Tíminn - 21.08.1991, Síða 10

Tíminn - 21.08.1991, Síða 10
10 Tíminn Miðvikudagur21. ágúst 1991 ESS BÓKMENNTIR Siglaugur Brynleifsson: Kristnisaga og hreinsunareldur The Oxford IUuetrated History of Christian- ity. Edited by John McManners. Oxford Uni- versity Press 1990 Jacques Le Goff: Die Ceburt des Pegefeuers. Vom Wandet des WeltbUdes im Mittelalter. Klett- Cotta im Deutschen Taschenbuch Ver- lag 1990. „Munið það, yðar hágöfgi, að hinar sundurleitustu ástæður sem valda styrk og veldi konungsríkja og einn- ig hruni þeirra eiga sér kveikju í hulinni fyrirætlun, forsjón Guðs vilja..." Þannig skrifar Bossuet, höf- undur „Discours sur l’histoire uni- verselle" 1681, franska ríkisarfan- um. Þessi skoðun var skoðun krist- innar kirkju. Og áfram „Guð stjóm- ar sérhverju konungsríkis, hann ræður hverju hjarta og hug...“ Inn- takið í þessum áminningum til rík- isarfans var: Ríki hrynja en trúin blífúr. Þótt skoðun Bossuots sé tví- eggjuð frá sjónarmiði ýmissa guð- fræðinga, þá virðist inntak hennar standa, sterkasta aflið í mennskum viðbrögðum gegn illum öflum, „mennskan", eins og nýjustu dæmin sanna. En „mennskan", siðmenn- ingaraflið í evrópskri sögu síðustu 2000 árin eru og voru kenningar kirkjunnar. Sú gjörbylting sem varð með holdtekju Krists varð upphaf þeirrar byltingar, ný viðhorf og meðvitund um gildi einstaklingsins, helgun hans og þar með sífelld til- raun til að draga hann upp úr drafi þeirra synda sem leiða til glötunar og dauða. Um átján guðfræðingar og sagn- fræðingar skrifa þessa bók, sem er rúmar 700 blaðsíður með miklum fjölda mynda. Skrá yfir fjölda fræði- rita um efnið fylgir, ásamt knöppum annál í bókarlok. Saga kirkjunnar og kirknanna er hér rakin frá upphafi og fram yfir byltingarnara í Austur-Evrópu 1989. Bókin er ætluð leikum sem lærðum. Höfundarnir leitast við að rekja allar þær myndbreytingar sem orðið hafa á kenningakerfi kirknanna í aldanna rás. í fyrstu köflunum er fjallað um söguna og kenningakerfið og tengsl lista og kirkju, en myndin (iconinn) sem slík gilti sem kenning og kom mörgum ef ekki flestum í stað bók- arinnar. FVrstu hlutar ritsins ná frá upphafi fram til 1800. Hér eru kaflar um Vestur-Evrópu á miðöldum, um grísk-kaþólsku kirkjunara, kristnina og múslima eða Múhameðstrú, siða- skiptin, upplýsingastefnuna eða skynsemisstefnuna og kristniboðið. Síðari hlutinn rekur atburðarásina og myndbreytingarnar frá 1800 til nútímans. Hér eru sérkaflar um Bretlandseyjar og Evrópu, Norður- og Suður-Ameríku, Afríku, Indland og Austurlönd fjær og grísk-róm- versku kirkjurnar í Austur-Evrópu. Lokakaflinn er um kristnina nú á dögum og lýkur honum á umþenk- ingum um kristnina í nánustu fram- tíð. Framtíðarspár eru alltaf vafa- samar, það hefur gerst sem enginn bjóst við og því eru allar framtíðar- spár meira en lítið vafasamar og hafa reyndar alltaf verið. Vandaðir guðfræðingar ættu því að láta vera að gerast spámenn, þótt hér sé ekki um afdráttarlausar spár að ræða. Þeir