Tíminn - 28.08.1991, Blaðsíða 6

Tíminn - 28.08.1991, Blaðsíða 6
6 Tfminn Miðvikudagur 28. ágúst 1991 Tímiim MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin I Reykjavik Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gislason Aðstoöarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrfmsson Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason Skrifstofur:Lyngháls 9,110 Reykjavik. S(ml: 686300. Auglýsingasfml: 680001. Kvöldsfmar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, fþróttir 686332, tæknideild 686387. Setnlng og umbrot: Tæknideild Tfmans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1100,-, verð f lausasölu kr. 100,- og kr. 120,- um helgar. Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Árangur þjóðarsáttar Hverju hefur þjóðarsáttin skilað launþegum og þjóð- arbúinu? Þetta er sú spurning sem hlýtur að vera efst í huga ráðandi manna í lok þjóðarsáttartímans. Hvað launþega snertir er ástæða til að veita athygli upplýsingum kjararannsóknanefndar um þróun kaup- máttar tímakaups. Athuganir nefndarinnar ná að vísu ekki yfir allan þjóðarsáttartímann, þær miðast við upp- haf hans og ná fram yfir fyrsta ársfjórðung líðandi árs. Á heilu ári þjóðarsáttartímabilsins jókst kaupmáttur tímakaups um 4%, sem er greinileg vísbending um að forsendur samninga hafa staðist reynsluna. í þessum upplýsingum er að vísu ekki að finna neitt ákveðið um þróun kaupmáttar allra síðustu mánuði. Þrátt fyrir það er ekki ástæða til að óttast um að þjóð- arsáttin hafi ekki haldið gildi sínu. Þvert á móti. Sam- kvæmt almennum horfum hefur þjóðarsáttin skilað launþegum því sem af henni var vænst. Launþegar hljóta því að gera þá kröfu til stjórnvalda að þau í kom- andi kjarasamningum viðhaldi því jafnvægi í efnahags- málum sem fráfarandi ríkisstjórn stuðlaði að og sá um að héldist á valdatíma sínum. Spurningin um það hverju þjóðarsáttin hafi skilað þjóðarbúinu snertir að sjálfsögðu alla landsmenn, hagsmunasamtökin og áhrifaöflin sem stjórna þjóðfé- laginu, ekki síst opinber stjórnvöld og atvinnurekend- ur. Stjórnvöld bera meginábyrgð á heildararekstri þjóðarbúsins og ríkissjóðs sérstaklega. Þau eru þó ekki ein í ráðum. Atvinnurekendur eru engu síður ábyrgir fyrir rekstri þjóðarbúsins. Meginhlutinn af veltu þess fer í gegnum hendurnar á þeim með einum eða öðrum hætti. Islenskt atvinnulíf er ekki ríkisrekið. Allt sem sagt er um þrúgandi ríkisafskipti af borgaralegri at- hafnasemi hér á landi er eintómt blöff. íslenskt at- vinnulíf er einkavætt til jafns við það sem gerist í öðr- um vestrænum löndum. Verkaskipting milli hins opinbera og einkageirans í ís- lensku þjóðfélagi er í eðlilegu horfi og fráleitt að gera mikið úr þörf þess að flytja samfélagsþjónustuna frá ríki og sveitarfélögum og aftengja hana beinum áhrif- um Alþingis um löggjöf og fjárveitingar. Atvinnurek- endur hafa nóg á sinni könnu. Rekstrarumsvif ríkisins eru nær eingöngu á hinu félagslega sviði í rúmri merk- ingu þess orðs. Flest af því sem talið er að ríkið leggi fram í þágu atvinnuvega er í raun félagslegs eðlis. Á undanförnum árum hafa launþegar sýnt raunsæi í kjarabaráttu. Hin nýju viðhorf innan launþegahreyf- ingarinnar um að öruggasta leiðin til að tryggja kaup- mátt sé að halda verðlagi í skefjum, vinna með öðrum þjóðfélagsöflum að því að halda verðbólgu á viðráðan- legu stigi, forðast gengiskollsteypur og setja traust sitt á stöðugt verðgildi íslensku krónunnar — allar þessar gömlu smáborgaralegu dygðir — er aðalástæðan fyrir því að jafnvægi hefur haldist í efnahagsmálum. Þar hef- ur naumast önnur stjórnlist verið að verki. Galdur efnahagsstjórnar liggur nær eingöngu í því hvernig um semst á vinnumarkaði, að ekki séu gerðir verð- bólgusamningar. Það eitt skapar eðlilegt rekstrarum- hverfi og hagstæð afkomuskilyrði fyrir almenning. GARRI Pnun eftir