Tíminn - 21.09.1991, Blaðsíða 1
„Önnurnar þrjár“ og
„Sæljónið“ farast
Fyrir hundrað og þrjátíu árum voru íbúar
Reykjavíkur ekki nema rúm 1100. Fram að
þeim tíma höfðu erlendir kaupmenn ráðið hér
lögum og lofum og verið mestir virðingarmenn.
En nú tók þetta að breytast. Þegar latínuskól-
inn var kominn og helstu embættismenn voru
sestir að í Reykjavík fór mesti ljóminn af kaup-
mönnum. Nú varð embættismannastéttin
fremst um allar virðingar.
Sú varð og önnur breyting á að íslenskum
kaupmönnum fjölgaði smám saman og þótt
þeir drægju ekki burst úr nefí hinna rótgrónu
selstöðukaupmanna, þá sá almenningur að
kaupmennska var engin yfírburðagáfa sem ein-
göngu var léð útlendingum.
En þrátt fynr þetta höfðu kaupmenn enn
mikil völd og álit, eins og fram kom í því að þeir
voru öðrum fremur valdir til trúnaðarstarfa.
Ýmsir þeirra sátu jafnan í bæjarstjóm og réðu
þeir mestu um sfjóm kaupstaðarins.
hér 3. nóvember 1857 eftir 30 daga
ferð frá Kaupmannahöfn. Þetta varð
seinasta ferð skipsins til íslands, því
að nú átti gufuskip að taka við sigl-
ingum milli landa. Voru á döfinni
samningar við C.PA Koch í Kaup-
mannahöfn (þann er síðar varð aðal-
stofnandi Sameinaða gufuskipafé-
lagsins) að hann tæki að sér ferðim-
ar framvegis. Áttu þær að vera sex á
ári milli Kaupmannahafnar og
Reykjavíkur með viðkomu í Leith og
Færeyjum.
„Sölöven" lá hér þrjár vikur, en 24.
nóvember var það ferðbúið. Lágu þá
önnur þrjú skip hér einnig albúin til
útsiglingar. Eitt skipið hét „Drei
Annas". Átti það Moritz Biering
kaupmaður og ætlaði það að fara
beint til Kaupmannahafnar. Skip-
stjóri á því hét Lund. Þriðja skipið
var skonnorta sem ,Juno“ hét, og
átti hún að fara til Spánar með fisk.
Fjórða skipið var einnig skonnorta
sem Sveinbjörn Jakobsson átti, og
ætlaði hún til Englands. Skipstjóri á
henni hét Glud.
Skipin höfðu tafíst hér vegna út-
synnings storma og rigninga er
bönnuðu útskipun dögum saman.
En 23. og 24. nóvember hafði verið
logn og gott veður og var þá lokið
við að ferma skipin. Mundu þau hafa
getað lagt af stað daginn eftir, en þá
var komið norðanveður svo að þeim
leist ekki vel á að leggja úr höfn.
Sagt er þó að það hafi ráðið meiru
um að þau héldu kyrru fyrir þennan
dag að þeir kaupmennirnir Þor-
steinn Jónsson og Ditlev Thomsen
áttu þá afmæli.
Thomsen var þá ráðinn til utanfar-
ar með „Sölöven" og einnig Jón
Kaupmannaaðall
Þegar hér var komið sögu voru
þessir helstu útlendir kaupmenn í
Reykjavík: Carl Franz Siemsen,
Ditlev Thomsen, Moritz Biering,
P.C. Knudtzon, Carl 0. Robb, N. Chr.
Havsteen, M. Smith, R.P. Tærgesen
og W. Fischer. En af íslenskum
kaupmönnum má helst nefna Þor-
stein Jónsson, Jón Markússon,
Sveinbjöm Jakobsson og Hannes St
Johnsen.
Margir hinna erlendu kaupmanna
áttu sjálfir skip, sem þeir höfðu í för-
um landa á milli, og vom því ekki
upp á aðra komnir með flutning og
farmgjöld. Annars var lítið um sigl-
ingar til landsins, nema hvað póst-
skipið hélt uppi nokkurn veginn
reglubundnum ferðum. Póstskipið
hét „Sölöven" og hafði verið mörg ár
í siglingum hingað. Það var segl-
skip. Skipstjóri þess hét Stilhoff.
Hann varð fyrstur manna til að
benda á þá nauðsyn að koma hér
upp siglingamerkjum. Árið 1854
stakk hann upp á því að dufl eða
tunna yrði sett upp á Akureyjarrif og
viti reistur á Garðskaga. Bæjarstjórn
tók það mál til athugunar. Taldi hún
sér ekki skylt að sjá um vitabygging-
una, en mælti með þeirri hugmynd
við stjórnina. Aftur á móti sam-
þykkti hún árið eftir að setja dufl á
Akureyjarrif. Upp úr því var svo farið
að semja hafnargjaldaskrá og sér-
stök hafnarnefnd kosin fyrir 1856.
Hinsta sigling
„Sölövcn“
Póstskipið „Sölöven" hafnaði sig
Kaupfar í sjávarháska.
Markússon kaupmaður og Snæ-
bjöm Benedictsen verslunarstjóri.
