Tíminn - 28.08.1991, Blaðsíða 10

Tíminn - 28.08.1991, Blaðsíða 10
10 Tíminn Miðvikudagur 28. ágúst 1991 HHIminning Elísabet Guðmundsdóttir Fædd ll.júlí 1892 Dáin 19. ágúst 1991 Elísabet Guðmundsdóttir, ekkja Þórhallar Sæmundssonar, fyrrum bæjarfógeta á Akranesi, lést þann 19. ágúst sl. Þar kveður merk kona, sem átti virðingu og traust sam- ferðamanna sinna. Hún var fædd í Hnífsdal þann 11. júlí 1892. Foreldr- ar hennar voru hjónin Ingibjörg Kristjánsdóttir og Guðmundur Sveinsson, kaupmaður og útvegs- bóndi í Hnífsdal. Guðmundur vara um langt skeið umsvifamikill at- vinnurekandi og heimili hans fjöl- mennt. Hann var vel metinn og traustur maður. Ung að árum fór Elísabet í Kvenna- skólann í Reykjavík og síðar á hús- mæðraskóla í Danmörku. Þann 19. des. 1925 giftist hún Þórhalli Sæ- mundssyni, þá ungum lögfræðingi frá Stærra Árskógi á Árskógsströnd í Eyjafirði. Hann var eitt af mörgum mannvænlegum börnum Sæmund- ar Sæmundssonar skipstjóra, sem þjóðkunnur varð af bók Hagalíns — Virkir dagar. Heimili þeirra stóð fyrst í Vestmannaeyjum, þá í Hnífs- dal og Reykjavík. Nokkur ár á hverj- um stað. þann 1. janúar 1932 verður Þórhallur lögreglustjóri á Akranesi og síðar bæjarfógeti og gegnir þeim störfum til 1. okt. 1967 eða í 36 ár. Eftir það var hann settur bæjarfóg- eti í Neskaupstað í tæpt ár en kemur síðan til Akraness og á þar heima til dánardægurs 11. ágúst 1984. Rúm- lega ári síðar flutti Elísabet til Reykjavíkur. Síðustu árin dvaldi hún á sjúkradeild Elliheimilisins Grundar. Á Akranesi stóð því heimili hennar í 53 ár. Elísabet var mikilhæf húsmóðir og umhyggjusöm móðir barna sinna. Þau Þórhallur og Elísabet áttu fjög- ur fósturbörn sem þau ólu upp frá bamæsku. Þau eru Guðmundur Samúelsson, prófessor í Hannover í Þýskalndi. Hann er systursonur El- ísabetar. Sigríður Sigmundsdóttir frá A og Lilja Gestsdóttir, báðar búsettar í Reykjavík. Þær em bræðradætur Þórhallar. Þórhallur Már, prentari í Reykjavík. Hann er sonur Sigríðar. Fósturbörnin hafa öll stofnað eigin heimili fyrir löngu og eiga marga af- komendur. Þau hjón reyndust fóst- urbömum sínum sem bestu foreldr- ar. Kostuðu þau til náms lengri eða skemmri tfma og studdu þau í lífs- baráttunni eftir þörfum. f viðlögum áttu svo barnabörnin þar athvarf og þótti eftirsóknarvert. Heimilið var því jafnan fjölmennt og ástríkið milli Elísabetar og fósturbarnanna og bama þeirra einlægt og traust. Þannig mundu börnin og þeirra böm aftur lengi minnast mildi, ástar og umhyggju Elísabetar. Heimili hennar á Akranesi í meira en 50 ár var mikill rausnargarður sem margir nutu — bæði heima- menn og gestir — sem erindi áttu við bæjarfógetann á löngum emb- ættisferli hans. Gestrisni þeirra hjóna var einlæg og hlý. Þau voru samhent í því að veita gestum sín- um vel og láta þeim ekki leiðast á meðan á dvölinni stóð. Þórhallur var glaðvær og kunni frá mörgu að segja, enda fróður og stálminnugur. Elísabet var svo hin frábæra hús- móðir. Hún var greind kona og gerðarleg. Góðviljuð og Ijúf í fram- komu. Jafnlynd og háttvís. Hún var listræn í sér og hafði næmt auga fyr- ir því sem fagurt var og bar heimili hennar því ljóst vitni. Hún var vin- föst og