nítjándu öidinni var alsiöa að fólk drukknaði í vötnum. Eitt af brýnustu verkefnum ís- lenskrar endurreisnar var að brúa vöhtin. Einn þehra sem þar gekk fremstur í flokW var TYyggvi Gunnarsson bankastjóri. Hans saga varð mikii áður en iauk. Ttyggvi var smiður góður og hug- sjónamaður ágætur. Þó voru menn ekki einróma um hann og mun slíkt seint gerast um af- bragðsmenn íslenska. Toiggvi telst nú vera faðir brúar yfir Olf- usá, en það manovirkt mátu Sunnlendingar mest við upphaf tuttugustu aldar og er það að von- um. Brúin yfir Öifusá breytti ýmsum staðháttum á Suðurlandi. Staðir eins og Stokkseyri og Eyr- arbakki, sem höfðu verið naflar al- heimsins með draugagangi, Le- folii-verslun og öðru tilheyrandi, hurfu í skuggann og hafa orðið aö heyja hárða tilvistarbáráttu í sam- keppni við Seifoss, sem reis við brúarsporðinn með fögru mann- lífi og forystumanni á horð við Egii iTjorarensen. Hann hugsagði stort ekki síður en Tryggvi Gunn- arsson. Þannig hafa tveir menn mótað öðrum fremur mannlífíð á Suðuriandi. TYyggvi með brúnni og Egiil með hinnt hágnýtu visku sem í askana verður látin. TÍMIGÖNGUBRÚAR Hefði þetta brúarmál komið upp í dag f stjórnartíð ríkisstjómar Davíðs Oddssonar, hefði í mesta Íagi verið tjasiað upp göngubrú yf- ir Ölfusá. Það heiði verið í sam- ræmi við stefnu stjómarinnar í málefnum landsbyggðarinnar. Þannig fær hvert tímabil sín eftir- mæii. Ötfusárbrúin er nú aö verða hundrað ára, þ.e. bæði sú gamla og nýja. Fyrir hundrað árum var ekki um auðugan garð að gresja f rfldsfjártnáium. Vegna tíðra danðsfalia og mikiila erfiðieika við að komast yfir óbrúuð vatnsföU á tímum aukinnar umferðar gang- andi manna eða manna á hestum, kepptust þingmenn við að fá biýr byggðar í sínum kjördæmum. Tryggvi Gunnarsson.j: Sérstakt þótti ef þingmaður gaf eftir samþykkta brú vegna annarr- ar brúarsmíðar. Það byggðist á mati á hvort vatnsfallið væri meira manndrápsvatn. f fátækt- inni og við þær aðstæður að alls staðar vantaði btýr var Ölfusár- brúin byggð og þóttl þjóðarvið- burður. Þeir bókhaldarar og end- urskoðendur, sem nú hafa sest á stjómarstóla á ísiandi, hefðu skammt komist með framfarimar um síðustu aídamóti. Afmæli brú- ar yfir ölfusá minnir óþyrmiiega á það. Um þær mundir var Iika að- eins einn endurskoðandi til í land- inu, Indriði Einarsson, revisor. FAÐIR SELFOSS Sunnlendingar dáðust mjög að Tryggva Gunnarssyni og brúar- smíði hans. Þeir em enn hrifnir af honum og hefur jafnvel komið upp sú hugmynd að reisa af hon- um styttu vlð brúarsporðinn, þar sem nú er rishm Selfoss. Selfoss erafturá mótí sprottínn tipp fyrir tfiverknað Egils Tftorarensen. Ber armun og hafa fast f tnlnni að Eg* iil er faöir staöarins. Brúarsmið- urinn Ttyggvi vann hins vegar að að það sé verkefni vegagerðarínn- ar að minnast hans vegiega, hvort sem hún viii gera það á Selfossi eða annars staðar. Vegagerðin var hins vegar þáttur í uppbyggingu byggðar í iandinu og ekki sá ómerkasti. Nú situr rík- isstjóm að völdum sem vili sem minnst víta af þessari uppbygg- iogu og því getur vel verið að eitt- hvað dragist fyrir vegagerðinni að minnast Tryggva. Og ekki þarf að tala um, að þeirra verði minnst, sem iögðu grunninn að vegakerfi landins íverstu kreppunni, en það vom þáverandi stjómvöid lands- ins, Hermann Jónasson, Eysteinn Jónsson og Haraldur Guðmunds- son. NÝIR MENN RÍSA Stöðugt risa upp einstakiingar, sem setja svip sinn á þjóðmálin, ýmist á takmörkuðum svæðum eða aimennt. EgiII varð forystu- maður á Suðuriandi. Tryggvi hafði mikfl áhrif í þjóðitfínu öliu. I dag em það ekki vegamáím og byggðin, sent skipta mestu máii. Nú snýst málið um virkjun fall- vatna, hæði fyrir stóriðju og kannski fyrr en margur heldur tíi útflutnmgs. Þá kemur heistí for- ystumaður í raforkumálum í hug- ann. Ðr. Jóhannes Nordai er bankastjóri eins og TYyggvi. Hann hefur ekki losnað við