En Moritz Biering ætlaði ásamt
konu sinni og tveimur bömum að
fara með „Drei Annas" til Kaup-
mannahafnar og dveljast þar vetrar-
langt.
Bæði þessi skip voru mjög hlaðin
haustvörum og meðal annars voru á
„Sölöven" fjórir móálóttir hestar.
„Sölöven" var stórt og gott skip, eitt
hið besta sem þá hafði verið í sigl-
ingum hér við land. „Drei Annas“
var miklu minna og meira hlaðið.
Hafði það meðferðis 144 tunnur af
saltkjöti, mikið af ull og tólg og fiski
og auk þess var þar húsbúnaður Bi-
erings og allir dýrgripir hans í gulli,
silfri og gersemum, því að hann ætl-
aði að taka á leigu íbúð í Kaup-
mannahöfn og hafa þar sinn eigin
húsbúnað.
Undir kvöld hinn 25. nóvember tók
veðrið að lægja og gekk vindur þá til
suðausturs eða suðurs, en loftvog
Síðla í növember
1857 fórst póstskipið
„Sölöven" undir
JÖkii og í sama veðri
brotnaði kaupskipið
„Önnurnar þrjár“ á
Mýrum á sama stað
og „Pourquoi Pas?“
fórst síðar. Með
skipunum fórust
fjórir helstu kaup-
menn i Reykjavík
var fallandi. Þrjú skipin fóru þá að
búa sig til ferðar, en skonnorta
Sveinbjarnar sýndi ekkert ferðasnið
ásér.
Það var engu líkara en að ferðalag-
ið legðist illa í Biering og vildi hann
ekki fara um borð um kvöldið. En
konan rak hart á eftir og sagði að
þau mundu verða allt of sein fyrir
daginn eftir ef þau svæfu í landi um
nóttina. Og er hún nú sótti þetta svo
fast sagði Biering:
„Þú skalt þá ráða því.“
Fóru þau hjónin svo um borð kl. 8
um kvöldið og tvö börn hans af fyrra
hjónabandi, piltur og stúlka. Hét
pilturinn James og var á 19. ári, hið
mesta mannsefni. Hafði hann
stundað nám í latínuskólanum í 3
vetur og nú ætlaði faðir hans að
koma honum að verslunarnámi í
Kaupmannahöfn, svo að hann gæti
síðar orðið sín önnur hönd við versl-
unina. Stúlkan hét Valgerður Inger
Margrét og var 16 ára að aldri, „gáf-
uð vel og mannvænleg".
Það er mælt að þegar báturinn
lagði frá landi með þau, hafi Biering
sagt:
„Guð gefi íslandi góðar nætur“.
Um kl. 5 um morguninn létti skip-
ið akkerum. Var þá enn svartamyrk-
ur, því að ekki var tunglsljós. En byr
var hagstæður til að sigla út flóann.
Er mælt að Lund skipstjóri hafi sagt
hafnsögumanni áður en þeir skildu
að hann mundi fyrst sigla djúpt
vestur flóa, því að hann byggist við
að veður mundi ganga til vesturs
eða suðvesturs og vildi hann þá vera
sem lengst frá landi. Bendir þetta til
að honum hafi ekki þótt útlitið
tryggilegt.
Uggvænlegt veðurútlit
Nú er að segja frá þeim á hinum
skipunum.
Þegar Stilhoff skipstjóri vaknaði
var enn myrkt af nótt. Varð honum
fyrst fyrir að athuga loftþyngdar-
mælinn og sá að hann hafði mjög
fallið um nóttina. Leist honum þá
ekki á blikuna og sýndist vænlegast
að fara hvergi. Vildi hann nú ná tali
af Lund og ráðgast um við hann
hvað gera skyldi. Fer hann í bát og
lætur róa með sig þangað sem hann
átti von á að „Drei Annas“ lægi, en
þá var Lund lagður af stað fyrir
stundu. Fer Stilhoff nú aftur til
skips sfns. Er haft eftir honum að
hann hafi þá sagt að ekkert vit væri í
því að leggja af stað, þvf að veður
væri í nánd og þegar skollið á úti
fyrir. En stýrimaður eggjaði fast að
lagt væri af stað og kvað það illt af-
spurnar að þeir lægju þar eftir, þeg-
ar miklu minna og lakara skip hefði
lagt út. Varð skipstjóri þá reiður og
skipaði að hefja upp akkeri. Og svo
var hann hastur og hámæltur, er
hann var að skipa fyrir, að köllin
heyrðust í land.
Um þetta leyti létti „Juno“ akker-
um, en tókst svo slysalega að það
hrakti og var að því korpið að reka
upp á örfiriseyjargranda. Brá Stil-
hoff þá við og kom því til hjálpar, en
þetta tafði hann um tvær stundir og
lagði hann því ekki á stað fyrr en um
kl. 8. Hafnsögumaður fylgdi honum
út fyrir Gróttu. Heyrði hann Stilhoff
segja að hann ætlaði sér að vera sem
næst suðurlandinu, því að úr þeirri
átt ætti hann stórviðris von. Sást
það til hans, að þegar hann var kom-