Tíminn - 28.08.1991, Blaðsíða 14

Tíminn - 28.08.1991, Blaðsíða 14
14 Tíminn Miðvikudagur 28. ágúst 1991 AÐ UTAN Vinnufælnir Þjóðverjar orðnir mestu letingjar Evrópu! Það kann að virðast álíka trúlegt og að Svisslendingar leggi varkárni fyrír róða eða að Frakkar hætti að njóta góðs mat- ar, en veldur samt Þjóðverjum sífellt meiri áhyggjum. Þeir eru hræddir um að þjóðin, sem tókst að gera efnahagslegt undra- verk á árunum eftir síðari heimsstyrjöld, sé að falla í freistni og verða leti að bráð. Þetta kemur ekki fram í því að þeir fram- leiði færri Mercedes-bíla eða kúlulegur, en með hverjum deginum sem líður miss- ir kraftaverkið eitthvað af Ijóma sínum þar sem fólkið sem skapar þessi verðmæti á æ færri vinnustundir og gerir sér upp veikindi oftar en vinnandi fólk annars staðar í Evrópu. Skróp á vinnustöð- um færist í vöxt Nýleg könnun á 295 verksmiðj- um leiðir í ljós að ekki faerri en 31% tilkynnti veikindi á mánu- dögum og 37% létu ekki sjá sig í vinnunni á föstudögum vegna „veikinda". Önnur könnun sem náði til 2.000 manns sýndi fram á að því sem næst tveir þriðju þeirra sem tilkynntu veikindi voru hreinlega að skrópa. Læknir sem þátt tók í einni rannsókninni segir það algengan hugsunarhátt að þeir sem ekki nota sér þessa aðferð séu álitnir heimskir í meira lagi. Aðrar rannsóknir hafa sýnt að í fyrra eyddu Þjóðverjar 8,5 vinnudög- um af hverjum 100 heima hjá sér, en aðeins Svíar og Norð- menn komast fram úr þeim á þessu sviði. Hjá rafmagnsfyrirtækinu Bosch í Stuttgart er skýrt frá því að 10% vinnuaflsins hafi tilkynnt veikindaforföll á hverjum tíma, þar sem aftur á móti séu aðeins 4% veik í svissneska útibúi fyrir- tækisins og 2,5% í því banda- ríska. Þó að fá þýsk fyrirtæki séu fús til að viðurkenna að starfsfólkið skrópi, hefur vikuritið Der Spi- egeí skýrt frá því að eitt fyrirtæki álíti að hjá því hefðu fjarvistir aukist úr 20% í 35% á síðustu 14 árum. Allt að 17% strætisvagna- stjóra í Berlín eru „veikir“ á hverjum degi. Samkvæmt þýskum lögum nægir að framvísa læknisvott- orði eftir þriggja daga veikindi og jafnvel þá eru margir þeiiTar skoðunar að læknastéttin sýni of mikla linkind við letingjana. En það eru svo sem ekki bara veikindi starfsfólks sem setja hroll að þýskum stjórnvöldum sem enn hefur ekki tekist að koma stjórn á efnahagsöngþveit- ið í austurhluta landsins. Nú þegar fá flestir Þjóðverjar að meðaltali sex vikna frí á ári til viðbótar stystu vinnuviku sem þekkist í Evrópu, og næsthæstu launum. Sum verkalýðsfélög eru jafnvel farin að gera kröfur um 30 stunda vinnuviku. Allt veldur þetta því að skelfing sest að í brjóstum þeirra sem hafa sett stolt sitt á þýskt vinnusiðferði. Ráðgjafi Helmuts Kohl kansl- ara, Elisabeth Noelle-Neumann, er döpur í bragði þegar hún seg- ir að öldum saman hafi þjóð hennar haft það orð á sér að vera dugmikil, en nú sé orðið í tísku að skila eins lítilli vinnu og unnt er. „Sú hugmynd sem aðrir hafa um þjóð okkar er að hún sé iðin og dugleg að vinna, en því miður er staðreyndin öll önnur," segir hún. Eftir sameiningu þýsku ríkj- anna tveggja, þar sem annað þeirra hafði það orð á sér að hafa tekist efnahagslegt undur og hitt þótti gersneytt vinnusemi — hefur stöðugt sorfið að ímynd- inni um eljusemi, dugnað og traust. Áhyggjuefnin Þó að efnahagslífið sé enn eitt- hvert það dugmesta í heiminum má sjá teikn á lofti sem valda n i i~M' •Sxjx&Xvlv. l'.WXyXv. yjxjx<jxj fStóv? M'Xviv.v.W’XW :j:j:j:j:;|j:;jjjjjjjjjj:j:j:jjj :’S:*:’:":*S:W:¥>xj:j ; . - j;X;X; ■:¥Sx' ;X;:;X vivX;: :*:TÍ*Wf llÉtti Ílllli: jSxjtfj: Mörgum hefur staöið ógn af iðni og vinnusemi Þjóðverja og telja þá eiginleika til hins illa. Nú virðist Þjóðverjum hafa tekist að læra aö slaka á og vekur það hreint ekki aödáun alls staðar. áhyggjum. Verðbólga er komin í 4,5% og hefur ekki verið meiri undanfarin átta ár, og helmingur vinnuaflsins í austurhlutanum kann að missa atvinnuna innan skamms eða verða skipað að setj- ast í helgan stein. Skattar hafa hækkað og í fyrsta sinn frá 1980 horfast Þjóðverjar í augu við halla f viðskiptum og á útgjalda- reikningi. Þetta hefur leitt til margvíslegr- ar sjálfsskoðunar. Margir skrifa breytta afstöðu vinnandi fólks á reikning kynslóðar sjöunda ára- tugarins sem ætlaði að breyta heiminum og uppgangs Græn- ingja, sem hafa fyrirlitningu á framförum og mikilli vinnu á kostnað umhverfisins. Elisabeth Noelle-Neumann kastar skuldinni á unga Þjóð- verja, sem kallaðir eru „Zeitpi- oneere“, en þeir berjast fyrir styttri vinnutíma. „Þeir hafa komið þeim orðrómi á kreik að við tökum vinnuna allt of alvar- lega og það sé engin ástæða til að hugsa um atriði eins og útflutn- ing til annarra landa og við- skiptahalla," segir hún. Jafnvel austur-þýsku læknamir, sem voru ekki stilltir inn á kapitalisk viðhorf Vesturlanda, eru nú reiðubúnir til að stíga fram og mæla með færri vinnustundum og lengri fríum.“ „Vil heldur drekka bjór í sólskininu en vinna eftirvinnu“ Aðrir álíta að kraftaverkið hafí skilað af sér nægilegum efnisleg- um framförum og þeir geti nú leyft sér að slaka á. Tálsmaður hjá Siemens bætti við: „Ég sé ekki hvers vegna við ættum að staldra lengur við á skrifstofun- um en nauðsynlegt er. Ég reyni að vinna ekki eftirvinnu og kýs heldur að eyða síðari hluta dags- ins í sólskininu og drekka bjór.“ Talsmaður Schering- lyfjafyrir- tækisins segir að þar sem flestir Þjóðverjar hafi náð þeim lífsstíl sem þeir óska finni þeir ekki lengur hjá sér hvöt til að vinna jafnmikið og áður. „Verkamenn og tæknimenn bíða oft við fata- skápana sína í hálftíma áður en vaktinni þeirra lýkur. Þeir dagar þegar fólk langaði til að eignast meira eru liðnir. Það eru ekki allir sem finna hjá sér löngun til að eiga BMW í bflskúmum." Það sem kannanir hafa leitt í ljós er staðfest af persónulegri reynslu einstaklinga. Hannelore Krause er 48 ára gamall einkarit- ari í Berlín. Hún skammast sín ekkert fyrir að viðurkenna að hún hefði tekið sér aukalega fimm vikna frí á heilsuhæli, til viðbótar sex vikna sumarfríi. Læknir ráðlagði henni að taka sér hvfld og örlátt sjúkrasam- lagskerfi tók hana upp á sína arma, rétt eins og það gerir fyrir 6 milljónir annarra Þjóðverja sem dveljast á heilsuhælum ár hvert. Hún sagði líka frá starfssystur sinni sem settist í helgan stein vegna slæms heilsufars, aðeins 51 árs að aldri. Sú tekur nú þátt í reiðhjólakeppni atvinnumanna í Svíþjóð og Bandaríkjunum. „Þegar Þjóðverjar vinna á annað borð skila þeir fullkom- inni vinnu“ En útlitið er ekki eingöngu dökkt. Enn heldur framleiðsla áfram að aukast hraðar en með flestum öðrum iðnaðarþjóðum og merki sem vekja bjartsýni sjást um vöxt í austurhluta Þýskalands. Niðurstaðan sem höfundur verðlaunabókarinnar „Macht Arbeit Krank? Macht Ar- beit Glúcklich?“ (Gerir vinnan þig veikan? Gerir vinnan þig hamingjusaman?) kemst að er sú að „þegar Þjóðverjar vinna á annað borð skila þeir fullkom- inni vinnu.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.