Tíminn - 21.08.1991, Blaðsíða 16

Tíminn - 21.08.1991, Blaðsíða 16
AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 & 686300 , eru okkarfag'- _ fíármá! eru RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAJR © VERBBRÉfAVHISKIPn Hotnorhusinu v Tryggvagotu: SAMVINNUBANKANS S 28822 SUÐURLANDSBRAUT 18. SlMI: 688568 Ókeypis auglýsingar fyrir einstakiinga SIMI 91-676-444 T Tíminn MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 1991 Sigrún Magnúsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins: Viðbrögd við Sorpuprísum Nokkuð hefur borið á því í sumar að menn hafa ekki notfært sér nýt- ilkomnar sorpmóttökustöðvar þegar þeir hafa verið að losa sig við eiturefni. Mikill kostnaður fylgir því að losa sig við eiturefni þar sem þau þarf nær öll að flytja úr landi til eyðingar. Sigrún Magnúsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, segir að þetta ástand gangi ekki til lengdar, því menn einfaldlega losi sig við eiturefni með öðrum hætti í stað þess að koma með þau til eyðingar hjá Sorpu. Ástæðan sé þessi mUdi kostnaður. Sorp flokkað inni á gólfi Sorpu í Gufunesi. Tímamynd: Ami Bjama Gámastöðvar Sorpu: Flokkun sorps fer batnandi „Ennþá er langt í land með það að fá fólk til að flokka hjá sér rusl en þaö fer þó batnandi,“ sagði Halldór Sigurðsson hjá Sorpu. Hann sagði að það tæki trúlega nokkurn tíma til þess að fá fólk til að flokka hjá sér ruslið því fram að þessu hefðu ekki verið gerðar mikl- ar kröfur um flokkun sorps. Nú væru hins vegar gerðar kröfur um grófa flokkun sorps. „Það má þó segja að á þeim gámastöðvum sem opnar eru frá 10 á morgnana til 22 á kvöldin og gæslumaður er á staðnum, þar hefur þetta lagast. Þar gengur þokkalega að fá fólk til þess að vinna með okkur og flokka sorpið sitt,“ sagði Halldór. Fjórar af þeim átta gámastöðvum sem reisa á hafa verið opnaðar. Þær hafa verið opnar í einn til tvo mán- uði og töluvert mikið hefur verið að gera á þeim. Þar er m.a. tekið á móti timbri, prentpappír, málmhlutum, rafhlöðum, spilliefnum og öðru. Halldór sagði að gámastöðvarnar Þingmennimir tveir: Fóru til Lithá- en í morgun Ferð þingmannanna Láru Margrétar Ragnarsdóttur og Jóhannesar Geirs Sigurgeirs- sonar til Eystrasaltslandanna verður ekki frestað lengur. Það var formaður utanríkis- málanefndar Alþingis, Eyjólfur Konráð Jónsson, sem tók ákvörðun um frestun ferðar- innar í fyrradag að höfðu sam- ráði við forseta Alþingis. Hann , sagði ástæðuna þá að óþarfi hefði verið að senda þing- mennina af stað þegar allt væri enn í óvissu. í gærkvöldi var hins vegar ákveðið að tvímenningarnir legðu af stað nú í morgunsár- ið, enda hafa þeir ekki misst af fundinum sem þeir hyggjast sækja. -aá. hefðu verið settar upp með það fyrir augum að fólk kæmi þangað með sorp til dæmis þegar tekið væri til í bflskúrnum, á lóðinni eða þá að það þyrfti að losa sig við einhver heimil- istæki. Eftir sem áður sæi sorphirð- an um sín mál og tæki hún allt húsasorp eins og áður hefur verið. Jafnframt sagði hann að fyrirtæki ættu að sjá um sín sorpmál að und- anskildu því sorpi sem sorphirðan sæi um. Einnig væru nokkur fyrir- tæki sem sérhæfðu sig í því að safna saman sorpi, flokka það og koma því til Sorpu. Bragi Ragnarsson, framkvæmda- stjóri hjá Hafnarbakka og Hirði, sagði að á vissan hátt tæki fyrirtæk- ið að sér að flokka sorp og safna því saman. Fyrst og fremst væru það ýmis fyrirtæki sem bæðu um þessa þjónustu. Þó kæmi fyrir að einstak- lingar bæðu um þessa þjónustu. Það væru oftast þeir sem stæðu í húsavi- gerðum og þess háttar. „Það sem við bjóðum upp á eru margs konar flát fyrir sorp. Við flokkum síðan sorpið í samráði við okkar viðskiptavini og flokkum það sem hagstætt þykir að flokka. í því sambandi er aðallega um að ræða timbur, pappa og pappír. Sorpa býð- ur síðan upp á móttöku á þessu flokkaða sorpi," sagði Bragi. Jafn- framt sagði hann að yfirleitt væru fyrirtækin heimsótt, farið