Tíminn - 17.08.1991, Blaðsíða 11

Tíminn - 17.08.1991, Blaðsíða 11
Laugardagur 17. ágúst 1991 HELGIN SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL Tlffani Bruce var falleg stúlka með áhuga á umhverfismálum. Það varð hennar bani. hverfísstofnunin sem hann hafði unnið hjá hafði tilkynnt um þjófn- að á bláu bifreiðinni, en þá bifreið hafði Novatny haft til umráða f vinnunni. Lögreglan gat sett saman nokkuð góða mynd af Matt Novatny eftir frásögnum kunningja hans og samstarfsmanna. Þeir könnuðu líka bakgrunn félaga hans, hins 19 ára gamla Jason Earl Smith, sem virtist hafa yfirgefið borgina með honum. Frásagnimar byggðu smám saman upp einkennilega mynd af þessum óaðskiljanlegu mönnum. Undarlegir vinir með undarleg áhugamál Novatny var 22 ára gamall og fyrr- um nemandi við Texas háskólann og það sama var að segja um Smith.Þeir leigðu saman íbúð. Lögreglan komst að því að þeir hefðu orðið góðir vinir og kynnst þegar Novatny hafði átt í stuttu sambandi við systur Smiths. No- vatny var lítill og dökkhærður, vin- gjarnlegur og mannblendinn. Smith var alger andstæða hans. Hann vóg ein 150 kíló og hafði ljóst sítt hár, sem hann batt yfir- leitt í tagl í hnakkanum. Hann var þögull og átti fáa vini. Þeir sem til þekktu sögðu að Novatny hefði verið ráðandi aðilinn í þessum fé- lagsskap. Novatny, sem hafði lagt stund á fjölmiðlafræði og hafði hug á að gerast handritahöfundur, hætti fljótlega x skólanum af „persónu- legum ástæðum; enginn, hvorki fjölskylda hans né vinir, vissi hverj- ar þær ástæður voru. Fjölskylda hans vissi ekki einu sinni að hann væri hættur f skólanum því hann hafði alltaf látið f það skína að hann stundaði ennþá námið. Smith hætti sínu námu um svip- að leyti. Hann sagði ástæðuna vera þá að hann gæti ekki sætt sig við kerfið. Skömmu síðar skrapp hann til heimabæjar síns og varð sér úti um vegabréf. Lögreglunni var sagt að eftir að þeir kumpánar hættu f skólanum hefðu þeir byrjað að halda miklar veislur og hefðu eytt stórfé í áfengi. Einnig lék grunur á að þeir hefðu neytt LSD og annarra fíkniefna. Og einnig kom í ljós að þeir félag- ar, Smith og Novatny, hefðu haft sjúklegan áhuga á öllu sem tengd- ist dauðanum. Þeir höfðu oft velt því fyrir sér í vitna viðurvist hvern- ig tilfinning það væri að drepa ein- hvem og horfa á hann deyja. Kunningjar þeirra sögðu að þeir hefðu keypt og horft á aftur og aft- ur myndband með kvikmyndinni „Henry: Ævisaga fjöldamorðingja". Einnig var sagt að Smith hefði haft mikinn áhuga á byssum. Þráhyggja Þann 13. september urðu þeir at- burðir hjá Novatny sem hann tal- aði linnulaust um eftir það. Hann var að safna undirskriftum til stuðnings umhverfisstofnuninni sem hann vann hjá. Hann bankaði þá upp á hjá Tiffani Bruce, sem bauð honum inn og þau ræddu góða stund um umhverfismál, en á þeim hafði hún mikinn áhuga. Eftir þetta gat Novatny ekki um annað talað en þessa fallegu stúlku sem hann hafði hitt. Hann sagði við einn kunningja sinn að hann ætlaði að freista þess að bjóða henni með sér á tónleika, en hvort hann lét af því verða er ekki vitað. McDonalds og Boardman athug- uðu nú hvort Novatny og Smith væru á skrá hjá lögreglunni. Smith hafði aldrei komist í kast við lögin, en Novatny var: á sakaskrá fyrir að hafa eiturlyf í fórum sínum. Fund- ist hafði töluvert magn af kókaíni og marijuana í íbúðinni sem hann bjó þá í. Fingraför Novatnys höfðu verið tekin þegar hann var handtekinn og nú gat fingrafarasérfræðingur- inn borið þau saman við fingraför- in sem fundust í íbúð Tiffani. Nið- urstaðan var afdráttarlaus, það var Novatny sem hafði skilið eftir sig blóðugt handarfar á stólnum í íbúð Tiffani. Þetta