Tíminn - 21.08.1991, Blaðsíða 15

Tíminn - 21.08.1991, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 21. ágúst 1991 Tíminn mmmm í&róttir ■hbb'U' ■ ■ in tmmjM Fram bikarmeistari 2. flokks Framarar tryggðu sér í gærkvöldi bikar- meistaratitil f 2. fiokki karla er þeir sigruðu Skagamenn, 3-1, á Varmárvelli í Mosfells- bæ. Ríkharður Daðason gerði tvö mörk Fram, en Sigurjón Þorri eitt mark. Amar Gunnlaugsson gerði mark Skagamanna. Á meðfylgjandi sjáum við Bikarmeistarana, kampakáta. Tfmamynd Áml Bjama Knattspyma: Man. Utd. uggandi Framkvæmdarstjóri Man. Utd. er uggandi um einn af leikmönnum sínum, Andrei Kanchelski, sem er einn af fjölmörgum sovéskum leikmönnum sem leika í Vestur- Evrópu. Kanchelski er sovéskur landsliðsmaður og er í leik- mannahóp liðsins sem á að leika gegn Noregi á miðvikudag. „Það er ekkert mál að láta hann iausan til að hitta hópinn í Noregi, en við erum ekki ánægðir með að sleppa honum lausum til Sovét- ríkjanna á fimmtudag eins og gert er ráð fyrir,“ segir Alex Ferguson. Hann segir ennfremur: „Við höf- um áhyggjur af ástandinu í Sovét- ríkjunum. Við þurfum ráðlegg- ingar og við erum í sambandi við UEFA.“ reuter/-PS Bikarúrslit Kvenna: Leikið í Mosó Jóhannes Óli Garðarsson, vallar- stjóri á Laugardalsvelli, féllst ekki á að leyfa kvennfólkinu að leika bikarúrslitaleik á aðalleik- vanginum í Laugardal, segir mannviridð of stórt fyrir leikinn. Það að kvenfólkið fái ekki að að leika á vellinum er algjört hneyksli. Völlurinn er lítið not- aður og ekkert því til fyrirstöðu að hafa leikinn þar. Leikurinn verður því færður að Varmá í Mosfellsbæ og verður á laugar- dag kl 14.00. -PS Sveinn Sveinsson milliríkjadómari. Sveinn Sveinsson, milliríkjadómari í knattspymu, sem hefur verið einn af okkar albestu dómurum hin síð- ari ár, hefur ákveðið í framhaldi af breyttum aldursreglum milliríkja- dómarar, að leggja flautuna á hill- una eftir þetta keppnisfa'mabil. Kveðjuleikur Sveins verður úr- slitaleikur í Mjólkurbikarkeppni KSÍ, milli Bikarmeistara Vals og FH, sem leikinn verður á sunnudag. Sveinn gæti haldið áfram að dæma í 1. deildinni hér heima, en hefur ákveðið að gera það ekki. Línuverðir með Sveini verða bróð- ir hans Ólafur Sveinsson og Ólafur Ragnarsson. Fjórði maður á leikn- um verður Jón Sigurjónsson. Þruma Atla gerði út af við Stjörnumenn Víkingar hanga enn í skottinu á Fram í keppninni um íslandsmeistaratitilinn í knattspymu, eftír sigur á Stjömu- mönnum, 4-1. Guðmundur Steinsson gerði tvö mörk fyrir Víking og er nú markahæstur í 1. deild með 12 mörk. Leikurinn var mjög Ijörugur lengst af, fast leikinn og opinn. Á 13 mínútu fengu Stjömumenn fyrsta alvöm tæki- feri leiksins, þegar AÚi Helgason bjarg- aði á marklínu frá Sveinbimi Hákonar- syni. Á 21 mínútu leit fyrsta markið dagsins ljós. Atli Einarsson braust í gegn um vöm Stjömunnar og komst inn í vítateigshom, þar sem hann hitti fyrir Jón Otta Jónsson f skógarferð út úr markinu og Jón Otti felldi Atla og dæmt var víti. Úr vítinu skoraði Guðmundur Steinsson. Eftir markið sóttu Stjömu- menn mikið og fengu ein þrjú góð feri, en tókst ekki að skora. Staðan 1-0 í hálf- leik. Strax á 9 mínútu s.h. skomðu Víking- ar annað mark. Ólafur ÁRnason gaf frá- bæra sendingu upp hægri kantinn á Tomislaw Bosniak, sem bmnaði upp all- an vallarhelming