Tíminn - 12.09.1991, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 12. september 1991
Tíminn 7
VETTVANGUR
Jón Kristjánsson alþingismaður:
Smáskjálftar frá Hafnarfirði
og heitt haust
Fyrsti þáttur sjónarspilsins um ramma fjárlaga fyrir árið 1992
er afstaðinn. Kratar hafa lúffað fyrir Sjálfstæðisflokknum, og
það er ljóst að hann ræður ferðinni.
Það er ljóst að við mikinn vanda er að etja í ríkisfjármálum, og
er það eklri ný bóla. Við framsóknarmenn drógum enga dul á það
í vor að svo væri. Hins vegar eru þær tölur, sem stjómarliðar eru
að leika sér með, til þess gerðar að rugla fólk í ríminu og gera
sem mest úr þessum vanda, sem er þó ærínn.
Reiknað út frá
óskalistum
Blekkingin er þess eðlis að óska-
listar ráðuneyta eru lagðir til
grundvallar í fjárlagagerðinni og
tölur um niðurskurð stjórnar-
flokkanna reiknaðar út frá þeim.
Fjárlagagerð fer þannig fram, að
ráðuneytin leggja fram óskir um
framlög úr ríkissjóði til þeirra
mála sem þau fara með, og setja
þá gjarnan fram ýtrustu óskir í
fyrstu umferð. Þetta hefur ávallt
verið svo. Hins vegar hafa stjórn-
völd aldrei leikið sér að mismun-
inum á þessum fyrstu tölum og
niðurstöðu fjárlagafrumvarps í
opinberri umræðu. Þær eru settar
fram nú í áróðursskyni og tilgang-
urinn er tvíþættur. í fyrsta lagi að
viðskilnaður síðustu ríkisstjórnar
hafi verið slæmur og í öðru lagi að
gera sem mest úr verkum þessar-
ar.
Smáskjálftar frá
Hafnarftrði
Ég hef ekki, fremur en aðrir
stjómarandstæðingar, séð neitt
skjalfest um áform ríkisstjórnar-
innar eða niðurstöður um fjár-
lagagerðina. Ég hlusta eins og aðr-
ir landsmenn á það sem fjölmiðla-
mönnum tekst að toga upp úr
stjómarliðum. í þeim fréttum
kom fram að félagsmálaráðherra
og bæjarstjórinn í Hafnarfirði, að-
alvígi krata hérlendis, telja að ver-
ið sé að eyðileggja velferðarkerfið.
Eftir mikið fjölmiðlafár var boðað-
ur flokksstjómarfundur þar sem
átti að taka ráðherra flokksins í
bakaríið og kenna þeim betri siði,
fræða þá um stefnu Alþýðuflokks-
ins og grundvallarhugsjónir.
Eftirleikurinn af þessum fundi er
grátbroslegur. Enginn virðist vera
klár á því hvað var samþykkt, jafn-
vel ekki á hvaða fundi þeir voru.
Jóhanna kom í sjónvarpið í kvöld-
fréttatíma í síðustu viku, sæl og
ánægð, og talaði eins og véfrétt
um jöfnunaraðgerðir sem hún
hefði með mikilli baráttu náð
fram. Ekkert hefur komið nánar
Þeir vita sem er að
slíkri skjálftahrinu
línnir, og jafnframt
múðri nokkurra
þingmanna sem
hafa verið að tala
um velferðarkerfi og
jafnvel grundvallar-
hugsjónir Alþýöu-
flokksins fyrir kosn-
ingar. Sjálfstæðis-
flokkurinn ræður
ferðinni í þessari
ríkisstjóm og krat-
arnir eru fastir í því
fram um það í hverju þær aðgerðir
felast. Mikil átök voru um skóla-
gjöld, sem saklaust fólk hélt að
stafaði af því að þau ættu að
hækka, en einn góðan veðurdag
upplýsti Jón Baldvin að skólagjöld-
in ættu að lækka. Það er erfitt fyr-
ir venjulegt fólk að skilja þetta.
Allt er þetta staðfesting á því, að
kratarnir ætla að láta allt yfir sig
ganga í fjárlagagerðinni, og ráð-
herrarnir halda sér í stólana sína
meðan smáskjálftar, sem upptök
eiga hjá bæjarstjóranum í Haftiar-
firði, ganga yfir. Þeir vita sem er
að slíkri skjálftahrinu linnir, og
jafnframt múðri nokkurra þing-
manna sem hafa verið að tala um
velferðarkerfi og jafnvel grund-
vallarhugsjónir Alþýðuflokksins
fyrir kosningar. Sjálfstæðisflokk-
urinn ræður ferðinni í þessari rík-
isstjórn og kratarnir eru fastir í
því neti.