vandlega yfir sorpmál þeirra og leitað að hag- kvæmustu lausnunum. Aðspurður hvernig flokkunin færi fram sagði hann að sorpið væri ekki sett í stóran haug og flokkað úr hon- um. Flokkunin hjá Hirði væri svoköll- uð upprunaflokkun. Upprunaflokkun- inn færi þannig fram að fyrirtækjun- um eru útveguð flát fyrir vissan úr- gang, til dæmis einn gámur fyrir pappa og annar fyrir óflokkað sorp. Hirðir sæi síðan um að sækja gámana og losa úr þeim sorpið. -UÝJ Sigrún sagði í samtali við Tímann að þrátt fyrir að tilkoma Sorpu hefði verið framfaraskref, þá væri nokkr- um sprurningum ósvarað í sam- bandi við óbagganlegt sorp og það sorp sem nauðsynlega þyrfti að brenna. Sigrún lagði fram fyrirspum á borgarráðsfundi í gær um þessi málefni: „Sorpböggun er vissulega framfaraskref frá urðun á haugum. Þegar ákvörðun var tekin um sorp- böggunina var eigi greint frá því að ekki væri unnt að bagga allt sorp. Komið hefur í ljós að óhjákvæmilegt er að brenna og/eða urða verulegt magn af sorpi. Því spyr ég í fyrsta lagi; hvar er ætlunin að urða óbagg- aða sorpið? í öðru lagi; hvað felst í samningi við sorpeyðingu Suður- nesja? Iþriðja lagi; stendur ekki til að endurskoða gjaldskrá Sorpu þar sem komið hefur í ljós að hættuleg- um eiturefnum er kastað í sjóinn fremur en að færa þau til Sorpu vegna hins mikla kostnaðar?" Sigrún bað ennfremur um skýrslu frá DIMC í Danmörku, um umhverf- isspillandi efni, sem lögð var fram á fundi Sorpu 15. maí sl. Skýrslan fjallaði um hugsanlega eyðingarstöð hér á landi, en ekki hafa fengist nán- ari upplýsingar um innihald hennar þar sem stjórnin tók þá ákvörðun að birta ekki skýrsluna. Sigrún Magnúsdóttir sagði að nauðsynlegt væri að bregðast við hárri gjaldskrá Sorpu. Hún sagði að það færi enginn með 3-4 málningar- dollur úr kjallaranum hjá sér upp í Sorpu til þess að borga 5000 krónur fyrir að láta eyða málningunni. Fólk setti þetta bara í poka og losaði sig við það með öðrum hætti. .—SE Sigrún Magnúsdóttir. Biskupin vígir kirkju- miðstöðina Næstkomandi sunnudag, þann 25. ágúst, mun biskup íslands vígja Kirkjumiðstöð Austurlands að Eiðum. Vígsluathöfnin hefst með messu klukkan 14:00. Biskup íslands þjónar við altarisgöngu ásamt hr. Jónasi Gíslasyni Skálholtsbiskupi og próföst- unum Þorleifi K. Kristmundssyni og Einari Baldurssyni. Aðrir prestar er þjóna við vígslumessuna eru sr. Davíð Baldursson, sr. Sjöfn Jóhannesdóttir, sr. Þórhallur Heimisson, sr. Bjami Guðjónsson og sr. Sverrir Haraldsson. Jafnframt munu leikmenn lesa pistla og bænir. Um kórsöng sér blandaður samkór kirkjukóra prófastsdæmanna undir stjóm Ágústs Armanns Þorláks- sonar. Þá leika Hildur Þórðardóttir og Stefán Höskuldsson forspil og eftirspil á þverflautu. Að vígslu lokinni býður stjóm Kirkjumiðstöðvarinnar öllum vígslugestum til kaffisamsætis í mið- stöðinni. Kostnaður við framkvæmdir við Perl- una umtalsvert hærri en endurskoðuð Borgarstjóri spyr um auk- inn kostnað Markús Öra Antonsson borgar- hafa fram úr áætlun og hvernlg stjóri lagði fram á borgarráðs- staðið var að ákvörðun um þá. fundi í gær skriflega fyrirspura Þessu verid verður hraðað svo vegna aukins kostnaðar við fram- sem kostur er og hafa borgarhag- kvæmdir við Periuna. Fyrirspum fræðingur og forstöðumaður borgarstjóra er svohljóðandi: byggingadeiidar borgarverkfræð- „Ljóst er að kostnaður vegna ings aðstoðað við það. Greinar- framkvæmda við Periuna í gerðin verður lögð fyrir borgar- Öskjuhb'ð verður umtaisvert ráð og stjórn veitustofnana um hærri á þessu ári en endurskoð- leið og hún er tilbúin. Jafnframt uð áætiun ársins frá því i apríl sl. er ákveðið að slá á frest frekari sagð) fyrir um. Vegna þessa hef framkvæmdum í húsinu." ég faUð hitaveitustjóra að gera Ekki náðist i Marirús örn An- nákvæma greinargerð um aOa tonsson í gærkvöidi vegna þessa einstaka útgjaidaliði sem farið máls. —SE

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.