varð til þess að grunur féll nú mjög ákveðið á Novatny og lög- reglan hófst handa um að grafast fyrir um athafnir hans á þeim tíma sem talið var að Tiffani hefði verið myrt. Lögreglan sneri sér nú til kunn- ingja og samstarfsmanna Novatnys og fékk brátt þá vitneskju að hald- in hefði verið heljarmikil veisla lyr- ir starfsmenn umhverfisstofnunar- innar fimmtudagskvöldið 18. októ- ber. En hvorki Novatny né Smith létu sjá sig þar. Einnig komst lög- reglan að því að þeir hefðu ekki komið heim til sín fyrr en klukkan tvö aðfaranótt föstudagsins. Lögreglan gróf upp enn eitt vitni sem sagðist hafa séð bláu bifreið- ina og Novatny undir stýri í ná- grenni við íbúð Tiffani kvöldið sem talið var að hún hefði verið myrt. Enn bárust fréttir af innkaupaferð Novatny og Smith, sem sagt var að hefði farið fram á fimmtudeginum. í ljós kom að þeir höfðu notað heilt hefti af innistæðulausum ávísun- um til að fjármagna innkaupin. Sést hafði til þeirra á laugardegin- um, daginn áður en líkið fannst, þar sem þeir voru að hlaða bílinn f flýti og búa sig til brottferðar. Þann dag sagði Smith kunningja sínum að þeir hygðust yfirgefa landið og byrja nýtt líf annars staðar, hugs- anlega í Mið- eða Suður-Ameríku. Flóttinn Meðal þeirra sem lögreglan yfir- heyrði var fyrrum vinkona No- vatny. Hún sagðist hafa farið heim til hans og séð að myndir af ætt- ingjum hafði verið dreift á rúmið hans. Hún sagði að hann geymdi þær alltaf inni í skáp og svo virtist sem hann hefði tekið þær fram til að skoða þær áður en hann héldi á brott. Lögreglan fékk nú heimild til að leita í íbúð þeirra félaga og það leyndi sér ekki á umgengninni að hún hafði verið yfirgefin í flýti. Einnig var þar mikið af tómum vín- og bjórflöskum. Lögreglan taldi mögulegt að No- vatny kynni að hafa samband við fyrrum vinkonu sína og bað hana þess lengstra orða að láta hana vita ef hann hringdi eða hefði samband við hana á annan hátt „Ef hann hringir, reyndu þá að veiða það upp úr honum hvar hann er niðurkominn," bað einn lög- reglumaðurinn. Þar sem talsverð sönnunargögn voru nú fengin og vegna þeirra upplýsinga sem fengist höfðu hjá vitnum var nú gefin út handtöku- heimild á hendur Matthew No- vatny þar sem hann var sakaður um morð. Og þó svo að hinn grun- aði gengi enn laus ákvað dómar- inn, sem gaf út handtökuskipun- ina að tryggingarfé yrði ekki undir 100 þúsund dollurum. Enn var ekki vitað hver hlutur Ja- son Smith hafði verið í morðinu á Tiffani, en það var líka send út lýs- ing á honum og lögregla um öll Bandaríkin hófst nú handa við að leita að þeim. Næsta föstudag dró til tíðinda. Novatny hringdi í vinkonu sína. Á meðan hún talaði við hann í sí- mann gaf hún vinkonu sinni merki um að fara yfir í næstu íbúð og hringja til lögreglunnar og láta vita að hann væri í símanum. Lög- reglan kom nær samstundis til hennar og ráðlagði henni hvers hún ætti að spyrja hann. Novatny sagði vinkonu sinni frá því að hann og Smith hefðu ákveð- ið að fyrirfara sér í sameiningu. Hann sagðist vera þunglyndur, þrátt fyrir að hann og vinur hans hefðu lifað hátt. Hann neitaði að hafa myrt Tiffani og spurði hvernig á því stæði að Iögreglan í Austin væri á hælum hans. Hann bað hana einnig að skila því til foreldra hans að honum þætti þetta leitt. Á meðan á samtalinu stóð tókst stúlkunni að lokka símanúmer upp úr Novatny til þess að geta hringt í hann. Hann bað hana síð- an að bíða smástund, kom sfðan aftur í símann og sagði að Smith hefði vaknað, síðan lagði hann á. Grípið til örþrifaráða Lögreglan lét nú fletta upp á númerinu og komst að því að það var á hóteli í Los Angeles. Það var hringt þangað og fékkst þá staðfest að