Heitt haust í
stjómmálum
Hins vegar bíður umræða um
fjárlagafrumvarpið þingsins sem
kemur saman nú fýrsta október,
og mér býður í grun að þar sé al-
varlega hluti að finna, sem ekki
hafa komið fram í dagsljósið enn
nema að litlu leyti.
Mjög alvarlegt útlit er nú í at-
vinnuvegum landsmanna og fyrir-
sjáanleg meiri skerðing á veiði-
heimildum en nokkru sinni.
Einnig hefur afli verið tregur að
undanförnu. Landbúnaðurinn
gengur í gegnum miklar og sárs-
aukafullar breytingar, sem eru í
miðjum klíðum. A að leysa fjár-
lagavandann að hluta til á kostnað
þessara atvinnugreina, auk þess
að auka álögur á sjúka og náms-
menn? Verður því haldið til
streitu að taka hagræðingarsjóð
sjávarútvegsins í ríkissjóð og eyði-
leggja þar með möguleika hans til
hagræðingar í greininni og til
þess að koma (veg fyrir áföll ein-
stakra byggðarlaga? Á að kippa
fótunum undan framleiðnisjóði
landbúnaðarins og möguleikum
hans til uppbyggingar í sveitun-
um? Þessum spurningum og fleir-
um verður svarað þegar fjárlaga-
frumvarpið kemur fram, og fjallað
verður um það á Alþingi. Það er
heitt haust framundan í stjórn-
málum.
Gunnar Dal:
SOLKERFIÐ OKKAR
Slokknar sólin þegar allt vetni er þrotið? Nei, ekki strax. Hún
reynir að veijast hruni með því að Ig'arninn dregst saman. Þegar
helíumkjami dregst saman þá hitnar hann og sólin bætir sér á
þann hátt upp orkutapið. Hvað næst geríst vita menn ekki með
vissu, en um eitt eru allir vísindamenn sammála: Sólin deyr.
Sól getur dáið á þrjá vegu. Hún get-
ur orðið svarthol. Hún getur orðið
nifteindastjama. Og hún getur orðið
rauður risi, sem síðar breytist í hvít-
an dverg. Okkar sól getur ekki orðið
svarthol. Til þess er hún ekki nógu
stór. Sól, sem verður svarthol, þarf
að vera að minnsta kosti þrisvar
sinnum stærri en okkar sól. Stórar
sólir verða svarthol á þann hátt að
kjaminn verður stjómlaus og
springur. Við það myndast fyrirbæri
sem nefnist supemova. Það er jarð-
arför stórrar sólstjömu. Hún verður
björt eins og heil vetrarbraut
Þessi leið er óhugsandi hvað okkar
sól snertir. Nifteindastjama verður
varla til úr sól sem er meira en 2.2
sólmassar og hvítur dvergur verður
ekki til úr sól sem er meira en 1.4
sólmassar. Ef sólin okkar verður
hvítur dvergur þá gerist það þannig:
Á sama tíma og helíumkjami sólar-
innar minnkar og hitnar, stækkar
miðhluti sólarinnar. Yfirborð sólar-
innar kólnar um helming, en sólin
getur orðið tugum eða hundruð
sinnum stærri en nú. Sólir, sem eru
á þessu stigi, eru nefndir rauðir risar.
Sólin reynir að leita að nýju jafnvægi
og kjaminn dregst meira og meira
saman. Að lokum er kjaminn orðinn
nógu lítill og heitur til að ný tegund
af sprengingum geti byijað í miðju
sólarinnar. Helíumkjaminn verður
nýtt eldsneyti við að breytast í kol-
efniskjama. Hitastigið í kjamanum
verður að fara yfir 10 í áttunda veldi
til að þetta gerisL Sólin hefur enn
fundið nýja Ieið til að láta ekki eftir
þyngdaraflinu og falla saman. Kjam-
inn hættir að dragast saman, — um
stund.
Menn þekkja rauða risa. Sá, sem
menn þekkja besL er Betelgense í
Orion-stjömumerkinu. Sólin okkar
verður eins og hann eftir 5 þúsund
milljón ár, þó að hún verði ekki eins
stór. Ef þá verður til mannkyn í ein-
hverri mynd, sem verður að teljast
afar ósennilegL verður jörðin nú
óbyggileg. Samdráttur kjamans
hættir, en aðeins ákveðið tímabil.
