Tíminn - 28.08.1991, Blaðsíða 9

Tíminn - 28.08.1991, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 28. ágúst 1991 Tíminn 9 Heimsókn frú Vigdísar Finnbogadóttur til Skagafjarðar og Sauðárkróks dagana 23.-25. ágúst: Suður með Tindastól og brot úr Drangey Þegar flugvél Flugmálastjómar lenti á Alexandersflugvelli við Sauðárkrók kl. 9 á föstudagsmorgni si. var þegar mikill mann- fjöldi mættur við flugvöllinn til að fagna komu forsetans. Frá Guttormi Óskarssyni, fréttaritara Tímans á Sauðárfcrókt Þorsteinn Ásgrímsson, formaður héraðsnefndar Skagafjarðar, ávarp- aði forsetann og bauð hann velkom- inn í heimsókn til Skagafjarðar. Hópur bama raðaði sér upp og veif- uðu bömin flöggum. Einn af ungu piltunum afhenti Vigdísi blóm en Vigdís ávarpaði bömin með sínum kunna innileik og hlýju. Karlakórinn Heimir undir stjóm Stefáns Gíslasonar söng Skín við sólu Skagafjörður, sem því miður skein nú ekki sem skyldi þá stuhd- ina. Því naest var ekið að tónlistar- skólanum og snæddur morgun- verður, sem matvælaframleiðendur í Skagafirði bám fram á hlaðborði. Magnús Sigurjónsson, fram- kvæmdastjóri héraðsnefndar, ávarp- aði forsetann og bauð hann velkom- inn og sagði frá störfum héraðs- nefndar Skagafjarðar sem nú hefur tekið við störfum sýslunefndar. Rögnvaldur Valbergsson lék á píanó og karlakórinn Heimir söng nokkur lög. Þá var farið að útsýnisskifunni á Nöfúnum og í Sauðárgil, þar sem forseti gróðursetti þrjár birkiplönt- ur — fýrstu plöntumar í þessari ferð. AIIs mun frú Vigdís hafa gróð- ursett plöntur á átta stöðum í þess- ari heimsókn til Skagafjarðar. Forsetanum var boðið í Safnahúsið að opnun á málverkasýningu skag- firskra listamanna. Bærinn hefur nýlega fest kaup á 45 málverkum efdr skagfirska listamenn úr safni hjónanna Gyðu Jónsdóttur og Ottós Michaelsen. Þau hjón eru bæði frá Sauðárkróki og hafa jafnan sýnt þessum bæ mikla ræktarsemi. Við opnun sýningarinnar afhentu þau bænum að gjöf málverk Jóns Stef- ánssonar, Furðustrandir, sem sýnir vesturós Héraðsvatna og Tindastól. Forseti bæjarstjómar þakkaði þessa höfðinglegu gjöf. Um hádegisbilið ók forseti og fylgdarlið fram í Skagafjörð og snæddi hádegisverð í Árgarði í boði Lýtingsstaðahrepps. Elín Sigurðar- dóttir oddviti stjómaði hófinu og ávarpaði frú Vigdísi forseta og bauð hana velkomna. Forseti skoðaði m.a. bókasafn hreppsins við leiðsögn Rósmundar Ingvarssonar, formanns bókasafns- nefndar, en bókasafnið telur 5500 eintök auk tímarita. Nokkrar stúlk- ur úr Steinsstaðaskóla skemmtu með Ijóðalestri og söng. Áður en staðið var upp frá borðum afhenti Elín Sigurðardóttir frú Vig- dísi forseta hnakkgjörð, unna úr hrosshári af Margréti Ingvadóttur Ytri-Mælifellsá, með gömlum kop- arhringjum. Forseti þakkaði gjöfina og sló á létta strengi og sagði að nú yrði hún líklega að kaupa sér hest og koma ríðandi norður næsL Frú Vigdís sagði í ræðu sinni m.a. að hún væri þakklát fyrir skemmtileg- ar og hlýjar móttökur á góðum degi í Skagafirði. Næsti áfangi forseta var Amarstapi þar sem minnismerki Stephans G. Stephanssonar stendur. Eftir skamma viðdvöl þar heimsótti frú Vigdís skátana Eilífsbúa og vígði nýtt félagsheimili þeirra, Brekkusel. Frú Vigdís er vemdari skátahreyf- ingarinnar á íslandi. Inga Andreas- sen skátaforingi þakkaði forseta