Tíminn - 21.08.1991, Blaðsíða 6

Tíminn - 21.08.1991, Blaðsíða 6
6 Tíminn Miðvikudagur21. ágúst 1991 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin (Reykjavlk Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gislason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guömundsson Stefán Asgrimsson Auglýsingastjóri: Steingrlmur Glslason Skrlfstofur:Lyngháls 9,110 Reykjavlk. Slml: 686300. Auglýsingaslml: 680001. Kvöldslmar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1100,-, verð I lausasölu kr. 100,- og kr. 120,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 SUS slær úr og í Á nýafstöðnu þingi Sambands ungra sjálfstæðis- manna munaði aðeins hársbreidd að samþykkt yrði tillaga um stuðning við þá hugmynd að ís- lenska ríkisstjórnin sæki nú þegar um aðild að Evrópubandalaginu. Morgunblaðið skýrir frá því að Ólafur Stephen- sen, „forseti Samtaka ungra íhaldsmanna á Norð- urlöndum“, hafi ásamt Davíð Stefánssyni, for- manni Sambands ungra sjálfstæðismanna, og borgarfulltrúunum Árna Sigfússyni og Sveini Andra Sveinssyni, staðið fyrir því í umræðuhópi um utanríkismál að leggja þá tillögu fyrir þingið að fari umræðurnar um evrópska efnahagssvæðið út um þúfur beri íslendingum að skoða í fullri al- vöru að sækja um aðild að Evrópubandalaginu. Af þessu er ljóst að helstu forystumenn ungra sjálfstæðismanna stuðla að því með skipulögðum hætti að aðildarstefnunni sé unnið fylgi meðal ungra íhaldsmanna hér á landi eins og það er stefna íhaldsmanna, eldri sem yngri, á Norður- löndum að aðild Norðurlanda að Evrópubandalag- inu ætti að vera alger og undantekningalaus. Það sem haft er eftir Olafi Stephensen, „forseta" Samtaka ungra íhaldsmanna á Norðurlöndum, er einkar athyglisvert um skoðanamyndun hans og margra annarra varðandi Evrópumál. Hann lýsti skoðun sinni þannig: „Við [þ.e. ungir sjálfstæðis- menn] erum ... eina ungliðahreyfing hægri flokks í Evrópu sem ekki hefur tekið afstöðu til Evrópu- bandalagsins.“ Þetta hljómar eins og áskorun á unga íhaldsmenn að tolla í Evróputískunni. Ólafur Stephensen bar mikið lof á ágæti Evrópu- bandalagsins og sagði það ekki vera neina stóra og h'óta kapitalíska ófreskju, sem sæti um að gleypa Islendinga og aðrar smáþjóðir, heldur væri það vettvangur fyrir lýðræði, mannréttindi og við- skiptafrelsi í anda Sjálfstæðisflokksins. Dæmisögunni af stóru, ljótu kapitalísku ófreskj- unni svaraði einn fundarmanna þannig að ef Evr- ópubandalagið væri ekki kapitalísk ófreskja þá væri það sósíalísk ófreskja sem ekki væri girnilegt að ánetjast. Kannski var það þess vegna að þing- heimur ungra íhaldsmanna klofnaði um afstöðuna til hinnar „evrópsku ófreskju", að fulltrúarnir voru ráðvilltir um hvort Evrópubandalagið sé kapital- ískt eða sósíalískt, ef það er kapitalískt er það góð- legt eins og risinn Gargantúi, en sé það sósíalískt er það ófreskja. Þótt út af fyrir sig sé það fagnaðarefni að fulltrú- ar á þingi SUS gengu að nokkru gegn Ólafi Steph- ensen og Davíð Stefánssyni og