Tíminn - 12.09.1991, Blaðsíða 2
2 Tíminn
Fimmtudagur 12. september 1991
Eldur í íbúð við Bólstaðarhlíð í fyrrinótt:
Reykskynjari án
rafhlöðu tií staðar
Aðfaranótt miðvikudagsins kom upp eldur í uppþvottavél í húsi við
Bólstaðarhlíð. Húseigendur vöknuðu við það að íbúðin var að fyllast
af reyk. íbúar vöknuðu og komust strax út Slökkviliðið kom fljót-
lega á vettvang, enda stutt að fara.
Reykkafarar voru sendir inn í húsið
þar sem þeir fundu eld í uppþvottavél
og aðeins í eldhúsinnréttingu. Eldur
var ekki mikill, en hins vegar hafði
myndast svartur sótugur reykur, sem
lagðist um alla íbúð. Eldurinn var
fljótslökktur, en síðan var unnið að
reykræstingu.
Bergsveinn Alfonsson hjá Slökkvi-
liði Reykjavíkur tekur það sérstak-
lega fram að í umræddri íbúð var
reykskynjari, sem eitt sinn var virkur,
en rafhlaðan nú tæmd. Þar af leið-
andi var reykskynjarinn óvirkur þeg-
ar eldurinn kemur upp og þess vegna
mun meiri reykur í íbúðinni heldur
en ella hefði orðið, ef skynjarinn
hefði farið í gang. Bergsveinn segir
þetta ekki vera í fyrsta skipti sem þeir
hjá slökkviliðinu hafi komið f íbúðir
sem orðnar væru fúllar af reyk, reyk-
skynjari á staðnum, en óvirkur vegna
þess að rafhlaðan hafði verið tekin úr
eða var tóm. Hins vegar hafði það
verið trassað að setja nýja rafhlöðu í
reykskynjarann. -js
Samtök fámennra skóla:
Á ársþíngi Samtaka fámennra
skóla um helgina var samþykkt
ályktun vegna þeirrar ákvörðun-
ar menntamálaráðherra að
leggja af kennslu við Héraðs-
skólann í Reykjanesi. f áJyktun-
inni er fordæmd aðför mennta-
málaráðuneytislns að skólanum
og þar er skorað á starfsmenn
fámennra skóla um land allt að
halda vöku sinni.
Símtal viö
kvæðamarm
Friðrik Steingrímsson frá Gríms-
stöðum í Mývatnssveit hringdi til
Tímans og hafði yfir erindi, sem
hann orti við grein eftir Garra, þar
sem talað var um rannsóknir í Mý-
vatnssveit undir heitinu „Elsku
besta öndin mín“. Friðrik orti er-
indið undir laginu: Blessuð sértu
sveitin mín. Erindið hljóðar svo:
Elsku besta öndin mín,
útrýmingarhœttu vafín.
Fœðu rúin, framtid gín,
framar aldrei sólin skin.
Sá, errœndi ríki þín,
reikningsskila verður krafínn.
Elsku besta öndin mín,
útrýmingarhœttu vafín.
Á meðan á símtalinu stóð rifjaði
Friðrik upp vísu, sem afi hans,
Egill Jónasson á Húsavík, orti
þegar Pétur í Reynihlíð varð sjö-
tugur. Var skrifað um þann sæmd-
armann í blöð og sagt að hann
væri þúsundþjaiasmiður. Kona
Péturs hét Þuríður og var hún
ekki síðri manni sfnum um alia
framgöngu. Við lestur greinarinn-
arorti Egill:
Pétur má þylýast afþessari grein,
þarerei missögn sem heitiö
getur.
Þjalimar voru þúsund og ein
því Þuriður gleymdist á bak
viðPétur.
Þannig yrkja þeir sem sagt fyrir
norðan og er mildl skemmtun að.
Tíminn þakkar Friðriki fyrir sím-
talið.
Guðrún Alfreðsdóttir, form. Félags íslenskra lelkara, ásamt hluta stjórnarmanna. Timamynd Ami Bjama
Félag íslenskra leikara 50 ára:
„Opið hús“ í leikhúsunum
í tilefni af 50 ára afmæli Félags ís-
lenskra leikara 22. september nk.
verður „Opið hús“ laugardaginn 14.
september nk. í Þjóðleikhúsinu,
Borgarieikhúsinu og hjá Leikfélagi
Akureyrar.
Gestir eru velkomnir á meðan hús-
rúm leyfir. Boðið verður upp á
skemmtun af ýmsu tagi fýrir alla fjöl-
skylduna, auk kynningar á starfsemi
leikhúsanna á nýbyrjuðu starfsári.