trygglynd með afbrigðum, en hlédræg og lét ekki mikið til sín taka utan eigin heimilis. Manni sínum var hún hollur ráðgjafi sem hann kunni vel að meta. Reynslan hafði kennt honum að dómgreind hennar mátti treysta. Enda þótt hún forðað- ist afskipti af einstökum málum fylgdist hún vel með og sá langt fram í tímann. í allri framkomu var hún einstök heiðurskona sem naut álits og virðingar allra þeirra sem henni kynntust og því meir sem kynnin urðu nánari. Á þessari stundu er mér efst í huga sú vinátta er hún sýndi mér og fjöl- skyldu minni er við fluttum til Akra- ness 1954 og alla tíð síðan hefur hún sýnt okkur hjónum tryggð og góð- vild sem við þökkum á kveðjustund. Því lengri sem kynnin urðu dáð- umst við að svo mörgu í fari hennar, ekki síst eftir að hún komst á 10. áratuginn, hversu vel hún hélt dóm- greind sinni og andlegu atgervi. Alltaf var hún sama háttvísa hefðar- konan — bjartsýn og bar í brjósti sínu velvildarhug til allra. Mér er eftirminnilegt hversu þessi hlédræga kona hafði náin kynni af öllum þeim sem störfuðu við emb- ætti bæjarfógetans á Akranesi í tíð Þórhallar og lét sér annt um hag þeirra og velferð. Sýndi hún starfs- fólkinu oftlega vináttu og rausn — bæði skrifstofufólki og löggæslu- mönnum. Átti hún óskipta virðingu allra starfsmanna embættisins sem voru sammála um að hún væri hin sanna „lady“. Þegar leiðir skilja minnast þeir hennar með þakklæti og virðingu. Elísabet var ákaflega vel gerð kona — bæði andlega og líkamlega — heilbrigð og hógvær. Hún bar aldur- inn vel ffam á síðustu ár og sem dæmi um það skal þess getið að í ág- ust 1987 — nokkru eftir að hún náði 95 ára aldri — heimsótti hún Guðmund son sinn í Hannover og fjölskyldu hans. Þeir hjá Flugleiðum ráku upp stór augu þegar þeim var ljóst að þessi farþegi var fæddur 1892 og mundu varla eftir jafngöml- um viðskiptamanni áður. Af ferð þessari hafði Elísabet mikla ánægju. Aldurinn bar hún ákaflega vel fram á síðustu árin og var sístarfandi á heimili sínu. Vinum og vandamönn- um skrifaði hún bréf sem báru vott um góða frásagnargáfu, auk þess sem hún hafði einstakleg góða rit- hönd. Hún undi sér löngum við spil- in milli heimilisstarfanna og bækur voru henni eftirlæti. Löngu og farsæli lífsstarfi er lokið. Eftir lifir minningin um öndvegis húsmóður á rausnarheimili í meira en hálfa öld. Minning um ástríka móður margra barna sem elskuðu hana og virtu. Lífið var ekki alltaf dans á rósum en vandamálunum var mætt af manndómi og æðruleysi. Þau hurfu því fyrir betri og bjartari tímum. Hún átti fulla virðingu Ak- urnesinga sem lengi munu minnast hennar með þakklæti. Börnin henn- ar fjögur 0g fjölskyldur þeirra reyndust henni vel, ekki síst er degi tók að halla. Umhyggja þeirra og hugulsemi í hennar garð vakti at- hygli allra sem til þekktu. Þau munu telja endurminningu um móður sína og uppeldisáhrif hennar dýrmætan arf og varðveita hann æv- ina út. Á kveðjustundinni taka þau undir með skáídinu frá Fagraskógi: „Haffiu þökk fyrir öll þín spor. Það besta, sem fellur öðrum í arf, er endurminning um göfugt starf." Samtíðarmenn Elísabetar Guð- mundsdóttur, sem af henni höfðu einhver kynni, kveðja hana með virðingu