Stjömunnar og sendi boltann í markhomið fjær, einfalt en glæsilegL 12 mínútum síðar komst Ing- ólfur Ingólfsson komst upp að enda- mörkum og gaf rúllubolta fyrir markið, sem nánast rúllaði yfir tær Guðmundar Hreiðarssonar og fyrir tæmar á Valdi- mar Kristóferssyni sem ýtti boltanum yfir marklínuna. Það var síðan á 77 mín- útu sem að glæsilegasta mark leiksins og ef ekki sumarsins kom. Vfldngar áttu aukaspymu um 25 frá marki. Guð- mundur Steinsson ýtti boltanum til Atla Helgasonar sem þmmaði knettin- um, sem að söng í samskeytunum og má segja að með þessu marki hafi Atli endanlega afgreitt Stjömuna. Þremur mínútum fyrir leikslok skoraði Guð- mundur Steinsson sitt annað mark f leiknum og fjórða mark Víkings. Atli Helgason verðu að teljast maður leiks- ins. Þá vom þeir góðir, Guðmundur Carl Lewis sexfaldur heimsmeistari: Sækir gull og græna á nýjum ofurléttum skóm Carl Lewis, bandaríska hlaupa- stjarnan og Iangstökkvarinn, hefur flett ofan af nýju leynivopni sem hann hyggst nota á heimsmeistara- mótinu í frjálsum íþróttum sem hefst í Tókýó í Japan á laugardag. Leynivopnið er ofurléttir skór og vonast Lewis til að skórnir eigi eftir að færa honum gull og græna skóga á mótinu. Skómir eru með plastsóla og plasttökkum. Lewis hélt blaðamannafund til að lýsa ánægju sinni með þessa nýju skó, sem em framleiddir af japönsku fyrirtæki. „Það er eins og maður hlaupi berfættur, en samt nær mað- ur ótrúlegu gripi vegna þess að þeir em svo léttir. Einnig em þeir mjög sveigjanlegir og þeir laga sig að fæt- inum. Ég er ömggur um að þeir bæta árangurinn,“ segir hlaupagikk- urinn um ofurléttu skóna. Fram- leiðendur skónna segja þá vega að- eins 115 gröm, sem er 55 grömmum minna en þeir skór sem Lewis vann tvenn gullverðlaun í á Ólympíuleik- unum í Seoul. „Ég get ekki sagt að ég hlaupi lOOm á 9,7 sek vegna þess að ég var í nýju skónum, en þeir koma til með að hjálpa því að þeir em mun þægi- legri,“ segir Lewis. Lewis stefnir á að keppa í lOOm hlaupi, 4X100m hlaupi og lang- stökki og má hann búast við harðri keppni, sérstaklega í lOOm hlaupi, þar sem landi hans og heimsmethafi, Leroy Burrell, er meðal keppenda. Carl Lewis, sem er þrítugur, neitar að spá fyrir um úrslit, en segist hlakka til góðrar keppni: „Ég er til- búinn, bæði andlega og líkamlega, til að hlaupa á mínu besta. Ég hef aldrei verið í betra formi.“ reuter/-PS Steinsson, Atli Einarsson hjá Vfldng og Sveinbjöm Hákonarsson og Valdimar Kristófersson hjá Stjömunni. Leikinn dæmdi Ólafúr Sveinsson og gerði mjög vel. Komst spjaldalaus frá föstum leik og hafði góð tök á honum. PS Staði Vflrintfint.1 an í 1. deild Fnum 1510 3 2 24-1133 vuuugui *y iwu av KR 15 7 3 5 29-13 24 ÍBV 15 7 2 6 26-30 23 Breiðablik 15 5 5 5 21-23 20 FH KA Stjaman Víðlr Xil \J tá i £t\J 15 5 4 620-22 19 15 5 3 7 16-20 18 15 4 5 622-2417 15 1 3 11 14-40 6 1. de KTD tU,.- ild kvenna; avav”voiuIm.»*«••**.**••**• *»••»*« \7”X Valsstúlkumar læddu sér upp á annað sætiðð er þær lögðu toppliðið KR á KR-vellinum f gærkvöldi. Sigurmaridð gerði Araey Mj háldleik. kgnúsdóttir rétt eftir KR Valur 12 9 1 135-13 28 12 8 5 1 35-8 27 UBK Akranes 12 8 2 2 27-11 26 11 7 2 2 38-7 23 ih o íi e id ott tt por a KA Þróttur N Týr 12 2 3 7 14-33 9 .11 2 0 9 11-29 6 12 0 2 10 6-54 2

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.