ættu að láta marxista um allar framtíðarspár. Öll mannanna verk eru ófullkomin, í besta falli tilraun til einhvers og hér hefur vel til tekist í þessu ritir. Þetta er vönduð kristnisaga, skrifuð eins hlutlægt og gjörlegt er. Höf- undar eru að meginþorra mótmæl- endur. Með ákveðnum kenningum um hreinsunareldinn, sem mótuðust á síðari hluta 12. og fyrri hluta 13. aldar, varð breyting á viðhorfum manna og meðvitundinni um annað líf. Eins og Le Goff leggur mikla áherslu á verður engin miðaldasaga rituð af neinu viti nema höfundarn- ir hafi í huga heimsmynd miðalda- kirkjunnar og miðaldamannsins, en samkvæmt henni var maðurinn maður tveggja heima og með ker- fiskenningum kirkjunnar um hreinsunareldinn varð kenninga- kerfið þéttriðnara og algjörara. Samkvæmt þessum kenningum var gjörlegt að stytta kvalir þeirra sem höfnuðu í hreinsunareldinum með fyrirbænum. Þetta þýddi að athafnir þessa heims gátu breytt örlögum manna annars heims. Auk hreins- unareldsins var „limbo" dvalarstað- ur þeirra sem kynntust aldrei krist- inni kenningu. Refsing fyrir syndir fór fram í hreinsunareldinum, en lokadóms- ins varð að bíða til hins efsta dags. Le Goff tengir þessar breytingar á kenningakerfi kirkjunnar endur- skoðuðum hugmyndum um dóm og refsingu þessa heims, sem leiddi af sér mildari afstöðu til refsinga hér á jörðu. Kirkjan slakaði á refsingum fyrir smærri syndir og þar með að- lagaði hún kenningakerfið auknum siðmenningaráhrifum sem hún hafði sjálf staðið fyrir þessa heims. Árangur þeirra áhrifa var opnara samfélag og linkun og fordæmingu vissra hópa, sem samkvæmt eldra kerfi voru eldsmatur, en áttu nú aðra úrkosti, sem sagt þann hreins- andi eld. Le Goff rekur þessar breyt- ingar af mikilli þekkingu og hug- kvæmni í þessu 450 blaðsíðna riti, þéttprentuðu. „La Naissance de Pur- gatoire" kom fyrst út 1981 og var þýdd á þýsku af Ariane Forkel og gefin út af Klett-Cotta 1984, nú end- urprentuð í dtv. Áslaug Sigrún Halidór Árelía Eydís 5. landsþing LFK 5. landsþing Landssambands framsóknarkvenna verður haldið i Borgartúni 6, Reykjavík, dagana 4. og 5. október nk. Rætt verður um m.a.: Konur í stjórnmálum. Áslaug Brynjólfsdóttir, ritstjóri 10 ára afmælisrits LFK, lýsirsögu Landssambandsins. Eiga kvennasamtök í stjórnmálaflokkum rétt á sér? Hvert stefnir í þessum málum til ársins 2001? Framsögur flytja: Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi Halldór Ásgrímsson, varaformaður Framsóknarflokksins, og Árelía Eydís Guðmundsdóttir, nemi í stjórnmálafræöi við H.(. Framkvæmdastjórn LFK Héraðsmót framsóknarmanna í Skagafirði verður haldið í Miðgarði laugardaginn 31. ágúst. Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar fer á kostum og leikur fyrir dansi. Jóhannes Kristjánsson verður meöal skemmtiatriða. Nánar auglýst siðar. Nefndln. --------\ JEPPA HJÓLBARÐ- ARNIR VINSÆLU Jeppahjólbarðar frá Suður-Kóreu: 215/75 R15, kr. 6.320. 235/75 R15, kr. 6.950. 30- 9,5 R15, kr. 6.950. 31- 10,5 R15, kr. 7.950. 