þeir félagar voru gestir á hótel- inu. Lögreglan í Austin hafði þvf sam- band við lögregluna í Los Angeles og lét vita að mennimir tveir sem lýst hefði verið eftir væru þar á til- teknu hóteli. Tveir lögreglumenn hröðuðu sér að hótelinu um klukkan fjögur um nóttina. í gestamóttökunni fengu þeir kort til að opna herbergið sem Novatny og Smith voru með. En ekki var hægt að opna dyrnar með kortinu þar sem öryggislásinn var á að innanverðu. Lögreglan fékk þá lykil til að opna öryggislás- inn. Þeir urðu varir við hreyfingu inni í herberginu. Þegar þeir ýttu hurð- inni frá stöfum sáu þeir að gluggi hinum megin í herberginu var op- inn upp á gátt. Þeir þutu að glugg- anum og þegar þeir litu út sáu þeir tvo líkama á gangstéttinni tólf hæðum neðar. Fljótlega kom í ljós að sundurkramin líkin voru af þeim Novatny og Smith sem höfðu stokkið út þegar þeir vissu að lög- reglan var búin að finna þá. Lögreglan ræddi nú við starfs- menn hótelsins sem skýrðu frá því að þeir hefðu komið á hótelið þann 29. október og hefðu notað krítar- kort Smiths til að fá herbergi. Þeir tóku á leigu rándýra svítu á efstu hæð hótelsins. Næstu þrjá daga höfðu þeir pantað áfengi og róat fyrir nær 2.000 dollara. Einnig var sagt að þeir hefðu sést með tveimur ungum vændiskonum kvöldið áður en þeir ákvaðu að ganga á vit feðra sinna. Samkvæmt greiðslukortanótum sem fundust í hótelherberginu höfðu þeir flækst víða með lestum og flugvélum áður en þeir lentu loks í Los Angeles. Á leiðinni höfðu þeir greinilega veðsett mikið af því, sem þeir höfðu keypt í Austin áður en þeir fóru, til þess að eiga fyrir ferðakostnaði. Ekki fannst vopn það sem notað hafði verið til að myrða Tiffani. Eflnn nagar Allar staðreyndir sem fram höfðu komið í málinu voru nú vandlega kannaðar og í desember 1990 ákvað lögreglan að málið væri leyst. „Við efumst ekki um að þeir Novatny og Smith myrtu Tiffani," sagði McDonald. „Grunur hefur ekki fallið á neinn annan.“ Lög- reglan kvaðst sannfærð um að mennirnir hefðu báðir verið á staðnum þegar Tiffani var myrt, þótt ekki væri vitað hvor þeirra hefði hleypt af byssunni. „Við teljum að þeir hafi ákveðið að drepa einhvern af því þeir höfðu látið í ljósi löngun til þess fremja morð og sjá einhvern deyja. Að minnsta kosti Novatny þekkti Tiff- ani Bruce, þó að ekki hafi verið um náinn kunningsskap að ræða. Hún hefur líklega verið valin af handa- hófi.“ Fjölskylda Tiffani varð mjög fegin þegar málinu var lokið. Þar með var komið í veg fyrir erfið réttar- höld sem hefðu jafnvel getað endað með því að sakborningarnir hefðu sloppið. En ættingjar hennar létu jafnframt í ljós samúð með fjöl- skyldum þeirra Novatny og Smith og sögðust geta ímyndað sér þá hugraun sem þær mættu þola. Einn lögreglumannann sagði að mörgum spurningum væri enn ósvarað, en við því væri ekkert að gera þar sem allir hlutaðeigandi væru látnir. En ættingjar mann- anna sem kusu að ganga saman í dauðann létu í ljós efasemdir. „Þrjár manneskju eru látnar og við fáum aldrei að vita hvað gerðist. Þeir eru báðir dæmdir en við trú- um aldrei að þeir hafi verið færir um að gera þetta.“ En lögreglan taldi að þær vís- bendingar sem fram hefðu komið í málinu kæmu í veg fyrir allan efa. Ef sá þeirra, sem tók ekki í gikk- inn, vissi um morðið og tilkynnti ekki um það, er hann jafnsekur og hinn. Einn lögreglumannanna sagði að ítarleg rannsóknin hefði að minnsta kosti leitt eitt óyggj- andi í ljós: „Þeir voru ótrúlega nán- ir. Þeir gerðu allt saman — fram í rauðan dauðann." Lögreglan taldi sannaö aó Matthew Novatny hefði verið mjög svo viöriðinn moröiö á Tiffany Bruce.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.