og þökk. Daníel Ágústínusson 1 JÓN DAN SKRIFAR Kvöld-, nætur- og helgidagavarsla apóteka i Reykjavfk 23. tll 29. ágúst er (Garðs apóteki og Lyfjabúðinni Iðunn. Það apótek sem fyrr er nefnt annast eltt vörsluna frá kl. 22.00 að kvöldl tll kl. 9.00 að morgnl virka daga en kl. 22.00 á sunnudögum. Upplýslngar um læknls- og lyfjaþjónustu eru gefnar I sima 18888. Neyðarvakt Tannlæknafélags Islands er starfrækt um helgar og á stórhátíðum. Slm- svari 681041. Hafnarfjörðun Hafnarfjarðar apótek og Norð- urbæjar apótek eru opin á virkum dögum frá kl. 9.00-18.30 og til skiptis annan hvem laug- ardag kl. 10.00-13.00 og sunnudag kl. 10.00- 12.00. Upplýsingar I simsvara nr. 51600. Akureyri: Akureyrar apótek og Stjömu apótek eru opin virka daga á opnunartíma búða. Apó- tekin skiptast á sina vikuna hvort að sinna kvöld-, nætur- og helgldagavörslu. Á kvöldin er opiö I þvl apóteki sem sér um þessa vörslu, til kl. 19.00. Á helgidögum er opiö frá kl. 11.00- 12.00 og 20.00-21.00. Á öðmm tímum er lyfja- fræðingur á bakvakt. Upplýsingar em gefnar I síma 22445. Apótek Keflavfkur: Opið virka daga frá k. 9.00-19.00. Laugardaga, helgldaga og al- mennafrldaga kl. 10.00-12.00. Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga frá kl. 8.00-18.00. Lokað I hádeginu milli kl. 12.30- 14.00. Selfoss: Selfoss apótek er opiö til kl. 18.30. Opiö er á laugardögum og sunnudögum kl. 10.00-12.00. Akranes: Apótek bæjarins er opið virka daga til kl. 18.30. Opiö er á laugardögum kl. 10.00- 13.00 og sunnudögum kl. 13.00-14.00. Garöabær: Apótekið er opið rúmhelga daga kl. 9.00-18.30, en laugardaga kl. 11.00-14.00. Alnæmisvandlnn. Samtök áhugafólks um alnæmisvandann vilja styðja smitaða og sjúka og aöstandendur þeirra, slmi 28586. Læknavakt fyrir Reykjavik, Seltjamames og Kópavog er í Heilsuvemdarstöð Reykjavikur alla virka daga frá kl. 17.00 til 08.00 og á laugar- dögum og helgidögum allan sóiarhringinn. Á Seltjamamesi er læknavakt á kvöldin kl. 20.00-21.00 og laugand. kl. 10.00-11.00. Lokað á sunnudögum. Vitjanabeiðnir, símaráðleggingar og tfmapantanir I slma 21230. Borgarspftalinn vakt frá kl. 08-17 alla virka daga fyrir fólk sem ekki hefur heimilislækni eða nær ekki til hans (slmi 696600) en slysa- og sjúkravakt (Slysa- deild) sinnir slösuðum og skyndiveikum allan sól- arhringinn (slmi 81200). Nánari upplýsingar um lyfjabúðir og læknaþjónustu erugefnar I sim- svara 18888. Ónæmlsaðgerðirfyrirfullorðna gegn mænusótt fara fram á Heilsuvemdarstöð Reykjavfkur á þriöjudögum kl. 16.00-17.00. Fólk hafi með sér ónæmisskfrteini. Garöabær: Heilsugæslustöðín Garöaflöt 16-18 er opin 8.00-17.00, slmi 656066. Læknavakt er I slma 51100. Hafnarflörður Heilsugæsla Hafnarfjaröar, Strandgötu 8-10 er opin virka daga kl. 8.00- 17.00, slmi 53722. Laeknavakt slmi 51100. Kópavogun Heilsugæslan er opin 8.00-18.00 virka daga. Slmi 40400. Keflavik: Neyðarþjónusta er allan sólarhringinn á Heilsugæslustöð Suöumesja. Slmi: 14000. Sálræn vandamál: Sálfræðistöðin: Ráðgjöf I sálfræðilegum efnum. Slmi 687075. Landspitallnn: Alla daga kl. 15 til 16 og kl. 19 til kl. 20.00. Kvennadelldln: kl. 19.30-20.00. Bútasögur og afgangamyndir Nú gruflum við Fúsi