/ Borgaríeikhúsinu verður „Opið
hús“ frá kl. 10.30 til 16.00. Klukkan
11.00 hefst opin æfing á Dúfnaveisl-
unni eftir Halldór Laxness á stóra
sviðinu. Leikarar taka á móti gestum
FFSÍ segir hugmyndir um skerðingu sjómannaafsláttar jafngilda stríðsyfirlýsingu við alla sjómenn:
Svarið veröur: í
land með flotann
„Stjórn FFSÍ telur það jafngilda stríðsyfirlýsingu við sjómenn ef
stjórnvöld ætla að framkvæma þessi áform og mun þess vegna
hvetja til snarpra og róttækra aðgerða af hálfu allra starfandi sjó-
manna.“ Svo segir m.a. í ályktun frá stjórn Farmanna- og fiski-
mannasambands íslands vegna fregna um að ríkisstjórnin hygg-
ist skera niður sjómannafrádrátt til að bæta stöðu ríkissjóðs á
næsta ári.
Guðjón A. Kristjánsson, forseti
FFSÍ og varaþingmaður Sjálfstæð-
isflokksins á Vestfjörðum, sagði í
samtali við Tímann í gær að það
hlyti nú að skiljast hvað átt væri
við með „snörpum og róttækum
aðgerðum af hálfu sjómanna", það
væri ekki svo margt sem kæmi til
greina. Aðspurður hvort FFSÍ væri
að biðja sjómenn um að sigla flot-
anum í land, ef sjómannaafsláttur
yrði skertur, sagði Guðjón: „Það
hlýtur að nálgast að vera eitthvað
svoleiðis, já.“
Aðspurður sagði Guðjón það ekki
skipta nokkru máli þó hann væri
varaþingmaður flokks sem stæði
að þessum hugmyndum. „Ég læt
aldrei yfir mig ganga að það séu
tekin rétindi af þessari stétt, rétt-
indi sem var sérstaklega samið um
þegar staðgreiðslukerfið var tekið
upp,“ sagði Guðjón. Hann sagði að
hingað til hafi verið litið á sjó-
mannaafslátt sem örlítinn viður-
kenningarvott þess að sjómenn
geta ekki nýtt sér samfélagslega
þjónustu í sama mæli og þeir sem
eru í landi og að það væri á marg-
an hátt kostnaðarsamara að vinna
á sjó en í Iandi. Sjómannaafsláttur
er bundin í skattalögum og ákvæði
eru um það í kjarasamningum sjó-
manna að ef sjómannaafsláttur
verði lækkaður séu samningar þá
þegar lausir. „Við munum áskilja
okkur allan rétt til þess að taka
okkur neyðarrétt hvað þetta mál
varðar," sagði Guðjón A. Kristjáns-
son, formaður FFSÍ í gær. - BG
og aðstoða þá. Klukkan 13.00 verður
Borgarleikhúsið opnað upp á gátt.
Boðið verður upp á skoðunarferðir
um húsið, litið inn á æfingu á Þétt-
ingu á litla sviðinu, en uppi í æfinga-
sal á 4. hæð verður sýning fyrir böm-
in. Tónlist mun hljóma í forsal og
kaffiveitingar verða í matsal á 3. hæð.
/Þjóðleikhúsinu hefst opin æfing á
barnaleikritinu Búkollu kl. 13.00 á
stóra sviðinu. Athygli er vakin á því að
miðar eru afhentir í miðasölu frá kl.
13.00 á föstudag 13. september og
milli kl. 12.00 og 13.00 á laugardag.
Frá kl. 15.00 er gestum boðið í skoð-
unarferð um húsið og gefst þá tæki-
færi til að skoða þær breytingar sem
gerðar hafa verið á leikhúsinu og
ræða við leikara og annað leikhúsfólk
um leikárið og starfsemina. Ýmsar
uppákomur verða á víð og dreif um
húsið og kaffiveitingar í Þjóðleikhús-
kjallaranum. Húsinu er lokað kl.
18.00.
Hjá Leikfélagi Akureyrar verður
„Opið hús“ frá kl. 13.00 til 17.00. Op-
in æfing verður á Ieikritinu Stálblóm-
um kl. 13.00 til 15.00. Því næst sest
Valgeir Skagfjörð við flygilinn í and-
dyri þar sem leikarar og gestir fá
smjörþefinn af þeim fjölda sönglaga
sem prýða munu jólasöngleik leikfé-
lagsins, Tjútt og trega. Á sama tíma
verður hægt að rölta um leikhúsið
baksviðs og kynna sér þá vinnuþætti
sem liggja að baki leiksýningu. Kaffi-
veitingar verða í Borgarasal Sam-
komuhússins.
-js
Samtök fámennra skóla:
MEIRI HATT-
VÍSI, ÓLAFUR!
Á ársþingi Samtaka fámennra
skóla, sem haldiö var á Eiðum um
helgina, var samþykkt ályktun þar
sem vítt er sú ákvörðun Ólafs G.
Einarssonar menntamálaráðherra
að fresta þeim breytingum á kenn-
aranámi í KHÍ, sem taka áttu gildi í
haust.
Skorar þingið á menntamálaráð-
herra að afturkalla nú þegar ákvörð-
unina og sýna æðstu menntastofn-
un íslenskra kennara meiri háttvísi í
framtíðinni en vinnubrögð hans að
undanförnu bera vott um. Jafnframt
var á þinginu samþykkt ályktun þar
sem hvatt er til þess að nú þegar
verði komið á fót dreifðri og sveigj-
anlegri kennaramenntun.