Tíminn - 21.08.1991, Blaðsíða 9

Tíminn - 21.08.1991, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 21. ágúst 1991 Tíminn 9 Landsbjörg - landssamband björgunarsveita stofnað Ákveðið hefur verið að sameina í ein samtök Landssamband hjálpar- sveita skáta og Landssamband flug- björgunarsveita. Enn fremur hefur Björgunarsveitin Stakkur í Keflavík ákveðið að gerast aðili að nýju sam- tökunum. Alls verða því um 30 björgunarsveitir innan þeirra. Fé- lagar sveitanna eru á þriðja þúsund, þar af virkir félagar um 1200. Stofn- þing nýju samtakanna verður haldið á Akureyri, laugardaginn 28. sept- ember nk. Efnt var til almennrar samkeppni um nafn á samtökin og bárust um 700 tillögur. Ákveðið var að velja nafnið Landsbjörg — landssamband björgunarsveita úr tillögunum. Að- eins einn tillöguhöfundur átti þessa hugmynd og fékk hann að launum veglegan ferðavinning. Höfundur nafnsins er Lárus Þórarinsson flug- umferðarstjóri, en hann starfaði í skátahreyfingunni á yngri árum og var félagi í Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík. -js Lárus Þórarínsson tekur viö verðlaunum úr hendi Ólafs Proppé, formanns Lands- bjargar. 100 ára afmæli Staðarfells- kirkju minnst. Staðarfells- kirkja 100 ára Á þessu ári eru Iiðin 100 ár frá því að Staðarfellskirkja á Fells- strönd í Dalasýslu var vígð, en vígslan fór fram síðla árs 1891. Kirkja undir Staðarfelli er nefnd í kirknaskrá Páls biskups frá því um 1200 og er það elsta heimild um kirkju á þessum stað. TVúlegt þykir að sóknarkirkja hafi þó ver- ið þar að minnsta kosti frá setn- ingu tíundarlaga árið 1096. Kirkjan var helguð Páli postula. Elsti máldagi hennar er frá árinu 1327 og lágu þá til hennar 20 bæ- ir. Það er einum bæ færra en lög- býli voru í sókninni á seinustu öldum. Nú eru í sókninni 14 byggð býli með 76 íbúa. Auk þess dvelja á Staðarfelli liðlega 30 manns vegna starfrækslu með- ferðarheimilis þar á vegum SÁÁ. Kirkjan var byggð sumarið 1891 af kirkjueiganda, Hallgrími Jóns- syni bónda, en yfirsmiður var Guttormur Jónsson frá Hjarðar- holti. Söfnuðurinn tók við kirkj- unni 16. ágúst 1964 en þá afhenti ríkissjóður hana eftir verulegar endurbætur. Aldarafmælis Staðarfellskirkju verður minnst með hátíðarguðs- þjónustu í kirkjunni sunnudag- inn 1. september klukkan 14:00. Biskup íslands, herra Ólafur Skúlason, mun predika og sókn- arprestur kirkjunnar, séra Ingi- berg J. Hannesson prófastur á Hvoli, mun þjóna fýrir altari. Að guðsþjónustu lokinni verða bornar fram veitingar í Sam- komuhúsinu á Staðarfelli í boði sóknarnefndar. Endurskoða Formleg samtök gegn aðild að EES og EB stofnuð á höfuðdaginn: Fresturinn nýttur til undirskriftasöfnunar Samtök gegn aðild íslands að EES og EB verða formlega stofnuð á fundi á Hótei Borg höfuðdaginn, 29. ágúst nk. Samstarfshópurinn, sem vinnur nú að undirbúningi stofnfundarins, segir það sífellt vera að koma betur í ljós að íslendingar hefðu lítinn sem engan efna- hagslegan ávinning af aðild að Evrópsku efnahagsvæði en að skerð- ing fullveldis þjóðarinnar sé samt meiri en flesta hafi órað fyrir. Hópurinn fagnar þeim drætti sem nú hefur orðið á samningsgerð- inni. Hyggst hann nota þann tíma tii að gera átak í söfnun undir- skrifta undir áskorun til ríkisstjómarinnar um að hætta þessari samningagerð áður en hún hefst að nýju. En liggur ekki þegar í loftinu að þessir samningar hafi endanlega runnið út í sandinn? „Það er svo mikið í húfi að við þor- um ekki að hætta á það. Enda stigu norrænir forsætisráðherrar hér á fjalir og strengdu þess heit að halda áfram samningaviðræðum um EES,“ sagði Bjami Einarsson, sem unnið hefúr ötullega að undirbún- ingi þessara samtaka sem kunnugt er. „Og svo heyrast líka þær kenn- ingar frá utanrfkisráðherra og fleiri merkismönnum að ef samningar um EES náist ekki þá verði íslandi bara súrrað inn í EB. í báðum tilvik- um mundi þetta þýða mikið fúll- veldisafsal. Það virðist því full ástæða til að vera á varðbergi." Bjami segir undirtektir til þessa hafa verið mjög góðar. Komið hafi í ljós, að þegar þjóðin loks fær eitt- hvað að vita um þessi mál þá sé hún hreint ekki hrifin. En til þessa hafi þó einungis verið um tilraunastarf- semi að ræða, eða pmfur hér og þar á landinu. Það lendi því í höndum þeirrar stjómar sem kosin verður á stofnfundinum að skipuleggja þetta starf, þannig að það nái til alls lands- ins. - HEI Bjami Einarsson Landsfundur Útvarð- ar 24.