frændi um ritlist og kvikmyndir. Fyrir skömmu var ég að glugga í smásög- ur eftir Singer í þýðingu sem Hjörtur Páls- son leysir vel af hendi. Eins og öðrum dauðlegum mönnum eru Singer mislagðar hendur þó nóbelshöfundur sé. En víða glittir í gullið og alls staðar er augljóst að klassísk grundvallarsjónarmið í smásagna- gerð eru honum Ijós. Ummæli í einni sög- unni skil ég á þann veg að Singer hafi verið sakaður um „að færa klukkuvísa bók- menntasöguunar aftur“. Það gerir hann að sjálfsögðu tíkki. ílann veit vel af nýjungum sem fitjað ':cfur verið upp á í skáld- og smá- sagnagerð, hagnýtir sér sumar en telur enga þörf á að apa eftir. í þeirra stað hverf- ur hann til uppsprettulindanna og gefur þar með til kynna að margt af hinu nýja og tilraunakennda sé honum lítils virði. Ég spurði Fúsa frænda hvemig honum félli við Singer. Hann svaraði: Vel, hann minnir mig á Maupassant. Hann lætur aldrei vaða á súðum. Þó er Singer jafnvel enn naumari en Maupassant. En það er dá- lítið um liðið síöan ég las hann. Ég var á kafi í bútasögu. Nærri drukknaður. Bútasaga? Hvað er nú það? Bútasaga, það er afgangasaga og þykir fimamikil list. Þú sperrir brýr eins og bjáni, maður sem sjálfur hefur skrifað bútasögu. Ég kannast ekki við að nokkur sagna minna þyki fimamikil list. Látum það gott heita. Eigi að síður hef- urðu samið bútasögu. Uppskriftin er ein- föld. Maður tekur tvær eða fleiri stuttar sögur, bútar þær niður og raðar aftur, þannig að næsti kafli sé alltaf úr annarri sögu en sá fyrri. Þannig nýtist mörgum höfundinum ýmis afgangur sem ekki kom að gagni á annan hátt. Bara demba brotun- um saman í eina hít, hræra vel í og bíða svo þar til menningarbúrar lofa bullið í hástert, já, þeim mun hærra sem það er ruglings- le|ra. Eg ansa þér ekki, Fúsi minn, þú hefúr ekk- ert vit á þessu. Eg var að tala um Singer. Það er þess vegna út í hött hjá þér að nöldra um bútasögur. Jæja. Þú lætur þó svo lítið að taka þér nafnið í munn eins og þú kannist við það. Og ég man ekki betur en þú hafir talað um áþekkt fyrirbrigði í kvikmyndum. Nei. Ég hef talað um afgangamyndir. Þær eru allt öðruvísi en bútasagan þín. Það sem einkennir afgangamynd er hröð klipping. Líklegasta skýringin á þessum stuttu skot- um er sú að skotið allt, miklu lengra en það sem við fáum að sjá, hafi misheppnast. Að- eins hluti af því er notaður og þá ekki endi- lega kjaminn, hitt er klippt burt. Það vant- ar því mikið á að það sem segja þarf komist til skila. Svona gengur það myndbút eftir myndbút. Sagði ég ekki? Bútamynd. Óhæft nafn. Afgangamynd er ekki saman- sett úr tveimur eða fleirum sögum. Af- gangamynd er blátt áfram mynd sem gerð er úr því sem eftir er þegar allt það mis- lukkaða í skotinu hefur verið Ijarlægt. Meinið er bara að þá er það sem eftir er ekki nógu mikið eða gott í mynd og því sjálft mislukkað. Fúsi kinkaði koili. En, sagði hann, svo er það teygjumyndin. Fúsi minn, ég impraði á Singer. Erum við ekki komnir langt út fyrir efnið? Fúsi horfði á mig eins og hann tryði varla að ég hefði látið svona bjánalega spumingu út úr mér. Síður en svo, sagði hann. Höfum við ekki verið að tala um þær ógöngur sem sagan og kvikmyndin