öðrum framgjörn- ustu foringjum ungra íhaldsmanna í afstöðu til að- ildar að Evrópubandalaginu, breytir það engu um þá stefnu Sjálfstæðisflokksins að útiloka ekki aðild að EB. Þótt sjálfstæðismenn slái úr og í í þessu stórmáli, af því að það er hentugt um sinn, reka forystumenn Sjálfstæðisflokksins áróður fyrir því að EB sé „kostur“ sem íslendingar eigi að velja í fyllingu tímans. GARRI Þcgar íhaldsmenn biðjast fyrir gætu menn haldið, að þeir hæfu bæninaá|>vía vort daglega Nýjast í t er orð- ræða núverandi menntamáiaráð- herra um Rítósútvarpið. Efcki skal um það sagt i þessu stigi hvort hentar Hílvis út- fréttaflutningur þarf endurbóta við. Tvö málgögn f landlnu hafa sam- einast um að bíðja Rikisútvarpið Þetta er sfcemmtiiegt en engin tiiviijun, og sýnir vel að á þeim bæjum teija menn að fcomið hafl verið á helm- áfram sfcal vera í gildi. Dagsfcrá Hík- isútvarpsins, einfcum sjónvarps, er þó með þehn hörmungunum gerð, að vei fer á því að aðstandendur Þjóðviljans og Morgunbiaðsins eigni sér hana. Ef efcki er verið að skokka í sjónvarpinu, þá er verið að tína sveppi, með aðaiáhersluna á kðrfuna sem notuð er undir svepp* ina. Nenntí einhver að hirða um að taka saman hörmungasögu dag- skrárgerðar sjóm’arpsins hin síðari ár kæmi á daginn, að hún er yfir- leitt ekki byggð á hngmyndum um að fóik geti unað kvðidstund við að hörfa á dagskrána. Hún virðist ciga að vera frámunalega Jeiðinleg, og mun það vera eina sjónvarpið I heiminum, sem heíur það að stefnumiöi. Skattheimta af tækjum Vitað er að þeir sem kaupa aðgang að dagskrá Stöðvar 2, horfa næst- um ekkert á sjónvarp rðdsins, vegna þess að dagskrá Stöðvar 2 hefur töluveröa yfirburði og þarf ekki mikið til. Engu að síður er sjónvarpseigendum gert að skyldu aðgretð: ríkisins sjónvarp. Þetta er ná- kvæmlega sama og ef Flugleiðir fengju að innheimta fargjöld af þelm sem ferðuðust héðan með 111 að mflda er í ■ ‘ ■' _ .... bæði lyrir útvarp og sjónvarp á veg- um rikisins. ttvað þetta snertir, og miðað við skokkið og sveppatínsl- háska, eða kurrar um litla sæta drengi frá Thaiiandi, hefur hann líka tflflnningu fyrir sögulegu gildi poppsins, eins og það var í Keflavík. Það fyndna við poppstreðið í yfir- poppvitanum er, að sjónvarp rílds- ins er byijað að ftytja popp í tíma og ótfina í dagskrá sinni af þvf sauð- imir þar á bæ halda að öskrin séu vinsæl fyrst Jón í Sfcffunni lætur leika þau á Stöð 2. Svo hjálpar Rás 2 tii. Þar eru fluttir innfjálgir lýrir- iestrar um „Hstapopp", einsog Hst- m umi an fóUc áttí val á sfcrám. Yrðí Rildsútvaipið gert að hlutafélagi yrði Óðara að tafca upp aðrar innheimtuaðferðir. En Þjóð- viijamenn og Moggaroenn hafa sameinast um að vetja skokkið fyr- ir áföllum sem fylgja frjálsu vaH. Stjómarsamstarfið er eldd við Al- þýðuflokkinn íþessu efni. Öskurdagskráin Þeir sem eru á móti Útvarpí hf. vito sem er að Stöð 2 er stöð tengd Sjálfstæðisflokfcnum svona ámÓto og Morgunblaðið. Hvenær sem Sjálfstæðisfiokknum liggur á bíða vinir í varpa á Stöð 2 og iáta