heimsóknina og afhenti henni sögu Sauðárkróks eftir Kristmund Bjamason fræðimann að gjöf frá skátunum. Komið var við í Víðimýrarkirkju og hún skoðuð, en forsetinn og fylgd- arlið hans söng sálminn Þú guð sem stýrir stjamaher — uppáhaldssálm frú Vigdísar. Forsetinn hélt nú að Miðgarði þar sem þrír hreppar; Seyluhreppur, Akrahreppur og Staðarhreppur buðu forseta til kaffisamsætis. Séra Gísli Gunnarsson flutti ávarp til for- seta og bauð hann velkominn, svo og alla veislugesti, sem voru fjöl- margir og salurinn þröngt setinn. Gerði hann einnig stutta héraðslýs- ingu í ræðu sinni. Karlakórinn Heimir undir stjóm Stefáns Gísla- sonar söng nokkur lög. Þá léku feðginin Stefán Gíslason á píanó og Berglind dóttir hans á þverflautu og sr. Dalla Þórðardóttir flutti ræðu og ávarp til frú Vigdísar. Forseti þakk- aði þessa góðu stund sem liðið hefði með skemmtilegum söng og mikilli vináttu. Um kvöldið sat forseti kvöldverðar- boð bæjarstjómar Sauðárkróks. Snorri Bjöm Sigurðsson bæjar- stjóri færði forsetanum að gjöf mál- verkið Tindastól eftir Sigurð Sig- urðsson. Á laugardeginum 24. ágúst heim- sótti forsetinn Fljótin og byggðimar við austanverðan Skagaljörðinn. Að kvöldi laugardagsins sat forsetinn boð héraðsnefndar að Miðgarði. Þorsteinn Ásgrímsson, formaður héraðsnefndar, flutti aðalræðuna og færði frú Vigdísi víkingaskip úr silfri, sem stendur á bergi úr Drang- ey, með skjaldarmerki Skagafjarðar frá 1930, nú merki héraðsnefndar. Sigurður Þórólfsson gerði listaverk- ið. Undir kvöldverðinum söng Helga Rós Indriðadóttir einsöng við undirleik Heiðdísar Magnúsdóttur. Álftagerðisbræður; Pétur og Sigfús Péturssynir sungu tvísöng við und- irleik Stefáns Gíslasonar. í ræðu þakkaði frú Vigdís þennan fallega grip og sagði efnislega, að hún færi suður með Tindastól og brot úr Drangey. Sunnudaginn 25. ágúst, síðasta dag heimsóknarinnar, ók forseti út á Skaga og tóku heimamenn á móti forsetanum í félagshgeimili hrepps- ins, Skagaseli. Eftir að hafa gróður- sett birkiplöntur með bömunum snæddi frú Vigdís morgunverð í boði hreppsnefndar. Hádegisverð snæddi forseti í boði bæjarfógeta Sauðárkróks, Halldórs Þ. Jónssonar. Forseti ók inn í Borg- arsveit og skoðaði m.a. gömlu Sjáv- arborgarkirkjuna. Þar með hafði forsetinn heimsótt alla hreppa sýsl- unnar og var alls staðar vel fagnað. Dáði fólk hennar virðulegu og alúð- legu framkomu. Vigdís heimsótti einnig dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki. Forseti mætti svo á íþróttavellinum á Sauðárkróki og afhenti verðlaun á svokölluðu Króksmóti, sem er knattspymu- kappleikur krakka á aldrinum 6-9 ára víðs vegar af Norðurlandi. Að síðustu mætti svo forsetinn í kaffiboð sem bæjarstjóm Sauðár- króks bauð til í íþróttahúsinu. Boð- ið sátu auk forseta um 600 manns. Kl. 18.30 kvaddi forseti síðan Skag- firðinga, rómaði dvöl sína þessa daga í Skagafirði og þakkaði mikla gestrisni og góðar viðtökur. f þessu lokahófi söng Jóhann Már Jóhanns- son, söngvari og bóndi í Keflavík, nokkur lög, flest skagfirsk, við und- irleik Sigríðar Einarsdóttur frá Varmalæk. Einnig söng kirkjukór Sauðárkróks undir stjóm Rögnvald- ar Valbergssc nar. —GÓ Hér er forsetinn viö gróðursetningu í Sauðárgili. Mynd: Feykir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.