31-11,5 R15, kr. 9.470. 33-12,5 R15, kr. 9.950. Hröð og örugg þjónusta. BARÐINN hf. Skútuvogl 2, Reykjavfk I Símar: 91-30501 og 91-84844 V ^ BÍLALEIGA AKUREYRAR MEÐ ÚTIBÚ ALLT í KRINGUM LANDIÐ. MUNID ÓDÝRU HELGARPAKKANA OKKAR REYKJAVÍK 91-686915 AKUREYRI 96-21715 PÖNTUM BÍLA ERLENDIS interRent Europcar Kvöld-, nætur- og helgldagavarsla apóteka f Reykjavfk 16. tll 22. ágúst er f Holtsapótokl og Laugavegsapótokl. Það apótek sem fyrr er nefnt annast eitt vörsluna frá kl. 22.00 aö kvöldi tll Id. 9.00 aö morgni vlrka daga en kl. 22.00 á sunnudögum. Upplýslngar um læknls- og lyfjaþjónustu eru gcfnar f sfma 18888. Neyöarvakt Tannlæknafélags fslands er starfrækt um helgar og á stórháttðum. Slm- svari 681041. Hafnarflörður: Hafnarfjarðar apótek og Norö- urbæjar apótek eru opin á virkum dögum frá kl. 9.00-18.30 og til skiptis annan hvem laug- ardag kl. 10.00-13.00 og sunnudag kl. 10.00- 12.00. Upplýsingar t simsvara nr. 51600. Akureyri: Akureyrar apótek og Stjömu apótek eru opin virka daga á opnunartlma búða. Apó- tekin skiptast á sina vikuna hvort að sinna kvöld-, nætur- og helgidagavörslu. Á kvöldin er opiö i þvf apóteki sem sér um þessa vörslu, til kl. 19.00. Á helgidögum er opið frá kl. 11.00- 12.00 og 20.00-21.00. Á öðrum timum er lyfja- fræðingur á bakvakt. Upplýsingar eru gefnar I slma 22445. Apótek Keflavfkur: Opiö virka daga frá k. 9.00-19.00. Laugardaga, helgidaga og al- mennafrtdaga kl. 10.00-12.00. Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga frá kl. 8.00-18.00. Lokað 1 hádeginu milli kl. 12.30- 14.00. Selfoss: Selfoss apótek er opið til kl. 18.30. Opið er á laugardögum og sunnudögum kl. 10.00-12.00. Akranes: Apótek bæjarins er opið virka daga til kl. 18.30. Opið er á laugardögum kl. 10.00- 13.00 og sunnudögum kl. 13.00-14.00. Garðabær: Apótekið er opið rúmhelga daga kl. 9.00-18.30, en laugardaga kl. 11.00-14.00. Alnæmisvandinn. Samtök áhugafólks um alnæmisvandann vilja styðja smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra, sími 28586. Læknavakt fyrir Reykjavfk, Seltjamames og Kópavog er I Heilsuvemdarstöð Reykjavikur alla virka daga frá kl. 17.00 tii 08.00 og á laugar- dögum og helgidögum allan sólarhringinn. Á Seltjamamesl er læknavakt á kvöldin Id. 20.00-21.00oglaugard. kl. 10.00-11.00. Lokaðá sunnudögum. Vitjanabeiðnir, slmaráðleggingar og tlmapantanir I slma 21230. Borgarspltalinn vakt frá kl. 08-17 alla virka daga lyrir fölk sem ekki hefur heimilislækni eða nær ekkl til hans (slmi 696600) en slysa- og sjúkravakt (Slysa- deild) sinnlr slösuðum og skyndiveikum allan sól- arhringinn (sfmi 81200). Nánari upplýsingar um lyfjabuðir og læknaþjónustu enjgefriar I slm- svara18888. Ónæmisaðgerðir fyrir fulloröna gegn mænusótt fara fram á Heilsuvemdarstöð Reykjavíkur á þriðjudögum kt. 16.00-17.00. Fólk hafi með sér ónæmisskírteini. Garóabær: Heilsugæslustööin Garðafiöt 16-18 er opin 8.00-17.00, slmi 656066. Læknavakt er i síma 51100. Hafnarfjöröun Heilsugæsla