flnn- ast, að þeim er flofckurinn kær. Áð vfeu fær yfirpoppviti iandsins nokkru ráðið um dagskrána á þeim bæ, og sfciparvinum slnum á stöð- inni svo fyrir að þeir skuH fara eins oft með popp í dagskránni og nunn- ur með „Hafl Mary“. Yflrpoppvit- inn, Jón Ólafsson í Sktfnnni, hefnr ekid einasta hugmyndir um Jist- rænt gildi poppsins, hvort sem söngvarinn mænir upp í sólina, eins og tiidn hans Magnúsar sálar- Hveijir eignast hlutafélög? Gef oss í dag vort daglegt hiutefé- lag hafa verið einkunnarorð Jóns Sigurðssonar, bankamálaráðherra. Nú vifl hann nofa stuöning Sjálf- stæðisflokksins tii að gera rðds- bankana tvo að hlufafélögum. Þeg- ar er ljóst að Morgunblaðið hefur teidð afstöðu gegn Útvarpi hf. og ætti samkvæmt því að vera á móti bönkum hf. En svo mun ekki vera. Morgunblaðið þarf að hugsa um fjölskyldumar fimmtán, sem eiga landið, en ekfci ríkisbankana. Jón Sigurðsson hefur fagrar draum- sýnir um, að hverjum þegn lands- ins verið gert kleift að kaupa bref í banka. Það er iausn Alþýðuflokks- ins á ríkisbankamáiinu. llins vegar hefur hann eidd heyrt getið um, að hlutohréf ganga kaupum og sölum. Litíí maðurinn í Alþýðufloidmum getur selt fiölskyldunum bréfin sín. Eins ber að óttost það að eigendur Stöðvar 2 kaupi meirihiutann í Út- varpi hf. Það þýðir söluaukningu á poppi hjá Skífunni. Ektó myndi dagskráin batnaVið það. Garri AF ERLENDUM VETTVANGI Gorbatsjov og „stóri bróöir" Tíminn birti í gær í heild yfirlýs- ingu hinna nýju valdamanna í Moskvu eftir að herinn hafði velt Gorbatsjov úr sessi. Þetta er langt og hástemmt ávarp til „sovétborg- ara“, ekki laust við að vera mærðar- fullt og væmið ofan á þá ódulbúnu árás á lýðræði og sjálfsákvörðunar- rétt þjóða ráðstjórnarlýðveldanna sem þar er að finna. Vafaíaust mætti lesa út úr þessu ávarpi herforingja Rauða hersins ýmsar kenndir og til- finningastrauma sem e.t.v. ráða eins miklu um valdarán þeirra úr hendi Gorbatsjovs eins og það hvað þeim finnst lítið til um árangur umbótastefnunnar á efnahagssviði. Upphefðin að utan í ávarpinu er raunar allt gagnrýnt sem lýðræðissinnuðu fólki hefur þótt einna mest til um af verkum Gorbatsjovs eða því sem fylgt hefur í kjölfar málfrelsisþróunarinnar, sem hann hratt af stað. Tvennt ber þar hæst. í fyrsta lagi sjálfstæðis- hreyfingu sovétþjóða og viljann til þess að slaka á pólitísku alræði Moskvuvaldsins, í öðru lagi ger- breytta utanríkisstefnu, sem valdið hefur aldahvörfum í Austur- og Mið-Evrópu, bundið enda á ástand kalda stríðsins og síðast en ekki síst leitt til þess að efnahagsleg sam- skipti Vesturvelda og Sovétríkjanna skyldu vaxa og taka á sig nýjar myndir. Hvað það snertir má lesa það út úr ávarpi „neyðarástands- nefndar" Rauða hersins, að henni þykir þjóðarstolti sovétmanna mis- boðið, þar sem m.a. segir að það séu hin óábyrgu þjóðfélagsöfl sem „setji allt sitt traust á að hjálp berist frá útlöndum" og bætir við: „Ölmusur munu ekki leysa vandamál okkar. Lausn þeirra er í okkar eigin hönd- um.