosti þrjár nauðg- anir og fjórar nauðgunartilraunir, en lögreglan var viss um að árás- irnar hefði verið fleiri, en ekki ver- ið kærðar. Kynferðisglæpirnir höfðu allir verið framdir á konum á aldrinum 18 ára til þrítugs og höfðu átt sér stað á heimilum þeirra. Flestar þeirra höfðu búið einar. Ungur nýnemi sem bjó skammt frá Tiffani sagði: „Ég er bara 18 ára sjálf. Þetta hefði getað verið ég.“ Grunsamleg hegðun Lögreglan leitaði á náðir almenn- ings og bað alla sem höfðu hitt eða talað við Tiffani vikuna áður en hún var myrt að hafa samband. Vinur hennar gaf sig fram og sagð- ist hafa verið heima hjá henni fimmtudagskvöldið 18. október og hefðu þau verið að læra undir lat- ínupróf. Hann sagðist hafa farið frá henni um klukkan kortér yfir tíu um kvöldið. Hún hefði þá verið klædd sömu fötunum og hún var í þegar hún var myrt. Lögreglan kannaði feril hans og gat útilokað hann frá grun. En frá- sögn hans gat bent til þess að Tiff- ani hefði verið myrt það kvöld eftir að skólabróðir hennar hélt heim- leiðis, þar sem vitað var að hún hafði verið látin í tvo til þrjá daga áður en lík hennar fannst. Og hún hafði ekki mætt í latínuprófið sem var klukkan 10 á föstudagsmorg- uninn. Morðið á Tiffani Bruce hlaut mjög mikla umfjöllun í fjölmiðlum. Tveimur dögum eftir morðið hafði ungur maður samband við lögregl- una. Hann sagðist hafa ákveðið að láta lögregluna vita af einkenni- legri hegðun samstarfsmanns síns. Hann sagði að félagi sinn hefði verið að gera ráðstafanir til að yfir- gefa fylkið og jafnvel landið. Hann hefði farið og keypt mikið af við- legubúnaði, föt, myndavél, hnífa, byssu og margt fleira. Á laugardeg- inum, daginn áður en Tiffani fannst, hafði maðurinn, sem hét Matt Novatny, ásamt nánum vini sínum hlaðið dótinu í bláan Chevrolet Suburban og hafði hvor- ugur þeirra sést síðan. Sá sem hringdi skýrði einnig frá því að Matt Novatny hefði annast undirskriftasöfnun fyrir umhverf- ismálastofnun og þá hefði hann hitt Tiffani Bruce. Eftir það talaði hann mikið um hana og virtist hafa fengið hana á heilann. Símtal þetta setti lögreglumenn- ina McDonald og Bordman á fulla ferð. Þeir könnuðu feril Novatnys og töluðu við alla sem þeir fundu sem höfðu haft einhver kynni af honum. Þeir komust að því að um- Vinirnir tveir voru mjög ólíkir en áttu það sam- eiginlegt að vera hugfangnir af dauðanum. Þeir gerðu allt saman — fram í rauðan dauðann.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.