Hafnarfjarðar, Strandgötu 8-10 er opin virka daga kt. 8.00- 17.00, sími 53722. Læknavakt slmi 51100. Kópavogun Heilsugæslan er opin 8.00-18.00 virka daga. Simi 40400. Keflavfk: Neyðarþjónusta er allan sólarhringinn á Heilsugæslustöð Suðumesja. Simi: 14000. Sálræn vandamál: Sálfræðistöðin: Ráðgjöf I sálfræðilegum efnum. Slmi 687075. Landspitallnn: Alla daga kl. 15 til 16 og kl. 19 til kl. 20.00. Kvennadelldln: kl. 19.30-20.00. Sængurkvennadeild: Alla daga vikunnar kl. 15-16. Heimsóknartlmi fyrir feður kl. 19.30- 20.30. Bamaspftall Hrtngsins: Kl. 13-19 alla daga. Öldrunartæknlngadelld Landspltal- ans Hátúni 10B: Kl. 14-20 og eftir samkomu- lagi. - Landakotsspítall: Alla virka kl. 15 til kl. 16 og kl. 18.30 til 19.00. Barnadeild 16-17. Heimsóknartlml annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. - Borgarspftalinn f Fossvogi: Mánu- daga til föstudaga kl. 18.30 til 19.30 og eftir samkomulagi. Á laugardögum og sunnudögum kl. 15-18. Hafnarbúðir: Alla daga kl. 14 til kl. 17. - Hvfta- bandiö, hjúkrunardeild: Heimsóknartimi frjáls alla daga. Grensásdoild: Mánudaga ti föstu- daga kl. 16-19.30. - Laugardaga og sunnudaga kl. 14-19.30. - Heilsuverndarstöðin: Kl. 14 til kl. 19. - Fæöingarheimili Reykjavlkun Alla daga kl. 15.30 til kl. 16.30. - Kleppsspítali: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16 og kl. 18.30 til kl. 19.30. - Flókadoild: Alla daga kl. 15.30 til kl. 17. Kópavogshælið: Eftir umtali og kl. 15 til kl. 17 á helgidögum. - Vlfilsstaðaspftali: Heim- sóknartlmi daglega kl. 15-16 og kl. 19.30-20. - SL Jósepsspítali Hafnarfiröi: Alla daga kl. 15-16 oo 19-19.30. Sunnuhlfö hjúkrunarheimili I Kópavogi: Heim- sóknartimi kl. 14-20 og eftir samkomulagi. Sjúkrahús Keflavfkuriæknishéraós og heilsugæslustöðvar: Vaktþjónusta allan sólar- hringinn. Sími 14000. Keflavfk-sjúkrahúslö: Heimsóknartlmi virka daga kl. 18.30-19.30. Um helgar og á hátíðum: Kl. 15.00-16.00 og 19.00-19.30. Akureyrl- sjúkrahúsið: Heim- sóknartlmi alla daga kl. 15.30-16.00 og 19.00- 20.00. Á bamadeild og hjúkrunardeild aldraðra Sel 1: Kl. 14.00-19.00. Slysavarösstofuslml frá kl. 22.00- 8.00, simi 22209. Sjúkrahús Akra- noss: Heimsóknartími Sjúkrahúss Akraness er alla daga kl. 15.30-16.00 og kl. 19.00-19.30. Reykjavík: Neyðarslmi iögreglunnar er 11166 og 000. Seltjamames: Lögreglan slmi 611166, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Kópavogur: Lögreglan slmi 41200, slökkvilið og sjúkrabifrelö slmi 11100. Hafnarfjörður: Lögreglan simi 51166, slökkvi- lið og sjúkrabifrelð simi 51100. Keflavik: Lögreglan sími 15500, slökkviliö og sjúkrablll sími 12222, sjúkrahús 14000, 11401 og 11138. Vestmanneyjar: Lögreglan, simi 11666, slökkvilið simi 12222 og sjúkrahúsið sími 11955. Akureyri: Lögreglan slmar 23222, 23223 og 23224, slökkviliö og sjúkrabrfreið sími 22222. Isafjöröur Lögreglan slmi 4222, slökkvilið slmi 3300, brunasími og sjúkrabifreið sími 3333.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.