“ Smáður sovétborgarí Af sama toga er sá kafli í ávarpinu sem segir að „sovétborgarinn" sé lítilsvirtur sem ferðalangur á Vest- urlöndum. Nú sé af sem áður var, að sovétmenn, sem staddir væru er- lendis, fyndu til þess að þeir væru af mikilli og virtri þjóð. „Nú er litið á sovétborgarann sem annars flokks útlending og viðmótið við hann skilur eftir sig merki aumkunar- innar og fyrirlitningarinnar. Því þarf að reisa við sæmd og sjálfsvirð- ingu sovétborgarans,“ segir í ávarpi herforingjanna. Og fleira í þessum dúr má finna í orðum þeirra. Þessu skylt er sú fullyrðing þeirra að gerðar séu landakröfur á hendur Sovétríkjunum, þ.e. að landamæri verði endurskoðuð, sem vísar vafa- laust til þess m.a. að Eystrasaltsrík- in eru með sjálfstæðiskröfur, sem talsmönnum Rússaveldis dylst ekki að breyta myndu landstærð þess og víðlendi með afdrifaríkum hætti. Rauði herinn vill ekki gera land- vinninga keisaratímans og „endur- heimt" Stalins á löndum sem glat- ast höfðu um stund, að engu: „Rússneska heimsveldið" skal hald- ast í mynd Sovétríkjanna eins og þau höfðu mótast á tímum Stalins og er arfur frá Pétri mikla. Að Rauði herinn fer nú að hlutast til um stjórn Sovétríkjanna með svo gagngerum hætti sem raun ber vitni, er vafalaust að mestu af því sprottið að herforingjarnir telja það skyldu hersins að láta engin stjóm- völd gefa neitt eftir um stærð heimsveldisins. í þeirra augum er það sú pólitíska og hemaðarlega goðgá umbótasinna sem kveða verður niður. Umboðslausar um- bætur Það er aftur kaldhæðni örlaganna að Mikael Gorbatsjov verður að gjalda fyrir þessa stefnufestu Rauða hersins, því að hann er í raun og vem sama sinnis hvað varðar samheldni Ráðstjómarríkj- anna. í hans huga er hvert hinna 15 sovétlýðvelda „óaðskiljanlegur hluti" alríkisins. Þótt hann hafi að vísu tekist á hendur að forma nýj- an sambandslagasáttmála, þar sem gert er ráð fyrir meiri valddreif- ingu og pólitísku sjálfstæði ein- stakra lýðvelda, gekk hann nauð- ugur til þess leiks, því að auðvitað hafði hann ekki umboð hers og ör- yggislögreglu til þess að slaka til fyrir pólitískri þjóðemisstefnu, sem er og verður ósamrýmanleg stjórnskipulagi fjölþjóðlegra mið- ríkja. í upphafi, fyrir fimm til sex ámm, hafði Gorbatsjov umboð hers og lögreglu til að hrinda af stað um- bótum í Sovétríkjunum. Enginn vafi er á því að þetta umboð hefur aldrei náð til þess að losa um ríkja- sambandið. Hins vegar fór svo, mót allri von ráðamanna í Kreml, að áhrif málfrelsisins komu aðal- lega fram í þjóðernisvakningu fólks sem var langþreytt og lang- kúgað af sovétvaldinu. Þegar her- og öryggislögregluvaldið sá að Gorbatsjov hafði engin önnur ráð til að halda völdum en að siaka á fyrir þjóðernisstefnunni, eins og hann var búinn að afneita marx- ismanum til að þóknast erlendum Iánardrottnum, þá var „stóra bróð- ur“ nóg boðið. Lýðræðisþróunin í Sovétríkjunum hefur aðeins verið á yfirborðin. Óvissa hlýtur að ríkja um framtíðina. Ingvar Gíslason

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.