Tíminn - 12.09.1991, Blaðsíða 11

Tíminn - 12.09.1991, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 12. september 1991 Tíminn 11 Ólafsvík Aöalfundur framsóknarfélaganna f Ólafsvlk verður haldinn fimmtudaginn 19. september kl. 20.301 Framsóknarhúsinu. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kosning á Kjördæmisþing. 3. Almennar umræður um málefni bæjarfélagsins. 4. Ingibjörg Pálmadóttir alþingism. ræðir um starfiö framundan. Stjómln. Reykjavík - Viðtalstímar Finnur Ingólfsson, alþingismaður, veröur með viötalstima á skrifstofu Framsóknarflokksins að Hafnarstræti 20,3. hæð, mánudaginn 16. september kl. 17.00-19.00. Finnur Sigrún Sturiudóttir Slgrún Magnúsdóttlr Sigrfður Hjartár Bjarney Bjarnadóttir 10 ára afmælisþing L.F.K. Landsþing Landssambands framsóknarkvenna verður haldið i Reykjavlk dagana 4. og 5. október nk. aö Borgartúni 6. [ tilefni af 10 ára afmæli Landssambands framsóknar- kvenna býður Félag framsóknarkvenna f Reykjavlk til skoðunarferðar föstudaginn 4. október. Við heimsækjum fyrirtæki og stofnanir borgarinnar, sem ekki eru alltaf til sýnis almenningi, undir leiðsögn Sigrúnar Magnúsdóttur og Sigrlöar Hjartar. Um kvöldið verður sameiginlegur kvöldverður f boði FFK. Laugardagskvöldiö 5. október er lokahóf Landsþingsins að Borgartúni 6, sem jafnframt verður afmælishóf með skemmtidagskrá. Við hvetjum framsóknarkonur um iand allt til að fjölmenna á afmælisþingiö. Afmællsnefndln Fulltrúaráð Framsóknarfélaga Kópavogs Fulltrúaráðsfundur verður haldinn fimmtudaginn 12. september kl. 20.30 á Digranesvegi 12. Steingrfmur Hermannsson verður gestur fundarins. Fulltrúaráðlð. SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA REYKJAVÍK Vegna úthlutunar úr Framkvæmdasjóði fatlaðra 1992 Hlutverk sjóðsins er að fjármagna framkvæmdir í þágu fatlaðra. Væntanlegir umsækjendur um fé úr sjóðnum árið 1992 þurfa að skila eftirfarandi til Svæðisstjórnar: 1. Umsóknir ertilgreini upphæð. 2. Yfirlit yfir stöðu þeirra framkvæmda, í Reykjavík, sem ólokið er og úthlutað hefur verið úr sjóðnum. 3. Sundurliðaðri framkvæmdaáætlun vegna ólokinna verkefna í Reykjavík og áætlun um fjármögnun þeirra. Sérstaklega skal sundurliða hvern verkáfanga fyrir sig og möguleika hvers framkvæmdaaðila að fjármögnun til framkvæmdanna (þ. e. eigin Ijármögnun eöa önnur sérstök framlög). Nauðsynlegt er að ofangreindar upplýsingar berist Svæðisstjóm eigi síðar en 23. september næst- komandi. Svæðisstjórn málefna fatlaðra í Reykjavík, Nóatúni 17 105 REYKJAVÍK Steingrímur Christian Moore er komin meö kærustu upp á arminn. Hún er bandarísk og heitir Heather. Sonur Rogers Moore er farinn að eiga við stelpurnar: Yngsti sonurinn kominn með dömu Þegar Christian Moore hitti nýju kærustuna sína fyrst, passaði hann sig á að minnast ekkert á fjölskyldu sína. Það er ekki það að yngsti son- ur Rogers Moore sé leiður á að tala um föður sinn eða búinn að fa nóg af að fólk álíti hann annað en hann er. Hann vildi einfaldlega ekki vera að monta sig af því að vera sonur fyrrverandi James Bond og fá í staðinn einhverja sérmeðferð vegna þess. Christian er 18 ára gamall, og er yngsti sonur Rogers Moore og Lu- isu Moore. Hann á tvö systkini. Hann heldur sig á jörðinni og þyk- ir efhilegur ungur maður. Christi- an hefur hingað til forðast alla fjöl- miðla, en oft vill verða að böm fræga fólksins fara illa út úr frægð foreldra sinna. Það er óhætt að segja að Christian hafi sloppið vel, en heilbrigðin geislar af stráknum. Hann er nú kominn með kærustu og hún heitir Heather Van Zuidam. Þau hittust hjá tannlækni, en síð- an hefúr ástin blossað á milli þeirra. Christian býr í Lundúnum með foreldrum sínum og lætur sig engu máli skipta þótt sú heittelsk- aða búi í Flórída. Hann segir að þau Þeir feðgar eru samrýmdir og miklir félagar. ætli að halda sambandi og reyna að hittast eins oft og hægt er. Heather segist ekki hafa haft nokkra hugmynd um að Christian ætti svo frægan föður, hún hafi ekki komist að því fyrr en síðar. Christian segir að hann forðist æ að tala um föður sinn, en virðir hann þrátt fyrir það og metur mik- ils. Christian ætla að feta í fótspor föður síns, en ekki sem leikari heldur leikstjóri. Hann segist þó hafa nógan tíma, ekki nema 18 ára, og þurfi ekkert að verða ríkur og frægur strax. En það kemur kannski að því dag einn. Roger Moore og kona hans Luisa.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.