Helíumsprengingamar virðast
hætta og byrja síðan aftur. Og nú
gerast margar breytingar. Allt hel-
íum brennur og við það myndast
kolefni og súrefni. Við súrefnisbrun-
ann myndast sílíkon og brenni-
steinn. Og loks breytist neón,
magnesíum og allt annað í jám. Það
koma öðru hvoru tímabil þegar þessi
hnignun stöðvast um stund, en svo
Seinni grein
heldur hún áftam að nýju. Þessi lýs-
ing byggist á rannsóknum á öðmm
sólum á öllum æviskeiðum frá
vöggu til grafar. — Og loks eru allar
orkulindir þrotnar. Sólin okkar
dregst saman þar til hún verður á
stærð við jörðina. Hún breytist úr
rauðum risa í hvítan dverg. En það
þýðir að kjami hennar er einn eftir.
rkiirbis
v jiirdcn
*.T... ..... Vvnus
— Menn þekkja hvíta dverga. Sá
bjartasti nefnist Síríus B, öðm nafni
Hvolpurinn. En eins og menn vita þá
er Síríus á flestum tungum kallaður
Hundurinn. Síríus A er tíu þúsund
sinnum bjartari en Síríus B og þess
vegna erfitt að sjá hana. Sumir hafa
haldið því fram að það sé líf á Síríusi
B. Þær lífvemr þyrftu að hafa sterk
bein, því að þar mundi venjulegur
eldspýtustokkur vega um 10 tonn
vegna hins gífurlega þyngdarafls.
Þegar sólin okkar er orðin á stærð
við jörðina heldur hún að mestu efn-
ismassa sínum og aðdráttarafli. Og
hún hættir að hrynja saman. Vegna
þéttleikans kemur fram nýr þrýst-
ingur, sem nefnist rafeindaþrýsting-
ur. Nafnið er dregið af hnignunar-
ástandi rafeinda. Þrýstingurinn er
svo mikill að rafeindimar leggjast
þétt saman án þess að bil sé á milli
þeirra. Rafeindimar veita mótstöðu
eins og litlar stálftaðrir sem þrýst er
á. En í heimi rúms og tíma er endan-
legt ástand ekki til.Allt breytist. Þessi
litli hvíti dvergur breytist, að menn
halda, í svartan dverg. Þeir em að
vísu enn hvergi til. Alheimurinn er
einfaldlega ekki orðinn nógu gamall
til þess að nokkur stjama hafi náð
þessu stigi.
Sólin gæti líka hugsanlega orðið
nifteindastjama. Hún er á mörkun-
um hvað stærð varðar. Sól verður
nifteindastjama þegar öll atóm
hennar em horfin og nifteindimar
einar eftir. Þær leggjast þétt saman
og efnið verður eins þétt og það get-
ur orðið. Ef sólin okkar yrði nift-
eindastjama yrði hún aðeins um 20
kílómetrar í þvermál. En fyrst yrði
húnaðverðanova.
Örlög sólarinnar verða að lokum
þau sömu og örlög alheimsins. Sjálf-
ur tíminn hefst með stórusprengju,
en endar í hinu alheimslega svart-
holi. Alheimurinn hverfur í lok tím-
ans inn í svartholið. En svarthol
brotnar niður og breytist í hvíthol.
Það þýðir að nýr alheimur kemur
fram í upphafi nýs tíma.
En hvaða áhrif hefur þetta allt á til-
vem mannsins? Ekki nein. Sólin
verður óbreytt næstu fimm þúsund
milljón árin. Ef maðurinn lifir allan
þann tíma á jörðinni verður saga
hans orðin tvö til þrjú þúsund sinn-
um lengri en hún nú er. Ef við lítum
á manninn eins og hann var fyrir
tveimur ármilljónum og bemm
hann saman við manninn í dag þá er
breytingin orðin svo mikil að hann
er varla þekkjanlegur. Hvemig verð-
ur þá maðurinn þegar búið er að
margfalda þessar breytingar með tvö
þúsund og fimm hundmð? Það er
erfitt að vita hvert þróunin leiðir
hann. Kannski á hann eftir að verða
stjómandi á nýjum stjömum.
Kannski eyðileggur hann sjálfen sig.
Við eigum enga framtíð nema við
læmm að lifa á þessari jörð. Ef til vill
getur hin nýja heimsmynd hjálpað
mönnum til þess. Þegar menn fara
að gera sér ljóst hve hnöttur okkar er
smár í þessum stóra heimi, þá hljóta
menn að fara að skilja að mannkynið
verður að sameinast til þess að glat-
ast ekki. í stað allra þessara ffum-
stæðu, ftandsamlegu þjóða, sem
eyða kröftum sínum í vígbúnað og
gjöreyðingarvopn, hlýtur að koma
mannkyn sem sameinasL Það em
stór verkefni sem maðurinn verður
að leysa til að eiga framtíð. Og aðeins
sameinað en þó frjálst mannkyn get-
ur gert það sem gera þarf.