kemst í þegar Singer sleppir? Þegar Ijarlægst er uppsprettulindimar? Jón Dan Sængurkvennadeild: Alla daga vikunnar kl. 15-16. Heimsóknartími fyrir feður kl. 19.30- 20.30. Barnaspitali Hrlngslns: Kl. 13-19 alla daga. Öldrunarlæknlngadelld Landspltal- ans Hátúni 10B: Kl. 14-20 og eftir samkomu- lagi. - Landakotsspitali: Alla virka kl. 15 til kl. 16 og kl. 18.30 til 19.00. Barnadeild 16-17. Heimsóknartimi annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. - Borgarspitalinn i Fossvogi: Mánu- daga til föstudaga kl. 18.30 til 19.30 og eftir samkomulagi. Á laugardögum og sunnudögum kl. 15-18. Hafnarbúðir: Alla daga kl. 14 til kl. 17. - Hvfta- bandið, hjúkrunardeild: Heimsóknartlmi frjáls alla daga. Grensásdeild: Mánudaga ti föstu- daga kl. 16-19.30. - Laugardaga og sunnudaga kl. 14-19.30. - Hellsuvemdarstöðin: Kl. 14 til kl. 19. - Fæðingarheimili Reykjavíkur: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16.30. - Kleppsspftali: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16 og kl. 18.30 til kl. 19.30. - Flókadeild: Alla daga kl. 15.30 til kl. 17. Kópavogshælið: Eftir umtali og kl. 15 til kl. 17 á helgidögum. - Vífilsstaðaspftali: Heim- sóknartlmi daglega kl. 15-16 og kl. 19.30-20. - St Jósepsspitall Hafnarflrði: Alla daga kl. 15-16 00 19-19.30. Sunnuhlfð hjúkrunarheimili i Kópavogi: Heim- sóknartími kl. 14-20 og eftir samkomulagi. Sjúkrahús Keflavíkurtæknishéraðs og heilsugæslustöðvar: Vaktþjónusta allan sólar- hringinn. Slmi 14000. Keflavfk-sjúkrahúsið: Heimsóknartlmi virka daga kl. 18.30-19.30. Um helgar og á hátiöum: Kl. 15.00-16.00 og 19.00-19.30. Akureyrl- sjúkrahúsið: Heim- sóknartfmi alla daga kl. 15.30-16.00 og 19.00- 20.00. Á barnadeild og hjúkrunardeild aldraðra Sel 1: Kl. 14.00-19.00. Slysavarðsstofusfmi frá kl. 22.00- 8.00, simi 22209. Sjúkrahús Akra- ness: Heimsóknartími Sjúkrahúss Akraness er alla daga kl. 15.30-16.00 og kl. 19.00-19.30. Reykjavfk: Neyöarslmi lögreglunnar er 11166 og 000. Seltjamames: Lögreglan slmi 611166, slökkviliö og sjúkrabifreið sími 11100. Kópavogur: Lögreglan slmi 41200, slökkviliö og sjúkrabifreiö sími 11100. HafnarQörður Lögreglan slmi 51166, slökkvi- lið og sjúkrabifreið slmi 51100. Keflavik: Lögreglan simi 15500, slökkvilið og sjúkrabill slmi 12222, sjúkrahús 14000, 11401 og 11138. Vestmanneyjar: Lögreglan, slml 11666, slökkviliö slmi 12222 og sjúkrahúsið slmi 11955. Akureyri: Lögreglan slmar 23222, 23223 og 23224, slökkvilið og sjúkrabifreið slmi 22222. (safjörður: Lögreglan slmi 4222, slökkvilið simi 3300, brunaslmi og sjukrabifreið slmi 3333. jjHd Flokksstar* BlJ Héraðsmót framsóknarmanna í Skagafirði verður haldið í Miðgarði laugardaginn 31. ágúst Dagskrá: 1. Ávarp: Steingrímur Hermannsson, fv. forsætisráðherra. 2. Galgoparnir frá Akureyri syngja (Óskar Pétursson og félagar) 3. Jóhannes Kristjánsson skemmtir með eftirhermum og gaman- málum. 4. Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar leikur fyrir dansi, svo allir verða í stuði. Nefndin Fulltrúaráð framsóknarfélag- anna í Reykjavík Drætti i skyi idihappdrættinu hefur verið frestað. Nánar auglýst síðar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.