-25. ágúst: Byggðamál í brennidepli Landsfundur byggðahreyfingar- innar Útvarðar verður haldinn að Hvolsvelli 24. og 25. ágúst og hefst kl. 13 báða dagana. Útvörður er þverpólitísk lands- samtök sem efla vilja jafnrétti milli landshluta og að stofnað verði nýtt stjórnsýslustig sem auki sjálfstjórn landshlutanna. í tengslum við landsfundinn verð- ur haldin ráðstefna undir yfirskrift- inni Byggðamál í brennidepli. Þar verða framsögumenn Steingrímur Hermannsson fyrrv. forsætisráð- herra, Sturla Böðvarsson alþingis- maður, Skúli G. Johnsen héraðs- læknir og Áskell Einarsson fram- kvæmdastjóri Fjórðungssambands Norðlendinga. Tímamynd Pjetur Metþátttaka var í Reykjavíkurmaraþoni: Um 2300 manns tóku þátt í maraþoninu Um 2300 hlauparar tóku þátt í Reykjavíkurmaraþoninu sem haldið var síðastliðinn sunnudag. Aldrei áð- ur hafa jafnmargir tekið þátt í mara- þoninu og nú en þetta var í áttunda sinn sem Reykjavíkurmaraþonið var haldið. Langflestir tóku þátt í 7 kfló- metra skemmtiskokki. Skotinn Kevin Brown sigraði í maraþonhlaupi karla en hann hljóp 42 kflómetra á 2 klst. 32,25 mínút- um. Fyrstur íslendinga í þessum flokki varð Jóhann Heiðar Jóhanns- son en tími hans var 2 klst. 56,07 mínútur. Breska stúklan Susan Bendley sigraði í kvennaflokki. Tími hennar var 2 klst. 48,26 mínútur en það er einn besti tími sem náðst hef- ur í þessum flokki í maraþoninu. Fyrst íslenskra kvenna varð Ursula Junemann á tímanum 4 klst. 09,01 mínúta. Frfmann Hreinsson sigraði í hálfu maraþoni karla en hann hljóp 21 kflómetra á 1 klst. 10,25 mínút- um. í hálfu maraþoni kvenna sigraði Margrét Brynjólfsdóttir en tími hennar var 1 klst. 29,46 mínútur. Það var Kristján Skúli Ásgeirsson sem kom fyrstur í mark í skemmti- skokki karla á tímanum 23,18 mín- útur. í skemmtiskokki kvenna var það Martha Ernestdóttir sem hljóp 7 kflómetra á bestum tíma. Það tók hana 24,07 mínútur og munaði ein- ungis 49 sek. á henni og sigurvegar- anum í karlaflokki. -UÝJ kvikmyndalög Menntamálaráðherra hefur skipað nefnd til þess að endurskoða lög um kvikmyndamál nr. 94/1991. í nefndinni eiga sæti Eiríkur Thor- steinsson, sem er formaður Félags kvikmyndagerðarmanna, Hrafn Gunnlaugsson, formaður Félags kvikmyndaframleiðenda, Kristín Jó- hannesdóttir, formaður Félags kvik- myndaleikstjóra, Helgi Jóhannesson hdl. en hann er tilnefndur af fjár- málaráðuneytinu og Knútur Halls- son ráðuneytisstjóri en hann er jafn- framt formaður nefndarinnar. -uýj Þýsk vika á Hótel Sögu Þýskaland verður í öndvegi á Hótel Sögu vikuna 23.-31. ágúst nk, þar sem öllum sem áhuga hafa gefst kostur á að njóta and- rúmslofts þýskrar menningar og kynnast matargerðarlist þjóðar- innar. Hótel Saga gengst fyrir þýsku vikunni í samvinnu við þýska sendiráðið í Reykjavík og Pull- man Hotel Mondial í Köln, en í aprfl á síðastliðnu ári var haldin sérstök íslandsvika á þessu vel þekkta hóteli. Þeir sem þekkja þýska matar- gerðarlist verða varla fyrir von- brigðum, því þýskir matreiðslu- meistarar sjá um eldamennsk- una. Öll kvöld verða þýskir sér- réttir á matseðli Grillsins. Af hlaðborði Skrúðs geta sælkerar fengið þýskan hádegis- og kvöld- verð alla daga vikunnar. Vert er að geta þýskra osta sem á boð- stólum verða, en þeir eru rómað- ir fyrir gæði og eiga sér langa hefð. Drykkjarföng sem borin verða fram eru að sjálfsögðu þýsk að uppruna. Þýski tónlistarmaðurinn Hans Berger leikur á sítar fyrir gesti öll kvöld á þýsku vikunni. —SE

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.