gagnrýni frekar en Tryggvi. En þeir sem fara um sunnanvert háiendi Is- Íands sjá hin miklu merki umbyit- ínga í þágu raforkunnar. Fyrfr þeim hefur dr. Jóhannes haft for- ystu. Þannig hafa alltaf komið menn í manna stað hvað sem músarhoiusjónarmiðum stjóm- valda líður hveiju sinni. Garri 1111 VÍTT OG BREITT Eru dvalarheimili úrelt? Dagblaðið Dagur á Akureyri gerir mál- efnum aldraðra og fatlaðra góð skil í viðtali við Bjöm Þórleifsson, deildar- stjóra öldrunardeiidar Akureyrarbæjar. EÐLILECT HEIMILISLÍF í viðtalinu kemur fram að upphaf heimilisþjónustu fyrir aldraða þar í bæ má rekja til ársins 1975 og hefur farið mjög vaxandi ár af ári, því að í fyrstu var aðeins sinnt 10 heimilum, en nú annast þjónustan 263 heimili með 329 einstak- lingum. Þessi mikli vöxtur stendur að sjálfsögðu í eðlilegu sambandi við til- komu og tilgang laga um málefni aldr- aðra, þar sem sagt er að markmiðið sé að aldraöir eigi völ á þeirri heilbrigðis- og félagsþjónustu sem þeir þurfi á að halda og það lagt til gmndvallar að aldr- aðir geti búið sem lengst við eðlilegt heimilislff, þ.e.a.s. búið heima hjá sér og komist hjá þvf að vera á dvalarheimili, „elliheimili" eins og það hét áður. Björn Þórleifsson bendir réttilega á, að heimadvalar- og heimaþjónustustefnan í málefnum aldraðra sé hvort tveggja í senn réttlætismál og spamaðarmál. Heimaþjónustan er einfaldlega ódýrari lausn á hagsmunamálum aldraðra en bygging og rekstur dvalarheimila og fellur almennt betur að óskum aldraðs fólks. Bjöm gengur svo langt að segja að með bættri og aukinni starfsemi á þessu sviði ættu stóru dvalarheimiiin smám saman að hverfa af sjónarsviðinu. Hann segir raunar að „þjónustuíbúðir“ geti hentað mörgum, en þegar því verði ekki við komið ættu hjúkrunardeildir að taka við. UMDEILD SKOÐUN Sú skoðun að dvalarheimili aldraðra hljóti að hverfa með tímanum er að vísu umdeilanleg, jaftivel þótt svo vel hafi tekist til um framkvæmd „heimadvalar- stefnunnar“ sem raun ber vitni. Enginn vafi er á því að miklar umbætur hafa orðið á síðustu 15-20 ámm að því er varðar aðbúð aldraðra á dvaiarheimil- um. Reynt hefur verið að vinna bug á þrengslum fjölbýlisins sem áður var á elliheimilum og rýmka um vistfólkið með góðum einkaherbergjum og viðun- andi hjónaíbúðum. V’íða hefur verð lagt í mikinn kostnað við byggingu vandaðra dvalarheimila, sem ætluð er löng end- ing og viðurhlutamikið að úrelda nema ríkar ástæður krefjist þess. ÝMSAR LEIÐIR Umræður um „heimadvalarstefnu" og dvalarheimilaleiðina eru síður en svo nýtilkomnar. Sú var tíðin að ýmsum þótti að einum of mikil áhersla væri lögð á byggingu dvaiarheimila miðað við þær aðgerðir sem að var staðið til þess að gera gömlu fólki kleift að búa sem lengst í eigin íbúðum sínum. Þá var beitt sömu rökum og enn eru f gildi að það væri kostnaðarminna fyrir ríki og sveitarfélög að styrkja heimadvöl aldr- aðra en standa í byggingu og stórrekstri dvalarheimila, svo og að heimadvalar- stefnan væri mannúðarmál umfram annað. En eins og forsvarsmenn dvalar- heimilanna bentu á í þessum löngu liðnu umræðum (m.a. þeim sem þetta ritar) eiga þessar tvær stefnu samleið, þær þurfa ekki að útiloka hvor aðra, enda gátu allir fallist á að svo væri. Það getur ekki orðið keppikefli að leggja niður öll best búnu dvalarheimili aldraðra f landinu, því að þau hafa sfnu hlutverki að gegna gagnvart mörgu fólki, m.a. af fjárhagsástæðum vist- manna. Flest bendir til þess að félags- legar aðgerðir og margs konar framtak í þágu aldraðra að þessu leyti séu í góðu lagi hér á landi. Þær aðalleiðir sem fam- ar eru sýnast skynsamlegar og hver leið- in bætir aðra upp. Hins vegar er hið al- menna lífeyriskerfi í ólestri vegna mis- mununar. í því efhi ríður áhugaleysi stjómmálamanna og forsvarsmanna launþega ekki við einteyming. I.G.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.